Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 18
R ými er fyrir tvo aðstoðarmenn til viðbótar samkvæmt lög- um án þess að ríkisstjórnin þurfi sjálf að taka afstöðu til þess. Ásmundur Einar Daða- son hefði því nærri fyllt heimilaðan aðstoðarmannakvóta sem kveðið er á um í lögum hefði hann þegið laun. Hann tók við starfi aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á þriðjudag í sjálf- boðavinnu. Aðeins er heimild fyrir því að ráðherrar ráði sér samtals sem nem- ur tveimur aðstoðarmönnum á hvern ráðherra með þeirri undantekningu að ríkisstjórnin getur gefið viðbótarheim- ild fyrir þremur aðstoðarmönnum til viðbótar. Þegar eru þrír aðstoðarmenn í for- sætisráðuneytinu samkvæmt skilgrein- ingu laga en einn þeirra hefur titilinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og annar efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra. Ásmundur Einar er því fjórði að- stoðarmaðurinn sem bætist við í teymi Sigmundar Davíðs á kjörtímabilinu. Mörg hundruð þúsund í laun Ásmundur Einar afsalar sér rúmlega í 700 þúsunda króna launaávísun sem hefði komið til viðbótar þingfararkaup- inu. Launataxti aðstoðarmanna miðast við laun skrifstofustjóra í ráðuneytum en samkvæmt upplýsingum frá Kjara- ráði eru mánaðarlaun þeirra 715.235 krónur. Árslaunin nema því 8.582.820 krónum. Þegar nýtur Ásmundur Einar sömu kjara og aðrir þingmenn. Með 630 þúsund krónur á mánuði í þingfarar- kaup og 125 þúsund krónur greiddar sem styrk vegna húsnæðis- og dvalar- kostnaðar, þar sem hann er þingmað- ur af landsbyggðinni. Þá fær hann líka 78.200 krónur greiddar mánaðarlega í ferðakostnað og getur fengið endur- greiddan kostnað sem hlýst af starfi sínu að hámarki 1.014.000 króna á ári. Kostnaðurinn getur meðal annars ver- ið vegna styrkja og framlaga sem hann veitir til stjórnmálaflokka. Fyrir það þarf hann þó að framvísa reikningum. Hann þarf svo ekki að greiða síma- kostnað og getur fengið 40 þúsunda króna styrk til farsímakaupa. Treystir sér í verkið Ásmundur Einar segist treysta sér vel til að sinna þeim verkefnum sem fyrir liggja í forsætisráðuneytinu. „For- sætisráðherra metur það sem svo að ég geti orðið að liði í þessu verkefni við að aðstoða hann við að koma ákveðn- um málum fram, meðal annars þess- um hagræðingartillögum. Þá verð ég að sjálfsögðu að liði í því,“ sagði þing- maðurinn í samtali við DV á þriðjudag, stuttu eftir að tilkynnt var um ráðn- inguna. Hann hóf störf þegar í stað. Ráðning Ásmundar Einars er tímabundin en ekki var tilkynnt um hvenær störfum hans í ráðuneytinu muni ljúka. „Um tímabundna ráðn- ingu er að ræða og mun Ásmundur meðal annars halda utan um ýmis verkefni sem forsætisráðherra vinnur að, sjá um að samhæfa verkefni milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hag- ræðingarhóps ríkisstjórnarinnar,“ sagði í tilkynningunni. Samhliða þessu mun hann líka halda áfram störfum í hag- ræðingarhópnum en hann hefur gegnt formennsku í honum undanfarið. Siv líka tekin til starfa Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi þing- maður og ráðherra, hefur tekið til starfa sem tímabundinn embættis- maður. Hún er ráðin vegna verkefna í tengslum við formennskuár Íslands í Norður landaráði 2014. Hún starfar í ráðuneyti Eyglóar Harðardóttur, fé- lags- og húsnæðismálaráðherra, sem er samstarfsráðherra Norðurlanda. Í samtali við DV staðfestir Matthías Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar, að Siv hafi ekki verið ráðin í ráðuneytið á grundvelli laga um aðstoðarmenn líkt og efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar. Siv Greint var frá ráðningu Sivjar á miðvikudag, daginn eftir að greint var frá ráðningu Ásmundar. Íslenskir ráðherrar hafa eins og áður segir heimild til að ráða sér tvo aðstoðarmenn hver án sérstakrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Ráð- herrarnir geta skipt kvótanum á milli sín. Framsóknarflokkurinn hefur tekið til sín stærstan hluta kvótans en aðeins einn ráðherra flokksins hefur færri en tvo aðstoðarmenn. Þau Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra eru öll aðeins með einn aðstoðarmann. Myndarlegur kostnaður Allir ráðherrar hafa nýtt sér heimild til að ráða sér aðstoðarmenn og flestir hafa ráðið minnst fleiri en einn. Með tilkomu Ásmundar Einars í forsætis- ráðuneytið eru aðstoðarmenn ís- lenskra ráðherra nú orðnir sautján. Sextán þeirra eru á launum. Það þýð- ir að launin sem þeir fá greidd nema samtals 11.443.760 krónum á mánuði eða 137.325.120krónum á ári. Það er aðeins meira en gert var ráð fyrir að almennur rekstur Þróunarsamvinnu- stofnunar myndi kosta í fjárlögum 2013 og um það bil 70 prósent af þeirri upphæð sem rukka á sjúklinga á Land- spítalanum í legugjald á næsta ári. Laun aðstoðarmannanna hafa hækkað um 77.202 krónur síðan í mars árið 2010, þegar launin voru rétt rúm- lega 638 þúsund krónur. Síðasta hækk- unin var í mars síðastliðnum þegar allir launataxtar sem heyra undir Kjararáð hækkuðu um 3,25 prósent. n 18 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Aðstoðarmenn fá 137 milljónir á ári n Aðstoðarmannakvótinn að klárast n Einn af sautján starfar launalaust Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Forsætisráðherra metur það sem svo að ég geti orðið að liði í þessu verkefni. Aðstoðar- mennirnir Samkvæmt upplýsingum á vefsíðum ráðuneytanna eru aðstoðarmenn ráð- herra samtals átján talsins. Einn starfar þó í sjálfboðavinnu og eru því ekki nema sautján á launum. Flestir ráðherranna eru með fleiri en einn aðstoðarmenn; einn er með fjóra, einn með þrjá, fjórir með tvo og þrír með einn. Hér má sjá yfirlit yfir aðstoðarmenn ráðherra. n Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahags- ráðherra n Matthías Páll Imsland, aðstoðar- maður félags- og húsnæðismálaráð- herra n Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra n Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra n Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðar- maður innanríkisráðherra n Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðar- maður innanríkisráðherra n Magnús Ragnarsson, aðstoðarmað- ur mennta- og menningarmálaráðherra n Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðar- maður mennta- og menningarmála- ráðherra n Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra n Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskipta- ráðherra n Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðar- maður forsætisráðherra n Sigurður Már Jónsson, upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar n Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra n Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmaður forsætisráðherra n Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra n Benedikt Sigurðsson, aðstoðar- maður sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra n Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlinda- ráðherra Launalaus Ásmundur Einar starfar launalaust í forsætisráðuneytinu samhliða þingstörfum. MynD RóBERT REynISSon Fleiri aðstoðarmenn Fleiri ráðherrar nýta nú heimild til að hafa fleiri en einn aðstoðar- mann. Nokkrir eru meira að segja með fleiri en tvo. MynD PRESSPHoToS.BIz nýtur aðstoðar Sigmundur Davíð nýtur nú aðstoðar þeirra Jóhannesar Þórs Skúlasonar og Ásmundar Einars Daðasonar. MynD ÞoRRI Kemur ný inn Siv Friðleifsdóttir, fyrrver- andi ráðherra, er tekin til starfa í ráðuneyti Eyglóar Harðardóttur. MynD SIGTRyGGuR ARI Í samanburði B yg gð aá æ tl un La un a ðs to ða rm an na Ís le ns k fr ið ar gæ sl a Jö fn un k os tn að ar v ið d re ifi ng u ra fo rk u M en nt as kó lin n á Ís afi rð i 137,3 197,3 240,0 286,7 290,6Svona koma laun aðstoðarmanna á ársgrundvelli út í samanburði við nokkra útgjaldaliði ríkisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.