Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 12
12 | Úttekt 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Hannes Smárason, þáverandi stjórn- arformaður FL Group, bað undir- mann sinn hjá FL Group, Einar Sig- urðsson, að stofna reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg örfáum dög- um áður en þrír milljarðar króna voru millifærðir af reikningi FL Group í Landsbankanum til Lúxemborgar í apríl 2005, samkvæmt heimildum DV. Millifærslan átti sér stað án vitneskju þáverandi forstjóra FL Group, Sigurð- ar Helgasonar, verðandi forstjóra fé- lagsins, Ragnhildar Geirsdóttur, sem og stjórnar félagsins. Einar, sem var framkvæmdastjóri rekstrarstýringar og viðskiptaþróunar hjá FL Group, varð við beiðni Hann- esar enda var hann starfandi stjórn- arformaður og stærsti hluthafi fé- lagsins. Nokkrum dögum síðar fóru milljarðarnir þrír út af reikningi FL Group í Landsbankanum án vitn- eskju annarra stjórnenda eða stjórnar FL Group. Upphæðin nam á að giska um helmingi þeirrar innistæðu sem var inni á reikningi FL Group í Lands- bankanum á þessum tíma. Reikning- ur FL Group í Lúxemborg virðist því hafa verið stofnaður í þeim eina til- gangi að taka við umræddum fjár- munum og bar stofnun hans brátt að. Afdrifarík millifærsla Umrædd millifærsla Hannesar Smárasonar fram hjá helstu stjórn- endum og stjórn FL Group varð meðal annars til þess að þrír stjórnarmenn í FL Group, Inga Jóna Þórðardóttir, Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jóns- son, sögðu sig úr stjórn FL Group í lok júní sama ár og annar stærsti hlut- hafi félagsins, Saxbygg, seldi nærri 27 prósenta hlut í félaginu í byrjun júlí til aðila tengdum Baugi. Deilurnar um millifærsluna marka því upphafið að yfirtöku Baugs og tengdra aðila á FL Group. Millifærslan varð meðal ann- ars einnig til þess að trúnaðarbrestur varð á milli Hannesar og Ragnhild- ar, sem tók við starfi forstjóra þann 1. júní 2005, og hætti hún hjá félaginu í október sama ár. Áhrifin af millifærslu Hannesar til Lúxemborgar voru því umtalsverð. Hannes yfirheyrður – ekki vitað hvað varð um peningana Millifærslan til Lúxemborgar hef- ur verið til rannsóknar hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra frá 2009. Talið er að millifærslan geti flokk- ast sem fjárdráttur og þar með brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga en FL Group var almenningshlutafé- lag á þeim tíma sem hún átti sér stað. Nýju blóði var hleypt í rannsóknina í fyrra þegar nýtt vitni gaf sig fram við efnahagsbrotadeildina og gaf vitnis- burð sem hjálpaði embættinu að ná betur utan um málið. Rannsóknin á millifærslunni er nú í fullum gangi hjá efnahagsbrotadeildinni samkvæmt heimildum DV. Meðal þess sem gerst hefur í rann- sókninni upp á síðkastið er að Hann- es Smárason hefur verið yfirheyrður vegna málsins, líkt og Viðskiptablað- ið greindi frá í byrjun þessa mánað- ar. Yfirheyrslan yfir Hannesi fór fram í síðasta mánuði. Eitt af því sem verið er að skoða í málinu er hvað varð um peningana eftir að þeir fóru af reikn- ingi FL Group í Lúxemborg. Þetta at- riði hefur aldrei verið upplýst þó nærri sex ár séu liðin frá því millifærslan átti sér stað. Heimildir DV herma að Einar Sig- urðsson hafi ekki verið yfirheyrður í rannsókninni á málinu. Ef rætt verður við hann má ætla að hann verði vitni í málinu þar sem aðkoma hans að því mun eingöngu hafa verið sú að stofna áðurnefndan bankareikning í Lúx- emborg. Einar kom því ekkert að því að millifæra milljarðana af reikningi FL Group á Íslandi og til Lúxemborg- ar. Svarið við spurningunni um af- drif peninganna eftir að þeir fóru inn á reikninginn í Lúxemborg liggur því væntanlega ekki hjá Einari þó hann búi yfir upplýsingum um aðdraganda þess að reikningurinn var stofnaður. Ragnhildur sagði Fons hafa fengið peningana Ragnhildur Geirsdóttir bar því reynd- ar við í yfirlýsingu í fyrra að hún hefði séð Excel-skjal frá Kaupþingi í Lúxem- borg á þessum tíma sem skilja hefði mátt sem svo að peningarnir hefðu verið millifærðir til Fons, eignarhalds- félags Pálma Haraldssonar. Ragn- hildur sagði í yfirlýsingunni: „Hvar voru svo peningarnir niður komnir? Stjórnarformaður FL Group [Hannes Smárason, innskot blaðamanns] gaf aldrei viðunandi skýringu á því, að mínu mati. Hins vegar barst á þess- um tíma útprentun úr Excel skjali frá Kaupþingi í Lúxemborg þar sem fram komu upplýsingar sem mátti skilja sem svo að að peningarnir hefðu á einhverjum tímapunkti, í einhverjum tilgangi, verið millifærðir á Fons. Stað- festingu á því hef ég hins vegar aldrei fengið, hvorki hjá stjórnarformannin- um, bankanum né öðrum aðilum.“ Sú kenning, að Fons hafi feng- ið milljarðana þrjá, gengur út á það að fjármunirnir hafi með einum eða öðrum hætti verið notaðir til að fjár- magna kaup Fons á danska lággjalda- flugfélaginu Sterling fyrir 4 milljarða króna í mars árið 2005. FL Group keypti Sterling svo aftur, ásamt flug- félaginu Maersk Air, fyrir 15 milljarða króna í október sama ár. Pálmi segist ekkert vita um málið Pálmi segir aðspurður að peningarnir hafi ekki komið inn á reikning í sinni eigu eða félaga sem tengjast honum. „Þessir peningar hafa aldrei kom- ið inn á minn reikning eða reikning neinna félaga sem tengjast mér,“ segir Pálmi sem ekkert segist vita um málið. Hann segir jafnframt að hann hafi ekki verið boðaður í yfirheyrslu hjá efna- hagsbrotadeildinni í rassíunni í mál- inu sem nú stendur yfir. Þó Pálmi segi þetta þá útilokar svar hans ekki þann möguleika að peningarnir hafi með einum eða öðrum hætti verið notað- ir til greiða fyrir kaup Fons á Sterling. Ein skýring á þessu gæti meðal annars verið sú að peningarnir hafi haft við- komu á öðrum reikningi áður en þeir fóru inn á einhvern annan reikning sem hugsanlega tengist Pálma Har- aldssyni eða félagi í hans eigu. Ástæðan fyrir því að ekki er vit- að hvað varð um peningana er með- al annars sú að Ragnhildur fékk eng- ar upplýsingar um millifærsluna frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxem- borg þegar hún leitaði eftir þeim. „Hins vegar neitaði Kaupþing í Lúx- emborg ítrekað að gefa mér og öðrum stjórnendum FL Group upplýsing- ar um peningana og bar við banka- leynd,“ sagði í yfirlýsingu Ragnhildar í fyrra. Ragnhildur sagðist í yfirlýsing- unni hafa fengið upplýsingar um millifærsluna um það leyti sem hún tók formlega við af Sigurði Helgasyni sem forstjóri FL Group í byrjun júní 2005. Í kjölfarið lét Ragnhildur ein- staka stjórnarmenn í FL Group vita af millifærslunni en hún hafði þá gert árangurslausar tilraunir til að fá upp- lýsingar um millifærsluna frá Hannesi Smárasyni og krafist þess að pening- arnir skiluðu sér aftur inn á reikning FL Group með vöxtum. Ragnhildur ræddi málið fyrst við Hreggvið Jóns- son, varformann stjórnar FL Group, og svo við aðra stjórnarmenn koll af kolli. Hótað með efnahagsbrotadeild Eftir að stjórn FL Group fékk vitn- eskju um millifærsluna og að pen- ingarnir hefðu horfið út af nýstofnuð- um reikningi FL Group í Lúxemborg reyndu Ragnhildur og einhverjir af stjórnarmönnunum að fá Hannes til að sjá til þess að peningarnir skiluðu sér aftur til FL Group. Á endanum var sagt við Hannes að efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra yrði bent á MILLIFÆRÐI MILLJARÐA Á NÝJAN REIKNING Í LÚX n Undirmaður Hannesar Smárasonar stofnaði bankareikninginn í Lúxemborg í apríl 2005 n Þrír milljarðar af fé FL Group voru millifærðir inn á hann n Hannes Smárason hefur verið yfirheyrður n Efnahagsbrotadeild rannsakar millifærsluna sem meintan fjárdrátt n Talið að milljarðarnir hafi verið notaðir til að fjármagna kaup Fons á flugfélaginu Sterling Segist ekki kannast við milljarðana Pálmi Haraldsson segist ekki kannast við að hafa tekið við þremur milljörðum króna sem millifærðir voru af reikningum FL Group til Lúxemborgar í apríl árið 2005. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.