Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 25
Viðtal | 25Helgarblað 18.–20. febrúar 2011 „Já. ég hef miklar áhyggjur af þessu. Í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis vegna bankahruns- ins höfðu skýrsluhöfundar einnig áhyggjur af þessu og ræddu með- al annars hvernig Viðskiptaráð var nánast orðið að reglugerðarsmið fyrir bankana og bankaumhverf- ið. Þetta er viðfangsefni stjórn- valda á öllum tímum. Plató skrif- aði um þetta meira að segja. Þegar viðskiptahagsmunir eða atvinnulíf- ið eru farin að hafa áhrif á réttkjör- in stjórnvöld og þau fara að haga ákvörðunum sínum í samræmi við hagsmuni þeirra en ekki sinna um- bjóðenda. Þegar tugþúsundir kjós- enda ákveða að setja x við ákveðið stjórnmálaafl í kosningum eru þeir að merkja við ákveðin sjónarmið, ákveðna pólitík og þeir varpa trausti sínu á tiltekið fólk og tiltekinn mál- stað. Þetta fólk hefur aðeins umboð frá almenningi. Við sem erum á Al- þingi höfum þetta umboð, þetta er keflið sem við höfum í höndunum. Mér finnst einkennleg um- ræða um að pólitík sé hættuleg. Pólitík er lýðræði í hnotskurn. Það eru straumar og stefnur sem fara á kjördag á tiltekna flokka og tiltekna einstaklinga sem fara með tiltekna stefnu. Kjósendur eiga að geta treyst því að stefna þeirra sem fá umboð til að stjórna landinu sé við lýði en ekki stefna sem byggist á samningum við þá sem hafa ráðið allt of miklu og allt of lengi í þessu landi. Raun- in hefur verið sú með sterk hægri- öfl hér í landinu undanfarna áratugi að hagsmunaöfl þeim megin á póli- tíska litrófinu hafa haft mikinn og víðtækan aðgang að stjórnkerfinu og gera fortakslausa kröfu um að hafa þann aðgang þrátt fyrir að lýð- ræðislegt umboð hafi breyst.“ Viðurkennt er að hættan á spill- ingu sé mikil á mörkum einkarekstr- ar, til dæmis verktaka, og almanna- valds á sveitarstjórnarstiginu. Varst þú að vísa til þessa þegar þú fjallaðir um REI-málið í þessu sambandi? „Ég á við að þegar pólitíkin glutr- ar niður umboði sínu og fer að fara með almannahagsmuni eins og þeir séu sínir eigin. Þegar stjórn- málamenn fara með almannafé eða almannaeignir sem væru þær einkaeign að þá er hætta á ferðum. Þetta var óvenju bert í REI-málinu þar sem búið var að dúka borð fyr- ir einkageirann. Maður þakkar sín- um sæla fyrir að það skuli hafa tekist að snúa því við. Þar voru FL Group og aðrir sem síðar urðu persónur og leikendur í hruninu aðeins um ári síðar. Okkur er falið að fara með al- mannahagsmuni, almannavald og almannaeignir. Okkur er óheimilt að ráðstafa þeim á annan hátt en lýð- ræðislegt umboð segir til um.“ Díoxínmengun og undanþágur Díoxín er baneitrað efni. Vart hef- ur orðið díoxínmengunar frá sorp- brennslustöðvum. Nefna má sorp- brennsluna Funa í Skutulsfirði og skaðann sem þegar hefur hlotist af díoxíni í umhverfinu þar. Er sú mengun ekki dæmi um gagnslítið eft- irlitskerfi með hliðstæðum hætti og eftirlit með bönkunum reyndist hald- lítið þegar á reyndi og gagnrýnt var í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? „Ég er sannfærð um að eftirlits- kerfi umhverfismála er kerfi sem þarf skoðunar við rétt eins og eftir- litskerfi fjármálamarkaðarins. Það er vegna þess að hér eru sömu hags- munir á ferðinni og ég ræddi áðan. Samkvæmt þeim er litið svo á að umhverfissjónarmið og eftirlit sé hindrun í vegi framkvæmdaaðila og atvinnulífsins. Ekki stoð í þeirra þágu heldur hindrun. Þetta gerir að verkum að við verðum ginnkeyptari fyrir undanþágum, tilhliðrunum og sveigjanleika gagnvart þessum stóru aðilum og það er sagt vera í þágu at- vinnuuppbyggingar eða athafna og framkvæmda. Mér finnst ekki góð- ur bragur á því að sækjast sífellt eftir undanþágum. Hafi reglur verið inn- leiddar eða settar liggja venjulega þekking og ákveðnar staðreyndir þeim til grundvallar og þær síðan verið færðar inn í staðla eða viðmið. Ísland óskaði því árið 2002 eftir und- anþágu frá Evrópureglugerð. Í þeirru undanþágu felst að það eigi að mæla díoxín frá sorpbrennslustöðum á 5 ára fresti en í sjálfu sér ekkert get- ið um hvað eigi að gera á grund- velli mælinganna. Þessar mælingar voru gerðar 2008 og þá væntanlega kynntar umhverfisráðherra. Það liggur hins vegar engan veginn fyr- ir hvaða ákvarðanir voru þá tekn- ar. Um þetta eru engin gögn hér í ráðuneytinu. Við sjáum ekki hvers vegna óskað var eftir undanþágunni, hvernig henni var fylgt eftir. For- stjóri Umhverfisstofnunar taldi sjálf að það hefðu orðið mistök af hendi stofnunarinnar og umhverfisráðu- neytisins í þessu máli og ég taldi því rétt að utanaðkomandi aðili kæmi að stjórnsýslu málsins frá upphafi og skrifaði Ríkisendurskoðun bréf þess efnis. Þar er málið til skoðunar. Í þessu efni er undir grundvallarregl- an um það hvar ábyrgðin liggur, hver eigi að upplýsa almenning, hvað eigi að gera við afrakstur mælinganna, hvort ábyrgð liggi hjá sveitarfélagi, framkvæmdaaðila, eftirlitstofnun og svo framvegis. Þetta er allt harla óljóst. Við þurfum að fá þetta upp á borðið. Mér finnst Umhverfisstofn- un hafa tekið vel á málinu eftir að það kom upp. Það liggur fyrir mjög metn- aðarfull rannsóknaráætlun sem snýst ekki aðeins um að mæla díoxín í jarð- vegi umhverfis sorpbrennslustöðvar heldur einnig aðra díoxínmengunar- valda sem er stóriðjan. Órólegur stjórnmálaflokkur Nú er kjörtímabilið hálfnað og stjórn- arflokkarnir hafa verið í einni sæng í 2 ár. Nýverið skammaði Jóhanna Sig- urðardóttir, formaður Samfylkingar- innar, VG blóðugum skömmum og sagði deilurnar innanflokks í VG hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr því trúverðugleika og mátt. Hluti VG léki hættulegan leik sem gæti end- að öðruvísi en menn ætluðu. Hver er staðan og hvað finnst þér um þetta? „Ég er ekkert ógurlega viðkvæm fyrir þessu. Að jafnaði finnst mér ágæt vinnuregla að menn tali vel til síns samstarfsflokks. Það eru sveifl- ur og boðaföll innan allra flokka sem flokkarnir verða að fá næði til að vinna með og vinna úr á sínum vettvangi. Um stöðuna má segja ým- islegt. Ég er svo heppin að hafa byrj- að seint í pólitík og fór í borgarstjórn árið 2006. Þegar ég verð ráðvillt þykir mér gott að stíga eitt skerf til baka, líta yfir sviðið og horfa til lengri tíma. Það hefur oft gangast mér vel. VG er lengst til vinstri í litrófinu og er aukinheldur við víglínuna í grænu málunum og jafnvel í kvenfrelsismálunum. Ég tel að það sé eðlilegur hlutur að slíkur flokkur eigi stundum erfitt með mála- miðlanir. Það væri eiginlega skrítið ef það gerðist ekki. Flokkur eins og þessi, sem varð til árið 1999, tók út sinn þroska og breyttist úr smáflokki í burðugan flokk í stjórnarandstöðu. Hann var rödd þeirra sem gagnrýndu og í stjórnarandstöðu fékk flokkurinn sjálfsmynd sína. Það er til býsna mik- ils mælst að allur hópurinn finni sig í því að vera flokkur málamiðlana. Það sem sumir kalla ástand eða uppnám innan flokksins er í þessum skilningi hið eðlilega ástand. Það er mikill og sögulegur áfangi að hafa nú hreina vinstristjórn í fyrsta skipti. Það er líka verkefni að afsanna goðsögnina um sundrungu vinstrimanna – aldrei hefur liðið heilt kjörtímabil án Sjálf- stæðisflokksins.“ En óttast þú aldrei að átökin verði svo mikil innan flokksins að þið fær- ið pólitískum andstæðingum ykkar stjórnartaumana á ný? „Jú. Það væri synd að segja að við byggjum nú við pólitískan stöð- ugleika. Það er nú þannig að maður hefur verið uggandi um næstu viku og næsta mánuð frá því þessi ríkis- stjórn tók við. Það er ekki endlega vegna þessara mála heldur hins að viðfangsefnin eru risavaxin. Við erum ekki aðeins að taka við eftir hrun bankakerfisins heldur einnig eftir áralanga stjórn stjornmálaafla undir áherslum sem okkur er ekki að skapi. Þannig að við erum ekki aðeins að tala um að byggja upp heldur einnig að snúa við, snúa skipinu og breyta um stefnu.“ Tregðan í kerfinu Verður þú vör við tregðu við slíkar breytingar innan stjórnkerfisins sem rekja má til þessarar löngu stjórnar- setu? „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Það er ekki aðeins ákveðin tregða innan stjórnarráðsins heldur í samfélaginu öllu. Það á til dæmis við um fjölmiðlunina. Hvar er núll- punkturinn á pólitíska kompásnum? Hann hefur flust mikið til hægri. Við getum tekið dæmi um atvinnuupp- byggingu á norðausturhorni lands- ins. Þar erum við komin með öflugt verkfæri sem heitir sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Þetta mat bygg- ist á mikilli vinnu og markar tímamót. Þar er dregið fram að um geti verið að ræða ágenga nýtingu á jarðvarma og þar geti orðið óafturkræfur skaði á náttúrunni. Hvaða stöðu hefur þessi skýrsla í umræðunni á Norðaustur- landi? Hún hefur verið rædd, hún er kláruð og hún er farin út af sviðinu. Sá sem vill taka þessa skýrslu aftur til handargagns er sagður ganga erinda einhvers konar jaðarsjónarmiða þótt skýrslan hafi verið unnin af til þess bærum aðilum og sé sett sett fram á hlutlausan hætt og ætlað að varpa ljósi á þær hættur og ágreiningsmál sem varða umhverfisáhrif samfara ágengri nýtingu jarðvarma.“ Ófullnægjandi fréttamiðlar „Þetta nefni ég vegna þess að fjöl- miðlar eiga hér einnig hlut að máli. Fjölmiðlar hafa því miður allt of lítil færi til þess að stunda rannsóknar- blaðamennsku og fara djúpt í málin. Því miður snýst fjölmiðlun of mikið um það að reka hljóðnemann fram- an í þann sem er yfirlýsingaglaður. Sem er tilbúinn að segja eitthvað sem nær upp í góða fyrirsögn. Nær ein- hverju trukki og nær líka að smita í næstu frétt þar sem fenginn er ein- hver annar jafn yfirlýsingaglaður til að halda hinu gangstæða fram. Dýpt- in í fréttunum líður fyrir þetta. Þetta er umhugsunarefni og kannski stafar þetta af því að við erum alltaf á hlaup- um og reynum alltaf að vera eins og fullburða þjóð en erum það kannski ekki. Kannski vantar okkur fleira fólk. Ég sakna þess að ekki er farið í saum- ana á málum. Ljósvakamiðlarnir eru þessu marki brenndir einnig. Þetta er svona spælingaupplegg; menn gera góða þætti ef viðmælendurnir ná að grilla hver annan en ekki þeg- ar vel tekst til um að upplýsa. Þetta er þrætubókarlist og mér finnst ég heyra það æ oftar að fólk forðist að fylgjast með fjölmiðlum. Ég sá frétt um daginn þar sem sagði frá því að aðeins 9 prósent aðspurðra leituðu í prentmiðla til þess að fá fréttir. Hin- ir eru í netmiðlunum þar sem aðeins er klórað í yfirborðið. Ég vil fá meira af löngum umræðuþáttum og frétta- skýringum. Við erum á tímamótum að mörgu leyti. Maður getur spurt sig hvort endurnýjunin sé hér nægj- anleg. Einnig í þinginu. Jafnvel gaml- ir stjórnmálahundar eru sammála um það að umræðan í þinginu sé á óvenjulega lágu plani á köflum um þessar mundir.“ ESB-ferlið á að taka til enda Hvað vilt þú varðandi ESB og umsókn um aðild að Evrópusambandinu? „Alveg óháð samstarfinu við Sam- fylkinguna er það mín skoðun að nú sé komið að þeim tímapunkti í póli- tískri umræðu að þjóðin eigi heimt- ingu á því að sjá drög að samningi til að kjósa um. Það vildi svo vel til að þessi niðurstaða var einnig niður- staðan í samstarfi flokkanna en þetta er einnig mín sannfæring. Ég er ekki hlynnt aðild að Evrópusambandinu sjálfu en ég vil sjá samning. Ég vil sjá niðurstöðu ekki bara um land- búnað og sjávarútveg heldur einnig í umhverfismálum, lýðræðismálum, byggðamálum og kvenfrelsismálum. Ég vil sjá heildarniðurstöðu sem ég held að Íslendingar séu fullfærir um að taka afstöðu til.“ Seigt í ríkisstjórninni Heldur ríkisstjórnin velli út kjörtíma- bilið? „Það er í grunninn mjög seigt í þessari ríkisstjórn. Hún hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og mörg dramatísk augnablik. Það er þrátt fyr- ir allt mjög traustur samstöðugrunn- ur sem byggist á hugsjóninni um fé- lagslegan jöfnuð. Úr því við erum komin hingað held ég að hún hafi þetta út kjörtímabilið.“ En hvað ætlar þú þér sjálf í póli- tík? Þú sagðist hafa byrjað seint. Tal- ar þú ekki eins og þú ætlir þér að vera áfram í pólitík og ætlir ekki að hætta við hálfnað verk ef svo má segja? „Ég byrjaði aldrei í pólitík. Ég hef alltaf verið í pólitík. Hvort sem ég er borgarfulltrúi, þingmaður, ráðherra, kennari í táknmálstúlkun við HÍ, þá er ég í pólitík. Ég get ekkert verið ann- að og sé lífið sem pólitískt viðfangs- efni. Að taka þátt í réttindabaráttu heyrnarlausra er hápólitískt mál. Ég er ekkert upptekin af því hvar þessi vettvangur á að vera. Ég er ekki mjög marksækin um það hvað ég ætli að gera næst. Stundum er ég hundleið á þessu og kannski vegna þess að þetta er lýjandi tímabil sem við lifum. Ég held að þjóðin sé einnig hundleið á þessu á köflum. En mér er engin vorkunn og hér ætla ég að vera.“ Nýjar víddir stjórnmálanna Hvað um nánari tengsl eða samvinnu vinstriflokka? „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að jafnaðar- og vinstrimenn eigi að stilla saman strengi. En það breytir ekki því að mér finnst Samfylkingin, sem ég hef miklar mætur á, hafa að mörgu leyti hafa farið út af sporinu í þriðju leiðinni, Blairismanum, og verið of upptekin af markaðshyggj- unni fyrir minn smekk. Sú umræða hefur verið tekin innan Samfylking- arinnar og endurmat á þeim áhersl- um. Samfylkingin er ekkert ein um þetta; systurflokkar hennar í Evrópu hafa einnig verið að taka þetta til end- urmats. Það sem gerðist 1999, þegar VG varð til, var óumflýjanlegt. Við erum í þroskafasa. Þessir flokkar og vinstriflokkar sameinast fyrst og síð- ast um áherslur á félagslegt réttlæti og félagslegan jöfnuð. Grænu sjón- armiðin og krafan um sjálfbæra þró- un er í raun og veru krafan um félags- legt réttlæti milli kynslóðanna. Við segjum þá ekki aðeins að sá sem býr í þessari götu og hinn sem býr í næstu götu eigi sama rétt heldur einnig að sá sem muni búa við þessa götu eft- ir 50 ár eigi sama rétt og sá sem býr við hana nú. Þessi nýja vídd inn í jafn- aðarhugsunina er ekki orðin mjög þroskuð vegna þess að enn líta menn á þetta sem sérstakan málaflokk. Að mínu mati er þetta næsta þroska- stig vinstrihreyfingarinnar um allan heim. Það eru einmitt þessar kröfur um sjálfbæra þróun sem trufla mark- aðshyggjuna einna mest um þessar mundir. Mesta viðnámið við kapítal- ismann nú um stundir eru grænu sjónarmiðin vegna þess að þau gera kröfu um að horft sé langt fram í tím- ann.“ Amman Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- herra á fjögur börn, Odd og Auði, frá fyrra hjónabandi með Ástráði Har- aldssyni, og önnur tvö, Tuma og Unu með núverandi manni sínum, Torfa Hjartarsyni sem er lektor á mennta- sviði HÍ. Hún á tvö barnabörn, Úlf sem er eins árs og Röskvu sem er aðeins þriggja mánaða. Svandís býr í kennarablokkinni svonefndu við Hjarðarhaga í Vesturbænum sem var félagslegt framtak á sínum tíma. Truflaði stjórnmálaþátttakan Svandísi? „Maður gerir ekki lengur áætlan- ir. Maður skipuleggur ekki sumarfrí eins og áður. Það er ekki til vinsælda fallið hjá börnunum. Stundum ligg- ur maður lengi í símanum í útlönd- um. Ég man eftir eina skiptinu sem ég hef komið til Flórens á Ítalíu. Óskar Bergsson Framsóknarflokki hafði þá myndað meirihluta í borginni með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og sjálf- stæðismönnum í borginni eftir að Ólafur F. Magnússon fór út úr meiri- hluta með þeim. Ég sit uppi með að tengja ávallt Flórens við Óskar Bergs- son hér eftir. Torfi maðurinn minn er mjög sterkur bandamaður og kröfuharð- ur ráðgjafi. Hann er auk þess mikill femínisti og er mjög næmur á kynja- misrétti ekkert síður en ég. Hann hef- ur borið meiri byrðar af húshaldi og heimilisstörfum en ég í seinni tíð. En það er í góðum friði og við sýnum umburðarlyndi þótt ýmsir hlutir séu ekki gerðir strax. Það er stórbrotið að vera amma og alveg nýtt ævintýri. Það hefur verið í minni fjölskyldu að ættliðirnir hafa gengið býsna hratt fram þannig að þessi börn eiga langalangömmu á lífi og raunar tvær. Ég sagði við pabba, þegar hann varð sextugur, að þegar maður eldist í svona ungri fjölskyldu færist maður alltaf nær og nær því að vera jafnaldri foreldra sinna og eigin- lega einnig jafnaldri barnanna sinna. Mér finnst pabbi og ég ekkert vera neitt á ólíkum aldri nú og sama má segja um eldri krakkana mína sem eru 24 og 26 ára.“ Og pabbinn, stjórnmálaforinginn Er faðir þinn, Svavar Gestsson, fyrr- verandi ráðherra og þingmaður, áhrifavaldur í þínu pólitíska lífi? „Fyrst og fremst lærði ég snemma að greina pólitík og að hugsa um hana. Pabbi talaði mikið um pólitík og mamma, Jónína Benediktsdóttir heitin, var líka mjög pólitísk. Pabbi hafði alltaf mikinn áhuga á því hvað mér fannst og líka þegar ég var barn. Þannig að hann er vitanlega áhrifa- valdur í mínu lífi að þessu leyti. Við erum ekkert alltaf sammála og hann er allt öðruvísi stjórnmálamaður en ég. Það er mjög gott að eiga hann að, ekki síst vegna þess að hann býr yfir mikilli reynslu. Að þekkja einhvern sem hefur glímt við fjölbreytt verk- efni er gott. Hann hefur kennt mér eitt og annað til dæmis um samskipti við pólitíska andstæðinga jafnt sem félaga. Raunar eru þau lögmál þau sömu og í lífinu öllu.“ johann@dv.is „Það eru einmitt þessar kröfur um sjálfbæra þróun sem trufla markaðshyggjuna einna mest um þessar mundir. Mesta viðnámið við kapí- talismann nú um stundir eru grænu sjónarmiðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.