Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Ríkislögreglustjóri í samstarfi við dularfullt hulduapparat GRPO eigi í nánu samstarfi við grein- ingardeildina sem ber heitið National Security Unit (NSU) á ensku: „GRPO maintains liaison with the NSU.“ Í enskri orðabók er „liaison“ skilgreint sem samskipti og náið samstarf á milli einstaklinga eða stofnana. Í ís- lenskri orðabók er „liaison“ skilgreint sem „samband; samhæfing; samstarf, einkum milli hinna ýmsu deilda í her, stjórnarráði, fyrirtækjum.“ Þessi samhæfing á milli GRPO og greiningardeildarinnar þýðir því að aðilarnir hafa með sér náið sam- starf og eru í beinum samskiptum. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis- ráðherra Íslands, leiddi líkur að því í samtali við RÚV á dögunum að hið nána samstarf sem Ísland hefði átt við NSA, samkvæmt spænska fjölmiðl- inum El Mundo, hefði einungis verið hernaðar legs eðlis. Í greinargerð van Voorst er ekkert sem bendir til þess að samstarf greiningardeildarinnar við GRPO sé einungis af hernaðarlegum toga. Viðkvæm samskipti Erfiðlega hefur reynst að fá staðfest hvað GRPO stendur fyrir og ljóst er að mikil leynd hvílir yfir þessu apparati. DV bar upplýsingarnar undir fyrrver- andi embættismann heimavarnaráðu- neytis Bandaríkjanna en hann leið- ir líkur að því að í þessu tilfelli standi GRPO fyrir tengiliði bandarískra njósna- og leyniþjónustustofnana við greiningardeild ríkislögreglustjóra. Í skriflegu svari sem hann sendi á DV segir hann að CIA sjái vanalega um að halda úti tengiliðum sem hafi það hlutverk að vera í nánu tengsla- samstarfi við leyniþjónustur einstaka ríkja. Þessi samskipti séu eðli málsins samkvæmt afar viðkvæm og því sé ekki ólíklegt að GRPO sé dulnefni yfir þessa tengiliði: „Skrifstofa hnattrænna rann- sókna og áætlana (GRPO) er líklega dulnefni yfir leyniþjónustustofnun.“ Enginn vilji nefna „CIA“ eða „NSA“ á nafn í skjölum sem ekki eru skráð „top secret“. „Vegna þess hve þessi tengsl eru einstaklega viðkvæm, er einung- is hægt að ræða um þau í leynilegum skjölum undir skammstöfun, jafnvel dulkóðun.“ Upplýsingar CIA til NSA Þessi heimildarmaður DV, sem hefur þekkingu á innra starfi leyniþjón- ustustofnana Bandaríkjanna, leggur þó áherslu á að erfitt sé að sannreyna þetta enda bendi allt til þess að mik- il leynd hvíli yfir því hvaða aðilar séu þarna að baki, þar sem skammstöf- unin vísi í apparat, Global Research Planning Office, sem eigi sér ekki opin bera tilvist. Þá tekur hann fram að upplýsingum sem þessir aðilar afli geti auðveldlega verið komið til annarra bandarískra leyniþjónustustofnana. Þannig sé ekkert sem komi í veg fyrir að upplýsingar sem CIA afli endi í gagnagrunnum NSA. Enda hafi dæm- in sýnt að starfsmenn CIA eru stund- um á mála hjá NSA, eins og í tilfelli Ed- wards Snowden. Þessi fyrrverandi embættismaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna vísar í fleiri leyniskjöl Wikileaks sem benda til þess að GRPO séu aðil- ar á vegum njósna- og leyniþjón- Gagnagrunnur greiningardeildar Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur víðtækar heimildir til söfnunar persónuupplýsinga. Í reglugerð númer 404 frá árinu 2007 um greiningardeild ríkis- lögreglustjóra kemur fram að hlutverk greiningardeildarinnar sé meðal annars að: „Safna upp- lýsingum, úrvinnsla, greining og skipti á upplýsingum í því skyni að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á afbrotum.“ Þá skuli greiningar- deildin „taka þátt í undirbúningi aðgerða til stuðnings lögreglunni í landinu og afla upplýsinga í málum er tengjast öryggi ríkisins.“ Í 7. grein sömu reglugerðar segir að ríkis- lögreglustjóri skuli setja sér verk- lagsreglur um miðlægan gagna- grunn samkvæmt fyrstu málsgrein 6. greinar sömu reglugerðar en þar segir: „Greiningardeild ríkislög- reglustjóra fer með alþjóðlegt sam- starf við öryggisstofnanir annarra landa.“ Greiningardeildin hefur því heimild til þess að deila þeim upplýsingum sem hún safnar í gagnagrunn, með erlendum leyni- þjónustustofnunum. DV bað um afrit af þeim verk- lagsreglum sem greiningar- deildin átti að setja sér um mið- lægan gagnagrunn samkvæmt fyrrgreindri reglugerð. Í svari frá Jóni F. Bjartmarz hjá greiningar- deildinni kom fram að heimild til skráningar í miðlægan grunn væri að finna í reglugerð númer 322 frá árinu 2001. Þar er hins vegar hvergi minnst á miðlægan gagna- grunn en í 6. grein þeirrar reglu- gerðar er sérstaklega fjallað um miðlun persónuupplýsinga. Þar kemur fram að greiningardeildin hafi heimild til þess að miðla persónuupplýsingum til annarra stjórnvalda og erlendra lögreglu- yfirvalda „samkvæmt lagaheimild eða samkvæmt heimild Persónu- verndar eða ef miðlun upplýsinga er nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlega og aðsteðjandi hættu.“ Þá kemur fram að grein- ingardeildinni sé heimilt að miðla persónuupplýsingum til erlendra lögregluyfirvalda án þess að fá heimild fyrir því hjá Persónuvernd, ef það ríki sem fær upplýsingarn- ar veiti „fullnægjandi persónuupp- lýsingavernd.“ Á vef Persónuverndar má finna upplýsingar um hvernig upplýs- inga er aflað í gagnagrunninn: „Annars vegar upplýsingar úr nú- verandi lögreglukerfum úr dag- bók, málaskrá og upplýsinga- skýrslur úr svokölluðu LÖKE kerfi svo og aðrar óstaðfestar upplýs- ingar sem berast lögreglu eða hún aflar. Einnig upplýsingar úr opin- berum skrám eftir atvikum vegna einstakra rannsóknagreininga.“ Þá kemur fram að haldin sé skrá yfir upplýsingar um einstaklinga, hópa, félög, fyrirtæki eða annað „sem tengist“ hinum ýmsu brotaflokkum sem taldir eru upp. Þá kemur fram að gagnagrunninum verði skipt í undirflokka svo sem „öfgahópa“, „öryggisógnir“ og annað samsvar- andi. n ustustofnana. Þar á meðal í skjöl frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sem kólumb íska vikublaðið Semana fjallaði um árið 2011. Í skjölunum er vísað í heimildir GRPO-tengiliða sem fullyrða að núverandi utanríkisráð- herra Ekvador, Ricardo Patiño, hafi beðið kólumbísku skæruliðahreyf- inguna FARC um fjárhagslegan stuðn- ing í kosningasjóð forseta landsins, Rafael Correa: „Tvær aðskildar GRPO- heimildir, önnur mjög trúverðug, hafa fullyrt að Patiño hafi safnað fé í kosn- ingasjóð Correa.“ Engin svör DV hefur borið upplýsingarnar úr greinargerð van Voorst undir fleiri heimildarmenn sem þekkja til njósna- starfs Bandaríkjanna, og eru þeir sama sinnis. Þá benda upplýsingar úr öðrum skjölum sem finna má á vef- síðu Wikileaks til þess sama. Vitnað er í GRPO-tengiliði í skjölum sem tengj- ast upplýsingasöfnun í hinum ýmsu löndum heims, en þeir virðast eiga það sammerkt að búa yfir mikilvæg- um upplýsingum og þá er oft vísað til þess að þeir geti aflað frekari upplýs- inga ef þörf þyki. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins átti fund með sendiherra Bandaríkjanna í lok síðasta mánað- ar þar sem þess var formlega farið á leit að bandarísk stjórnvöld upplýstu hvort, og þá hverjar, eftirlitsaðgerðir með, eða dulin upplýsingaöflun um, íslenska borgara hefði átt sér stað á liðnum árum. Engin svör hafa ennþá borist frá bandarískum stjórnvöldum. Þá kom fram á vefsíðu utanríkisráðu- neytisins að íslensk stjórnvöld hefðu á síðustu misserum ítrekað komið því á framfæri við bandarísk stjórnvöld að njósnir á Íslandi eða um íslenska ráðamenn og eða borgara væru með öllu ósamrýmanlegar íslenskum lög- um og því „góða og nána sambandi sem ríkt hefur milli þjóðanna.“ Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ekki verið krafin svara, en full- trúi hennar mun væntanlega svara spurningum stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar á næstunni. n „Líklega dulnefni yfir leyniþjónustustofnun Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen er ríkislöreglustjóri. Greiningar- deild ríkislögreglustjóra á í nánu samstarfi við GRPO en mikil leynd hvílir yfir því hvaða aðilar það eru. n Virðist vera á vegum njósnastofnana n Kannast ekki við aðila sem eru sagðir í samstarfi við greiningardeildina í leyniskjölum Wikileaks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.