Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 28
Sandkorn U m allt land er fólk í nauðum vegna bágs fjárhags sem á sér rót í stökkbreyttum lán­ um. Hrunið varð til þess að fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar töpuðu aleigu sinni. Fólk sem átti að hluta húsnæði sitt var skyndilega orðið örsnautt og hafði misst allt sitt. Lausnir á vanda almennings hafa verið fáar og snautlegar. Í besta falli var fólki boðið að lækka stökkbreyttar íbúðaskuldir sínar niður í það að skulda 10 prósent fram yfir eignir. Og sá sem býr við slíka skuldastöðu á minna en ekki neitt og er örsnauð­ ur. Þúsundir fjölskyldna sem töldu sig búa við sæmilega eignastöðu eru nú það sem kallast öreigar. Allt frá hruni hafa lygamerðir stjórnmálanna lofað fólki úrlausn. Stjórnmálamenn hafa beinlínis gert út á óhamingju fólks. Súrefni stjórn­ málamannsins er atkvæði og þeir hafa sótt þau með gylliboðum til hinna skuldugu. Þið munið hana Jóhönnu. Samfylkingin hamraði stöðugt á því að skjaldborg yrði slegin um heimil­ in. Flokkurinn komst til valda í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar. Þjóðin trúði því að mannúð yrði nú ofar græðgi útrásarinnar. Árum saman talaði Jó­ hanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um að leysa vanda hinna skuldugu fórnarlamba hrunsins. En efndirnar voru sáralitlar þótt vissulega hafi ein­ hverja munað um þá líkn að fá að skulda „aðeins“ 10 prósent umfram eignir í stað þess að vera í enn dýpri skuldagryfju. Þjóðin hafnaði síð­ an Jóhönnu í kjölfar þess að Fram­ sóknarflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofaði enn stærri skjaldborg og stórfelldum niður­ fellingum skulda fyrir alla. Svikin myndgerast í atburði eins og þeim sem átti sér stað í Keflavík á mánudagsmorguninn þegar vamm­ laus, einstæð móðir, var borin út úr húsi sínu vegna skulda sem hún réð ekki við. Fulltrúar hins níðingslega valds komu í umboði íslenska ríkis­ ins og skiptu um lása. „Það eina sem við báðum um var að fá að vera í hús­ inu til mánaðamóta,“ sagði móðirin við blaðamann DV sem lýsti hinni hörmulegu atburðarás þegar fjögurra manna fjölskylda var rekin út í óveðr­ ið. Kerfið gladdist og í forsætisráðu­ neytinu halda menn áfram að endur­ nýja og slá í loforðin. Nú ætla þeira að setja heimsmet í skuldaniðurfelling­ um. Skepnuskapurinn blasir við öll­ um. Það stefnir í heimsmet í útburði. Og það ljótasta er að lofa fólki í sárri neyð einhverju sem ekki er staðið við. Einstæða móðirin í Keflavík sem nú er heimilislaus er ein úr hópi þeirra þúsunda sem búa við þessa eymd. Framundan eru enn fleiri upp­ boð og enn fleiri harmleikir. Bannið við nauðungaruppboðum hefur runnið sitt skeið og köld krumla bankanna læsir sig um háls hinna fátæku. Stóru bankarnir skila millj­ arðahagnaði. Blóð hinna fátæku er notað til að efla efnahag þeirra. Vandi stjórnvalda er sá að lygaþvælan um niðurfellingu skulda dugir ekki þeim sem þegar hafa misst allt. Örbirgðin býður ekki upp á afslátt. 20 prósent af núlli eru ekkert. En við skulum öll vera þess minnug að hinir fátæku og snauðu hafa eftir sem áður atkvæðis­ rétt. Þeirra tími kemur í kjörklefanum. Þjóðin verður að rísa gegn þessum óþverra sem birtist í Keflavík og við­ gengst um allt land. n Sigmundur heitur n Nokkur spenna er í loftinu varðandi það hver verði nýr dagskrárstjóri Ríkisútvarps­ ins. Það mun koma í hlut Páls Magnússonar útvarpsstjóra að ráða í stöðuna. Alls sóttu 15 manns um og er þar mikið mannval. Margir veðja á að Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hreppi hnossið en hann er hokinn af stjórnunarreynslu í fjölmiðlum. Hið kaldrana­ lega er að ráðningin fer fram í skugga blóðugs niðurskurð­ ar og væntanlega uppsagna fjölda starfsmanna. Leki þingmanns n Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, er lítt hrifinn af því að hluti tillagna hag­ ræðingarhóps ríkisstjórnar­ innar hafi lekið út áður en þær voru birtar í heild sinni. „„Leki“ um efni tillagna nefndarinnar á trúnaðarstigi bendir til að ekki hafi ríkt al­ gjör heilindi í þingmanna­ hópnum …“ skrifar Björn á heimasíðu sína. Hugsan­ lega er hann þarna að sneiða að pólitískum böðli sínum, Guðlaugi Þór Þórðarsyni al­ þingismanni, sem á sínum tíma felldi Björn í prófkjöri. Styrmir vildi landsdóm n Mikið hatur ríkir ennþá í garð þeirra þingmanna sem samþykktu að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis­ ráðherra, og koma honum fyrir landsdóm með þekktum afleiðingum. Á meðal þeirra sem samherjar leggja hvað mesta fæð á er Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sem studdi ein­ dregið að Geir yrði saksóttur. Það virðist gleymt að Styrm- ir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, hvatti til þess í bók sinni, Umsátrið um Ísland, að landsdómur yrði kallað­ ur saman. Morgunblaðið ýtti síðan undir þá kröfu. Framsókn rokkar n Framsóknarflokkurinn fer á kostum þessa dagana í ráðningu aðstoðarmanna. Stærsta skorið í þeim efn­ um á Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sem fékk Siv Friðleifsdóttur, fyrrver­ andi ráðherra til margra ára, til aðstoðar. Frumleg­ asta ráðningin er þó hjá Sig­ mundi Davíð Gunnlaugs­ syni sem gerði Ásmund Einar Daðason þingmann að launalausum aðstoðar­ manni sínum eða kannski aðstoðar ráðherra. Þetta eru ósannar aðdróttanir Var rosalega erfitt Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdarstjóri Thule. – RÚV Ragnhildur Steinunn um nýja heimildamynd. – DV Blóð hinna fátæku„Fulltrúar hins níðingslega valds komu í umboði íslenska ríkisins F jármálaráðherra, Bjarni Bene­ diktsson, sendi okkur for­ mönnum stjórnarandstöðu­ flokkanna bréf í lok síðustu viku þar sem ráðherrann greindi okkur frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að boða til hlutahafa­ funda í nokkrum af stærri félögum og fyrirtækjum í eigu ríkisins og kjósa nýjar stjórnir. Boða á til funda í næstu viku og halda fundi um það bil viku síðar. Um er að ræða félög­ in Landsvirkjun, Rarik, Isavia og Ís­ landspóst, sem öll eru skipuð fimm stjórnarmönnum. Óskar ráðherra svo eftir því að minnihlutinn skili tilnefningum um sína fulltrúa. Nú er það svo að skipunartími þeirra stjórna sem nú sitja er hreint ekki runninn út. Síðasti aðalfundur Íslandspósts var í febrúar, síðasti aðalfundur í Rarik í mars, í Lands­ virkjun í apríl og í Isavia í maí. Venj­ an hefur verið sú að slíkur skipunar­ tími klárist og ný ríkisstjórn ráði meirihlutaskipan á næsta aðal­ fundi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sendi ráðherr­ anum bréf og óskaði skýringa fyrir hönd stjórnarandstöðunnar og ekki vanþörf á. Á fimmtudaginn var innti ég fjár­ málaráðherrann eftir skýringum á bréfinu og hverju þetta óðagot sætti. Fjármálaráðherrann vitnaði í ýmis fordæmi – nefndi meðal annars stjórn Lánasjóðsins sem undirrituð skipti út árið 2009 – en um hana gilda raunar allt önnur lög. Í lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna segir að skipunartími fulltrúa ráð­ herra skuli takmarkaður við emb­ ættistíma þeirra ráðherra sem skip­ uðu þá. Í lögum um Landsvirkjun segir hins vegar að stjórn fyrirtæk­ isins skuli skipuð á aðalfundi fyrir­ tækisins sem skuli haldinn fyrir lok apríl ár hvert. Fjármálaráðherra gat því í raun ekki nefnt nein fordæmi máli sínu til stuðnings. Það er ekki laust við að sú hugs­ un sæki að manni að þetta ofríki og þessi flýtir kunni að tengjast þeim fregnum sem bárust í vikunni af haustfundi Landsvirkjunar þar sem iðnaðarráðherrann sagðist vera ansi óþreyjufull eftir að tiltekin verk­ efni yrðu að veruleika, á borð við ál­ ver í Helguvík – og það ætti að vera stefna Landsvirkjunar að nýta orku­ auðlindir landsins til atvinnuupp­ byggingar og aukins hagvaxtar, og kvað hún árangurinn í þeim efnum „algjörlega óviðunandi“. Í máli forstjóra Landsvirkjunar á sama fundi kom hins vegar fram að hlutverk Landsvirkjunar væri að há­ marka arð af þeim orkuauð lindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir á sjálfbæran og hagkvæman hátt, og er það í takt við samþykkta eigenda­ stefnu fyrirtækisins. Það skapaði þó von í mínu hjarta að fjármálaráð­ herra fullvissaði þingmenn um að eigendastefnan væri í fullu gildi. Það er sannarlega ekki til marks um nýja tíma ef pólitíkin á aftur að verða allsráðandi við fram­ kvæmdastjórn opinberra félaga – en síðasti forstjóri Landsvirkjunar var innanbúðarmaður úr Sjálfstæðis­ flokknum – ólíkt þeim forstjóra sem nú situr sem ekki er tengdur neinum pólitískum flokki. En þetta þarf ekki að koma á óvart hjá ríkis­ stjórn sem er föst í bakkgír – fyrstu verk hennar snúast öll um að snúa hjólum tímans til baka, fara aftur í flokkspólitíska skipan í stjórn Ríkis­ útvarpsins, afturkalla þau lög sem henni eru ekki að skapi, hverfa aftur til fortíðar. Vonandi er flýtirinn við að skipta um stjórn í Landsvirkjun ekki til marks um enn eitt aftur­ hvarfið. n Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is MynD StEFán KARlSSon Kjallari Katrín Jakobsdóttir þingkona og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs „En þetta þarf ekki að koma á óvart hjá ríkisstjórn sem er föst í bakkgír Hverju sætir óðagotið? MynD Atli MáR GylFASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.