Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 49
Afþreying 49Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Tina Fey á skriði n Með nýja þáttaröð næsta haust Þ að er tilhlökkunarefni þegar efni frá gaman­ leikkonunni og rithöf­ undinum Tinu Fey kemst í framleiðslu. Konan er enda gerð úr gulli og framleið­ ir hverja seríuna á fætur annarri með góðum árangri, sú allra vinsælasta hingað til er 30 Rock. Nú er Tina er komin á fullt í framleiðslu nýrra þátta og sjón­ varpsstöðin NBC vill sýna 13 þætti strax næsta haust. Þættirnir hafa ekki enn feng­ ið nafn en aðalstjarna þáttanna verður Ellie Kemper úr The Office. Frá þessu segir tímaritið Variety. Þeir munu fjalla um konu sem fótar sig í New York eftir að hafa sloppið úr dóms­ dagssértrúarsöfnuði. Árekstrar konunnar í neyslusamfélagi New York eru kostulegir og auðvitað eignast hún vini sem aðstoða hana í nýju lífi. Tina þakkar velgengni sína stjórnendum NBC sem hún segir styðja dyggilega við bakið á henni og félögum hennar. „Við höfum verið heppin að vinna fyrir NBC allan okkar feril, og þökkum Bob [Greenblatt] og Jen [Salke] fyr­ ir góðan og áfram­ haldandi stuðn­ ing,“ segir Tina Fey í léttu spjalli við Hollywood Reporter. Laugardagur 16. nóvember Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (13:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (28:52) 07.15 Teitur (13:26) 07.25 Múmínálfarnir (13:39) 07.34 Hopp og hí Sessamí (13:26) 07.58 Tillý og vinir (47:52) 08.09 Sebbi (34:52) (Zou) 08.20 Friðþjófur forvitni (1:10) 08.43 Úmísúmí 09.08 Paddi og Steinn (123:162) 09.09 Abba-labba-lá (15:52) 09.22 Paddi og Steinn (124:162) 09.23 Kung Fu Panda (5:17) 09.50 Teiknum dýrin (1:13) 09.53 Robbi og Skrímsli (10:26) 10.15 Stundin okkar e. 10.45 Fólkið í blokkinni (5:6) e. 11.15 Útsvar e. 12.15 Lítill geimfari e. 12.35 HM 2014 - umspilið (2:2) e. 13.10 Mótorsystur (5:10) e. 13.25 Landinn e. 13.55 Kiljan e. 14.40 Djöflaeyjan e. 15.10 Á götunni (1:8) (Karl Johan) 15.40 Manni sjálfum að kenna - um reykingar og lungnasjúk- dóma e. 16.10 Hugh Laurie: Tónlistin við ána e. 17.00 Táknmálsfréttir 17.08 Grettir (5:52) (Garfield) 17.20 Ástin grípur unglinginn 18.00 Gunnar á völlum - Maður í bak 18.10 Íþróttir 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.30 Ævintýri Merlíns (12:13) 20.20 Vertu viss (2:8) Spurningaleik- ur þar sem keppendur fá fúlgur fjár í upphafi þáttar og reyna síðan að halda í peningana með því að leggja undir á rétt svar við miserfiðum spurningum. Umsjónarmaður er Þórhallur Gunnarsson. Dagskrárgerð: Saga film. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 21.10 Hraðfréttir Benedikt og Fannar líta yfir atburði liðinnar viku. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 21.20 Dásamlegt 6,4 (De-Lovely) Hér rifjar tónskáldið Cole Porter upp kynni sín af fólki og atburði úr lífi sínu eins og þeir væru atriði í söngleik. Leikstjóri er Irwin Winkler og meðal leikenda eru Kevin Kline, Ashley Judd, Jonathan Pryce og Keith Allen. Bandarísk bíómynd frá 2004. 23.25 Talaðu við mig 7,2 (Talk to Me) Þetta er sagan um Ralph Petey Green, fyrrverandi fanga sem varð vinsæll útvarpsmaður og aktívisti í Washington á sjö- unda áratugnum. Aðalhlutverk leika Don Cheadle og Chievetel Ejiofour og leikstjóri er Kasi Lemmons. Bandarísk bíómynd frá 2007. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 Hello Kitty 08:00 Algjör Sveppi 10:25 Kalli kanína og félagar 10:50 Scooby-Doo! Mystery Inc. 11:15 Young Justice 11:35 Big Time Rush 12:00 Bold and the Beautiful 12:20 Bold and the Beautiful 12:40 Bold and the Beautiful 13:00 Bold and the Beautiful 13:25 Bold and the Beautiful 13:45 Popp og kók 14:10 Ástríður (9:10) 14:40 Kolla 15:00 Heimsókn 15:20 Doktor 15:45 Sjálfstætt fólk (10:15) 16:20 ET Weekend 17:05 Íslenski listinn 17:35 Sjáðu 18:05 Ávaxtakarfan - þættir 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir 18:55 Dagvaktin 19:30 Lottó 19:35 Spaugstofan 20:00 Seeking a Friend for the end of the World 6,6 Skemmtileg mynd frá 2012 með Steve Carell og Keira Knightley í aðalhlut- verkum. Þessi dramatíska og jafnframt rómantíska mynd gerist þegar mannkynið býr sig undir heimsendir. Loftsteinn stefnir á jörðina og allar tilraunir til að hindra heimsendir hafa brugðist. Dodge sér fram á að eyða síðustu vikunum einn eftir að eiginkonan yfirgefur hann. Hann kynnist ungri nágranna- konu sinni og saman halda þau í ferðalag til að hitta ástvini sína áður en öllu er lokið. 21:40 Conviction 7,1 Dramatísk mynd frá 2010 með Hilary Swank og Sam Rockwell í aðalhlutverk- um. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um unga konu sem leggur allt í sölurnar til að bjarga bróður sínum eftir að hann er dæmdur í fangelsi fyrir morð. Hún er sannfærð um sakleysi hans og fer sjálf í lög- fræðinám til þess að geta barist fyrir hann í réttarsalnum. 23:30 Tree of Life 6,7 Falleg þroska- saga manns sem fæðist í Texas um miðja síðustu öld. Með aðalhlutverk fara Brad Pitt og Sean Penn. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna, meðal annars sem besta myndin. 01:45 Seeking Justice 6,1 03:25 Mercury Rising 5,9 (Heitt í kolunum) Alríkislögreglumað- urinn Art Jeffries á við mörg persónuleg vandamál að stríða. Hann er tæpur á tauginni og í starfi eru honum nær einungis falin lítilvæg verkefni. 05:10 Spaugstofan 05:35 Fréttir endursýndar 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:35 Dr.Phil 12:20 Dr.Phil 13:05 Dr.Phil 13:50 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (14:20) 14:20 Borð fyrir fimm (5:8) 14:50 Design Star (10:13) 15:40 Judging Amy (13:24) 16:25 The Voice (8:13) 18:55 America’s Next Top Model 19:40 Secret Street Crew (5:9) Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dans- rútínur með ólíklegasta fólki. 20:30 The Bachelor (3:13) Þættir sem alltaf njóta vinsælda meðal áhorfenda SkjásEins. Sean Lowe er fyrrverandi ruðnings- leikmaður frá Texas og hefur verið valinn piparsveinninn í ár. Nú fylgjumst við með 26 konum sem allar vilja hreppa hnossið. Sextán stúlkur bíða í ofvæni eftir því hver fær að fara á stefnumót með hinum vinsæla Sean. Undir lok þáttarins eru þrjár til viðbótar sendar heim. 22:00 The Client List (3:10) Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt í aðalhlutverki. Sam er þriggja barna móðir í Texas. Hún er hamingjusamlega gift en á í fjárhagsvandræðum. Hún bregður á það ráð að fara út á vinnumarkaðinn en þegar þangað er komið renna á hana tvær grímur. 22:45 Meet the Fockers 6,3 Það fer allt á annan endann þegar hin íhaldssama og reglufasta Byrnes fjölskylda hittir Focker fjölskylduna. Aðalhlutverk eru í höndum Robert De Niro, Ben Stiller, Dustin Hoffman Barbra Streisand og Owen Wilson. 00:35 Hawaii Five-0 (1:22) Steve McGarrett og félagar handsama hættulega glæpamenn í skugga eldfjallanna á Hawaii í þessum vinsælu þáttum. 01:25 The Borgias (8:10) Alexander situr sem fastast á páfastóli en sótt er að honum úr öllum áttum. Björn Hlynur Haraldsson leikur aukahlutverk í þáttunum. Einni stærstu persónu þáttanna er sýnt banatilræði. Þessu viltu ekki missa af. 02:15 The Client List (3:10) Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt í aðalhlutverki. Sam er þriggja barna móðir í Texas. Hún er hamingjusamlega gift en á í fjárhagsvandræðum. Hún bregður á það ráð að fara út á vinnumarkaðinn en þegar þangað er komið renna á hana tvær grímur. 03:00 Excused 03:25 Pepsi MAX tónlist 09:10 Spænski boltinn 2013-14 10:50 Spænsku mörkin 2013/14 11:20 Meistarad - meistaramörk 12:20 Evrópudeildarmörkin 13:15 Portúgal - Svíþjóð 14:55 Formúla 1 2013 - Æfingar (Formúla 1 - Bandaríkin - Æfing 3) B 16:00 Undankeppni HM 2010 17:50 Formúla 1 2013 - Tímataka B 19:40 Liðið mitt (Þór Þorlákshöfn) 20:10 Landsleikur í fótbolta (England - Chile) 22:00 Meistarad Evrópu - fréttaþ. 22:30 Meistaradeild Evrópu 00:10 NBA 2013/2014 02:00 Ward vs. Rodriguez (Box - Ward vs. Rodriguez) Beint 06:00 Eurosport 08:00 DP World Tour 2013 (3:4) 13:00 Inside the PGA Tour (46:47) 13:25 DP World Tour 2013 (3:4) 17:25 DP World Tour 2013 (3:4) 19:00 OHL Classic 2013 (3:4) 22:00 OHL Classic 2013 (3:4) 01:00 Eurosport SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing 21:00 Stjórnarráðið 21:30 Skuggaráðuneytið 22:00 Prófkjör XD 22:30 Prófkjör XD ÍNN 09:55 Apollo 13 12:10 Last Night 13:45 The Mummy Returns 15:55 Apollo 13 18:15 Last Night 19:50 The Mummy Returns 22:00 Wallander (Man Who Smiled) 23:35 A Dangerous Method 01:15 Sanctum 03:05 Wallander (Man Who Smiled) Stöð 2 Bíó 13:00 Season Highlights 2009/2010 13:55 Enska B-deildin (Reading - QPR) 15:35 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 16:30 Premier League World 17:00 Swansea - Stoke 18:40 Tottenham - Newcastle 20:20 PL Classic Matches 20:50 Chelsea - WBA 22:30 Aston Villa - Cardiff City 00:10 Man. Utd. - Arsenal Stöð 2 Sport 2 14:10 Junior Masterchef Australia 15:00 The X-Factor US (15:26) 16:25 The X-Factor US (16:26) 17:05 The Amazing Race (10:12) 17:50 Offspring (9:13) 18:35 The Cleveland Show (10:21) 19:00 Around the World in 80 Plates (1:10) 19:45 Raising Hope (10:22) 20:05 Don’t Trust The B....in Ap 20:30 Cougar Town (10:15) 20:55 Golden Boy (10:13) 21:35 Art of Getting By 23:00 The Vampire Diaries (10:22) 23:40 Zero Hour (10:13) 00:25 Around the World in 80 Plates (1:10) 01:10 Raising Hope (10:22) 01:35 Don’t Trust The B....in Ap (4:19) 01:55 Cougar Town (10:15) 02:20 Art of Getting By 03:45 Golden Boy (10:13) 04:30 Tónlistarmyndb. frá Popptíví 07:35 Tónlistarmyndb. frá Popptíví 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (11:24) 18:45 Seinfeld (10:21) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (18:22) 20:00 Gavin & Stacey (2:6) 20:30 Footballers Wives (7:8) 21:20 Pressa (3:6) 22:05 Entourage (2:12) (Viðhengi) 22:35 The Kennedys (3:8) 23:20 Krøniken (6:22) (Króníkan) 00:25 Ørnen (6:24) (Örninn) 01:25 Gavin & Stacey (2:6) 01:55 Footballers Wives (7:8) 02:45 Pressa (3:6) 03:30 Entourage (2:12) (Viðhengi) 04:00 Tónlistarmyndb. frá Popptíví Stöð 2 Gull Stöð 3 Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi, hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum. Skrifstofa í henglum Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta brauðið í bænum“ eins og hún orðar það. Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum leirhúsum sem standa lágreist við veginn. Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“ Skemmtilegt að ögra sér Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd- um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“ Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og orðspor samtakanna.“ Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri. „Þetta er svolítið skrýtið líf.” „Ég hringdi í öryggisvörðinn okkar og hann sagði bara: „Bönker!”“ Vaknaði upp við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. Fáðu meira með netáskrift DV 790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi *fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr. Uppáhalds í sjónvarpinu „Breaking Bad. Á heildina litið er það hins vegar Seinfeld.“ Bjarni Ólafur Eiríksson, knattspyrnumaður hjá Val Reyndur Bjarni hefur leikið 21 landsleik fyrir Íslands hönd. MYND RÓBERT REYNISSON Tina Fey Tina heldur áfram að mala gull fyrir NBC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.