Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 46
46 | Sport 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað E inn albesti leikmaður knatt- spyrnusögunnar, Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem Ronaldo, lagði skóna á hilluna í síðustu viku. Hann batt þar með endahnútinn á sigur- sælan feril en hann vann alla titla sem í boði voru að undanskildum Meistaradeildartitlinum. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu bras- ilíska landsliðsins, hann er marka- hæsti leikmaður í sögu HM, hann er annar af aðeins tveimur til að vera kjörinn besti knattspyrnumað- ur heims þrisvar og þegar tímaritið France Football setti saman besta knattspyrnulið allra tíma var hann framherji þess ásamt landa sínum Pelé. Svona mætti lengi telja en það er engum blöðum um það að fletta að Ronaldo er einn sá besti, ef hrein- lega ekki besti, framherji allra tíma. Meiðsli settu þó strik í reikninginn hjá þessum magnaða leikmanni og er spennandi að hugsa til þess hvað hefði gerst hefði hann haldist tiltölu- lega heill allan sinn feril. Ronaldo grét á blaðamannafundi í síðustu viku þegar hann tilkynnti að hann væri hættur enda knattspyrnan hans líf og yndi. Komst ekki að hjá uppáhaldsliðinu Ronaldo ólst upp sem stuðnings- maður Flamengo en hann bjó í því hverfi Rio de Janeiro sem hyllir svart- an og rauðan lit þess liðs. Eftir að hafa verið á mála hjá þremur ungl- ingaliðum reyndi Ronaldo að komast að hjá Flamengo sautján ára. Honum var hafnað en hinn brasilíski Jairzin- ho sem þá var stjóri Cruzeiro sá hvað í þessum kraftmikla strák bjó og fékk hann til liðs við sig. Það borgaði sig líka heldur betur því Ronaldo skorði 44 mörk í 44 leikjum í öllum keppn- um þetta eina ár sem hann lék með liðinu. Cruzeiro vann brasilíska bik- arinn þetta ár og varð héraðsmeistari í Mineiro en þeir titlar skipta Brass- ana miklu máli. Það var því algjörlega viðbúið að Ronaldo yrði keyptur til Evrópu og var hollenska liðið PSV Eindhoven svo heppið að krækja í kappann. Hann kom til liðsins eftir heims- meistaramótið 1994 þar sem Brasilía varð meistari. Ronaldo lék ekkert á mótinu, heldur horfði á Romario og Bebeto sýna listir sínar. Það var einmitt Romario sem ráðlagði Ron- aldo að hefja feril sinn í Hollandi en Romario lék með PSV í fimm ár. Eins og með Cruzeiro fór Ronaldo strax í gang og skoraði þrjátíu mörk á sínu fyrsta tímabili. Eftir það lenti hann í fyrstu erfiðu meiðslunum en þau áttu svo sannarlega ekki eftir að vera þau síðustu. Ronaldo komst í gang undir lok keppnistímabilsins og hélt áfram að skora, núna tólf mörk í þrettán leikjum. Hodgson fórnaði höndum Stórliðin kölluðu en áður en ferli Ronaldos lauk átti hann eftir að spila með tveimur stærstu liðum Spánar og Ítalíu. Ferillinn hófst fyrir alvöru hjá Barcelona þar sem hann tók við af n Ronaldo hættur í fótbolta 34 ára að aldri n Markaskorari af guðs náð n Vann alla titla sem í boði voru nema einn í máli og myndum Markaskorari Ótrúlegt ár Roy Hodg- son gat ekki lýst hversu ótrúlegur Ronaldo var hjá Barcelona. Kátt á hjalla Ronaldo vann Suður-Ameríkubikarinn með Brasilíu 1999. Smá vesen Ronaldo komst í kast við lögin þegar kynskiptingar ásökuðu hann um ofbeldi. Þrisvar bestur Aðeins Ronaldo og Zidane hafa þrívegis verið kjörnir bestu knatt- spyrnumenn heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.