Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Bannað að mæta í vinnu n Gerði athugasemd við hæfi framkvæmdastjóra lækninga T ómasi Halldóri Pajdak hefur verið sagt upp störfum sem lækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Hann greinir frá þessu í yfirlýsingu sem hann send- ir á fjölmiðla en þar segir hann fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Þröst Óskarsson, og fram- kvæmdastjóra lækninga við stofnun- ina, Þorstein Jóhannesson, hafa bann- að honum að mæta til vinnu sem lækni frá og með 12. nóvember 2013. „Framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða og undirmaður hans, framkvæmdastjóri lækninga, hafa bannað mér að mæta til vinnu sem læknir frá og með 12. nóv. 2013. Þetta gerðu þeir, án nokkurs rökstuðnings og án þess að nefna nokkra ástæðu, þrátt fyrir að ég hafi lýst yfir vilja til að vinna við stofnunina út árið, eins og ég er með samning upp á, og jafnvel lengur,“ segir Tómas Halldór í yfirlýs- ingunni en hann er einn þeirra lækna við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sem fóru fram á að fengið yrði faglegt mat á starfshæfi Þorsteins Jóhannessonar frá landlækni vegna veikinda hans. „Mér er hulin ráðgáta hvernig þeir, sem ekki hefur gengið vel að reka stofnunina innan ramma fjárlaga þetta árið, ætla að mæta þeim fjárútlát- um sem óhjákvæmilega falla til vegna ákvörðunar þeirra en stofnunin þarf t.d. að greiða mér full laun út árið. Mér þykir m.a. mjög miður að hafa óvænt og skyndilega verið sviptur aðstöðu til að fylgja eftir skjólstæðingum sem ég hafði ráðgert að fylgja eftir, svipt- ur því að sinna heilsugæslu í Súða- vík og á Flat eyri og sviptur því að fá að kveðja samstarfsfólk mitt á stofnuninni á eðlilegan hátt. Ég bið skjólstæðinga sem ég hef ekki og/eða mun ekki hafa samband við á næstunni vegna rann- sóknaniðurstaðna eða annars um að erfa það ekki við mig,“ segir Tómas í yf- irlýsingunni en mál Þorsteins er nú til vinnslu hjá embætti landlæknis. n Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Sagt upp Tómasi Halldóri Pajdak hefur verið sagt upp störfum sem lækni hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Handtekinn með „óþekktar töflur“ Hæstiréttur staðfesti á fimmtu- daginn dóm héraðsdóms á karl- manni fyrir hraðakstur undir áhrifum amfetamíns. Hafði hér- aðsdómur dæmt manninn í eins og hálfs ára fangelsisvist. Auk glæfralegs aksturs var maðurinn með fíkniefni sem ætluð voru til sölu. Athygli vekur í dómnum að auk amfetamíns og alsælu var hann með „óþekktar töflur“. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að karlmaðurinn hafði langan sakaferil og hafði auk þess rofið skilorð með afbroti sínu. Auk fangelsisvistar var hann sviptur ökuréttindum ævilangt. Lýtalæknar finna fyrir fordómum Þórdís Kjartansdóttir, formaður Félags íslenskra lýtalækna, skrifar grein í nýjasta tölublað Lækna- blaðsins þar sem hún segir for- dóma gæta í garð fegrunarlækn- inga. Hún segir lýtalækna finna oft fyrir fordómum og þá helst vegna brjóstastækkunaraðgerða. „Mjög lítil brjóst geta haft neikvæð áhrif á lífsgæði kvenna. Þær geta ekki klætt sig að vild, þrátt fyrir brjóstahaldara með mikla fyllingu, verða hoknar í baki af vanlíðun og til að fela brjóstin. Þær koma ekki í aðgerðina vegna einhverrar staðal ímyndar, eins og margar gagnrýnis raddir halda fram, heldur fyrst og fremst fyrir þær sjálfar,“ segir Þórdís. Hild- ur Lilliendahl er ein slík gagnrýnis- rödd og segir hún á Facebook-síðu sinni að henni finnist það óskiljan- legt að Þórdís skuli halda þessu fram. „Þessi orð, stafi þau ekki af mjög djúpri afneitun, lýsa full- kominni vanþekkingu á því hvað staðalímyndir eru, hvernig þær virka eða hvaðan þær koma,“ segir Hildur. Hún segir það mikilvægt að fólk átti sig á því að það sé vegna skilaboða frá samfélaginu sem fólk ákveði að fara í aðgerð sem þessa. „Af því að samfélagið gerir þá óorðuðu kröfu að brjóst kvenna séu jafnstór,“ segir Hildur. Vilja draga úr ríkisábyrgðum n Tillaga hagræðingarhópsins n Ríkið ábyrgist í dag 1.275 milljarða H agræðingarhópur ríkis- stjórnarinnar leggur til að ríkisábyrgð á fyrirtækjum í eigu ríkisins verði takmörk- uð. Þetta er tillaga númer sex af 111 sem hópurinn hefur afhent sérstakri ráðherranefnd um ríkisfjár- mál. „Unnið verði skipulega að því að draga úr ríkisábyrgðum, svo sem hvað varðar Landsvirkjun, Íbúða- lánasjóð og Farice,“ segir einfaldlega í tillögunni án frekari skýringa. Ekki liggur fyrir hvernig á að takmarka þessa ríkisábyrgð en fram kemur í gögnum hagræðingarhópsins að ekki sé byrjað að vinna að þessari til- lögu. Borga sérstakt gjald Bankar, lánasjóðir, lánastofnanir, fyrirtæki og aðrir aðilar og verkefni sem ríkið ábyrgist greiða sérstakt ábyrgðargjald af þeim skuldbinding- um sem eru í ábyrgð. Þetta kem- ur fram í lögum um ríkisábyrgð. Í lögunum segir einnig að ábyrgðar- gjaldið eigi að svara að fullu til þeirr- ar ívilnunar sem viðkomandi að- ili nýtur vegna ríkisábyrgðarinnar í formi hagstæðari lánskjara en þeirra sem bjóðast þeim sem ekki njóta slíkrar ábyrgðar. Nokkrar undanþág- ur eru þó á greiðslu þessa sérstaka gjalds. Til að mynda greiðir Íbúða- lánasjóður ekki slíkt gjald til ríkis- ins vegna ríkisábyrgðarinnar. Þá eru almennar viðskiptaskuldir og eft- irlauna- og lífeyrisskuldbindingar undanþegnar gjaldinu. Sérstakur ríkisábyrgðarsjóður er starfræktur til að halda utan um ábyrgðir sem ríkið hefur gengist í. Sjóðurinn var stofnaðir árið 1962 en hann annast undirbúning ríkisá- byrgða og afgreiðslu þeirra og sér líka um að annast innlausn krafna sem falla á ríkissjóð vegna ábyrgða. Á annað þúsund milljarðar í ábyrgð Samkvæmt yfirliti sem Lánasýsla ríkisins gaf út í byrjun mánaðarins kemur fram að staða ríkisábyrgða hafi verið 1.275 milljarðar króna í lok septembermánaðar. Innistæður í íslenskum bönkum sem njóta ríkis- ábyrgðar vegna yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar í kjölfar hrunsins eru ekki taldar með í þessum tölum. Ríkisábyrgðin er því í raun meiri en tölurnar gefa til kynna. Ríkisábyrgð- ir hafa snarhækkað frá því fyrir hrun en skuldir voru í fyrsta sinn árið 2011 hærri en ríkisábyrgðirnar sem hlut- fall af vergri landsframleiðslu. Langstærstur hluti ríkisábyrgð- anna er í íslenskum krónum, eða 77,9 prósent. Ábyrgðir í erlendum gjaldmiðlum eru að stærstum hluta í Bandaríkjadölum en 13,9 prósent ríkisábyrgða eru í þeim gjaldmiðli. Þá eru 7,7 prósent í evrum en innan við hálft prósent í japönskum jenum og pundum. Mest í ábyrgð hjá Íbúðalánasjóði Stærstu ríkisábyrgðirnar eru á Íbúða- lánasjóði, 934,4 þúsund milljarðar, og Landsvirkjun, 308 þúsund millj- arðar króna. Í skýrslunni eru nefnd átta fyrirtæki og stofnanir sem njóta ríkisábyrgðar en þess utan eru nokk- ur verkefni sem einnig njóta ábyrgð- ar. Þau eru þó öll talsvert minni en þær ábyrgðir sem stofnanirnar njóta. Fyrirtækin og stofnanirnar sem tald- ar eru upp eru auk áðurnefndra Byggðastofnun, RARIK, Farice, Isavia, RÚV og Norræni fjárfestinga- bankinn. n Ábyrgist Ríkið er í ábyrgð fyrir 1.275 milljörðum. „Ríkisábyrgðin er því í raun meiri en tölurnar gefa til kynna. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.