Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 35
Fólk 35Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Finnur enn fyrir kynþokkanum Frægðarsólin reis Frá þessu ævintýralega sumri 1958 spiluðu þau Helena, Finnur og Ingi- mar saman í Alþýðuhúsinu fjögur sumur í röð. Síðan fluttu þau Finnur til Reykjavíkur til að spila með Lídó, hljómsveit Svavars Gests. Ingimar varð eftir á Akureyri með sína hljóm- sveit í Sjallanum. Árið 1966 fluttu þau hjónin aftur norður og voru þá al- flutt. „Við gengum til liðs við hljóm- sveit Ingimars og það samstarf varði í níu ár. Þá var vinnustaðurinn Sjallinn á Akureyri. Þetta var ótrúlegur tími, en það var okkar vinna að spila fyrir dansi. Mér fannst það mikill kostur að geta verið heima á daginn með börn- unum en síðan tók amma þeirra við á kvöldin.“ Þegar þau fóru að gefa út plötur fór tónlistin virkilega að heyrast um allt land. Um leið vatt ævintýrið upp á sig, frægðarsól þeirra reis hátt á himni og skein skært næstu ár og áratugi. „Ég fann auðvitað fyrir því að fólk þekkti mig,“ segir hún hógvær. „Það var bara allt í lagi. Ég held að ég hafi ekkert of- metnast vegna þess,“ segir hún og brosir út í annað. Á haustin fengu þau frí frá Sjallan- um og fóru þá í hringferð um landið þar sem þau spiluðu á þessum stærstu stöðum. „Aðsóknin var alltaf gífurleg og stundum var allt brotið og bramlað eftir böllin. Það eina sem gilti var að spila sama á hverju gekk því það ólg- aði allt á dansgólfinu og ekki vildum við að það brytust út slagsmál.“ Eins er Helenu það minnisstætt þegar hún mætti eitt sinn snemma til Keflavíkur þegar til stóð að halda ball í Stapanum. Systir hennar bjó þar og hafði boðið þeim í mat. Þegar þau komu í bæinn sáu þau hvar biðröðin í miðasöluna náði hringinn í kringum húsið. „Þetta var alveg ótrúlegt.“ Veikindi eiginmannsins Frægðin hefur aldrei truflað Helenu. „Fólkið hefur alltaf sýnt mér stuðning. Þegar maðurinn minn dó gekk fólk að mér úti á götu og faðmaði mig að sér. Þess vegna er gott að búa á Akureyri þar sem maður þekkir mann og sýn- ir stuðninginn í verki þegar eitthvað bjátar á.“ Það var þann 16. nóvember 1996 sem Finnur lést, 56 ára að aldri, líkt og Ingimar bróðir hans sem lést þremur árum áður. „Þetta er enginn aldur,“ segir Helena. „Þeir hefðu átt eftir að gera ýmislegt ef þeim hefði enst aldur til.“ Veikindin skullu á þegar Finnur var um fimmtugt. Þá fékk hann krabbamein undir tunguna sem þurfti að skera í burtu auk þess sem hann þurfti að fara í bæði lyfja- og geislameðferð. Í kjölfarið greri tungan föst, sem var sérstaklega slæmt fyrir hann sem blásturshljóð- færaleikara, enda vanur að nota tunguna við blásturinn. „Hann varð líka svolítið þvoglumæltur en það lagaðist þegar hann fór í aðgerð þar sem losað var um tunguna.“ Seinna fékk Finnur krabbamein í ristli og fór í stóra aðgerð þar sem hluti hans var fjarlægður. Erfiðasta verkefnið Síðan kom í ljós að Finnur var með óvenju háan blóðþrýsting. Við skoðun kom í ljós að nýrun störfuðu ekki sem skyldi og ástandið versnaði stöðugt þar til þau voru hætt að starfa. Þegar svo var komið þurfti Finnur að fljúga suður tvisvar í viku til þess að fara í blóðskilun. Smám saman dró af honum og hann gat ekki lengur ferðast um landið með hljómsveit sinni. Hann hélt hins vegar áfram að kenna við Tónlistarskólann á Akureyri og naut þess. „Þar kom þó að við sáum ekki aðra kosti í stöðunni en að flytja suð- ur svo hann gæti lifað, því hann var háður nýrnavélinni. Ekkert okkar gat hugsað sér að flytja til Reykjavíkur. Þá fékk yfirlæknirinn þá hugmynd að ég gæti annast hann í nýrnavélinni ef ég treysti mér. Eftir mikla umhugsun ákvað ég að prófa því það var okkur svo mikils virði að geta verið innan um fólkið okkar og inni á heimilinu okkar. Þá tók við tímabil þar sem ég fór með honum suður til að læra að meðhöndla hann í nýrnavél. Það tók marga mánuði, enda ábyrgðin mikil. Ég sem hafði aldrei komið nálægt heilbrigðisstörf- um var að vaða inn í blóðrásina hans og ekkert mátti út af bera. Það er eitt það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu.“ Vináttan tók yfir Engin nýrnavél var á Akureyri og slík- ar vélar voru rándýrar. Safnað var fyrir slíkri vél og breytingunum sem þurfti að gera á heimilinu til að koma henni fyrir, stól fyrir Finn sem hann sat í á meðan meðferðin stóð yfir og sjón- varpi sem hann horfði á. Fyrir það hefur Helena alltaf verið þakklát. Í fjögur ár sinnti hún honum heima. Eftir vinnu kom hún heim og fór að undirbúa vélina. Um sex leytið hófst meðferðin og þá fór hún að undirbúa matinn á meðan hún fylgdist líka með því að allt væri í lagi með Finn, gaf honum að borða og gekk síðan frá eftir að meðferðinni var lokið um tíu eða hálf ellefu leytið. Þetta gerði hún þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Auðvitað var þetta álag en ég er svo sátt við það í dag að hafa lært að meðhöndla manninn minn þegar hann var svona veikur. Ég er svo sátt við að hafa gert það þótt það hafi verið erfitt. Ég hefði ekki getað gert neitt betra. Þetta gaf okkur svo miklu betra líf saman. Þetta gaf okkur fjög- ur ár til viðbótar þar sem við gátum verið saman á Akureyri.“ Á þeim fjórum árum sem Finnur var heima kom ýmislegt upp á. „Hann varð veikur og þurfti að fara á spítala, hann fékk heilablóðfall og var fluttur suður með sjúkraflugi. En hann gerði aldrei neinar kröfur til mín. Ég held að hann hafi verið mér mjög þakklátur. Eftir að hann var orðinn svona mikill sjúklingur þá tók vináttan yfir. Við vorum alltaf svo miklir vinir og áttum alltaf sameiginleg áhuga- mál. Ég held að það sé mjög mikils- vert að það sé góður vinskapur á milli hjóna, þótt það þurfi náttúru- lega að vera neisti í öllum sambönd- um, ef það vantar neistann þá vantar margt,“ segir hún hugsi. Háður lyfjum Lengi vel gerði hún sér ekki grein fyrir alvarleika sjúkdómsins. Ekki fyrr en hún rakst á skilti sem hékk uppi á vegg á Landspítalnum og var til þess fallið að útskýra líf með nýrnasjúk- dóma. „Þar rakst ég á setningu um að menn gætu kannski lifað með nýrna- bilun í allt að sex árum. Það var mér áfall því ég hafði ekki áttað mig á því að hann gæti ekki lifað lengi við þess- ar aðstæður, að það væru viss tak- mörk á því. Ég hélt að þetta gæti bara alltaf verið svona. Með tímanum sá ég hvað það dró alltaf af honum. Þetta er svo harkaleg meðferð að fólk lifir ekki lengi. Hann hefði lifað þetta af ef hann hefði feng- ið nýtt nýra. Hann var á biðlista en dó áður en til þess kom.“ Finnur glímdi við lyfjafíkn og Helena telur að það hafi mögulega farið illa með nýrun, án þess að full- yrða nokkuð um það. „Með hléum átti hann við þetta vandamál að etja alla tíð. Hann tók inn alls kyns verkja- lyf og einnig var hann háður notkun svefnlyfja. Það var mér oft erfitt,“ segir Helena en hún ræddi það aldrei við nokkurn mann. Það var fyrst í ævisögunni sem hún greindi frá þessum vanda. Falleg dánarstund Finnur lá á spítala í Reykjavík og Helena var nýkomin aftur norður þegar hún fékk þau tíðindi að hann ætti skammt eftir ólifað. „Ég rétt náði suður í tæka tíð, því hann dó einum og hálfum tíma eftir að ég kom. Af því að við höfðum gert alla hluti saman frá því að við vorum ung var svo dá- samlegt að eiga þessa stund líka saman. Mér var sagt að heyrnin fari síðast. Elsta dóttir Ingimars hafði setið hjá honum í þrjá tíma þegar ég kom. Ég gekk til hans, tók á honum og sagði: „Finnur minn, nú er ég komin,“ og hann kipptist allur til þannig að ég vissi að hann fann að ég var komin. Ég sat hjá honum, hélt í höndina á honum og strauk honum. Ég hafði aldrei verið viðstödd dánarstund fyrr og hún var mjög falleg. Hann var svo laglegur maður og þegar hann var dáinn þá varð hann svo sléttur og fallegur. Friður færðist yfir. Hann var búinn að ganga í gegnum svo mikil veikindi og þjást svo mikið að ég held að und- ir það síðasta hafi honum alltaf liðið illa, bara mismunandi illa. Þetta var bara orðið þannig. Í rauninni var dauðinn viss líkn. Hann fann að hann gat aldrei aftur spilað og þá var þetta orðið vonlaust fyrir hann.“ Lífið heldur áfram Daginn áður en Finnur var borinn til grafar lést móðir Helenu. Yfir hana helltist sorg og sorgarferlinu fylgdi einmanaleiki. Jafnvel þótt Helena væri að vinna fulla vinnu fannst henni hún ekkert hafa að gera. „Það voru svo margar skyldur farnar sem höfðu hvílt á mér lengi. Á sama tíma var ég allt í einu orðin alein og þurfti að læra að lifa með því. Við áttum til dæmis hjólhýsi sem við vorum með í Vaglaskógi öll sumur frá árinu 1973. Börnin okkar voru lítil í hjólhýsinu og við áttum dásemdar- tíma þar öll sumur. Seinna vorum við þar tvö ein og nutum þess að vera þarna í þessu umhverfi í góðu veðri. Sumarið eftir að hann dó ákvað ég að standsetja mitt hjólhýsi og gerði það í fyrsta sinn ein. Þegar ég settist niður þá þyrmdi yfir mig og ég hugsaði með mér hvað ég ætti að fara að gera hérna ein, þar sem ég hefði ekki einu sinni neinn til að tala við. Mér fannst það eitthvað vonlaust að ætla að vera þarna alein. Smám saman vandist þetta. Ég er heldur ekkert alein og get sótt þann félagsskap sem ég vil. Það er hægt að venjast öllu.“ Jafnvel þótt hún hafi verið mikið ein frá því að Finnur dó hefur það aldrei hvarflað að henni að fara í ann- að samband. Nú er það bara söngur- inn sem á hug hennar allan. „Ekkert hefur veitt mér eins mikla gleði og söngurinn. Ég segi það ekki að það var líka óskapleg gleði að eignast börnin mín og barnabörn. En ég held að það sé best að lifa lífinu lifandi og taka þátt í því sem að höndum ber. Það er það sem ég geri. Ég horfi enn fram á veginn,“ segir hún hlæjandi og fagnar því að komast loks á æfingu. n Á sviði Helana kom fyrst fram tíu ára og söng inn á sína fyrstu plötu tólf ára. Sextán ára hætti hún í skóla til þess að gerast dægurlagasöngkona og hefur aldrei séð eftir því. Mynd Úr EinkasaFni Hljómsveitin Finnur er Helenu á vinstri hönd. Hún þakkar honum að hafa getað sungið svona lengi, en hún var alla tíð ein af strákunum. Mynd Úr EinkasaFni „Það var sagt að hann hefði dáið úr lungnabólgu en ég held að það hafi verið eitthvað allt annað. Af því að hann varð allur heiðgulur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.