Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Stefnir hraðbyri í þrot n Félag fótboltamanna með neikvætt eigið fé upp á 120 milljónir E ignarhaldsfélagið KAÍ heilsa er með neikvætt eigið fé upp á nærri 120 milljónir króna og stefnir í þrot. Félagið var stofn­ að utan um fjárfestingu Guðna Bergs­ sonar, Arnórs Guðjohnsen, Eiðs Smára Guðjohnsen, Loga Ólafssonar og Ás­ geirs Sigurvinssonar í Knattspyrnu­ akademíu Íslands í Kópavogi. All­ ir eru þeir þekktir fyrir þátttöku sína í knattspyrnu, fimm þeirra sem at­ vinnumenn erlendis en Logi er þekkt­ ur þjálfari í íþróttinni. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Líkt og DV hefur greint frá seldu þeir félagarnir íþróttamannvirki til Kópavogsbæjar eftir hrunið 2008 þar sem þeir sáu ekki fram á að fjárfesting þeirra gæti staðið undir sér. Upphaf­ legi samningur félaganna við bæinn var að þeir myndu byggja mann virkin en bærinn leigja. Með hruninu kom forsendurbrestur sem leiddi til þess að bærinn þurfti að taka fjárfestinguna yfir. Eftir standa þeir viðskiptafélagar með illa stödd eignarhaldsfélög. Í ársreikningi félagsins kemur fram að það geti ekki annað en farið í þrot. Tap þess í fyrra nam rúmlega 35 millj­ ónum króna. Eignir félagsins, aðal­ lega lóð í Vallarkór í Kópavogi, nema rúmlega 200 milljónum króna en skuldirnar nema meira en 330 millj­ ónum. Árið þar á undan hafði félagið skilað bókfærðum hagnaði upp á tæp­ lega 140 milljónir króna vegna þess að skuldir félagsins voru niðurfærðar um þessa upphæð það árið. n ingi@dv.is Aðkoma Viðskipta- ráðs verði lögbundin n Skylda lögð á stjörnvöld að leita umsagnar hagsmunaðila í atvinnulífinu S igmundur Davíð Gunnlaugs­ son forsætisráðherra vill lög­ binda aðkomu Viðskiptaráðs Íslands að lagasetningu um efnahagslífið. Þetta kemur fram í lagafrumvarpi sem hann dreifði á Alþingi á mánudag. Lagafrumvarp­ inu er ætlað að draga úr regluverki um viðskiptalífið og auka samkeppni í því, líkt og kemur fram í titli þess: „Frumvarp til laga um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni.“ Lagafrumvarpið er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn­ ar auk þess sem hagræðingarhóp­ ur stjórnarinnar hefur talað gegn „eftir litsiðnaði“ á Íslandi og mælt fyrir lækkuðum fjárframlögum til eft­ irlitsstofnana. Í stjórnarsáttmálan­ um segir meðal annars um þetta: „ Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífs­ ins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi […] Sérstakt mark­ mið er að engar nýjar íþyngjandi regl­ ur verði innleiddar fyrir atvinnulífið …“ Skylda að tala við Viðskiptaráð Frumvarpið er merkilegt fyrir margar sakir, meðal annars þær að með þeim á að lögbinda lagaskyldu stjórnvalda til að leita umsagnar um lagafrum­ vörp sem snerta atvinnulífið hjá hjá sér stöku regluráði. „Stjórnvöldum er skylt að bera undir regluráð til um­ sagnar þær tillögur, þ.e. frumvörp til laga og drög að stjórnvaldsfyrirmæl­ um, sem munu fyrirsjáanlega hafa umtalsverð áhrif á atvinnulíf eða samkeppni.“ Í þessu regluráði eiga sex menn að sitja og skipar forsætisráðherra for­ mann og varaformann. Fjórir ráðs­ menn eru svo skipaðir á grundvelli tilnefninga frá eftirfarandi aðilum: Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Al­ þýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði. Markmiðið að minnka regluverk Í þriðju grein lagafrumvarps Sig­ mundar Davíðs er talað um verk­ efni ráðsins og kemur þar fram að það eigi að veita umsagnir um laga­ setningu um atvinnulífið og koma á „framfæri ábendingum til stjórn­ valda um úrbætur á þessu sviði.“ Þannig á regluráðið að vega og meta lagafrumvörp sem snúast um við­ skiptalífið, gagnrýna þau og koma með ábendingar sem byggja á því að koma í veg fyrir eitt af meginmark­ miðum laganna: „Að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið.“ Tengslin við Viðskiptaráð Lagafrumvarpið er þeim mun merki­ legra í ljósi þeirrar aðkomu sem Við­ skiptaráð, sem er í rauninni ekkert annað en þrýstihópur fyrirtækja á Ís­ landi, hafði að lagasetningu á Íslandi fyrir hrunið og tilraunum til jákvæðr­ ar umfjöllunar um íslenskt viðskipta­ líf. Í stefnuyfirlýsingu sem Viðskipta­ ráð sendi frá sér árið 2006 og bar yfirskriftina „Viðskiptalífið setji sjálft reglur“ segir meðal annars: „Rök­ semdir gegn opinberri reglusetn­ ingu og eftirliti á fjármagnsmarkaði eru meira sannfærandi en röksemdir með slíkum opinberum afskiptum. Miklu skynsamlegra væri að láta markaðsaðilum það eftir að setja sér eigin reglur og framfylgja þeim.“ Í sama plaggi er svo fjallað um tengsl Viðskiptaráðs við íslensk stjórnvöld á þeim tíma en samkvæmt ráðinu þá fóru stjórnvöld eftir ráð­ leggingum þess í 90 prósentum til­ fella: „Athugun Viðskiptaráðs sýnir að Alþingi fór í 90% tilfella að hluta eða öllu leyti eftir tilmælum ráðsins.“ Skortur á regluverki var stórt vandamál Ekki er hægt að fullyrða neitt með beinum hætti um afleiðingar þessa samkrulls stjórnvalda og Viðskipta­ ráðs en hins vegar liggur fyrir að regluverki með fjármálalífinu var verulega ábótavant á Íslandi en til að mynda þá gerðu stjórnvöld ekkert til að bregðast við þeirri staðreynd að bankakerfið á Íslandi varð allt of stórt á árunum fyrir hrun. Þetta er ein af helstu niðurstöðunum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Lagafrumvarp Sigmundar Davíðs fer þvert gegn þessum lærdómi. Nú vill forsætisráðherra lögbinda aðkomu þessa sama Viðskiptaráðs að lagasetningu um efnahagslífið. Þetta er hins vegar kannski ekki skrítið þegar litið er til þess hversu stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar og nýtt lagafrumvarp Sigmundar Davíðs, eru í raun sammála um mikil vægi þess að draga úr reglu­ setningu í atvinnulífinu. n Hvað á reglu- ráð að gera? „3. gr. Verkefni regluráðs. Verkefni regluráðs eru að: a. taka þátt í að þróa viðmið og auka færni varðandi mat á áhrifum laga og stjórnvaldsfyrirmæla, einkum á sviði atvinnulífs og samkeppni, b. leiðbeina og veita umsögn um fyrir- hugaða setningu laga og stjórnvalds- fyrirmæla er hafa umtalsverð áhrif á atvinnulíf og samkeppni og breytingu á þeim, c. taka saman upplýsingar um þróun reglubyrði atvinnulífs og móta mæli- kvarða til að meta árangur aðgerða stjórnvalda, d. koma á framfæri ábendingum til stjórnvalda um úrbætur á þessu sviði. Ráðherra er heimilt í reglugerð eða með erindisbréfi að fela ráðinu önnur verkefni sem tengjast vönduðum undirbúningi og endurskoðun löggjafar, enda þjóni þau markmiðum laga þessara, samrým- ist sjálfstæði ráðsins og komi ekki niður á lögbundnum verkefnum þess.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Frægasta skýrslan Viðskiptaráð lét bandaríska prófessorinn Frederick Mishkin og Tryggva Herbertsson skrifa skýrslu um íslenskt viðskiptalíf árið 2006 þar sem það var heilbrigðisvottað. Þeir sjást hér saman á hreindýraveiðum á Austurlandi. Dregið úr regluverki Markmið laga Sigmundar Davíðs er að draga úr regluverki í atvinnulífinu og hagsmunaðilar fái umsagnarrétt um laga- setningu innan þess. Borgin hættir við hækkanir Borgarráð ákvað á fundi sínum á fimmtudag að hætta við fyrir­ hugaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum helstu þjónustuflokkum Reykjavíkurborgar sem taka áttu gildi 1. janúar. Með þessu tekur Reykjavíkurborg frumkvæði í því að farin verði ný leið í kom­ andi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Hætt verður við hækkanir á gjaldskrám vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila, bókasafnsskírteina, sundlauga­ korta og vegna þjónustu sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir. „Með þessu viljum við sýna vilja okkar í verki og leggja okkar af mörkum til að hér náist sátt um að efla kaupmátt og almenn lífskjör í landinu,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri í tilkynningu sem barst frá Reykjavíkurborg. Í greinargerð með tillögu borg­ arstjóra um gjaldskrár segir að forystumenn aðila vinnumark­ aðarins hafi átt fundi með borg­ arstjóra og formanni borgarráðs að undanförnu og kallað eftir því að Reykjavíkurborg endurskoð­ aði áformaðar gjaldskrárhækkan­ ir til að unnt væri að fara nýja leið við kjarasamninga og tryggja að launahækkanir hyrfu ekki í verð­ bólgubáli. Fyrsti græni leigusamn- ingurinn Valitor og Reitir undirrituðu á fimmtudaginn fyrsta græna leigusamninginn sem vitað er til að gerður hafi verið hér á landi. Grænn leigusamningur gengur út á það að eigandi hús­ næðisins og leigutaki koma sér upp samkomulagi um að báðir skuldbindi sig til að reka hús­ næðið með vistvænum hætti. Lögð er áhersla á að lámarka orkunotkun, endurnýja sorp og er í húsnæðinu endurvinn­ anlegt teppi og Svansvottuð kerfisloft. Nýtt aðsetur Valitor er að Dalshrauni 3 í Hafnar­ firði. Samningur við Kópavogsbæ Félag fótboltamanna stefnir í gjaldþrot en það gerði samning við Kópavogsbæ fyrir hrun. Hér er mynd frá undirritun samnings við Kópavog.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.