Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 42
Þ að er að vaxa kvennalistakerl­ ing inni í mér,“ segir Kristrún Lind Birgisdóttir og glottir. Á skrifstofu DV situr kjarna­ kona sem hefur komið víða við. Kristrún er í stuttu pólitísku húsmæðraorlofi á Íslandi þessa dag­ ana. Hún elur manninn almennt í Hong Kong þar sem hún rekur einu ljósmæðraþjónustu borgarinnar. En hvernig endar kona sem 28 ára gömul var orðin skólastjóri og fór svo að að­ stoða ráðherra, í Hong Kong? Jú, það var ástin sem leiddi hana þangað. „Við maðurinn minn kynntumst á blindu stefnumóti,“ segir Kristrún. Vinkona Kristrúnar hafði komið á fundi þeirra tveggja og sannfærði Kristrúnu um að þetta væri ekkert mál. Hún taldi að maðurinn, Bjarki Viðar Garðarsson, væri örugglega ekk­ ert fyrir hana. Stefnumótið átti að vera nokkuð sársaukalaust og taka fljótt af. „Hún sagði við mig: Þetta er ekkert mál. Hann býr í Hong Kong – svo er hann líka leiðinlegur,“ segir Kristrún og hlær. Spá vinkonunnar gekk þó ekki eftir og ári síðar, vorið 2007, var Kristrún flutt til Kína. Landsbankaævintýri Þegar Kristrún flutti til Kína hóf hún störf sem skrifstofustjóri Landsbank­ ans í Kína. „Já, mitt fyrsta verkefni var að innrétta húsnæði bankans í Hong Kong og Singapúr og skipuleggja veislu fyrir opnun bankans,“ segir hún, en sú veisla átti eftir að vera mik­ ið rædd og umdeild, sérstaklega í kjöl­ far bankahrunsins. „Þetta var kannski svolítið 2007,“ segir Kristrún og bætir við: „En þetta var líka ekki bara það. Þeir voru ótrúlega vel tengdir þessir strákar og þetta var margt mjög smart. En svo misheppnaðist þetta einfald­ lega og við vitum öll hvernig þetta fór.“ Uppbygging fyrirtækis Eftir að Landsbankaævintýrinu lauk tóku við margs konar verkefni í Hong Kong. Þegar Kristrún eignaðist sitt fyrsta barn var það mágkona hennar, Hulda Þórey Garðarsdóttir ljósmóðir, sem hugsaði um móður og barn. Hulda er vel þekkt í Hong Kong fyrir að hafa rekið litla ljósmæðraþjónustu síðast­ liðin 12 ár og það lá alltaf í loftinu að Kristrún myndi á einhverjum tíma­ punkti taka þátt í uppbyggingu fyrir­ tækisins. „Fyrir tæpum þremur árum kom ég inn í fyrirtækið. Þá hafði Hulda byggt upp sitt orðspor en fyrirtækið var enn frekar lítið. Við ákváðum að ég kæmi inn, færi að reka fyrirtækið og að það myndi stækka,“ segir Kristrún. Orðsporið er gulls ígildi Fyrirtækið, Annerley, sinnir móður og barni fyrir og eftir meðgöngu. Í því felst mæðravernd, foreldranámskeið, heimaþjónusta og – fyrir þá sem kjósa – heimafæðingar. Í Hong Kong fara allt að áttatíu prósent kvenna í keisara­ skurð, nánast alveg öfugt við það sem gengur og gerist á Íslandi þar sem keisaraskurður er mun sjaldgæfari. „Í Hong Kong eru heimaþjónustur ekki hluti af eftirfylgninni eftir fæðingar, og algengt að nýbakaðir foreldrar sæki allt til lækna,“ segir Kristrún. „Það er engin sambærileg þjónusta í borginni eins og sú sem við bjóðum upp á, þetta er í raun alveg einstakt.“ Ljósmæðurnar koma yfirleitt ekki að sjálfri fæðingunni nema þegar um er að ræða heimafæðingu. Þær Kristrún og Hulda sjá það fyrir sér í framtíðinni að opna fæðingarheimili og veita þannig enn víðtækari þjón­ ustu. Eins og er státar fyrirtækið af fimmtán starfsmönnum og fer starf­ semin vaxandi. Fyrirtækið nýtur þess að orðstír Huldu sem ljósmóður fleyt­ ir þeim langt. „Orðsporið skiptir öllu máli,“ segir Kristrún. Nýverið gengu tvær íslenskar ljósmæður til liðs við fyrirtækið og segir Kristrún það vel koma til greina að fjölga íslenskum starfsmönnum. Berja sér á brjóst Kristrún lýsir Hong Kong sem miklu karlaveldi. En inni í Kristrúnu vex og dafnar kvennalistakona þrátt fyrir að Kristrún sé gallhörð sjálfstæðiskona. „Femínisti er eitt, en kvennalistakona er annað,“ segir Kristrún og útskýrir. „Við konur þurfum að vera ábyrgari fyrir okkar stöðu sjálfar. Við erum okk­ ar versti óvinur í viðskiptum og póli­ tík,“ segir hún. Kristrún segir að prinsessuvæðing kvenna sé komin út á hættulega braut og eitthvað þurfi að gera í málinu. „Ég veit ekki hvaðan þetta kemur en mér finnst eins og það hafi orðið bakslag. Ég held að við þurfum allar að finna kvennalistakerlinguna í okkur og berja okkur á brjóst,“ segir hún og tek­ ur dæmi af sjálfri sér og Huldu. „Við Hulda erum bara drullugott teymi. Við, sem viðskiptakonur í Hong Kong, þurfum að hvetja hvor aðra áfram daglega. Við konur, sem viljum frama, þurfum bara að segja það við okkur á hverjum einasta degi hvað við erum framúrskarandi og hvað við erum vel til þess fallnar að gera þetta. Enginn gerir þessa hluti fyrir okkur. Við verð­ um sjálfar að sækja það sem við vilj­ um,“ segir hún. „Það þarf að segja þetta upphátt og kalla það hátt,“ bætir hún ákveðin við. Pólitískt húsmæðraorlof Kristrún lætur líka til sín taka. Póli­ tíska húsmæðraorlofið verður nýtt í prófkjörsbaráttu og er Kristrún hér á landi til að aðstoða vinkonu sína, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, við að komast í oddvitasæti í prófkjöri Sjálf­ stæðisflokksins í Reykjavík á laugar­ dag. „Mér finnst mín kona hafa stað­ ið sig ákaflega vel,“ segir hún aðspurð hvort hún geti spáð prófkjörsúrslitun­ um á laugardag. Kristrún segir að bar­ áttan hafi komið henni á óvart. Hún segir að fólk þurfi að hugsa vel um það hverjir eru að eyða skattfénu þess og taka ábyrgð á því. „Það þýðir ekkert að leyfa stjórnmálamönnunum að fá frítt spil með peningana – allir þurfa að taka virkan þátt og skipta sér af því hverjir veljast til forystu.“ Hún kveðst verða vör við mikið áhugaleysi á stjórnmálum en segir einnig að sér finnist konur ekki treysta öðrum konum nægilega vel fyrir stjórntaumunum. Það finnst henni ákaflega sorglegt. „Ég finn fyrir því að það eru konur, sem eru ekki að standa með konum og styðja þær til frama. Það þarf að gera breytingar og mér finnst lykilatriði að Sjálfstæðisflokk­ urinn setji konu í framlínuna á laugar­ daginn,“ segir hún. „Það að konum finnist að konur eigi ekki erindi í for­ stjórasæti eða fyrsta sæti á lista, það er alvarlegt vandamál karla og kvenna,“ segir hún. Það er eitthvað sem þarf að breyta. „Þetta er mikið mein, sem við erum því miður enn að kljást við. Við þurfum að standa upp og sýna það í verki að við getum þetta,“ segir hún. Þurfa að skúra út Það angrar hana mikið að flokkurinn hennar, Sjálfstæðisflokkurinn, skuli ekki hafa tekið betur á málunum inn­ an flokksins eftir hrun. Hún slær ekkert af þegar hún ræðir þörf á tiltekt innan flokksins. „Hjartað mitt slær með Sjálf­ stæðisflokknum. En eftir hrunið náði flokkurinn ekki að nýta tækifærið og taka til og breyta. Það voru stór mistök að taka ekki til í ásýnd flokksins, taka til inni í flokknum og byrja upp á nýtt,“ segir hún og bendir á að fyrirtæki þurfi reglulega að gera þetta, fara í endur­ skoðun og skipulag. „Það er ekki of seint, en það þarf að skúra og skrúbba rækilega. Þetta verður kannski ekki auðvelt, en þetta þarf að gera.“ Stendur á bak við tjöldin „Innan flokksins eru einangraðar klík­ ur sem vilja bara koma sínu fólki að,“ segir hún og segir að flokkurinn hefði til dæmis átt að íhuga opið prófkjör í Reykjavík og sjá hvað óflokksbundnir sjálfstæðismenn hefðu um málin að segja. Þá telur hún bráðnauðsynlegt að flokkurinn fái til sín ungt fólk og unga fólkið þurfi nauðsynlega að láta til sín taka. „Kannski þarf Sjálfstæðisflokk­ urinn líka að finna kvennalistakerl­ inguna í sér,“ segir hún. Pólitíkin gerir mikið fyrir Kristrúnu, en vegna anna og verkefna hefur hún ekki getað sinnt henni eins mikið og hún myndi gjarnan vilja. „Ég hef aldrei verið í framlínunni sjálf, en hef verið á bak við tjöldin að hjálpa til,“ segir hún kankvís. Það besta af báðum heimum Kristrún og Bjarki eiga tvö ung börn sem bæði eru fædd í Hong Kong. Þar búa þau í 65 fermetra íbúð og for­ eldrarnir vinna mikið. Með góðu skipulagi, góðri hjálp og lagni tekst þeim að halda jafnvægi milli vinnu og fjölskyldunnar segir Kristrún, lífið í Hong Kong sé talsvert frábrugðið því sem Íslendingar eiga að venjast, varðandi leikskóla og menntun barna. Tvær konur búa á heimili fjöl­ skyldunnar, í aðliggjandi íbúð. Þær sinna börnunum og heimilinu yfir daginn og fjölskyldan kallar þær hjálpara. Þegar Kristrún og Bjarki koma heim að loknum vinnudegi geta þau átt gæðastundir með börnun­ um en þurfa ekki að eiga við hið dag­ lega amstur, eins og innkaup eða þrif heimilisins. Þess í stað eiga þau nota­ legar stundir með börnunum, þar sem ekkert annað kemst að nema börn­ in. „Þær sjá um allt. Vinnudagurinn er rosalega langur og ef maður ætlar sér að reka fyrirtæki þá verður þetta að vera svona,“ segir hún og segir að ef báðir foreldrar ætli sér að vinna úti henti þetta best enda er þetta algengt í Hong Kong. „Maður getur ekki feng­ ið 100 prósent af báðu, en við vitum hvað hentar okkur og þetta gengur upp,“ segir hún. Kristrún segir að Íslendingar gætu lært mikið af þessu og segir að allt of mikið sé lagt á fjölskyldur þar sem for­ eldar ætli sér að vinna fulla vinnu og sinna börnunum og fjölskyldunni. „Fólk á Íslandi er alltaf á hlaupum, enda þarf það að sjá um allt. Ég næ að gera þetta þannig að þetta gengur upp fyrir mig og lífsgæðin okkar eru góð,“ segir hún. Mikilvægt að börn alist upp í þorpi Blaðamaður hváir þegar Kristrún segir að sér finnist mikilvægt að börn­ in sín alist upp í þorpi, enda hafa þau búið allt sitt líf í Hong Kong, einni stærstu og þéttbýlustu borg heims. „Mér finnst mikilvægt að þau læri að stafla stólum,“ segir Kristrún og brosir þegar hún er beðin um að útskýra þetta nánar. „Mér finnst ég oft heyra það að fólk hefur jafnvel tvær háskólagráður en enga reynslu. Ég held að fólk vanti reynslu, sem fæst ekki nema fólk hafi tækifæri á að búa á litlum stað, þar sem það fær bæði vigt og ábyrgðartilf­ inningu með því að taka þátt í bæjar­ lífinu. Þetta er einstök reynsla,“ segir hún og segir að sum reynsla fáist ein­ faldlega ekki á vinnumarkaðinum eða í skóla. „Ég ólst sjálf upp á landsbyggð­ inni og ég vandist því að þurfa að bjarga mér sjálf og taka ábyrgð,“ seg­ ir hún og tekur dæmi um að taka þátt í að skipuleggja sam komur þar sem fólk sameinast um að setja upp og taka niður stóla og borð eftir samkom­ ur. „Þessi reynsla kemur sér vel. Þú lærir ýmislegt á því að stafla stólum,“ segir hún að lokum. n 42 Lífsstíll 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Kristrún í karlaveldi Kristrún Lind Birgisdóttir segir konur þurfa að kalla hátt og berja sér á brjóst. Blint stefnumót leiddi hana til í Hong Kong, þar sem atvinnurekstur á nú hug hennar allan. Innra með henni býr kvennalistakona sem vill að Sjálfstæð- isflokkurinn, hennar lið, hugsi sinn gang og skúri út, Kristrún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um lífið í Hong Kong, pólitík- ina og mikilvægi þess að láta í sér heyra. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Viðtal Vill að konur hafi hátt Kristrún segir mikilvægt að konur láti vaða og skapi sín eigin tækifæri. Ekki má koma bakslag í jafnréttisbáráttuna. Umdeild Þessi mynd vakti mikið umtal, sérstaklega eftir hrun þar sem hún þótti lýsa óráðsíu áranna fyrir hrun. „Ég held að við þurfum allar að finna kvennalista- kerlinguna í okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.