Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 24
24 Sport 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Þessa leikmenn þarf að passa n Fjórir bestu leikmenn Króata n Allir stórhættulegir Þeir eru ýmist „on eða off“ n Vonast eftir slæmum anda í króatíska búningsklefanum n Markalaust jafntefli frábær úrslit Ivan Rakitic Aldur: 25 ára Staða: Miðjumaður Lið: Sevilla n Ivan Rakitic hefur tekið mikl- um framförum á undanförnum árum og er fyrirliði spænska liðsins Sevilla. Rakitic hefur verið frábær á yfirstanandi tímabili þar sem hann hefur skorað sjö mörk í tólf leikjum með spænska liðinu. Þetta er skapandi miðjumaður og mjög duglegur að koma sér í færi. Flestir búast við því að stærri lið Evrópu muni freista þess að fá hann í sínar raðir að tímabili loknu og hafa lið eins og Manchester United, Liverpool og Tottenham verið nefnd í því samhengi. Mario Mandzukic Aldur: 27 ára Staða: Framherji Lið: Bayern München n Mario Mandzukic er aðalframherji besta fótboltaliðs í heimi, Bayern München. Það segir ýmislegt um hans getu. Mandzukic hefur spilað vel fyrir Bayern í upphafi leiktíðar og skorað 8 mörk í 12 leikjum. Hann hefur ekki skorað eins mikið fyrir landsliðið en þó skorað 12 mörk í 44 leikjum. Hann var markahæstur í króatíska liðinu í undankeppninni með 3 mörk í 10 leikjum. Mandzukic mun væntanlega láta mikið til sín taka í leikjunum gegn Íslandi og hann er leikmaður sem íslensku varnarmennirnir verða að passa vel. Luka Modric Aldur: 28 ára Staða: Miðjumaður Lið: Real Madrid n Luka Modric er stjarna króatíska liðsins og leikmaðurinn sem stjórnar miðjuspil- inu. Modric hefur komið við sögu í 13 leikjum Real Madrid á tímabilinu og verið í byrjunarliðinu 9 sinnum. Þessi smái en knái miðjumaður er af mörgum talinn í hópi bestu miðjumanna heims. Það eina sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir er hversu fá mörk hann skorar og hversu fáar stoðsendingar hann gefur. Hann hefur skor- að 4 mörk og lagt upp 10 mörk í 70 leikjum með Real Madrid. Darijo Srna Aldur: 31 árs Staða: Hægri bakvörður Lið: Shakthar Donetsk n Darijo Srna er hokinn af reynslu og sá leikmað- ur Króatíu sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir þjóð sína, eða 108 talsins. Hann hefur spilað með Shakthar Donetsk í Úkraínu frá 2003 og leikið tæplega 500 leiki fyrir liðið. Srna getur leikið sem hægri bakvörður eða hægri kantmaður og er þekktur fyrir að gefa frá- bærar fyrirgjafir af hægri vængnum. Ljóst er að miðjumenn og varnarmenn Íslands verða að gefa hlaupum hans upp vænginn gaum og passa að hann komi ekki boltanum fyrir markið. Ivan Perisic Aldur: 24 Staða: Vængmaður Lið: Wolfsburg n Ivan Perisic er þekkur fyrir mikinn hraða og frábæra boltatækni. Þá er hann mjög góður skotmaður. Perisic spilaði átta leiki í riðlakeppninni og var sex sinnum í byrjunarliði Króata. Perisic lék með Borussia Dortmund á árum áður og varð meistari með liðinu árið 2012. Hann skoraði sjö mörk í deildinni það tímabil en kom oftar en ekki inn á sem varamaður. Frá því í janúar hefur Perisic spilað með Wolfsburg þar sem hann hefur þótt standa sig ágætlega en meiðsli hafa þó sett strik í reikninginn hjá honum. É g er alinn þannig upp að ég er alltaf bjartsýnn fyrir íþróttaleiki,“ segir sjónvarps­ maðurinn litríki og knattspyrn­ umaðurinn fyrrverandi Guð­ mundur Benediktsson. Ísland mætir í dag, föstudag, Króötum í fyrri viðureign liðanna um laust sæti á HM í Brasilíu. Um er að ræða þýð­ ingarmesta landsleik sem karla­ landsliðið hefur spilað. Guðmundur hefur mikla trú á strákunum okkar en segir jafnljóst að leikirnir verði mjög erfiðir. Þegar DV náði tali af Guðmundi var hann að kynna sér króatíska liðið. Hann segir ljóst að hópurinn sem Króatar eru með sé feikilega öflugur. Hann sér þó sóknarfæri. „Það sem maður hefur séð og kynnst í gegnum árin, með lið frá þessum löndum, er að þeir eru ýmist „on eða off“. Þeir eru annað­ hvort í fýlu eða glaðir – lítið í ein­ hverju millibilsástandi. Síðustu leik­ ir hafa gengið illa hjá þeim og ég er að gæla við að það séu í hópnum ein­ hverjar leifar af leiðindum eða þung­ lyndi – jafnvel þó nýr þjálfari sé tek­ inn við,“ segir Guðmundur kankvís. 0–0 væru frábær úrslit Sagan segir að fá mörk séu skoruð í umspilsleikjum sem þessum. Það væri hins vegar ekki íslenska liðinu líkt. Leikir Íslands eru yfirleitt markaleikir. En hvað þarf að ganga upp svo við náum góðum úrslitum gegn Króötum? Guðmundur hefur svarið. „Lykillinn er að spila gríðar­ lega sterkan varnarleik og fá ekki á okkur mörk. Við megum ekki fá á okkur fleiri mörk en eitt. 0–0 væru virkilega góð úrslit fyrir okkur en 1–1 myndi kannski duga líka. 0–0 væru stórhættuleg úrslit fyrir þá að fara með til Zagreb. Ef við myndum skora eitt mark úti – sem ég hef fulla trú á að við gerum – þá þyrftu þeir tvö.“ Guðmundur bendir á að Króatar hafi í riðlakeppninni, sem og í leikjun­ um sem liðið lék við Ísland árið 2005, skorað mikið úr föstum leikatriðum. Það megi ekki geriast. „Srna fyrirliði er þeirra hættulegasti maður í þeim efn­ um og getur átt fastar sendingar inn á teiginn. Króatar eru með nokkra há­ vaxna leikmenn – hátt í tvo metra – sem eru hættulegir.“ Aðspurður segir Guðmundur að reynsla geti vegið þungt í einvígum sem þessum. Þar hafa þeir króatísku vinninginn. „Þessir leikmenn vita hvað þarf til en þeir eiga það til að detta í þá gryfju að vanmeta veik­ ari andstæðinga. Innst inni hef ég þá trú að þeir líti á Ísland þannig að þeir þurfi ekki að taka á öllu sínu.“ Myndi treysta honum fyrir öllu Eina óvissan með byrjunarliðið er sú að Birkir Már Sævarsson er í leik­ banni. Þar með er hægri bakvarðar­ staðan laus. Nokkrir leikmenn hafa verið nefndir til sögunnar til að fylla það skarð. Hallgrímur Jónasson, Ólafur Ingi Skúlason og Rúrik Gísla­ son eru þeirra á meðal. Guðmund­ ur vill fara aðra leið. „Ég vil sjá Birki Bjarnason koma inn í þessa stöðu. Þegar ég sé Birki spila fótbolta fer um mig ylur. Hann leggur allt í þetta – alltaf. Ég þekki hann ekki neitt en ég myndi treysta honum fyrir næst­ um öllu í mínu lífi, þó ég hafi bara séð hann spila knattspyrnu.“ Hann myndi vilja sjá Rúrik Gíslason koma inn á kantinn í staðinn. „Ég er svolítið hræddur við að setja mann í vörn­ ina sem hefur ekki verið að spila með liðinu. Ég myndi treysta Birki full­ komlega.“ n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Spáir sigri Íslands n Heimir býst við pressu frá Íslendingum „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég tel að við eigum fína möguleika þó Króatarnir séu með mjög gott lið,“ segir Heimir Guðjóns- son, þjálfari FH, um möguleika Íslands í umspilsleiknum gegn Króatíu. Heimir segir að íslenska liðið þurfi að varast að lenda í eltingarleik við Króatana enda séu margir leikmenn í þeirra liði góðir í að halda boltanum sín á milli. „Svo eru þeir auðvitað með Mario Mandzukic sem er mjög sterkur inni í vítateignum og Luka Modric sem getur stjórnað spilinu,“ segir Heimir og bætir við að þessa leikmenn þurfi að varast. Aðspurður hvaða leikmann hann vilji sjá í stöðu hægri bakvarðar, í fjarveru Birkis Más sem tekur út leikbann á föstudag, segir Heimir að valið standi væntanlega á milli tveggja leikmanna; Ólafs Inga Skúlasonar og Hallgríms Jónassonar. „Eggert Gunnþór hefur lítið spilað að undanförnu og ég held að valið standi á milli Ólafs Inga og Hallgríms. Þeir hafa báðir leyst þetta áður með landsliðinu og ættu að geta gert það aftur með sóma.“ Heimir segist búast við því að íslenska liðið mætti grimmt til leiks. „Við munum byrja á að pressa á þá og sjá hvort við náum ekki inn marki. Engu að síður þurfum við að passa okkur í varnarleiknum og því þurfum við líka að vera skynsamir og spila góða hjálparvörn. Ég met þetta þannig að með þá menn sem við erum með fram á við þá séu miklar líkur á að við munum skora í þessum leik.“ Aðspurður segist Heimir búast við sigri Íslands. „Ég spái því að við vinnum þennan leik, 1–0. Ég þori ekki að spá lengra.“ n „Ég þekki hann ekki neitt en ég myndi treysta honum fyrir næstum öllu í mínu lífi. Bjartsýnn Heimir er bjartsýnn en segir að íslenska liðið megi ekki lenda í eltingarleik gegn sterkum leikmönnum Króatíu. Mynd Sigtryggur Ari Fagnað Gummi Ben segir að markalaust jafntefli væru frábær úrslit fyrir Ísland. Bjartsýnn „Þegar ég sé Birki spila fótbolta fer um mig ylur.“ Mynd Sigurður gunnArSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.