Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 40
40 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Flestir kennarar og foreldrar ættu að sjá þessa mynd“ „Athyglisverð leiksýning“ Disconnect Leikstjóri: Henry Rubin Stóru börnin Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson Rau›arárstígur 14 · s. 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Rafskinna 9. – 24. nóvember Vegna mikillar aðsóknar framlengjum við sýningunni til 24. nóvember Unnur Ýrr Helgadóttir Tímaflóð Sýningar í Gal ler í Fold AuGlýSinGAR 1933–1957 Hugsar um hverfulleikann Um þessar mundir sendir tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson frá sér sína þriðju sólóplötu; Sérhver vá. Rúnar þarf vart að kynna fyrir þeim sem fylgst hafa með og þekkja íslenska tónlistarsögu, enda myndaði hann, ásamt Rafni Jónssyni trymbli, hryggjarstykkið í einni vinsælustu hljómsveit landsins um langt skeið; Grafík. F yrri sólóplötur Rúnars eru Ósögð orð og ekkert meir, sem kom út 2005, og Fall, sem kom út 2010, og fengu báðar plöturnar ágætis við­ tökur hjá þeim sem unna framsæk­ inni og vandaðri tónlist. Rúnar gaf sér tíma til að tylla sér niður og ræða tilurð nýju plötunnar sem var hljóð­ rituð og hljóðblönduð að miklu leyti í Sundlauginni með Birgi Jóni Birgissyni. „Á tveimur fyrstu sólóplötunum mínum sneiddi ég afar meðvitað fram hjá stíl sem hugsanlega mætti tengja við Grafík, en á núna leyfði ég þeim áhrifum hins vegar að smjúga inn ef svo bar undir,“ segir Rúnar og bætir við að Grafík verði ávallt órjúf­ anlegur hluti af tónlistarferli sínum. „Grafík kom síðast saman 2011 og út kom heimildarmynd og tvö ný lög. Ég hóf vinnu við Sérhverja vá um sum­ arið það ár. Því er kannski ekki að undra að sá hljómur sem einkenndi minn hljóðfæraleik með Grafík skjóti upp kollinum á nýju plötunni.“ Hverfulleiki Alla jafna hefur Rúnar leitað til annarra til að sjá um söng en á Sér­ hverri vá er þar breyting á, með nokkrum undantekningum þó. „Sumir textar eru einfaldlega þess eðlis að það er nánast óviðeigandi að annar en höfundurinn sjái um flutninginn. Sumir textanna á plöt­ unni eru svo persónulegir og tengj­ ast mínum nánustu, lög eins og Á vit engla og Sérhver vá. Hverfulleikinn hefur orðið mér hugleiknari eftir því sem árunum og mínum nánustu hefur fjölgað; til­ hugsunin um allt sem ég fæ engu um ráðið og löngunin til að vera ávallt til staðar fyrir fjölskylduna – sem ég veit að er óraunhæf þrá.“ Rúnar segir að í þessu liggi drif­ kraftur sköpunarinnar og að í því samhengi sé innihald tónlistarinnar sem og textanna honum mikilvægt. „Það er rétt, þeir eru til sem hafa haft á orði að textar mínir séu ljóðrænir, en það er spurning hvort megi taka svo djúpt í árinni að ég sé þess um­ kominn að teljast ljóðskáld. Ég er jú fyrst og fremst tónlistarmaður. Textarnir skipta mig eigi að síð­ ur verulega miklu máli og ég þarf, satt best að segja, að hafa verulega mikið fyrir þeim. En stundum þarf ekki mörg orð til að segja það sem segja þarf. “ Horfinn vinur Rúnar telur að Sérhver vá sé hans persónulegasta plata hingað til og þá „sérstaklega með tilliti til text­ anna.“ Á meðal þeirra sem koma að flutningi og vinnu við nýja diskinn er að finna dætur Rúnars, Láru og Margréti, og tengda­ syni hans, Arnar Þór sem forvann grunnana með Rúnari og leikur á trommur, og Birki Rafn, sem hef­ ur hjálpað við upptökur og verið ráðagóður, sem og þau öll hin. Þá má ekki gleyma hlut Guðna Finns­ sonar á plötunni en hann leikur á bassa. Rafn Jónsson trymbill og Rúnar fylgdust að í tónlistinni og lífinu til fjölda ára, en Rafn andaðist árið 2004. „Þegar ég vinn við tónlist þá velti ég nánast undantekningarlaust fyr­ ir mér hvort Rabbi, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið, væri að vinna að henni með mér – væri hann með mér, væri ég einn, værum við kannski enn saman í hljómsveit?“ segir Rúnar þegar talið berst að Raf­ ni. „Eðlilega sakna ég þess oft að hafa ekki þennan góða félaga mér við hlið, en á móti kemur að ég nýt stuðnings fjölskyldunnar, eins og hún leggur sig.“ Stundum er skírskotað til listar sem barna listamanna og því við hæfi, að lokum, að kanna hvaða lög Rúnari þykir vænst um. „Mér þykir jafnt vænt um þau öll, en segjum á þessu augnabliki þegar yfir vofir Sérhver vá kysi ég að vera Fugl sem mögulega gæti horfið Á vit engla,“ segir Rúnar og hverfur síðan á vit daglegs amsturs. n „Eðlilega sakna ég þess oft að hafa ekki þennan góða félaga mér við hlið Kolbeinn Þorsteinssson kolbeinn@dv.is Tónlist „En stundum þarf ekki mörg orð til að segja það sem segja þarf Kvikmyndir og fiskur n Northern Wave í Grundarfirði A lþjóðlega stuttmyndahátíð­ in Northern Wave verður haldin í Grundarfirði í sjötta sinn um næstu helgi. Á hátíðinni er boðið upp á stuttmyndir allt frá Úsbekistan til Brasilíu og aldrei verið fjölbreytt­ ara úrval þjóðerna á hátíðinni. Þetta er frábær leið til að fá innsýn í ólíka menningarheima, nánast eins og að fara í heimsreisu um eina helgi í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Tuttugu leikstjórar m.a. frá Rúss­ landi, Úkraínu og Finlandi eru á leið á hátíðina til að fylgja eftir sínum myndum auk álíka margra íslenskra leikstjóra og fjölda annarra gesta, en gert er ráð fyrir að í kringum 150– 200 gestir sæki hátíðina árlega. Keppt er um bestu íslensku stutt­ myndina, besta íslenska tónlistar­ myndbandið og bestu alþjóð­ legu myndina. Auk þess er keppt um besta fiskréttinn en á laugar­ deginum verður hin vinsæla fisk­ réttakeppni haldin í frystihúsi Soffan íasar Cecilssonar hf. og þar fá grundfirskir kokkar og grund­ firskar fiskafurðir að láta ljós sitt skína. Gestir veislunar fá að smakka en Hrefna Rósa Sætran dæmir í keppninni. n Rúnar Telur Sérhverja vá sína persónu- legustu plötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.