Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Eldhústæki Gram er gæðamerki sem uppfyllir kröfur þínar í dag og til framtíðar. Um áratuga skeið hefur Gram þróað gæðavörur fyrir íslensk eldhús. Þú getur fengið Gram eldhústæki úr ryðfríu stáli eða hvítu, frístandandi eða innbyggð. – glæsileiki, gæði og tímalaus hönnun Líttu við og skoðaðu úrvalið! FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • Fax 562 3735 • fonix@fonix.is • www.fonix.is S egja má að sannkallað kattarfár ríki í blokk í Breiðholtinu. Í blokkinni eru sex íbúðir og þar býr meðal annarra heyrnarlaust par frá Litháen með börnin sín og kött, en nágrannar þeirra vilja köttinn burt. Kötturinn er fjölskyldunni mikið yndi en þau finna sig knúin til þess að finna honum annað heimili. Hjónin hafa átt köttinn í rúm þrjú ár en hafa búið í íbúðinni, sem þau eiga, frá því í febrúar. Kötturinn veldur tveimur íbúðar- eigendum nokkrum ama, þó sérstak- lega einum. Ef marka má bréfaskriftir hans er kötturinn ekki velkominn í blokkina og vill hann að kötturinn fari hið snarasta, eigi síðar en fyrsta des- ember næstkomandi. Mátti áður hafa kött Það er af sem áður var, en áður hafa kettir verið í blokkinni án þess að íbúar amist við þeim. Samkvæmt lög- um um fjöleignarhús þarf kötturinn leyfi fjögurra íbúða í blokkinni til að mega vera það. Allir húsfundir hafa snúist um köttinn að undanförnu og stöðugar bréfaskriftir og kvartanir hafa valdið eigendum kattarins miklu hugarangri. „Ég hef grátið yfir þessu,“ segir konan, eigandi kattarins, og segir málið mjög erfitt enda sé áreitið mikið. „Við höfum reynt að finna honum nýtt heimili en ekkert gengur,“ segir hún. Parið á nýfætt barn, tæplega mánaðar gamalt. Kötturinn er þriggja ára og mikil kelirófa. Síðustu mánuðina hefur kötturinn aðeins verið inni- köttur og fer ekkert út. Hann var vanur að fara út en hefur ekki gert það síðustu mánuði. Það er von þeirra hjóna að þau fái að hafa köttinn, en gangi það ekki upp verði hann að fá annað heimili. „Mér finnst þetta ekki fallegt,“ segir nágranni hjónanna og stuðningskona. Hún átti sjálf kött í blokkinni sem enginn gerði athugasemdir við. Hún þurfti að láta hann frá sér vegna of- næmis fyrir skemmstu. Hún hefur tek- ið að sér að aðstoða hjónin og passaði köttinn í sumar þegar þau fóru utan. Þá varð hún vör við þá miklu andúð sem kötturinn og fjölskyldan sætir enda beindist hún þá að henni. Tók myndir inn um glugga Steininn tók úr á dögunum þegar að fólkið fékk sendar myndir, tekn- ar úr garði hússins og inn í þeirra íbúð. Þar sést kötturinn sitja í glugga íbúðarinnar. Þessu fylgdi bréf þar sem farið var yfir reglugerðir um það hvernig kattarhaldi skal háttað í fjöl- býlishúsi. Þar segir að næstu skref séu: „að unnið verði að því að eigendum katta verði gert að fara að lögum um fjöleignarhús og næstu skref athuguð í samráði við lögfræðing,“ og fólkinu gefið tækifæri til að ljúka málinu fyrir fyrsta des. „Er þetta ekki fallegt?“ Í kjölfar þeirra bréfaskrifta fékk fjöl- skyldan svo bréf þar sem nágranni hennar benti á að þau ættu að íhuga það vel og vandlega að flytja í sveit með allt sitt hafurtask. Með fylgdi hlekkur á húsnæði auglýstu á fasteignavef þar sem nágranninn dásamaði húsnæðið og sagði: „Er þetta ekki fallegt?“ Konan segir málið allt hafa tekið mikið á þau og ekki hjálpi til að það standi yfir á meðan að hún er með nýfætt barn í höndunum. Ekkert til- lit sé tekið til þess að þau hafi reynt að losa sig við köttinn og hafa þau nú sett af stað undirskriftasöfnun til þess að reyna að halda honum. Fólk- inu er mjög í mun að koma kettinum á gott heimili og segjast í samtali við DV vonast til þess að einhver vilji taka hann að sér. n Kattarfár í Breiðholti n Vilja losna við kött heyrnarlausra foreldra n Nágrannar hóta lögfræðingum Þurfa samþykkið Samþykki tveggja þriðju hluta eigenda í fjölbýlishúsi með sameiginlegum inngangi og stigagangi þarf fyrir hunda- og kattahaldi. Ekki þarf samþykki sameigenda þegar íbúð hefur hvorki sameiginlegan inngang eða stiga- gang. A er sem áður var, en þá þurfti samþykki allra í slíkum tilvikum. Þegar þessi breyting var gerð á lögum um fjöleignarhús árið 2011, þótti það mikil réttarbót fyrir dýraeigendur. Það var hins vegar ekki svo gagnvart þeim sem eru andvígir dýrahaldi í fjölbýli. Áður dugði að einn væri því mótfallinn og var hægt að banna katta- og hunda- hald á þeim forsendum. Ef banna á öll gæludýr, ekki bara hunda og ketti, þarf það að byggjast á þinglýstu samþykki allra eigenda, að því er fram kemur á vef Húseigendafélagsins, enda er rétturinn til séreignarinnar mjög sterkur og takmarkað vald er til þess að ganga á hann. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Finnst þetta erfitt „Ég hef grátið yfir þessu,“ segir konan, eigandi kattarins. Mynd SigTyggur Ari Fylgist vel með Hér má sjá myndina sem tekin var inn um glugga hjónanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.