Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Skiptir um stjórn Landsvirkjunar n Skiptir líka um stjórnir RARIK, Isavia og Íslandspósts B jarni Benediktsson fjármálaráð- herra hyggst skipta um stjórn Landsvirkjunar núna þrátt fyrir að skipunartími núverandi stjórnar sé ekki liðinn. Katrín Jakobs- dóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna um málið á Alþingi á fimmtudag. „Það er mikilvægt að hann segi okkur hér á Alþingi hvers vegna honum liggur svona á að breyta stjórn- um þessara fyrirtækja,“ sagði Katrín. Stjórnarskiptin munu eiga sér stað í þar næstu viku. Bjarni mun líka ætla að skipa nýja stjórn yfir RARIK, Isavia og Íslandspósti. Spurði Katrín hvort þessi breyting væri í einhverju samhengi við ummæli iðnaðarráð- herra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, á haustfundi Landsvirkjunar í gær þar sem hún sagðist vera orðin óþreyjufull eftir að tiltekin verkefni komist í fram- kvæmd og nefndi í því samhengi ál- versframkvæmd í Helguvík. Bjarni svaraði Katrínu á Alþingi þar sem hann benti á að einhver hefði nú sagt að honum lægi greini- lega ekki á fyrst hann hefði ekki enn skipað nýja stjórn í þessum fyrirtækj- um hálfu ári eftir að ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við stjórnartaumum í landinu. Sagði hann alls ekki óeðlilegt að skipt væri um stjórnir þegar nýr meirihluti væri myndaður og sagði Katrínu hafa skipt um stjórn í Lánasjóði íslenskra náms- manna áður en skipunartími þeirr- ar stjórnar rann út árið 2009, eftir að ríkis stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafði verið mynduð en þar sat Katrín sem mennta- og menn- ingarmálaráðherra. n birgir@dv.is Kærleikskerti til styrktar fátækum Fjölskylduhjálp Íslands hefur hafið framleiðslu og sölu á úti- kertum undir heitinu Kærleiks- kerti til fjármögnunar matargjafa um jólin. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Fjölskylduhjálpinni. Þar kemur fram að kertin séu framleidd úr íslenskum mör og fjöldi sjálfboðaliða hafi starfað undanfarna daga við að bræða mörinn í stórum potti, líma kertaþræði í dósir, hella mörnum í og merkja kertin. Kertin hafa fjölda viðeigandi áletrana til þeirra sem hægt er að tileinka þau. „Þörfin fyrir jólaaðstoð frá Fjölskylduhjálpinni hefur sjald- an verið meiri en núna og þegar hafa borist um 700 umsóknir um aðstoð, bara í Reykjavík. Það er því fyrirséð að ekki munu allir fá aðstoð sem þurfa,“ segir Fjöl- skylduhjálpin. Kertin verða til sölu á Stór- Reykjavíkursvæðinu í húsakynn- um Fjölskylduhjálparinnar að Iðufelli 14, á bensínstöðvum Skeljungs, í verslunum Krónunn- ar, Nettó og í Garðheimum. Borgin færð í jólabúning Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar hófust handa í vikunni við að koma upp jólalýs- ingu í borginni, en kveikt verður á henni seinni hluta mánaðarins. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg kemur fram að jólalýsingin í ár verði með hefðbundnu sniði. Jólabjöllur eru hengdar yfir götur í miðborginni ásamt öðru skrauti, jólatré verða sett upp á torgum víða um hverfin, jólaskraut fest á ljósastaura og lýsing sett í götutré. „Við ákváð- um að auka lýsingu í völdum trjám á Laugaveginum, en fækka staðsetningum og gaman er að segja frá því að allar seríurnar eru með LED-perum sem nýta orkuna betur,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt á um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkurborgar, í tilkynningunni. Einnig má gera ráð fyrir að jólavættirnar sem spruttu fram ljóslifandi á nokkrum veggjum borgarinnar í fyrra muni birtast á nýja leik. „Lýsing á Austurvelli hefur verið endurbætt og fær hún á sig jólabrag,“ segir Hildur. Óslóar- tréð verður að sjálfsögðu á sínum stað og ljós á því tendruð fyrsta sunnudag í aðventu sem nú ber upp á 1. desember. „Það eru allir glaðir þegar okkar menn koma að setja upp jólalýsinguna og sumir veitinga- menn hafa meira segja kom- ið færandi hendi með rjúkandi kaffi handa þeim,“ segir Hildur að lokum. Tekur til Skipunartími stjórnar Landsvirkjunar er ekki liðinn. Mynd SIgTRygguR ARI hefst á næstu vikum n Tryggja á að ákvarðanir um skuldaúrræði byggist á traustum grunni U ndirbúningsvinna við stór- fellda gagnasöfnun Hagstof- unnar á fjárhags- og skulda- stöðu þjóðarinnar er í fullum gangi hjá stofnuninni. Unnið er að því að undirbúa móttöku gagna frá fjármálastofnunum en um mikil trúnaðargögn er að ræða. Söfnun gagnanna mun líklega hefjast fljót- lega og er reiknað með því að söfnun þeirra og úrvinnsla taki nokkrar vikur. Búist er við fyrstu skýrslu Hagstofunn- ar byggðri á þessum gögnum í vor. Mega tengja gögnin saman Lögin heimila Hagstofunni að sækja upplýsingar til allra fjármálastofnana á landinu óháð því hvort um er að ræða banka eða slitastjórnir. Heim- ildin nær til allra lána sem eru úti- standandi á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember í ár. Til viðbótar má Hagstofan tengja saman gögnin sem hún safnar við önnur gögn sem þegar eru til í stjórnkerfinu og þannig mynda nokkuð ítarlegan gagnagrunn um skuldara. Kveðið er á um að gögnin séu dulkóðuð þannig að starfsmenn Hagstofunnar hafi ekki upplýsingar um hvaða einstaklinga um ræðir. Starfsmenn Hagstofunnar eru bundnir trúnaði af þessum gögn- um og er sérstaklega kveðið á um í breytingunum að ef starfsmenn Hagstofunnar brjóti gegn þagnar- skylduákvæðum fari um refsiábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Í lögunum sem fyrir giltu, og eru enn í gildi, er kveðið á um að trún- aðurinn haldist þrátt fyrir að starfs- maður láti af störfum fyrir stofnunina. Forsenda leiðréttingar Í lögunum segir að markmið bráða- birgðaákvæðisins sé „að stuðla að því að ákvarðanir um úrræði í þágu skuldugra heimila og lögaðila byggist á traustum grunni“. Beðið er með óþreyju eftir skuldaniðurfellingum ríkisstjórnarinnar en miðað við þetta og þá áætlun sem unnið er eftir í Hag- stofunni er ekki von á aðgerðum fyrr en eftir marga mánuði. Lögin breyttu litlu er varðar þau gögn sem birt hafa verið hingað til um skuldastöðuna. Hagstofan hefur unnið skýrslur um það út frá gögnum ríkisskattstjóra. Það sem lögin gera er að einfalda að- gengið og gera Hagstofunni kleift að vinna skýrslur í rauntíma. Þetta taldi Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, sá sem talaði fyrir frumvarp- inu, nauðsynlegt. „Talið hefur verið að mjög hafi skort á nauðsynlegar samtímaupplýsingar um stöðu þessara mála til að styðjast við í stefnumörkun stjórnvalda,“ sagði í skýringum frumvarpsins þegar það var lagt fram. n Þetta má Hagstofan vita um þig Hagstofan hefur heimildir til að fá upp- lýsingar um eftirfarandi hluti er tengjast útistandandi lánum fólks. n hver er lántaki n staða láns n skilmáli n upphafs- og lokagjalddagi n fjöldi afborgana n vaxtakjör n tegund lántöku n afborganir og innáborganir n verðbætur og áfallnir vextir n greiðslueiginleikar n veð og tryggingar er varða lán til húsnæðiskaupa n vanskil og úrræði í þágu skuldara sem tengjast láninu n upplýsingar um uppgreiðslu Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is nauðsynlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sá sem talaði fyrir frumvarpinu, taldi nauðsynlegt að fá samtímaupplýsingar um skuldir. Traustur grunnur Markmið bráðabirgða- ákvæðisins er „að stuðla að því að ákvarð- anir um úrræði í þágu skuldugra heimila og lögaðila byggist á traustum grunni.“ Gagnasöfnun Hagstofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.