Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 54
54 Fólk 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Þriðja barn Regínu á leiðinni Söngkonan Regína Ósk gengur með sitt þriðja barn og er komin þrjá mánuði á leið. Í samtali við Séð og heyrt segir hún að með­ gangan hafi gengið vel hingað til. Hún finni aðeins til þreytu og smá ógleði. Fyrir á Regína tvær stúlk­ ur sem eru að sögn hennar afar spenntar fyrir að fá lítið systkini. Regína hefur í nógu að snúast en hún mun syngja mikið um hátíðarnar og útskrifast í verk­ efnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík næsta vor. Alskeggjaður skemmtikraftur Leikarinn vinsæli Pétur Jóhann Sigfússon hefur spókað sig um miðbæ Reykjavíkur með fjall­ myndarlegt alskegg. Þessi mikli skemmtikraftur hefur greini­ lega ákveðið að fylgja þeirri karl­ mannstísku sem ræður ríkjum hér á landi um þessar mundir, en víkingalegt útlit karlmanna vakti mikla athygli erlendra ferða­ manna í sumar. Pétur Jóhann hóf störf hjá framleiðslu fyrirtækinu Stórveldinu í september, en hann hefur verið valinn fyndnasti maður Íslands og sló eftirminni­ lega í gegn sem Ólafur Ragnar í Nætur vaktinni. Á þessu ári hljóp skemmtikrafturinn hálft maraþon og var fylgst með hverju skrefi í undirbúningi hans fyrir það. Landsliðs- menn klipptir á hótelinu Íslenska landsliðið leikur í kvöld gegn Króatíu í fyrri leik liðanna um sæti á HM í Brasilíu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og er búist við því að lands­ menn verði límdir við sjónvarps­ skjáinn meðan á leik stendur. Eðlilegt er að leikmenn liðsins vilji líta vel út á vellinum og þess vegna kom hárgreiðslumaður upp á hótelið til þess að klippa þá sem vildu. Kolbeinn Sigþórsson, fram­ herji Ajax, var meðal þeirra sem nýttu sér þjónustu hárgreiðslu­ mannsins og mun því verða hár­ prúður í framlínunni á Laugar­ dalsvellinum í kvöld. F áir Íslendingar ef nokkur var jafn mikið dáður og Hemmi Gunn og þegar hann lést lét þjóðin sterkt í ljós væntum­ þykju sína. Í jarðarförinni var kistan klöppuð upp, kistan var sum sé látin síga, hífð upp aftur undir lófaklappi viðstaddra og síðan látin síga aftur niður. Þjóð­ in hafði sterka mynd af Hemma sem hlýjum og hláturmildum manni og hann setti sterkan svip á þjóðlífið. Í gær, fimmtudag fögnuðu höfund­ ur og aðstandendur Hemma nýút­ kominni ævisögu hans, Hemmi Gunn, sonur þjóðar. Hugrakkt uppgjör Þar sem Hemmi lést áður en bókin var fullkláruð þurfti höf­ undurinn, Orri Páll Ormars­ son, að leita til aðstandenda til að klára bókina. Hann hafði ætlað sér að ræða við Hemma um mikilvæg málefni. Bakkus sem hann háði harða bar­ áttu við. Hemmi hafði sagt við Orra að hann hefði verið edrú síðan árið 2003. Það reyndist fjarri sanni og líklega lá það þungt á Hemma. Í lok bókar­ innar skrifar Orri sérstakan eftirmála þar sem hann gerir upp drykkju Hemma á hugrakk­ an hátt. Veruleikinn var annar „Í endaðan apríl 2013, fáeinum dögum eftir að hann kvaddi hlust­ endur og samstarfsmenn á Bylgj­ unni, hélt Hermann Gunnarsson í langþráð frí til Pattaya í Taílandi. Þangað fór hann vanalega í frí síð­ ustu árin, einu sinni til tvisvar á ári. Hemmi unni Taílandi, landi og þjóð. Um það efast ekki nokkur maður. Þangað fór hann til að njóta lífsins og slaka á, alltént voru það skýringarnar sem hann gaf vinum sínum og vandamönnum. Veruleik­ inn var annar. Taílandsferðir hans snerust fyrst og síðast um eitt – neyslu áfengis. Í Pattaya gat Hemmi Gunn drukkið í ró og næði.“ Svo hefst eftirmáli bókar Orra. Kallaður Mr. Rambo Orri segir af venjum Hemma í Taílandi og flestir dagarnir voru eins. Hann hafi fengið sér bjór á hótelinu og sinnt daglegum verkum svo sem að senda og svara tölvupósti og upp­ færa stöðu sína á Facebook. Hann segir hann hafa gætt þess að gera þetta snemma dags svo engan grun­ aði að ekki væri allt með felldu. Eftir því sem leið á daginn drakk hann meira og naut vinsælda á hótelinu. „Sjálfur var hann vinsæll á hótelinu og nágrenni en menn þekktu hann hvorki undir nafninu Hermann Gunnarsson né Hemmi Gunn – held­ ur Mr. Rambo. Skýringin á því er sú að fyrir mörgum árum hafði Hemmi skartað forláta hárbandi í Pattaya og einhver æringi af þeim sökum skellt þessu vígalega nafni á hann, Mr. Rambo. Eftir það var hann aldrei kall­ aður annað.“ Veiktist á barnum „Um kvöldið skipti Hemmi yfir í sterk­ ari drykki,“ segir Orri frá og segir dag­ ana í Taílandi hafa liðið svona dag eftir dag, viku eftir viku. Taílandsferð­ irnar hafi staðið í fjórar til sex vikur. „Seinustu dagana áður en hann flaug heim dró Hemmi úr drykkunni. Svaf vel á leiðinni og gekk inn í sitt annað líf heima á Íslandi, líf án áfengis. „… Síðasti sólarhringurinn í lífi Hemma Gunn var með hefðbundnu sniði. Hann fór með góðvini sínum Guðjóni á barinn. Aðeins voru tveir dagar í heimför. Laust fyrir tíu veiktist Hemmi, þar sem hann sat í stól sín­ um við borð á barnum. Enginn að­ dragandi var að því. Guðjón skynj­ aði strax að ekki væri allt með felldu. Hemmi hallaði sér fram í stólnum en sýndi engin viðbrögð. Andlitið var líf­ laust.“ n Breyskur og blíður Hemmi n Hugrakkt uppgjör ævisagnaritara n Vinir og vandamenn fögnuðu Hemmi heiðraður Börn Hemma, ættingjar, vinir og velunnarar mættu í útgáfuhóf á Reykjavík Restaurant. MyndiR sigtRygguR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.