Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 17
Nærmynd | 17Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Mazda 3 fólksbifreið, beinskiptur. Nýskr. 06/2006, ekinn aðeins 75 þús. Álfelgur, sumar- og vetrardekk, skoðaður til 2011. Aðeins einn eigandi. Dekurbíll á góðu verði. Aðeins 1.250 þúsund kr. Nánari upplýsingar veitir Sigurður í síma 867-9880. Frábær kaup! Fljótur upp stuttan metorðastigann þig á kinnina á sama tíma og hann setur hnífasettið í bakið á þér.“ Reykjavík Energy Invest Björn Ingi komst í meirihlutasam- starf með sjálfstæðismönnum eft- ir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006. Hann myndaði óvænt meiri- hluta með þeim eftir að hafa átt í viðræðum við hina borgarstjórnar- flokkana. Samstarf hans við sjálf- stæðismenn sprakk svo í loft upp eftir að í ljós kom að kaupréttar- samningur hafi verið gerður við nokkra starfsmenn Orkuveitunn- ar í þá nýja fyrirtækinu Reykjavík Energy Invest, REI, sem átti að sjá um útrásarverkefni Orkuveitunnar. Stjórnir Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy undirrituðu samkomulag um sameiningu félag- anna undir merkjum REI. Ætlun- in var að skapa leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfestingum og þróun á sviði jarðvarma. Ekki voru allir á eitt sáttir við vinnuhætti Björns Inga og Vilhjálms og var mikið kvartað und- an upplýsingaskorti í aðdraganda sameiningarinnar. Björn Ingi lýsti því yfir þremur dögum áður en hann sprengdi meiri- hlutann að hann væri undrandi á því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þá- verandi borgarstjóri, kannaðist ekki við samningana. Tveimur dögum eftir þá yfirlýsingu Björns kaus hann með minnihlutanum í borgarstjórn um að ekki ætti að selja REI eins og sjálfstæðismenn vildu gera. Daginn eftir þá kosningu, 11. október 2007, mætti hann svo ekki á fund meiri- hlutans sem haldinn var í Höfða um ýmis borgarmálefni, eins og fjár- hagsáætlun borgarinnar. Þess í stað fundaði hann með Degi B. Eggerts- syni, Svandísi Svavarsdóttur og Mar- gréti Sverrisdóttur og myndaði nýtt meirihlutasamstarf. Svandís hafði aðeins nokkrum dögum áður farið fram á afsögn Björns og Vilhjálms úr borgarstjórn. Kröfu Svandísar var mætt nokkr- um mánuðum síðar þegar borgar- stjórnarmeirihlutinn, sem oft hef- ur verið kallaður Tjarnarkvartettinn, sprakk. Ólafur F. Magnússon kom úr veikindaleyfi og tók sæti Margrétar Sverrisdóttur, sem hafði verið vara- maður hans, í borgarstjórn. Hann ákvað að gera tilkall til borgarstjóra- stólsins og fór í samstarf með sjálf- stæðismönnum. Stofnaði sinn eigin fjölmiðil Eftir að hafa unnið á nokkrum fjöl- miðlum eftir brotthvarf sitt af sviði stjórnmálanna hóf hann eigin rekst- ur. Hann stofnaði vefmiðilinn Press- una sem í dag er einn mest lesni vefur landsins. Þegar rannsóknar- skýrsla Alþingis kom út kom í ljós að Björn Ingi hafði fengið hundruð milljóna að láni hjá íslensku bönk- unum og varð það til þess að hann hvarf úr ritstjórastóli Pressunnar. Við starfinu tók þá gamall samstarfs- maður Björns Inga úr Framsóknar- flokknum, Steingrímur Sævarr, sem áður hafði gengt starfi fréttastjóra á vefmiðlinum. Björn Ingi fór þó ekki langt. Hann varð útgefandi miðilsins og settist í stól stjórnarformanns Vefpressunn- ar, sem á og rekur Pressuna. Eftir það hefur Pressan sótt í sig veðrið, sem og útgáfan Vefpressan. Útgáfan hef- ur síðan stofnað veðmiðilinn bleikt. is og vefverslanirnar mona.is, sem selur hjálpartæki ástarlífsins, og but- ik.is, sem selur alls konar vörur. Í samtali við Viðskiptablaðið á fimmtudag sagði Björn Ingi að Vef- pressan væri farin að skila hagnaði og að erfiður rekstur á fyrsta ári Press- unnar hefði verið eðlilegur. Pressan var rekin með um 30 milljóna króna tapi fyrsta starfsárið. „Fyrsta árið þurftum við að fara í töluverða upp- byggingu og stofnkostnað og töpuð- um um 30 milljónum króna á fyrsta rekstrarárinu. Það þætti flestum ansi vel sloppið og hefði verið óhugsandi fyrir hrun,“ sagði hann við blaðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig þessi stofnkostnaður var fjármagnaður, en skuldir Björns Inga hlaupa á hundr- uðum milljóna króna. Auk Björns Inga Hrafnssonar eru eigendur Vefpressunnar Arnar Ægisson, Salt Investment, Vátrygg- ingafélag Íslands (VÍS), Ólafur Már Svavarsson, Steingrímur S. Ólafs- son, Guðjón Elmar Guðjónsson og Verksmiðjan Norðurpóllinn. Fyrir- tækið Salt Investment er svo í eigu útrásarvíkingsins Róberts Wess- mann og VÍS er í eigu Exista, sem er svo meðal annars í eigu útrás- arbræðranna Lýðs og Ágústs Guð- mundssona. Með hálfan milljarð að láni Björn Ingi hóf fjárfestingastarf- semi þegar hann var aðstoðarmað- ur Halldórs Ásgrímssonar. Hann græddi tugi milljóna á viðskiptum með hlutabréf í íslenskum bönkum og öðrum fyrirtækjum. DV greindi frá því 30. janúar árið 2009 að Björn Ingi hefði fengið 60 milljóna kúlulán frá KB banka árið 2005 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra. Björn Ingi seldi hlutabréfin í bankanum og græddi meira en 20 milljónir sam- kvæmt heimildum blaðsins. Á þeim tíma þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs, og eftir að hann fór sjálfur út í pólitík, hafði hann háleitar hug- myndir um að Ísland yrði að alþjóð- legri fjármálamiðstöð. Þegar rannsóknarskýrsla Alþing- is um málefni tengd bankahrun- inu kom út kom í ljós að Björn Ingi var einn þriggja fjölmiðlamanna sem hafði fengið óvenjulega háar lánagreiðslur úr gömlu bönkun- um. Hann fékk 563 milljóna króna kúlulán frá Kaupþingi til hlutabréfa- kaupa. Lánið gjaldféll og sat Björn Ingi uppi með skuldirnar í félaginu Caramba – Hugmyndir og orð ehf. sem í fyrirtækjaskrá er skráð sem út- gáfufyrirtæki án prentsmiðju. Félag- ið hefur ekki skilað ársreikningi síð- ustu ár og er staða fyrirtækisins óljós. Skuldirnar virðast samt ekki sligandi fyrir Björn sem er einn fárra hluthafa og stjórnarformaður í Vefpressunni og nokkrum vefmiðlum. „Lán til Björns Inga Hrafnsson- ar voru öll veitt af Kaupþingi banka hf. Annars vegar voru lánin til Björns beint en þau voru hæst í lok septemb- er 2008, rúmar 100 milljónir króna. Hins vegar voru lán veitt til félags í hans eigu, Caramba-hugmyndir og orð ehf. Þau lán voru því sem næst öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Þau hlutabréf sem hæstu samningarnir voru um voru í Kaup- þingi, Exista, Bakkavör og Spron. Þá vekur athygli að í september 2008 gerði félagið nýja samninga um kaup á hlutabréfum Exista, sem námu um 230 milljónum króna. Við gerð þeirra samninga ríflega tvöfölduðust skuld- ir félagsins,“ segir um lánveitingar íslensku bankanna til Björns Inga í skýrslunni. Caramba hefur ekki skil- að ársreikningi síðan árið 2007. Ekki var einungis fjallað um lán- veitingar bankanna til Björns Inga í skýrslunni og fékk hann raunar nokkuð slæma útreið í skýrslunni. Í kaflanum um styrki og fríðindi til stjórnmálaflokka og stjórnmála- manna segir að íslenskir stjórnmála- menn virðist ekki hafa þegið boðs- ferðir frá bönkunum í miklum mæli en að Björn Ingi Hrafnsson hafi þó flogið til London, gist á Radisson Edwardian í byrjun árs 2007 og ver- ið í veislu á Claridge’s Hotel vegna Kaupthing Singer & Friedlander. „Björn Ingi Hrafnsson veiddi líka í boði Glitnis í Laxá í Leirársveit dag- ana 10.-11. júlí 2007, sem stjórnar- maður í Orkuveitunni,“ segir í skýrsl- unni. n Var farinn að skrifa fyrir Morgunblaðið 11 ára gamall n Hætti sem þingfréttaritari og gerðist stjórnmálamaður n Fékk hundruð milljóna lánuð frá bönkunum og byggði upp fjölmiðlaveldi n Gamall félagi segir hann hafa meiri metnað en hugsjónir „Hann græddi tugi milljóna á viðskiptum með hlutabréf í íslenskum bönkum og öðrum fyrirtækjum. Tjarnarkvartettinn Björn Ingi myndaði meirihluta með Vinstri grænum, Samfylk- ingunni og F-listanum og sameinaði þar með gamla Reykjavíkurlistann í meirihlutasam- starfi. Mynd SIGTRyGGuR ARI JóHAnnSSon Samstarfsmenn í REI-málinu Björn Ingi og Vilhjálmur, fyrrverandi borgarstjóri, voru hart gagnrýndir fyrir vinnubrögð sín í kringum REI-málið. Mynd GuðMunduR VIGFúSSon komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.