Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 36
H ver er ég? Ég heiti Kolbeinn Sigþórsson, er 23 ára fót­ boltamaður í Hollandi þar sem ég spila með Ajax. Það er það sem ég er: Fótbolta­ maður. Fótbolti hefur alltaf verið númer eitt í mínu lífi. Ég hef alla tíð ætlað mér að verða fótboltamaður. Alveg síðan ég var tveggja ára hefur boltinn verið í kringum mig og ég hef aldrei sparkað honum frá mér.“ Við sitjum á hótelbarnum á Hótel Hilton. Þeir eru hérna landsliðsstrák­ arnir að undirbúa sig fyrir einn mikil­ vægasta leik liðsins fram til þessa, umspil um sæti á HM. Þeir spila tvo leiki við Króatíu, sá fyrri fer fram á Laugardalsvelli, sá seinni í Zagreb. Hér höfum við króað Kolbein af með það að markmiði að komast að því hver hann er – þessi strákur á bak við búninginn, sem hann klæð­ ist reyndar núna og spyr hvort okkur sé ekki sama, hann nenni ekki í önn­ ur föt á meðan hann haldi til hér. Við höfum smá stund til þess að spjalla saman, síðan þarf hann að fara á næstu æfingu. Ekkert betra en að skora Kolbeinn er framherji og markaskor­ ari af guðsnáð, markahæsti maður­ inn í Ajax, og þekkir ekki betri til­ finningu en að horfa á eftir boltanum í netið. „Ég held að þetta sé tilfinning sem framherjar finna bara því það er svo mikil pressa á þeim að skora. Ég er markaskorari og vil skora, það gerir mig glaðan. Þegar mómentið er sterkt getur því fylgt alsælutilfinning sem hellist yfir í smástund.“ Sigurinn er sætur, en stærsta stund lífsins var án vafa þegar hann heyrði að íslenska liðið kæmist áfram. „Það var draumur sem rættist. Það hef­ ur aldrei gerst áður að Ísland komist svona langt og það er afar ánægjulegt að eiga hlut í því. Eitthvað sem allir í liðinu eru stoltir af. Við vorum heppnir að lenda í riðli þar sem við áttum séns og kláruðum það. Fyrir mótið vorum við ekki „rankaðir“ hátt en við höfum sýnt það og sannað að við getum strítt hvaða liði sem er, hvenær sem er.“ En það er ekki nóg að komast áfram. Hann hungrar í meira og getur ekki hugsað sér að tapa næstu leikj­ um. Hann er kominn til að vinna, full­ ur sjálfstrausts og þegar ég spyr hvort taugarnar segi ekki til sín, hvort hann sofi á næturnar endurtekur hann spurninguna og svarar með léttum hlátri. „Ég er búinn að vera í þessum bransa lengi þótt ég sé bara 23 ára og já, ég sef á næturnar. Ég er orðinn vanur þessu.“ Brjálaður í hverjum leik Hann var í landsliðinu með öllum yngri flokkunum og hefur alltaf verið sigursæll. „Ég hef ekki tapað mörgum landsleikjum frá því að ég byrjaði. Það er svolítið sérstakt að vera frá litla Ís­ landi og sækja stig, eða vinna leiki. Frá því að ég byrjaði með U 17 lands­ liðinu hefur eiginlega alltaf gengið mjög vel. Við höfum alltaf komist á stórmót nema með U 19 landsliðinu en þá var ég meiddur og náði bara að spila tvo leiki.“ Með U 17 landsliðinu komst íslenska liðið í fyrsta sinn á Evrópumótið og aftur með U 21 árs landsliðinu. „Og nú eigum við séns á að komast á heimsmeistaramót með landsliðinu. Þannig að það er ekki annað hægt en að líða vel með ár­ angurinn. Ef við náum að komast á HM yrði það klárlega stærsta afrekið á ferlinum. Það er ekkert sem ég þrái heitar og ég mun leggja allt í sölurnar. Við erum komnir það langt núna að við viljum alls ekki detta út. Við erum komnir það nálægt HM­sæti að það er óhugsandi að ná því ekki.“ Það er jafn ömurlegt að tapa og það er gaman að vinna og Kolbeinn hefur aldrei átt auðvelt með að taka tapi. Og þótt hann sé almennt léttur og kátur segist hann taka tryllinginn á vellinum á öllum leikjum. Það kem­ ur jafnvel fyrir að skapið stríði honum utan vallar. „Ég held að ég verði brjál­ aður í hverjum einasta leik. Það þarf ekki annað til en að ég fái ekki bolt­ ann þegar ég er frír til að ég detti í brjálaða pakkann,“ segir hann og hlær. „Mamma segir stundum að ég eigi erfitt með skapið, en aðallega þegar ég er svangur. Ef ég er eitthvað pirraður þá gefur hún mér að borða og þá verð ég ferskur.“ Hann er samt skárri núna en þegar hann var yngri. „Ég er að læra að taka tapi. Þú verður að kunna það og ég er að verða aðeins betri í því. Oftast tekst mér að eyða því út á leikdegi og hreinsa það burt næsta dag. En auð­ vitað er það misjafnt hvað það tekur langan tíma að jafna sig en það tekur allavega ekki eins langan tíma núna og áður. Núna verðum við bara að tryggja að það gerist ekki.“ Aðspurður hvort hann hafi alltaf trú á því sem hann er að gera segir hann: „Mér finnst þú mjög sálræn. Þú ert eitthvað þvílíkt að pæla. Ég er ekki mikill pælari, ef ég á að segja eins og er. Ef maður pælir of mikið í hlutun­ um þá ruglar það mann í ríminu. Ég reyni að hafa lífið einfalt og gera það vel sem ég á að gera.“ Með fiðring í maganum Allt í kringum okkur vinna iðnaðar­ menn að því að gera staðinn upp með tilheyrandi látum. Kolbeinn lætur það ekki trufla sig þegar þeir bora sig í gegnum steypuna. „Við erum búnir að vera hérna í þrjá daga og sofum létt á daginn á meðan þeir vinna. Þetta truflar mig ekkert.“ Kolbeinn er óttalaus gagnvart Króötunum, það er enginn í hópi þeirra sem hann hræðist. „En þú verður alltaf að bera virðingu fyrir góðum fótboltamönnum og passa upp á að þeir fái ekki að sýna sig of mikið. Sérstaklega í svona leikjum. Þá verðum við að passa að sterkustu leik­ mennirnir þeirra fá ekki boltann of mikið. Þetta verður erfitt verkefni þar sem þeir eru með sterkt og reynslu­ mikið lið sem er skipað mönnum sem eru að spila með bestu liðum Evrópu. Ég held að þeir séu búnir að vera í 10. sæti á styrkleikalistanum í tíu ár á meðan íslenska liðið hefur verið í kringum 100. sæti. Við erum samt ósigraðir í fjórum leikjum og það verður erfitt fyrir þá að sigra okkur. Við förum inn í þessa leiki til þess að vinna. Við höfum reynsluna og höfum spilað mikið saman. Þetta er mög samstíga hópur, það er mikill húmor í hópnum og létt yfir öllu. Ef einhver segir eitthvað sem hann hefði betur látið ósagt er hann skotinn til grafar. Með þurfa að passa upp á það sem þeir segja,“ segir Kolbeinn sem var látinn halda tveggja mínútna ræðu í busavígslunni. Það tókst ekki og því fékk hann selbita í nefið frá öllum leikmönnum liðsins. En að öllu gamni slepptu þá vita menn hvert þeir stefna. „Við höfum náð góðum árangri saman og þekkjum hvern annan vel. Ég held að sjálfsöryggið skíni í gegn og ég myndi segja að það sé ákveðið vinningsspirit í þessum hópi. Þegar þú gengur inn á völlinn finnur þú fyrir spennu. Spennustig­ ið fer auðvitað eftir því hversu stór leikurinn er og hvað það er mikið undir. Það er oft sagt að það sé gott að vera með spennu í líkamanum þegar þú ferð inn á. Ég fæ alltaf fiðr­ ing í magann fyrir stóra leiki og sér­ staklega núna. En mér finnst það gott. Þá legg ég mig allan fram og spila betur.“ Stefnir hærrra Rétt áður en hann gengur inn á völl­ inn fara skilaboðin að streyma inn. En hugurinn er ekki hjá áhorfendum, heldur á vellinum. „Ég er ekkert að pæla í því hverjir eru á vellinum. Ég hef engan tíma til þess á meðan ég er að einbeita mér að leiknum. En mér finnst auðvitað gott að finna stuðn­ inginn, þegar fólk og fjölmiðlar hafa sýnt okkur áhuga. Það er gott.“ Áreitið og áhugi fjölmiðla truflar ekkert. Hann er vanur því að fylgst sé með honum. Það hefur verið þannig síðan hann var pjakkur. „Ég hef alltaf verið talinn mjög efnilegur. Sjálfur hef ég líka sett pressu á mig því ég ætl­ aði mér að verða atvinnumaður. Það er það sem ég hef alltaf viljað. Í dag hef ég náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér en ég vil ná enn lengra og vonast til að halda áfram á sömu braut. Mig langar að eiga gott líf og mig langar að taka næstu skref í fótboltan­ um. Ég er í hollensku deildinni sem er ekki talin ein af þeim stærstu. Þannig að ég stefni hærra og vil komast til Englands, Þýskalands, Ítalíu eða Spánar. Vonandi gerist það á næstu árum. En ég geri bara eitt í einu. Núna verð ég að einbeita mér að því sem ég er að gera með Ajax. Ef ég geri vel þar get ég vonandi tekið stökkið síðar.“ Ólíkt flestum íslenskum karl­ mönnum á Kolbeinn sér ekkert draumalið. Hann horfir sjaldan á enska boltann, eða fótbolta yfirhöfuð, og á sér ekkert uppáhaldslið. „Að því sögðu verð ég að viðurkenna að ég hélt með Arsenal í nokkur ár en það var aðallega af því að mér var þrisvar boðið út til þeirra.“ Fór ungur út í óvissuna Sextán ára var hann alfarinn. Áður hafði hann lokið einni önn í MK og var aðallega feginn að ná. „Það átti ekki við mig að vera í skóla,“ útskýrir hann, „en ég var mjög stoltur af því að ná önninni. Þannig að ég þekki það al­ veg að mistakast. Það hefur ekki alltaf allt gengið vel hjá mér. Á miðri vor­ önn ákvað ég að hætta í skóla og ein­ beita mér að fótboltanum til að kom­ ast í atvinnumennskuna. Mér finnst best að einbeita mér að því sem ég er góður í og fjölskyldan studdi mig í því. Bróðir minn fór út í atvinnumennsku og spilaði með KR hér heima. For­ eldrar mínir hafa stutt vel við bakið á okkur bræðrum. Þannig að það var ekki erfitt að velja fótbolta. Það var kominn tími til þess að fara. Á þessum tíma var mikill áhugi á mér og ég var með of góð tilboð til þess að halda áfram á Íslandi. En það var ekkert auðvelt að fara einn út svona ungur. Ég var auðvitað að fara út í óvissuna en systir mín kom með mér og var úti í hálft ár á meðan ég var að venjast þessu. Eftir það vandist ég því fljótt að búa einn og fylgja þessari rútínu. Þetta snýst allt um rútínuna.“ Kolbeinn ákvað að fara til Hollands þar sem ungir leikmenn fá frekar tækifæri heldur en í Bretlandi. „Í Bretlandi er meira um að menn týnist í stórum klúbbum og erfiðari deild þar sem menn eru keyptir fyrir háar fjárhæðir og verða að fá að spila. Þannig að þótt það væri freistandi að fara þangað og erfitt að neita góðum tilboðum frá góðum liðum þar ákvað ég að fara til Hollands. Það var skyn­ samlegasta skrefið því þar er lögð áhersla á að byggja upp unga leik­ menn og sinna þeim sem fótbolta­ mönnum. Ég mæli með því að ungir leikmenn fari þessa leið, því ferillinn spannar tíu til tuttugu ár ef vel gengur. Þetta er ekki spurning um að ná há­ tindinum áður en þú verður tvítugur.“ Peningarnir aukaatriði Hvað með lífsstílinn sem fylgir at­ vinnumennsku í fótbolta þar sem peningar flæða. Kolbeinn vill ekki gefa upp hvað hann er með í laun en hann segist reyna að halda sér á jörðinni. „Það er kannski ekki hægt að segja að við Íslendingar séum snill­ ingar í viðskiptum en maður reynir að bæta ofan á það sem maður hefur þegar unnið sér inn. Ég reyni að vera skynsamur og halda því sem ég hef án þess að taka neinar áhættur. Ég hef séð leikmenn sem ég hef verið að spila með missa fótanna. Þeir geta ekki tekist á við stöðuna sem þeir eru í og lifa hærra en þeir ráða við. Um leið missa þeir fókusinn, en það skiptir öllu máli að halda fókus og vera með báðar fætur á jörðinni. Ef þú hefur það gott þá skiptir annað ekki máli.“ Ástríðan fyrir boltanum er reyndar ekki eins mikil í Hollandi og til dæmis í Bretlandi. Fólk þekkir Kolbein úti á götu en það lætur hann í friði. „Þetta er ekki eins og í Bretlandi þar sem ástríðan er meiri og menn eru heitari fyrir boltanum. Það væri samt gaman að fá að spila þar. En ég er ekki að þessu fyrir pen­ inga og frægð og sækist ekki eftir athygli. Mér finnst það algjört auka­ atriði. Á meðan þér líður vel þá ert þú í góðum málum. Ég er hamingju­ samur og ánægður með lífið.“ Nýtur lífsins í Hollandi Og lífið er gott í Hollandi. „Mér líður vel í Amsterdam. Það er gott að búa þar og það er stutt í allt, til Íslands og annað. Ég kem alltaf heim til þess að spila með landsliðinu í ágúst, sept­ ember, október og núna í nóvember, en það hefur ekki gerst áður. Síðan fáum við vetrarfrí í tvær vikur yfir jólin og þá kem ég heim. Á sumrin fáum við mánaðarfrí og þá kem ég líka til Íslands.“ Kolbeinn talar hollensku reip­ rennandi og býr í miðbænum, líkt og margir liðsfélagar hans, en hann er ekki mikið í menningarlífinu í Amsterdam. Þótt hann búi innan um öll söfnin hefur hann aldrei stigið fæti inn í þau á þeim sex árum sem hann hefur verið í Hollandi. „Ég og liðs­ félagi minn vorum einmitt að tala um það um daginn að það væri snið­ Brjálast í hverjum leik 36 Fólk 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Kolbeinn Sigþórsson er einn fremsti knattspyrnu­ maður landsins. Draumurinn rættist þegar landsliðið komst í umspil fyrir HM 2014 en hann er hungraður í meira og spilar til þess að vinna. Hann segir frá lífinu í boltanum þar sem það er hvorki draumur um pen­ inga né frægð sem drífur hann áfram heldur ástríða fyrir leiknum. Á meðan honum líður vel er allt ann­ að aukaatriði og hann sækist ekki eftir athygli. Hann segir einnig frá kærustunni sem hann kynntist á Facebook og því af hverju hann gæti allt eins endað starfsferilinn á því að skúra fyrir Bakarameistarann. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal „Hún pókaði mig og ég pókaði til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.