Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Margrét valdaði Pál Magnússon n Þreifingar um starfslok útvarpsstjóra fóru fram í tíð síðustu stjórnar M argrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla- Hrauni og fyrrverandi þingmaður Alþýðu- bandalagsins og Samfylk- ingarinnar, valdaði Pál Magnússon útvarpsstjóra innan stjórnar stofn- unarinnar í síðustu stjórnartíð. Þetta herma traustar heimildir DV. Margrét sat í stjórninni sem fulltrúi Samfylk- ingarinnar en hún er að hluta til skip- uð stjórnmálaflokkunum á Alþingi. Nokkur styr hefur staðið um Pál Magnússon útvarpsstjóra innan stjórnar RÚV síðastliðin ár og verður ekki sagt að hann sé allra. Páll er mik- ill skapmaður og þykir nokkuð frekur til valdsins. Á síðasta kjörtímabili fór það svo að upp úr sauð í stjórninni og áttu sér stað óformlegar samræður á milli stjórnarmanna um möguleika þess að finna annan einstakling til að gegna þessu starfi. Síðan þá hafa þessar þreifingar kvisast langt út fyrir raðir stjórnarmanna og má segja að altalað sé hvernig staðan var orðin. Vildu Pál út Þegar sú staða kom upp að þreifingarnar um Pál áttu sér stað á milli stjórnarmannanna, án þess þó að nokkuð væri rætt um mál- ið á fundum hennar, þá var það rætt þeirra á meðal hver væri fylgjandi því að fundinn væri nýr útvarpsstjóri og hver ekki. Niðurstaðan í þeim þreifingum mun hafa verið sú að ekki yrði hróflað við Páli. Margrét Frí- mannsdóttir mun hafa aftekið að Páll færi frá stofnuninni og fékkst hennar stuðningur því ekki fyrir starfslokum hans. Í stjórn RÚV á þessum tíma voru Björg Eva Erlendsdóttir, sem var stjórnarformaður, Magnús Geir Þórðarson, Halldór Guðmundsson, Margrét Frímannsdóttir og Magnús Stefánsson. Aðrir sagðir volgari Aðrir stjórnarmenn eru hins vegar sagðir hafa verið ekki eins kirfilega á móti því að skipta um útvarpsstjóra. DV hefur ekki heimildir fyrir því hverj- ar skoðanir einstakra stjórnarmanna voru á málinu en blaðið veit hins vegar að Margrét Frímanns dóttir var mótfall- in hugmyndinni. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvort sambærilegar umræður hafi átt sér stað innan stjórnar RÚV á þessu kjörtímabili en telja verður slíkt ólík- legt. Páll var skipaður útvarpsstjóri í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins árið 2005 og komu upp deilur á milli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hvort Páll ætti að fá starfið eða Þorsteinn Pálsson. Ólíklegt verður því að teljast að hróflað verði við Páli á meðan Sjálfstæðisflokk- urinn er í ríkisstjórn þar sem sá flokk- urinn skipaði hann á sínum tíma. Valdabarátta Talsverð valdabarátta hefur átt sér stað innan RÚV á liðnum árum, líkt og gengur og gerist í flestum stofn- unum og fyrirtækjum. Páll Magnús- son og Óðinn Jónsson fréttastjóri eru til að mynda sagðir nánir samverka- menn en ekki er útilokað að sú tengsl hafi leikið hlutverk í völduninni á Páli Magnússyni inni í stjórn. Taug Óðins við Samfylkinguna hefur löng- um verið kunn, bæði frá því hann var þingfréttaritari og eins þegar honum bauðst framkvæmdastjórastarf Sam- fylkingarinnar á sínum tíma. Hann valdi hins vegar að vera fréttastjóri RÚV í stað þess að færa sig yfir á hið pólitíska svið í gegnum fram- kvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Margrét Frímannsdóttir sat í stjórn RÚV fyrir Samfylkinguna og liggur einnig fyrir að nokkur taug er á milli hennar og Óðins. Atlögunni að Páli var þannig hrundið á síðasta kjörtímabili og verður að teljast ólíklegt að hann sitji ekki áfram á þessu kjörtímabili. Ekki náðist í Margréti Frímannsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Skilin voru eft- ir skilaboð fyrir hana á Litla-Hrauni en hún hringdi ekki til baka í blaða- mann. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Áttu sér stað óformlegar sam- ræður á milli stjórnar- manna um möguleika þess að finna annan einstakling til að gegna þessu starfi. Veik staða Staða Páls var orðin það veik í tíð síðustu ríkisstjórnar að til tals kom innan stjórnar RÚV að finna staðgengil hans. Mynd Sigtryggur Ari Valdaði Pál Margrét Frímannsdóttir valdaði Pál Magnússon í tíð síðustu stjórnar RÚV. Stjórnarmenn RÚV á síðasta kjörtímabili Björg Eva Erlendsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Halldór Guðmundsson, Magnús Geir Þórðarson og Magnús Stefánsson. Varamenn í stjórn: Ása Richards- dóttir, Lárus Ýmir Óskarsson, Hlynur Hallsson, Signý Ormarsdóttir og Þórey Anna Matthíasdóttir. Forstjórinn fékk stórfé 3 Að minnsta kosti tveir af háttsettum stjórn- endum Landspít- alans hafa fengið starfslokagreiðsl- ur eftir að þeir hafa hætt að vinna hjá spítalanum. Þetta eru Magnús Pétursson, fyrrver- andi forstjóri Landspítalans, sem lét af störfum hjá spítalanum á vordögum 2008, og Erna Einarsdóttir, fyrrver- andi starfsmannastjóri spítalans, sem hætti í sumar. Magnús fékk greiddan mismun á launum sínum sem forstjóri Landspítalans og launum sem ríkis- sáttasemjari í um eitt og hálft ár eftir að hann tók við síðara starfinu. Harmleikur á Hrauninu 2 Maðurinn sem lést á Litla-Hrauni að- faranótt laugar- dags hét Steinar Aubertsson og var fæddur árið 1983. DV fjall- aði um mál- ið á mánudag en samkvæmt heimildum blaðsins lést hann eft- ir að hafa tekið of stóran skammt af eitur lyfjum. Mikil sorg ríkir innan veggja fangelsisins vegna þessa enda ekki oft sem svo voveiflegur atburður gerist í þessu litla samfélagi. Steinar hafði lengi háð harðvítuga baráttu við fíknina og sat inni vegna eiturlyfja- innflutnings frá Danmörku til Íslands. Lúxuslíf í sigti saksóknara 1 DV fjallaði á mánudag um afdrif átta útrásar víkinga sem voru fyrir- ferðarmiklir í íslensku efna- hagslífi og víð- ar á árunum fyrir hrun. Þar var fjallað um Björgólf Thor Björgólfsson, Jón Ás- geir Jóhannesson, Hreiðar Má Sig- urðsson, Pálma Haraldsson, Hannes Smárason, Sigurð Einarsson, Ólaf Ólafsson og Lýð Guðmundsson. Sex af þeim átta viðskiptamönnum sem fjallað var um í greininni hafa verið ákærðir fyrir lögbrot og bíða niður- stöðu í sínum málum. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni 11. 11. 2013 13. 11. 2013 11. 11. 2013 mánudagur og þriðjudagur 11.–12. nóvember 2013 128. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. Bókaðu tíma á vakahf.is OPIÐ: Virka daga 8-18 Lau 10-14 í Skútuvogi Skútuvogi 8, Reykjavík Sími 567 6700 Harðskeljadekk og vetrardekk fyrir íslenskar aðstæður n Sex ákærðir n Allir búa í útlöndum n Björgólfur Thor stendur best 8–10 Björgólfur Thor Björgólfsson n Aftur ríkastur Jón Ágeir Jóhannesson n Heldur 365 Hreiðar Már Hreiðarsson n Í nauðvörn út af Al Thani AuðmAnnA Úttekt n Stóru loforðin vekja ugg Skjálfti á meðal stjórnarliða 2–3 Afdrif áttA lúxuslíf í siGti sAKsÓKnArA Pálmi Haraldsson n Missti öll fyrirtæki sín Sigurður Einarsson n Segist vera öreigi Lýður Guðmundsson n Ákærður tvisvar Hannes Smárason n Lögsóttur eftir átta ár Ólafur Ólafsson n Á grænni grein með Samskip n DV gerir verðsamanburð Þetta kostar á jóla- hlaðborðið 14 Steinar Aubertsson F. 10.05. 1983 D. 09.11. 2013 n Ellefu fangar hafa dáið 3 Harmleikur á Litla-Hrauni ÁKÆRÐUR ÁKÆRÐUR Dæmdur ÁKÆRÐURÁKÆRÐURÁK ÆRÐUR miðvikudagur og fimmtudagur 13.–14. nóvember 2013 129. tölublað 103. árgangur leiðb. verð 429 kr. Forstjórinn Fékk stórFé n Feitir starfslokasamningar n Guðlaugur samdi við Magnús „Man ekki hversu margir mánuðir Guðlaugur Þór Ráðherrann var rausnarlegur Hulda Gunnlaugsdóttir Fékk ekki aukagreiðslur Björn Zoëga Hætti sjálfur og fékk ekkert Erna Einarsdóttir Fékk feitan starfslokasamning LandspítaLinn örLátur 8 Ragnhildur fylgdist með deyjandi stúlku Þetta var rosalega erfitt 3 Stórgræða á gesta- herberginu Allt að 50 þúsundum fyrir nóttina 11 Strákarnir í fínu leikformi Lykilmenn á gulu spjaldi 14–15 Kanntu að keyra í hálku? Ökukennsla og ökuskóli Goðanes 8-10 | 603 AkureyriSími: 461-7800 og 894-5985 www.ekill.is 23 Skatturinn hundeltir listmálara n Dæmdur í Noregi og eltur af yfirvöldum 4 Borin út í brjáluðu veðri Einstæð móðir grátbað um frest Odd Nerdrum á milljarð á Íslandi Magnús Pétursson Fékk greitt umfram rétt sinn Fréttir 3 Mánudagur 11. nóvember 2013 93,5 prósent fá ekki hælin 128 hælisleitendum synjað um hæli það sem af er ári 1 28 hælisleitendum var synjað um hæli hér á landi á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta kemur fram í yfirliti Útlendingastofn­ unar yfir fjölda afgreiddra hælisum­ sókna á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2013. Þar kemur jafn­ framt fram að 137 umsóknir hafi ver­ ið afgreiddar það sem af er ári, af þeim fengu níu viðurkennda stöðu flóttamanns eða dvalarleyfi af mann­ úðarástæðum, eða 6,5 prósent um­ sækjenda. Þetta þýðir að 93,5 prósentum hælisleitenda var synjað um hæli hér á landi á fyrstu níu mánuðum ársins, en það er töluvert hátt hlut­ fall sé miðað við nágrannalöndin. Í skýrslu sem Evrópustofnun grund­ vallarmannréttinda vann um hælis­ umsóknir í Danmörku árið 2009 kemur til að mynda fram að 29,5 pró­ sent hælisleitenda hafi fengið hæli í landinu. Í niðurstöðum yfir ákvarðan­ ir Útlendingastofnunar kemur fram að langflestum hafi verið synjað þar sem þeir þóttu ekki uppfylla skilyrði til að teljast flóttamaður, á meðan nokkrum fjölda var synjað á grund­ velli Dyflinnarreglugerðarinnar, sem kveður á um heimild til þess að vísa hælisleitenda aftur til þess Evrópuríkis sem hann kom fyrst til: „Í 48 málum var umsókn synj­ að þar sem annað aðildarríki Dyfl­ innarreglugerðarinnar bar ábyrgð á meðferð umsóknar um hæli. Í 80 málum var umsókn um hæli synj­ að þar sem viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði til að teljast flóttamað­ ur eða til annarra dvalarleyfa. Í 8 málum var viðkomandi veitt réttar­ staða flóttamanns og einn aðili fékk dvalarleyfi á grundvelli mann­ úðarsjónarmiða.“ Þá kemur fram að í byrjun október hafi alls 69 um­ sóknir um hæli verið til vinnslu hjá Útlendingastofnun, ellefu þeirra eru frá árinu 2011. n Skuldaniðurfellingarnar hræða sjálfstæðismenn„Það kemur ekki til greina að prenta peninga til að bjarga Framsóknarflokknum. fjármálaráðherra hefur líka ekki talað í fullu samræmi við félaga sinn Sigmund um skuldamálin og aðgerðir vegna þeirra. Stefnt hef­ ur verið að því að nýta rými sem hugsanlega myndast í samning­ um við kröfuhafa gömlu bankanna til að fjármagna skuldalækkanirn­ ar. Bjarni sagði hins vegar í ræðu á þingi um miðjan október að ríkis­ stjórnin myndi ekki horfa til þess að nota fjármuni kröfuhafa til að lækka verðtryggðar skuldir ís­ lenskra heimila. „Kemur ekki til greina“ Margar hugmyndir hafa verið skoðaðar síðan nýja stjórnin tók til valda um hvernig eigi að efna skuldaloforðið. Sigmundur Davíð viðurkenndi í viðtali í kvöldfrétt­ um Ríkissjónvarpsins á fimmtu­ dag að verkefnið væri orðið miklu flóknara en þegar flokkurinn byrj­ aði að tala um skuldaniðurfell­ ingar. „Við vildum fara í þetta strax í byrjun árs 2009. Síðan þá hefur svo mikið gerst að þetta er orðið marg­ falt, margfalt flóknara sjáum við, en sem betur fer er þessum góða sérfræðingahópi að takast að leysa úr þeirri flækju,“ sagði hann í við­ talinu. Það er hins vegar alveg ljóst að sjálfstæðismenn eru ekki bara til í hvað sem er til að Framsókn nái að standa við sitt. „Það kemur ekki til greina að prenta peninga til að bjarga Framsóknarflokknum,“ sagði áhrifamaður innan Sjálf­ stæðisflokksins í samtali við DV. Þolinmæði margra flokksmanna virðist vera á þrotum. Heimildir DV innan úr ríkisstjórninni eru á þá leið að sem minnst sé reynt að tala um skuldaniðurfellingar og að þingmenn Sjálfstæðisflokks­ ins horfi frekar til annarra hluta og leyfi Sigmundi að kljást við eigin vanda. n Saman Bjarni var til í skuldaniðurfellingar til að mynda stjórn með Sigmundi en slíkt var forsenda stjórnarsamstarfs. Fáir fá hæli Einungis níu af þeim 137 hælisleitendum sem sóttu um hæli hér á landi það sem af er árinu 2013 fengu stöðu sína viðurkennda. Mynd Sigtryggur Ari Harmleikur á Litla-Hrauni n Steinar Aubertsson látinn n 11 látist í íslenskum fangelsum M aðurinn sem lést á Litla­ Hrauni aðfaranótt laugar­ dags hét Steinar Auberts­ son og var fæddur árið 1983. Samkvæmt heimild­ um DV lést hann eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Mik­ il sorg ríkir innan veggja fangelsisins vegna þessa enda ekki oft sem svo vo­ veiflegur atburður gerist í þessu litla samfélagi. Þá er fjölskylda Steinars harmi slegin og treystir sér ekki til að tjá sig um málið að svo stöddu. Steinar hafði lengi háð harðvítuga baráttu við fíknina og sat inni vegna eiturlyfjainnflutnings frá Danmörku til Íslands. Steinar var handtekinn árið 2012 í Amsterdam en framseld­ ur hingað til lands um haustið sama ár. Hann var síðan dæmdur í til 18 mánaða fangelsisvistar af Héraðs­ dómi Reykjaness, hvers dóm Hæsti­ réttur staðfesti fyrir skemmstu. And­ látið er nú rannsakað af lögreglunni á Selfossi en ekki er talið að það hafi borið að með saknæmum hætti, eins og áður greinir. 11 látist frá 1993 Alls hafa ellefu manns látist í fang­ elsum landsins frá árinu 1993, sam­ kvæmt tölum frá Fangelsismálastofn­ un. Aðeins eitt þeirra dauðsfalla er talið hafa borið að með saknæmum hætti og er það gjarnan kennt við Annþór Kristján Karlsson og Börk Birgisson. Mennirnir tveir liggja und­ ir grun um að hafa ráðið Sigurði Hólm Sigurðssyni bana árið 2012. Málið er nú rekið fyrir dómstólum. Hin and­ látin hafa ýmist orðið sökum eitur­ lyfjaneyslu, náttúrulegra orsaka eða vegna þess að fangar hafa svipt sig lífi. Fimm andlát hafa borið að með þessum síðastgreinda hætti og er það, ásamt misnotkun eiturlyfja, mik­ ið áhyggjuefni að mati Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Hann segir að fangelsismálayfirvöld vilji gera betur við fanga og bæta aðbúnað þeirra og þjónustu en að það sé erfitt með tak­ markaða fjármuni milli handanna. Fjársvelti bitnar á föngum „Þetta er tvennt: Annars vegar verð­ um við að gera allt sem mögulegt er til þess að koma í veg fyrir að fíkni­ efni komi inn í fangelsið. Það er erfitt hér alveg eins og það er erfitt í öðrum fangelsum í öðrum löndum. Hitt er að við þurfum og myndum vilja bjóða upp á aukna þjónustu sérfræðinga, sálfræðinga og svo framvegis en það er nú bara þannig að við höfum bara ákveðið fjármagn til þess að spila úr á hverju ári og við þurfum að forgangsraða,“ segir Páll. En er staðan þá ekki sú, að þið getið ekki veitt þá aðstoð sem er nauðsynleg fyrir sálarheill fanga? „Það sem ég er tilbúinn til að segja er að ég myndi vilja veita frekari, betri þjónustu. Já, ég myndi vilja það.“ Páll tekur þó fram að tala dauðs­ falla í fangelsum á Íslandi sé ívið lægri hlutfallslega í samanburði við þau lönd sem við berum okkur saman við, til dæmis hin Norður­ löndin. n Harðvítug barátta Steinar hafði lengi verið í viðjum fíknar. Steinar Aubertsson Fæddur 10.5 1983 Dáinn 9.11.2013 Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is QuizUp slær í gegn Sigurganga QuizUp, spurninga- leiksins sem íslenska leikjafyrir- tækið Plain Vanilla hannaði, virðist engan endi ætla að taka. Forritið er nú vinsælasta smá- forritið í App Store eftir að hafa skotist á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum á miðvikudag og fimmtudag. Síðan leiknum var hleypt af stokkunum á fimmtudaginn í síð- ustu viku hefur fjöldi nýrra not- enda verið að meðaltali ríflega 100 þúsund á dag og alls hafa nú um 800 þúsund manns halað leikn- um niður. Skömmu áður en QuizUp var gefinn út fjárfesti bandaríski fjár- festingarsjóðurinn Sequoia Capi- tal í Plain Vanilla og leiddi fjár- festingu nokkurra aðila upp á 2 milljónir dala, eða um 240 millj- ónir íslenskra króna. Sequoia Capital sérhæfir sig í því að finna áhugaverð tæknifyrirtæki á frum- stigi og var sjóðurinn einn af fyrstu fjárfestunum í Apple. Francisca fékk tölvu Fjölmargir lýstu yfir vilja sínum til að gefa Franciscu Mwansa, starfs- manni Bónuss á Granda, fartölvu eftir að vinkona hennar, Alda Sig- mundsdóttir, auglýsti eftir tölvu handa henni á Facebook í vikunni. Nú hefur vinnuveitandi Franciscu, Bónus, fært henni tölvu og birti mynd af Franciscu með tölvuna á Facebook-síðu sinni á fimmtudag. Alda Sigmundsdóttir greindi frá því á Facebook á miðvikudag að Francisca gæti ekki haldið sam- bandi við fjölskyldu sína í Zambíu eins og hún vildi, vegna þess að hvorki hún sjálf né ættingjar henn- ar ytra eigi fartölvu. Francisca not- ar laun sín til að framfleyta sjálfri sér og aðstoða fjölskyldu sína í Zambíu en hún aðstoðar meðal annars systurson sinn við að sækja menntun í heimavistarskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.