Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 41
Menning 41Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 „Bitlaus rakning á æviatriðum Jóns“ „Hverrar mínútu virði“ Eldklerkurinn Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Football Manager 2014 Tölvuleikur „Leiksýning sem flýgur hátt“ Hús Bernhörðu Alba Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Hugsar um hverfulleikann Þ að er óhætt að segja að myndin Paradís: Ást, sem fjallar um kynlífsferðir mið­ aldra austurrískra kvenna til Kenía hafi vakið mikla athygli hérlendis, en hún er ein­ hver vinsælasta mynd sem hef­ ur verið sýnd í Bíó Paradís frá upp­ hafi. Segir hún frá Theresu sem er fimmtug og á erfitt með að finna ástina á heimavelli. Þar passar hún ekki inn í fegurðarstaðlana, en nýt­ ur því meiri athygli innfæddra karl­ manna í Kenía. Hér er þó ekki öll sagan sögð, því myndin er sú fyrsta í þríleik. Næsta mynd á eftir nefn­ ist Paradís: Trú og er nú til sýninga í Bíó Paradís. Segir hún frá systurinni sem nefnist Anna María og einbeitir sér að trúnni frekar en ástamálunum. Síðasta myndin, Paradís: Von, verður frumsýnd hérlendis þann 23. nóvem­ ber kl. 20 og mun leikstjórinn Ulrich Seidl vera viðstaddur sýninguna og svara spurningum gesta á eftir. Óþarfi er þó að bíða með öndina í hálsinum þangað til, því svo heppilega vildi til að hann hringdi á undan sér. Báðir græða Í fyrstu myndinni sýnir þú fólk sem eru fórnarlömb aðstæðna sem það ræður ekki við, hvort sem það er af efnahagslegum ástæðum eða vegna útlitskrafna, frekar en sem einbera gerendur eða þolendur. „Myndin fjallar ekki bara um fórnar lömb. Viðskipti geta falist í ástinni og ástin í viðskiptum. Allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Konurnar fá kynlíf og nánd og þykja fallegar hér. Karlmennirnir fá peninga sem gefur þeim aukinn status í þjóðfélaginu. Báðir aðilar græða því eitthvað. Það er vissulega svo að konan verður von­ svikin undir lokin, henni finnst sem ekki sé litið á hana sem manneskju heldur einungis sem hvítt hörund. En eitthvað telur hún sig hafa að sækja þarna samt.“ Einmana fólk hefur mikla ástarþrá Í fyrri myndinni er sagt frá því þegar kynhvötinni er sleppt lausri, en í þeirri seinni þegar hún er bæld niður. „Í fyrri myndinni er sóst eftir elskhuga, ást en líka kynlífi. Í síðari myndinni er fjallað um trú en líka bælda kynhvöt. Hér fórnar konan sér fyrir heim sem hún telur vera háðan kynlífi með því að hafna kynhvötinni, rétt eins og Jesús gerði. En Jesú er líka ástmaður hennar í bókstaflegri merk­ ingu, og það er gefið sterklega í skyn að hún frói sér á krossinum.“ Freud fjallaði mikið um þau átök sem eiga sér stað á milli manneskj­ unnar sem kynveru og svo hins ytra samfélags. Er þetta eitthvað sem hrjáir Austurríkismenn sérstaklega? „Þetta hefur ekkert sérstaklega með Austurríkismenn að gera, heldur manneskjur í vestrænum samfélögum almennt. Einmana fólk hefur mikla ástarþrá og sú leit setur mark sitt á marga. Síðan koma mis­ munandi valdahlutföll til skjalanna og jafnvel misnotkun. Í Paradís: Trú flytur fatlaður mað­ ur inn á konuna, setur sig undir vald hennar en beitir hana um leið valdi. Það sama má að einhverju leyti segja um karlmennina í Paradís: Ást. Trílógían öll hefur konur í að­ alhlutverkum, en ég vil ekki sýna annað hvort kynið sem veikara eða sterkara. Sögurnar fjalla um fólk sem er komið á leiðaranda andlega og sama manneskjan er bæði gerandi og þolandi á víxl.“ Ást kom í stað trúar Í seinni myndinni er fjallað um sam­ spil ástar og trúar. Myndirðu segja að trúin á ástina hafi að einhverju leyti tekið við af trúnni á guð? „Ást kom að einhverju leyti í stað trúar, já, en þetta er fyrst og fremst rómantísk ást sem við leitum að. Við getum ekki fullyrt að fólk hafi verið óhamingjusamara áður fyrr þegar það hafði minni trú á ástinni en það er nú þegar svo oft kemur í ljós að ástin reynist ekki það sem vonast var eftir. Myndir mínar eru þó fyrst og fremst speglun á núverandi þjóð­ félagi. Konur sem eru eldri eða þykja feitar í vestrænu samhengi eiga í erfið leikum með að laða að sér karl­ menn og verða því að leita annað. Þetta leiðir til nýrrar nýlenduhyggju, en vandamálin koma samt fyrst og fremst frá fegurðarhyggju okkar. Í öðrum menningarsamfélögum gilda önnur viðmið, konur með stóran maga og afturenda þykja aðlaðandi í Afríku en ekki hér. Þetta kemur af einræðislegu valdi fjölmiðla og getur leitt til mikillar óhamingju með­ al fólks sem telst ekki falla undir fegurðarstaðla.“ Myndirnar eiga að virka ósviknar Er þetta ástæðan fyrir því að þú not­ ar leikara eða jafnvel áhugafólk sem þykir ekki fallegt á Hollywood mæli­ kvarða? „Aðalástæðan er sú að myndirnar eiga að virka ósviknar. Ég vil ekki búa til tálsýnir fyrir fólk, heldur taka ábyrgð á því sem ég sé í kringum mig. Fólki á að finnast sem mann­ eskjurnar á skjánum endurspegli það sjálft og verður síðan að taka af­ stöðu til þess.“ Það virðist ekki mikil ást í Paradís: Ást og ekki mikil trú í Paradís: Trú. Eigum við von á að það verði meiri von í Paradís: Von? „Titlar þessara mynda vísa í að fólkið í þeim breytist að einhverju leyti. Það safnar reynslu sem kemur í veg fyrir að það sjái heiminn sem tálsýn, og í því felst von. Svartsýni og bjartsýni skipta mig litlu máli, held­ ur frekar hvað telst rétt og rangt. Mér finnst þó betra að nálgast hlutina frá svartsýnni sjónarhóli, því þá er hægt að finna hið bjarta í þeim og í því felst von.“ n Vonin felst í svartsýninni n Ulrich Seidl svarar spurningum um kvikmyndir sínar Kvikmyndir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com „Ég vil ekki búa til tálsýnir fyrir fólk, heldur taka ábyrgð á því sem ég sé í kringum mig. Ulrich Seidl „Ég vil ekki búa til tálsýnir fyrir fólk, heldur taka ábyrgð á því sem ég sé í kringum mig. Fólki á að finnast sem manneskjurnar á skjánum endurspegli það sjálft og verður síðan að taka afstöðu til þess.“ Ást Ást er einhver vinsælasta mynd sem hefur verið sýnd í Bíó Paradís frá upphafi. Segir hún frá Theresu sem er fimmtug og á erfitt með að finna ástina á heimavelli. Trú „Ást kom að einhverju leyti í stað trúar, já, en þetta er fyrst og fremst rómantísk ást sem við leitum að.“ Persónulegir textar „Hverfulleikinn hefur orðið mér hugleiknari eftir því sem árunum og mínum nánustu hefur fjölgað.“ Höfundur verksins mætir Refurinn verður frumsýndur á laugardag á Litla sviði Borgarleik­ hússins. Höfundur verksins, Dawn King, mun verða viðstaddur frum­ sýninguna en Dawn er stór stjarna í bresku leikhúslífi og hefur unnið til margra verðlauna fyrir verk sitt Refurinn eða Foxfinder eins og það heitir á ensku. Refurinn þykir spennuþrungið verk með hárbeittum undirtóni í anda dæmisögu og er stærsta verk Dawn. Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri hefur getið sér gott orð fyrir sýningarnar Munaðarlaus og Lúkas en leikstýrir nú í fyrsta sinn í Borgarleikhúsinu. Kvikmyndir og fiskur n Northern Wave í Grundarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.