Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 56
Villidýrið á meðal vetrardekkjanna. Skútuvogi 8 / Sími 567 6700 / vakahf@vakahf.is / vakahf.is Vetradekk, fyrir íslenskar aðstæður, á felgum tilbúin undir bílin á frábæru tilboðsverði. Sendum út um allt land. Dekkjaþjónusta BifreiðaflutningarVarahlutirBifreiðaverkstæði Úrvinnsla bíla Smurþjónusta Reykt á bak við rimla! Stórverkefni Baltasars n Tökur á Everest-kvikmynd Baltasars Kormáks munu að öllum líkindum hefjast í Dólómíta-fjöll- um á Ítalíu í upphafi næsta árs. Þetta kemur fram á kvikmynda- vefnum Deadline. Nokkur óvissa hefur verið með gerð kvikmyndar- innar en eitt framleiðslufyrirtæki myndarinnar hætti við í seinasta mánuði vegna ágreinings um framleiðslukostnað, sem er áætl- aður um átta milljarðar króna. Þrátt fyrir það virð- ist það ekki koma að sök og munu Working Titles, Cross Creek og Walden Media framleiða kvik- myndina fyrir kvikmynda- verið Uni- versal. Segir Reykjavík vera þorp n Ferðavefur CNN fjallaði um í vikunni hvernig skyldi bera sig að í Reykjavík. Í þeim tilgangi ræddi CNN meðal annars við Unnstein Manuel Stefánsson, söngvara og forsprakka hljómsveitarinnar Retro Stefson, sem sagði Reykjavík vera eins og þorp sem reynir að vera borg. „Á einn bóginn finnst mér gott að allir þekki hver ann- an hér, en á sama tíma er það ekki í uppáhaldi hjá mér,“ sagði Unnsteinn við CNN. Ferðavefurinn mælti því með að þeir sem heimsæktu Reykjavík reyndu að venjast því sjá sömu andlitun- um bregða fyrir aft- ur og aftur. Hræsni bak við hneykslun n Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmað- ur Pírata, veltir fyrir sér á Facebook- síðu sinni viðbrögðum almennings við þungum dóm sem íslenskar stúlkur fengu í vikunni fyrir eitur- lyfjasmygl. Hann spyr hvernig við- brögð almennings væru ef tveir pólskir karlmenn væru dæmdir á Íslandi fyrir innflutning á kókaíni. „Væri fólk hneykslað? Þætti yfir- völdum það of þung refsing? Væru það „vonbrigði“?“ spyr Helgi Hrafn. „En ég get ekki annað en nefnt hræsnina á bak við þessa hneyksl- un, að láta eins og þetta sé voða- lega slæmt þegar þetta kemur fyrir Íslendinga erlendis, þegar við ættum að vita fullvel að þegar útlendingar reyna að smygla dópi til Íslands, þá lítur þjóðin jafnan á það sem einhvers kon- ar innrás,“ segir þing- maðurinn. H áskóli Íslands hefur bannað reykingar fyrir utan allar byggingar skólans og reist sér- stakt reykingaskýli sunnan við Háskólatorg. Tóbaksfíkið háskólafólk, sem DV hefur rætt við, er margt hvert afar ósátt við ákvörðunina enda sé skýlið pínulítið og þar að auki lokað af með rammgerðum rimlum – eins og klipptum út úr bandarískri bófamynd. „Hér áður fyrr var reykingapásan dýrðleg stund – hápunktur dagsins; að geta slitið sig frá grámyglulegu talna- vafstri háskólastarfsins, stigið út í frelsi hinnar stóru og fallegu skólalóðar, tekið upp Kent-sígaretturnar, tæmt hugann og hugsað um ekkert annað en bara næsta smók,“ segir ósáttur og skáldlegur starfsmaður Háskóla Ís- lands sem vill síður láta nafn síns getið og bætir við: „Víðáttur skólalóðarinn- ar voru í þessum skilningi mitt „For- tress of Solitude“; vin í eyðimörk hversdagsins.“ Starfsmaðurinn segir skólayfirvöld hafi með ákvörðun sinni stefnt andlegri heilsu hans í voða, fært heilaga stund hans í hlekki og varpað honum í fangelsi – bókstaflega. „Fangaklefinn er pínulítill og yfir- leitt fullur af fólki. Það er óumflýjan- legt að lenda á spjalli við ókunn- uga og stundum miður skemmtilega nikótínfíkla sem skilja ekki mikilvægi „stundarinnar“.“ Samkvæmt upplýsingum frá há- skólanum er reykingafangelsið reist að erlendri fyrirmynd og hefur þann til- gang að vernda háskólafólk fyrir reykj- armekki sem gjarnan myndast við inn- ganga og læðist inn um opna glugga. Til að stemma stigu við tóbaksstybb- unni hafa skólayfirvöld í smáum skref- um bannað reykingar á sífellt stækk- andi svæði og nú er svo komið að eini griðastaður reykingafólks er litli fanga- klefinn við Suðurgötu. Samkvæmt heimildum DV eru þó enn margir sem láta ekki segjast og reykja í trássi við bannið. Ekki er vitað hvort starfsmenn skólans hafa heimild til fangelsa brot- lega, ef gómaðir. n baldure@dv.is Háskóli Íslands „fangelsar“ reykingafólk n Vin breytt í hálfgerðan fangaklefa n Mælist misjafnvel fyrir Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 15.–17. nóveMBer 2013 130. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.