Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 30
30 Fólk 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Y fir Loftleiðahótelið fljúga einshreyfils flugvélar hver af annarri og vélargnýrinn frá Fokker-vélunum berst alla leið frá flugvellinum í Skerjafirði. Blaðamaður gengur inn á hótelið, það er fagurt og stillt vetrar- veður en nístingskuldi. Hann fær sér sæti við borð á veitingastað hótelsins þar sem er gott útsýni yfir anddyrið. Stundvíslega birtist viðmælandinn við innganginn og skimar hæverskur í kringum sig. Þarna fer þjóðþekkt- ur og dáður Íslendingur, en grun- lausir ferðamenn veita honum enga sér staka athygli. Hann er enn stærri en margur heldur, um tveir metrar á hæð og sterklega byggður. Á góðlegu andliti hans sést ber- sýnilega að eitthvað hvílir þungt á honum. Til allrar hamingju er efni fundar okkar þess efnis að létta á sálu hans. Enginn vill að þjóðhetj- unni Sigfúsi Sigurðssyni líði illa, línumaðurinn er eftirlæti okkar allra. Blaðamaður veifar til hans og þegar Sigfús kemur auga á hann gengur hann hröðum skrefum til hans. Þeir takast í hendur og fá sér sæti á afskekktum stað á veitingahús- inu. Eftir að hafa skipst á nokkrum orðum um ensku knattspyrnuna koma þeir sér að efninu. Erfið ákvörðun „Ég seldi silfrið. Ég gerði það vegna skulda. Það sem ég hef unnið mér inn á íþróttaferlinum verður ekki mælt í medalíum eða bikurum. Árangurinn er mældur í þeirri reynslu og lífi sem ég hef átt. Það sem ég lærði þegar ég var í landsliðinu og atvinnu- mennsku mun hjálpa mér út lífið og hefur gert það að verkum að ég er orðinn að töluvert betri manni,“ segir Sigfús. „Ég horfi ekki á strák- ana sem hafa verið með mér í lands- liðinu sem lengst sem vini mína, heldur sem bræður mína. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun. Medalían hefur mikið sögulegt gildi og hefur erfðagildi fyrir fjölskyldu mína. Ég sá enga aðra leið út. Þegar búið var að loka á mig hjá bankanum og ég var búinn að fá frest hjá sýslumanni tók ég þessa ákvörðun.“ Sigfús er þungur á brún þegar hann hefur upp raust sína. Kappinn hefur marga hildina háð í gegnum lífið. Ingólfur Sigurðsson ingosig@dv.is Viðtal „Þungum bagga hefur verið létt af mér,“ segir Sigfús Sigurðsson, handboltakappi og þjóð­ hetja. Sigfús er maðurinn sem seldi silfurmedal­ íuna sem hann vann sér inn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Nú stígur hann fram og segir sína hlið. Hann segir fólk geta dæmt sig eins og því þóknast en þeir sem standi honum næst viti hvaða mann hann geymir. „Versti óvinur alkóhólistans er óheiðar­ leiki,“ segir Sigfús og vill segja satt. Blaðamaður hitti Sigfús og ræddi við hann um alkóhólismann og botninn sem hann náði sem ungur maður. Hann glímir enn við afleiðingarnar og vill hlífa fjölskyldu sinni sem best hann getur. „Skuldapakkinn sem var búinn að vera á bakinu á mér meira eða minna alla mína atvinnumennsku var nánast horfinn. Það fór hins vegar að bætast ofan á hann þegar ég hafði ekki tekjurnar til að borga af honum. Ég reyndi að semja við bankann og síðan verkast það þannig að boginn var spenntur of hátt. Þegar bankinn var tilbúinn að semja aftur þá komu foreldrar mínir og skrifuðu upp á það í bankanum. Frá þeim tíma hef ég verið að berjast við að standa í skilum en það hefur gengið erfiðlega, ef ég á að vera alveg heiðarlegur,“ útskýrir Sigfús. Reyndi allt en kom að lokuðum dyrum „Ég hætti í íþróttafræði við Háskól- ann í Reykjavík í lok janúar því ég sá að allt var að fara til fjandans. Í byrj- un sumars var staðan orðin þannig að ég var með innheimtumenn ríkis sjóðs á eftir mér. Þeir hafa yfir- leitt verið tilbúnir að semja, en ekki í þetta skiptið. Það voru það margar ógreiddar afborganir og þeir voru ekki tilbúnir í það. Í lok júní fékk ég bréf vegna fjárnáms og gjaldþrota- skipta. Ég talaði við þá og þeir gáfu mér séns í mánuð,“ segir Sigfús. „Á þeim tíma reyndi ég flest allt nema að sníkja peninga af fólki. Ég fór á alla þá staði sem ég var með skuldir við og á mörgum þeirra kom ég að lokuðum dyrum. Þeir voru einu sinni búnir að skuldbreyta og gátu ekki skuldbreytt aftur. Þá fór ég að velta fyrir mér hvað ég gæti gert. Ég tók þá erfiðu ákvörðun að í stað- inn fyrir að ég yrði gjaldþrota, og yrði að sitja það af mér í þrjú eða fimm ár, að fara með mína medalíu, fékk veð í henni og notaði þann pening til að borga af þessu láni sem var við að falla á foreldra mína. Ég borgaði tveimur klukkutímum áður en ég átti að mæta hjá sýslumanni. Miðað við hvernig foreldrar mínir hafa hjálpað mér og hvernig manneskjur þeir eru þá er ekki hægt að láta svona lagað falla á þau,“ heldur hann áfram og fer ekki á milli mála hversu vænt hon- um þykir um foreldra sína. Sigfús er fjölskyldumaður og gerir allt fyrir sína nánustu. Þakklátur formanni HSÍ „Þegar ég átti möguleika á að ná þessu til baka fór umfjöllunin í gang. Fjárhagurinn leyfði það hins vegar ekki. Ég gat bara staðið í skilum af því sem þurfti að greiða. Maðurinn sem stóð að þessu hélt medalíunni töluvert lengur en hann hefði þurft að gera til að gefa mér möguleika. Síðan blés þetta út þegar Safnara- búðin fékk medalíuna í hendurnar. Það var rosalega erfitt að horfa upp á það. Þú vilt ekki koma fram að fyrra bragði og segja: „ Fjármálin hjá mér eru í skítnum“ og þannig bera þig fyrir framan alþjóð. Ég var það stoltur að ég var ekki að fara að sníkja peninga af fólki, hvort sem það er fjölskylda eða vinir. Þetta var búið að liggja á mér meira eða minna allan tímann. Nánir vinir mínir, fólkið og fjölskyldan, höfðu spurt mig hvort þetta hafi verið ég. Maður veit aldrei hvernig umræð- an á Íslandi getur verið. Hún er oft- ar en ekki mjög óvægin. Ég talaði „Ég sá að allt var að fara til fjandans silfrið“ „Ég seldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.