Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2011, Blaðsíða 56
Betra er að
vakna með
flær en níu
tær!
Icesave í
afmælisgjöf
n Eins og alþjóð veit ákvað Alþingi
á miðvikudag að samþykkja
ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga
Landsbankans. Gárungar hafa bent
á dagsetninguna sem frumvarpið var
samþykkt, 16. febrúar 2011. Þennan
dag árið 1899 var íþróttastórveldið
KR stofnað og þeir fögnuðu því 112
ára afmæli sínu sama dag og Ice-
save-samningurinn var samþykktur.
Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi
aðaleigandi Landsbank-
ans, er meðal dyggustu
stuðningsmanna
KR og eins og frægt
er orðið lagði hann
félaginu til fjármagn
á blómaskeiði
íslensku
útrásarinnar.
Landsbankinn
gerði slíkt hið
sama. Því má
kannski segja að
Björgólfur hafi
fengið óvænta
afmælisgjöf –
óbeint.
Gosslagur
í Egilshöll
n Ölgerðin er ekki alveg sátt við
breytingarnar í Egilshöllinni en
nýverið opnuðu Sambíóin glæsilegt
kvikmyndahús þar. Ölgerðin er með
risasamning við Egilshöllina enda ber
hún nafn hennar og má þar aðeins
selja vörur frá Ölgerðinni, drykki á
borð við Pepsi og Appel-
sín. Nú þegar gengið er
inn í Egilshöllina eru þar
miðasala og sjoppur
Sambíóanna. Sambíóin
eru með samning við
Vífilfell og sést því
ekkert annað en
Coca-Cola og fleiri
drykkir frá Vífilfelli
þegar gengið er
inn um dyrnar.
Er þó líklega
lítið sem Ölgerðin
getur gert þar sem
nýbyggingin sem
hýsir Sambíóin er
í öðru húsnúmeri
en aðrir hlutar
Egilshallarinnar.
Kæran dregin
til baka
n Ljóst er að Valur leikur til úrslita í
bikarkeppni HSÍ en Framarar drógu
kæru sína eftir tapið í undanúrslitum
gegn Val til baka á fimmtudag.
Framarar sögðust vera með skothelt
mál í höndunum þar sem Markús
Máni Michaelsson átti að hafa verið
ólöglegur í leiknum. Samningur hans
var sendur til HSÍ 58 mínútum áður
en leikurinn hófst en enginn var
við störf á skrifstofu HSÍ
því það var sunnudagur.
Framarar sendu frá sér
yfirslýsingu í gær þess
efnis að þeir vildu ekki
vinna titla fyrir dómstólum
og sendu Valsmönnum
pillur. Þeim var svarað
af formanni Vals, Sveini
Stefánssyni, sem
sagði: „Um leið og
handknattleiks-
deild Vals fagnar
þeirri ákvörðun er
lýst vanþóknun á
vinnubrögðum
handknattleiks-
deildar Fram í
máli þessu.
„Sá sem sefur með hundum vaknar
með flær segir máltæki eitt allgott,“
segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaða-
maður og rithöfundur, sem bloggað
hefur á Eyjunni undanfarin misseri
við góðan orðstír. Páll hefur nú sagt
skilið við Eyjuna eftir að Vefpressan,
sem meðal annars á Pressuna, keypti
vefinn. Páll Ásgeir vandar Birni Inga
Hrafnssyni, stjórnarformanni Vef-
pressunnar, ekki kveðjurnar og seg-
ir hann hafa starfað ötullega að eigin
hag um árabil á kostnað Reykvíkinga.
„Aftar í fylkingunni glittir svo í
kámug trýnin á fyrrum útrásarvíking-
um bakvið slæður eignarhaldsfélaga.
Ég geri fastlega ráð fyrir því að nýr og
stærri vettvangur geri þeim komp-
ánum kleift að verja þá sem lögðu
Ísland í rúst, af meiri atorku en áður
og ná til enn fleiri auðsveipra sálna
sem vilja trúa því að glæpamenn séu
rangindum beittir,“ segir Páll Ásgeir í
síðustu bloggfærslu sinni á Eyjunni.
Páll Ásgeir er ekki eini penn-
inn sem segir skilið við Eyjuna eftir
eigendaskiptin. Áður höfðu Bald-
ur McQueen og grínistinn Þorsteinn
Guðmundsson sagt skilið við Eyjuna.
Páll Ásgeir er meðal vinsælustu
bloggara landsins en hann byrjaði að
blogga árið 2004. Hann hóf að blogga
á Eyjunni árið 2009.
„Með vísan til orðatiltækisins í
upphafi pistilsins læt ég þessu sam-
starfi lokið. Ég óska þeim sem eft-
ir verða velfarnaðar í störfum því
hér er margt sómafólk vel penna-
fært með heilbrigða sýn á samfélag-
ið. Það verður hver og einn að finna
sína aðferð til að losna við óbragðið
úr munninum. Ég er farinn.“
Páll Ásgeir Ásgeirsson segir skilið við Eyjuna eftir eigendaskipti:
Vill ekki vakna með flær
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 18.–20. FEBRÚAR 2011 21. TBL. 101. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 595 KR.
Bless, bless „Ég er farinn,“ segir Páll
Ásgeir í síðasta pistli sínum á Eyjunni.
einfaldlega betri kostur
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
2
0
11
EAGLE. Rúmgrind 180x200,
svartlökk.fura. Steypujárn
í fótum. Án dýnu.
79.900,-
NÝJAR VÖ
RUR
TOWER. Stóll lakkaður.
Ýmsir litir. Verð 6.900,- /stk.
Einnig til í hvítu.
ARDENNE. Borðst.borð 90x180 cm. Verð 84.900,-
BORGATA. Stóll m.fléttaðri setur. H95 cm. Verð 19.900,- /stk.
SHAKE. Glerskál margl.
doppur Ø16,5 cm.
Verð 2.995,- /stk.
WOODIE. Babúska pastel.
Viður. 2 gerðir.
Verð 1.995,-/stk CLOCK. Klukka m/stillimynd.
Gler. Ø43 cm. Verð 11.995,-
CINCINATTI. Snagi grein
svört. 30x5x36 cm.
Verð 7.900,-
PAMELA. Kanna 2L creme.
Verð 2.695,-
RENNES. Frál. borð eik málmur. 80x35x150 cm.
Verð 79.900,-
TODDLER. Sílófónn tré/málmur. 3+ ára. Viður.
Verð 2.495,-
LOVE. Glerskál. Ýmsir litir.
Ø12 cm. Verð 1.395,- /stk.
FLAX. Skemill m/geymslu.
H51 cm. Verð 8.900,- /stk.
ELIZABETH. Junior stóll. Glær.
H63 cm. Verð 7.900,- /stk.
Einnig til í hvítu og glæru.
SAIGON.
Karfa fléttuð.
18x30 cm. Verð 1.195,-
21x37 cm. Verð 2.495,-
26x45 cm. Verð 3.495,-
DEAUVILLE. Snagi
svart/zink m.postulínshnúð.
Verð 1.995,- /stk.
RAW. Ljós svart.
Ø40 cm. Verð 28.995,-
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30
www.ILVA.is
sendum um allt land
Bjóðum uppá
vaxtalaust
lán til 6 mánaða
Tortilla m/osti og skinku
(borið fram með salati)
690,-
kaffi