Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 18.–20. febrúar 2011 Helgarblað Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarf- dæla, sem sitja uppi með milljóna skuldir eftir misheppnaða hlutafjár- aukningu í sjóðnum, ætla að reyna að fá lánasamninga sína við Sögu Fjár- festingabanka ógilta fyrir dómi. Þeg- ar hafa sumir fengið sér lögmann og undirbúa stefnur á hendur bankanum og stjórn sjóðsins. Það á að reyna að gera með vísan í 36. grein samninga- laga þar sem segir að samningi megi víkja til hliðar eða hluta, eða breyta, ef það metið er ósanngjarnt eða andsætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Stofnfjáreigendur mótmæla því að þurfa að greiða til baka milljóna skuld við Sögu Fjárfestingabanka næstu 15 ár, sem þeir telja óréttláta og byggða á blekkingum. Þetta gera stofnfjáreigendurn- ir meðal annars með vísan í að bæði stjórnarformaður Sparisjóðs Svarf- dæla og sparisjóðsstjórinn voru einn- ig í stjórn Sögu Fjárfestingabanka á sama tíma og lánin fyrir stofnfjáraukn- ingunni voru veitt. Þeir hafi því set- ið beggja vegna borðsins þegar lánin voru veitt. Þá eru stjórnendur sjóðs- ins og bankans sakaðir um að hafa keyrt stofnfjáraukninguna í gegn með blekkingum og fullvissað stofnfjáreig- endur um að þeir væru ekki í neinum persónulegum ábyrgðum fyrir lánum sem þeir tóku til aukningarinnar. Annað kom á daginn, því stofn- fjáraukningin þurrkaðist út við fall Exista og næstu misseri á eftir stökk- breyttust myntkörfulánin þannig að flestir sem tóku þátt skulda nú um 8 milljónir króna á meðan eignin á bak við lánin er algjörlega verðlaus. Tal- ið er að stofnféð hafi verið lagt inn í eignarhaldsfélagið Kistu sem hélt utan um hlut sparisjóðanna í Exista. Við hrun þess varð Kista verðlaus og þar með stofnféð tapað. Skorar á stjórnina að biðjast afsökunar Í bréfi sem Elvar Reykjalín, fiskverk- andi á Dalvík og stofnfjáreigandi skrif- ar, er skorað á stjórn sparisjóðsins að koma fram með hag stofnfjáreigenda fyrir brjósti, biðjast afsökunar og við- urkenna hvernig málið var allt sett upp. „Þeir yrðu menn að meiri og ég og sennilega allir stofnfjáraðilar myndum taka þá í fulla sátt fyrir,“ skrifar Elvar. Í bréfi sínu talar hann um „blekk- ingarleik,“ af hálfu stjórnar sparisjóðs- ins og Sögu Fjárfestingabanka. Sjóð- urinn hafi frekar verið rekinn eins og vogunarsjóður en sparisjóður. „Ef fjármálastofnanir ætla að ganga í innheimtu á lánum sem urðu til við svona kringumstæður skulu þær búa sig undir að mæta öflugri mótspyrnu fólks því mælirinn er algerlega fullur,“ skrifar hann. „Nú, þegar hamrað er á stofnfjár- eigendum víða um land um að borga lánin sem tekin voru til kaupa á stofn- bréfunum, sé ég mig knúinn til að fara aðeins yfir sögu stofnfjáraukningar í Sparisjóði Svarfdæla. Ekki veit ég ná- kvæmlega hvernig sú hugmynd kvikn- aði upphaflega að breyta okkar rót- grónu sparisjóðum í hlutafélög, ekki hefur það verið í anda upphafsmanna sparisjóðanna sem sumir forsvars- menn þeirra vitnuðu gjarnan í á góð- um stundum. Sérstaklega ef forystu- menn sjóðsins þurftu að þagga niður í stofnfjáraðilum sem vildu fara aðra leið en forystan. Í þetta var vitnað af þeim þegar stofnfjáraðilum barst til- boð í stofnbréfin haustið 2007. Stjórn- in bannaði umsvifalaust alla sölu á þeim.“ Elvar segir það hafa komið algjör- lega flatt upp á stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla þegar stjórn- in lagði til aukningu á stofnfé um 500 milljónir króna. Ekki hafi hvarflað að neinum að setja eigur sínar að veði til að taka þátt í stofnfjáraukningunni. „Ég fullyrði að mikill meirihluti stofn- fjáraðila var algerlega á móti þeim gjörningi fyrir fyrsta fund sem var boð- aður af stjórn til að kynna þá leið fyrir stofnfjáraðilum. En á þessum dæma- lausa fundi á Rimum í Svarfaðardal 26. september 2007 tókst forsvarsmönn- um sjóðsins með dyggri aðstoð lög- fræðings og endurskoðanda að sunn- an að fá samþykkt að breyta sjóðnum í hlutafélag og auka stofnfé um 500 milljónir,“ skrifar Elvar. Beggja vegna borðs Hann nefnir fimm ástæður fyrir því að forsvarsmönnum sjóðsins tókst að keyra stofnfjáraukninguna í gegn. Í fyrsta lagi með fullyrðingum um að áhætta lántakenda væri engin. Í öðru lagi með fullyrðingum um að hagn- aður sjóðsins myndi greiða upp lánið á þremur árum. Í þriðja lagi nefnir El- var að forsvarsmenn sjóðsins hafi alltaf fullyrt að ekkert annað væri að veði fyr- ir lánunum en stofnbréfin sjálf. Í fjórða lagi hafi stofnfjáreigendur verið fullviss- aðir um að þeir væru að auka eign sína í sjóðnum en ekki tapa nánast öllu sem þeir áttu í honum ef þeir tækju ekki þátt. Í fimmta og síðasta lagi nefnir hann að forsvarsmennirnir hafi boðað framtíð- arsýn þar sem innan örfárrra ára sköp- uðust 30 ný störf við sparisjóðinn og stofnfjáreigendur væru að styrkja rekst- ur sjóðsins í heimabyggð. Elvar segir að gert hafi verið lítið úr öllum sem mótmæltu hugmyndum um stofnfjáraukninguna og ekki skrýt- ið að fólk hafi látið undan vilja stjórn- arinnar því enginn hafi viljað tapa sinni eign Hann vísar í bréf sem Saga Fjárfest- ingabanki sendi stofnfjáreigendum þann 29. nóvember 2007, þar sem seg- ir meðal annars: „Til tryggingar lán- inu yrðu núverandi stofnbréf lántaka ásamt þeirri aukningu sem viðkom- andi skrifar sig fyrir í yfirstandandi stofnfjáraukningu.“ Yfirgnæfandi meirihluti stofnfjár- eigenda tók þessu boði bankans. Rétt er að taka fram að Jóhann Antonsson, stjórnarformaður sjóðsins, og Frið- rik Friðriksson sparisjóðsstjóri sátu beggja vegna borðs þegar samið var við Sögu Fjárfestingabanka, þar sem þeir voru báðir í stjórn bankans. Leiða má getum að því að þeir hafi því báðir haft hag að því að lána sem mest út til stofnfjáreigenda. Elvar skrifar: „Hafa ber í huga að Saga Capital var ráðgefandi aðili í öllu þessu máli, var mjög náin samvinna með bankanum og forystumönnum sjóðsins enda bæði stjórnarformaður og sparisjóðsstjóri í stjórn Saga Capital og áttu báðir stóra hluti í bankanum.“ Ábyrgðin bankans Elvar gagnrýnir harðlega hvernig stað- ið var að lántökunni hjá Sögu Fjárfest- ingabanka. Allt hafi verið gert í miklu hasti og fólki smalað saman á einn stað til þess að skrifa undir lánasamn- ingana. Þá loks hafi menn rekið aug- un í að búið var að bæta inn klausu í handveðsyfirlýsingu um að reynd- ist tryggingin ófullnægjandi mætti gera aðför að öllum eigum skuldara. „Þetta var ekki aldeilis það sem talað var um, haft var samband við stjórn- arformann. Hann sagði að það þyrfti engar áhyggjur að hafa af þessu, þetta væru bara formsatriði og allt í fína lagi. Þetta er einmitt málið, það var búið að hamra svo á því að bara bréfin væru að veði að það væri bara formsatriði að skrifa undir. Þar með var sú áhætta úr sögunni. Þessu til frekari staðfesting- ar sat fólk á móti starfsmönnum Saga Capital í bankanum og var fullvissað um að ekkert væri undir nema stofn- bréfin. Ekki í eitt skipti var tekið fram af Saga Capital eða stjórn sjóðsins að fólk legði allar eigur sínar undir.“ Það varð hins vegar raunin þegar stofnfjáraukningin tapaðist öll á einu bretti og nú standa stofnfjáreigendur frammi fyrir því að borga tugi þúsunda á mánuði næstu 15 ár. Hann telur að vegna óskýrleika og óvandvirkni fjármálastofnana eigi þær að bera ábyrgðina. „Ekki í eitt einasta skipti fór fram nánari kynning á kjör- um þessara lána.“ Elvar sakar stjórnir Sögu og spari- sjóðsins jafnframt um blekkingar og hefur ekki áhuga á að greiða skuldina. „Getur það virkilega liðist hjá lána- stofnun að loforð þeirra og orð séu að engu hafandi og blekkingar séu bara viðurkennd aðferð til að kría pening út úr saklausu fólki?“ n Elvar Reykjalín vill ekki borga skuld vegna stofnfjáraukningar í Sparisjóði Svarfdæla n Lætur reyna á ógildingu lánasamninga n „Blekkingarleikur“ stjórnarinnar n Þaggað niður í þeim sem mótmæltu„Ef fjármálastofn- anir ætla að ganga í innheimtu á lánum sem urðu til við svona kring- umstæður skulu þær búa sig undir að mæta öflugri mótspyrnu fólks því mæl- irinn er algerlega fullur.“ Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is VILL ÓGILDINGU OG AFSÖKUNARBEIÐNI Sparisjóður Svarfdæla Hlutafjáraukning sparisjóðsins endaði með ósköpum. Fjölmargir Dalvíkingar sitja eftir í skuldasúpu. Elvar Reykjalín „Á þessum dæmalausa fundi á Rimum í Svarfaðardal 26. sept 2007 tókst forsvarsmönnum sjóðsins með dyggri aðstoð lögfræðings og enduskoðanda að sunnan að fá samþykkt að breyta sjóðnum í hlutafélag og auka stofnfé um 500 milljónir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.