Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 20
20 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Sjö milljarðar runnu til skattaskjóla n Þremenningarnir Hannes, Jón Ásgeir og Pálmi unnu saman í FL Group-fléttunni Á kæran gegn Hannesi Smára- syni í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn honum, sem þingfest var á fimmtu- daginn, opinberaði aðkomu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að þriggja milljarða millifærslunni frá FL Group sem ákært er fyrir. Þessi aðkoma Jóns Ásgeirs setur millifær- slumálið í alveg nýtt samhengi þar sem hann hafði mikla persónulega hagsmuni í málinu. Þetta var ekki vitað áður en ákæra sérstaks sak- sóknara gegn Hannesi var gerð opin- ber um síðustu helgi. Ástæðan fyrir því af hverju þetta er vitað er sú að í ákærunni kemur fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi verið í ábyrgð fyrir endurgreiðslu á láni upp á 3 milljarða sem Fons tók hjá FL Group um sumarið 2005 til að endurgreiða FL Group þessa upp- hæð sem Hannes hafði látið milli- færa til Lúxemborgar í apríl þetta sama ár. Ástæðan fyrir endurgreiðsl- unni var sú að verðandi forstjóri, og stjórn, FL Group þrýsti á Hannes að endurgreiða fjármunina og sagði að annars yrði málið kært til lög- reglunnar. Þetta þýðir, og getur bara þýtt, að Jón Ásgeir hafði einhverja hags- muni í millifærslumálinu. Hverj- ir nákvæmlega þeir hagsmunir voru liggur ekki fyrir en ljóst er að þeir voru einhverjir: Menn gangast ekki í persónulegar ábyrgðir upp á 3 millj- arða króna að ástæðulausu. Orðaleikir Jóns Ásgeirs Eftir að ákæra sérstaks saksóknara var gerð opinber sendi Jón Ásgeir frá sér fréttatilkynningu með orðaleikj- um. „Ég var aldrei í ábyrgð fyrir FL Group eða Hannes Smárason vegna viðskipta með Sterling.“ Þetta er al- veg rétt hjá Jóni Ásgeiri enda tóku þessir aðilar ekki lánið frá Kaupþingi í Lúxemborg sem notað var til að endurgreiða FL Group um sumarið 2005 heldur Fons. Fons hafði tekið við peningunum frá FL Group í apríl og því var rök- rétt að Fons endurgreiddi peningana þegar málið var komið í óefni fyrir þremenningana Hannes, Pálma og Jón Ásgeir. Fons var auk þess sá aðili sem átti veðhæfa og verðmæta eign: Danska flugfélagið Sterling sem fé- lagið hafði keypt með peningunum frá FL Group, líkt og ákæra sérstaks saksóknara sýnir. Þannig var það, að öllum líkindum, Fons sem endur- greiddi Kaupþingi í Lúxemborg lán- ið, eða átti að gera það. Við höfum engar heimildir fyrir því hvort eða hvernig lánið var greitt upp en við vitum hins vegar að hvorki Hannes né Jón Ásgeir hafa verið settir í persónulegt gjaldþrot út af láninu og þar af leiðandi er líklegt að það hafi verið endurgreitt. Hafa líklega ætlað að þrauka Hannes Smárason og félagar hafa að öllum líkum litið svo á að þeir gætu leynt millifærslunni út úr FL Group þar til um haustið 2005 þegar FL Group keypti Sterling aftur fyrir 15 milljarða króna. Þá hefðu þeir getað látið Fons greiða FL Group aftur með söluhagnaðinum sem varð til í við- skiptunum, eða væntanlega. 11 millj- arða króna munur var á verði Sterl- ing þegar FL Group keypti flugfélagið af Fons í október 2008 og þegar Fons keypti félagið í apríl 2005. Þeir hafa ætlað að þrauka með endurgreiðsl- una þar til um haustið þegar Fons seldi Sterling aftur til FL Group. Þrýstingurinn frá verðandi for- stjóra FL Group setti hins vegar strik í reikninginn og urðu Hannes og við- skiptafélagar hans að redda þrem- ur milljörðum króna til að endur- greiða FL Group. Hversu eðlilegt er það annars að Fons hafi átt að greiða Kaupþingi í Lúxemborg þrjá millj- arða króna ef félagið hefur ekki feng- ið þessa peninga frá FL Group? Svar- ið við því er auðvitað, líkt og fram kemur í ákærunni þar sem þetta er staðfest í fyrsta sinn, að það var Fons sem fékk peningana frá FL Group. 11 milljarða bókfærður hagnaður Í október 2011, þegar FL Group keypti Sterling af Fons fyrir 15 millj- arða, lá því fyrir að félagið myndi græða 11 milljarða króna á viðskipt- um sem FL Group hafði sjálft fjár- magnað. Fons þurfti svo, væntanlega, að endurgreiða Kaupþingi í Lúx þrjá milljarða. Svo þurfti Fons einnig að endurgreiða annan milljarð sem fé- lagið hafði fengið að láni til að fjár- magna Sterling-viðskiptin, hugsan- lega var sá milljarður fenginn frá Kaupþingi í Lúxemborg. Eftir stóðu um 11 milljarðar króna inni í Fons sem orðið höfðu til vegna viðskipta sem Fons hafði alfarið fjár- magnað með lánveitingum og að stærstu leyti með lánveitingum frá almenningshlutafélagi sem Hannes Smárason stjórnaði. Eigendur Fons gátu því gert það við þann arð sem þá lysti og eftir atvikum greitt hann út út úr félaginu. 7 milljarðar greiddir út Árið 2007 lánaði Fons þrjá millj- arða króna til skúffufélags í Panama sem lítið er vitað um og heitir Pace Associates. Starfsmenn þrotabús Fons hafa vakið athygli á því að þetta lán var afskrifað í bókum Fons fyr- ir efnahagshrunið árið 2008. Þetta lán fór í gegnum Landsbankann í Lúxem borg. Ekki er vitað hvert þessir peningar fóru og er ljóst að eigendur Fons hafa ekki talið að félagið myndi fá peningana til baka. Þess vegna var það afskrifað. Sama ár greiddi Fons út fjögurra milljarða króna arð til eigenda sinna. Þeir fjármunir voru teknir að láni hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þrota- bú Fons tapaði dómsmáli gegn fé- lagi Pálma Haraldssonar í Lúxem- borg þar sem krafist var riftunar á arðgreiðslunni. Sá dómur byggði á því að Fons hefði verið gjaldfært fé- lag, eignir hefðu verið miklu meiri en skuldirnar í lok árs 2006, og þar af leiðandi hefði verið heimilt að greiða út arðinn. Þessar tvær upphæðir nema sam- tals rúmlega sjö milljörðum króna. Sú upphæð er nokkurn veginn jafn há og bókfærður hagnaður Fons af viðskiptunum með Sterling árið 2005. Jón Ásgeir bendlaður við lán Í nóvember í fyrra var fréttamaðurinn Svavar Halldórsson, þáverandi starfsmaður RÚV, dæmdur fyrir meiðyrði vegna fréttar sem hann birti í kvöldfréttum RÚV um Pace- fléttuna. Inntakið í þeirri frétt var það að Hannes Smárason, Pálmi Har- aldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafi eignast þrjá milljarða króna sem Fons lánaði Pace árið 2007 og afskrif- aði síðan. Orðrétt sagði Svavar: „Það hafa yfir völd hér á landi líka gert, eins og við höfum áður greint frá, og þau telja sig komin á slóð peninganna enda hafa þau undir höndum gögn sem benda til þess að þeir Pálmi, Jón Ásge- ir Jóhannesson og Hannes Smárason, hafi skipulagt Panama-fléttuna fyrir- fram. Það er að koma peningunum út til Panama en síðan hafi féð ratað aft- ur eftir krókaleiðum í vasa þremenn- inganna.“ Jón Ásgeir stefndi Svavari fyrir þessi ummæli og var fréttamað- urinn dæmdur fyrir meiðyrði. Tvö mál Nú hefur ákæra frá sérstökum sak- sóknara sýnt fram á að Jón Ásgeir, Pálmi og Hannes störfuðu saman í öðru máli tengdu Fons sem einnig snerist um þriggja milljarða milli- færslu sem Jón Ásgeir var í persónu- legum ábyrgðum fyrir. Fyrir liggur að þrír milljarðar króna frá Fons runnu til Pace og fyrir liggur að Svavar Hall- dórsson taldi sig hafa öruggar heim- ildir fyrir því að Pálmi, Hannes og Jón Ásgeir hefðu haft fjárhagslega hags- muni af starfsemi Pace. Sjálfur sagði Svavar um dóminn yfir sér: „Ég er með gögn sem sýna fram á öll efnisatriði fréttarinn- ar. Sérstakur saksóknari gaf út sérs- taka yfir lýsingu um að málið væri til rannsóknar hjá honum. Þetta mál snýst hins vegar nákvæmlega um hver rannsóknarkenningin er hjá yfir völdum, málið er til rannsókn- ar á fleiri en einum stað. Mér var lífs- ins ómögulegt að færa sönnur á það öðruvísi en að upplýsa um heimildar- menn.“ Í þessu samhengi er óneitanlega áhugavert, í meira lagi, að sömu þrír aðilar hafi komið að millifærslunni frá FL Group til Fons sem bjó til ellefu milljarða króna hagnað fyrir Fons sem síðan var tekinn út úr félaginu og rataði meðal annars til félags sem þremenningarnir hafa verið bendl- aðir við. Þetta er hugsanlega ein leið sem getur útskýrt af hverju Jón Ásgeir var í persónulegri ábyrgð fyrir þremur milljörðum af skuldum Fons. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Tapaði Svavar Halldórsson tapaði dóms- máli gegn Jóni Ásgeiri í fyrra þar sem hann tengdi hann við Pace-fléttuna. Mynd SigTryggur Ari „Gögn sem benda til þess að þeir Pálmi, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason, hafi skipulagt Panama-fléttuna fyrir- fram. Tvisvar tengdir Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Pálmi Haraldsson hafa tvisvar verið tengdir við millifærslur út úr Fons. ragnhildur geirsdóttir Knúði á um endurgreiðslu á þremur milljörðum til FL Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.