Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað F leiri slasast í hálkuslysum en umferðarslysum á vet­ urna á Íslandi. Oftast á köldum og blautum morgnum, á plönum og gangstígum. Þegar við látum góð­ kunnugar aðstæður úti fyrir koma okkur sífellt á óvart og stígum á sleipum skónum í hálkublettina. Ísing, bleyta, svell og rok eru enda oft meðal okkar verstu óvina, á landi sem við ættum samt að þekkja svo vel. Afleiðingar geta síðan kostað okkur brot á leggjun­ um og hryggnum, ásamt áverkum á sjálfu höfðinu. Slys gera ekki boð á undan sér Eftir nokkurra áratuga vinnu á slysadeild, er mér oft hugsað um öll slysin sem auðvitað gera ekki boð á undan sér. Sérstaklega tengt afleiðingunum sem skapast af kæruleysi og þegar við metum ekki aðstæður rétt. Almennt um­ ferðaröryggi skapast hins vegar af öflugum forvörnum og reynslu okkar. En af hverju skyldum við þá ekki búa okkur sjálf betur gegn hálkuslysunum í daglegri lífsins vetrargöngu? Flestir bíleigendur hugsa vel um vetrargripið á dekkjum bíla sinna og margir kjósa helst nagla til að geta brugðist sem best við óvæntum aðstæðum í mikilli ís­ ingu. Slit á malbiki sem má endur­ nýja, víkur þannig fyrir rökhyggj­ unni. Öruggt grip ætti auðvitað einnig að gilda um vetrarútbún­ að okkar sjálfra á fótunum. Ekki síst meðal eldra fólks og þegar við­ brögðin eru heldur seinni og bein­ in brothættari. Betri en nýir Þráinn heitir skósmiður sem hefur í þrjá áratugi hvatt til árvekni í þessum efnum og að skóbúnað­ urinn sé ávallt við hæfi. Meira en skósalarnir og jafnvel bæjaryfir­ völd. Umferðarstofa og fjölmiðl­ ar fjalla síðan mikið frekar um stærstu umferðarslysin daglega á vegum, en einstaka hálkuslys á gangstígum. Þráinn kynnir hins vegar reglulega nauðsynlegan vetrarútbúnað og besta gripið fyrir skóna okkar. Jafnvel mannbrodda þegar því er að skipta. Sjálfur geng ég talsvert á fjöll á veturna, en hef átt sömu frábæru fjallgönguskóna í meira en ára­ tug. Skýringin er m.a. að Þráinn skóari hefur getað endurnýjað sólana á þeim, nú í tvígang. Í dag eru þeir „betri en nýir“ og frábært grip verður vonandi ein forsenda þess að ég steypist ekki á hausinn í fjallshlíðunum. Mannbroddar og jöklajárn er síðan nauðsynlegur aukabúnaður þegar því er að skipta. Sennilega er enda hvergi erfiðara yfir að fara en á ísuðum björgum og völtum steinum á Ís­ landi. Flest slys á sléttu malbiki Flest hálkuslysin verða hins vegar á sléttu malbikinu. Því hef ég líka fengið að kynnast á göngu með hundana mína á vetrarmorgn­ um og dimmum kvöldum. Á jafnvel láréttri göngu og léttari gönguskóm, en oft annars hugar í hversdagsleikanum. Um daginn keypti ég hins vegar nagla í skó­ sólana mína hjá Þráni. Afrakstur verkfræðilegrar snilldar og rök­ hyggju og sem ég get skrúfað í og úr eftir aðstæðum og árstíðum. Forðumst nú betur hálkuslysin í vetur og spörum okkur brotin, en ekki sporin. n Vilhjálmur Ari Arason Af sjónarhóli læknis Þráinn skóari og hálkuslysin„Forðumst nú betur hálkuslysin í vetur og spörum okkur brotin, en ekki sporin. Venjulegir líkamar óvenjulegir L ýtalækningar í fegrunarskyni eru algengar, dýrar og um­ deildar. DV tók saman helstu lýtaaðgerðir sem eru fram­ kvæmdar hér á landi og fann viðmiðunarverð á slíkum aðgerðum – en kostnaður getur hlupið á millj­ ónum króna. Ekki er óalgengt að sjúklingar gangist undir fleiri en eina aðgerð. Brjóstastækkun, fitusog og fylling í hrukkur og varir getur kost­ að rúma milljón. Þá ræddi DV við sálfræðinginn Gabríelu Ernudóttur og Bergljótu Gyðu Guðmundsdóttur, meistaranema í sálfræði, um lýta­ lækningar og kynningar á þeim en nýverið vöktu meðlimir Knúz.is athygli á liðnum Spurðu lýtalækninn á Smartlandi, mbl.is, en Íslendingar eru með öllu óvanir slíkum kynning­ um. Lýtaaðgerðir á augum algengastar DV hafði samband við nokkra lýta­ lækna og voru svör þeirra misvísandi þegar þeir voru spurðir hvaða lýta­ aðgerðir væru vinsælastar hér á landi. Einn sagði fegrunaraðgerðir á augnlokum og augnpokum vera allra algengustu fegrunaraðgerðirnar sem framkvæmdar væru hér á landi. Þar á eftir kæmu brjóstaaðgerðir – en fitu­ sog og fyllingarefni í varir og hrukk­ ur væru einnig vinsælar fegrunar­ aðgerðir og virðist ekkert lát vera á þeim. Annar segir fitusog vinsælast og enn annar silíkonfyllingar. Allir lýta­ læknar sem DV hafði samband við sögðu viðskipti þeirra hafa minnk­ að töluvert þegar PIP­brjóstapúða­ málið komst í hámæli en nú eru þau jafn mikil og áður. „Nú er þetta aftur komið í gott jafnvægi og viðskiptin eins og áður.“ Læknir verður að hitta sjúkling sinn Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svar­ ar spurningum lesenda á Smartlandi, mbl.is, undir liðnum Spurðu lýta­ lækninn. Íslendingar eru ekki van­ ir kynningum á lýtalækningum fyr­ ir opnum tjöldum, en þær eru hins vegar alvanalegar erlendis og fylla oft síðustu síður tískublaða. Lýta­ læknir sem DV ræddi við segir upp­ lýsingarnar sem fram koma í svörum Þórdísar góðar og gildar, en segir þær duga skammt. „Læknir verður alltaf að hitta sjúkling sinn til þess að fá góða mynd af ástandi hans og getur aðeins þannig gefið ráð.“ Gyða Guðmundsdóttir, doktors­ nemi í sálfræði, og Gabríela Ernu­ dóttir sálfræðingur eru báðar með­ limir Samtaka um líkamsvirðingu og rýndu í eitt bréfanna sem Þórdís fékk sent frá lesanda. Hér að neðan er bréfið birt: Ég er 47 ára þriggja barna móðir. Eftir að hafa gengið með börnin þrjú er maginn á mér lafandi eins og tómt púðaver og eins og hlaup viðkomu. Er eitthvað ónýtt þarna sem hægt er að laga. Það er eins ég geti ekki styrkst þó að ég reyni magaæfingar. Einhver sagði mér að magavöðvar gætu skemmst við meðgöngu. Einnig eru brjóstin orðin lin og það er eins og húðin vilji ekki skreppa saman sem lýsir sér þannig að baugurinn í kring um geirvörtuna er mjög stór þrátt fyrir að brjóstin séu orðin lítil og slöpp – hvað er til ráða? Svar Þórdísar: Sæl og takk fyrir spurningarnar. Það hljómar eins og sk. svuntu aðgerð sé það sem þú þarfnast til þess að laga magann. Þá er umframhúðin neðan nafla fjarlægð, skorið er um- hverfis naflann, strekkt á húðinni sem er ofan við naflann. Eftir situr ör ofan við lífbeinið og annað umhverfis naflann. Ef gliðnun er á vöðvunum í miðlínu er gert við þá í sömu aðgerð. Brjóstin á þér þarf að skoða og meta af lýtalækni. Kannski er nóg að fá fyllingu í brjóstin með púðum en hugsanlega þarf að lyfta þeim og setja púða um leið. Ef þér finnst vörtubaugurinn of stór þá þarf að skera umhverfis hann, annars er best að panta tíma hjá lýtalækni og ræða málin. Gangi þér vel. Kveðja, Þórdís Kjartansdóttir. Útlitsdýrkun og gerviþarfir Gyða segir bréfið lýsa hugsunum fjölmargra kvenna, óánægju með eigin líkama eftir barnsburð. „Sem í mörgum tilfellum má líklega rekja til útlitsdýrkunar og óraunhæfra glansmynda sem haldið er á lofti af fjölmiðlum. Segja má að með svari sínu samþykki lýtalæknirinn þessar hugsanir bréfritara um að eitthvað sé beinlínis að líkama hennar og að hún þurfi hreinlega á ákveðnum lýtaaðgerðum að halda í stað þess að útskýra að margt af því sem kon­ an lýsir séu eðlilegar og tiltölulega algengar afleiðingar þess að ganga með og eiga börn.“ Gabríelu finnst skrítið að lækn­ irinn noti orðið „þarf“ í þessu sam­ hengi. „Hér er ekki um að ræða raun­ verulega þörf heldur svokallaða gerviþörf. Þörfin til að samrýmast útlitskröfum nútímans hefur verið búin til af samfélaginu. Mér finnst líka skrítið að læknir skuli mæla með mörgum aðgerðum fyrir konu sem hún hefur aldrei hitt, án þess að taka það fram að slíkar aðgerðir geti haft alls konar erfiðar aukaverkanir eða áhættu í för með sér. Þetta er það sem margar konur kvörtuðu undan þegar PIP­púða málið komst í há­ mæli. Margar þeirra fengu ekki upp­ lýsingar um áhættuna sem þær voru að taka.“ Bumbur geta verið fallegar líka En hvernig myndu þær svara kon­ unni sem ritar bréfið? Gabríela segir konur finna fyrir gríðarlegum þrýstingi til að komast aftur í sitt fyrra „form“ eftir barnsburð, sannleikurinn sé hins vegar sá að það gerist yfirleitt ekki að öllu leyti og lík­ aminn breytist við barneignir. „Ef það veldur konum einhverjum líkamleg­ um óþægindum, að því frátöldu að komast ekki í gömlu buxurnar sín­ ar, þá er læknisaðstoð hugsanlega nauðsynleg fyrir einhverjar konur. Hins vegar finnst mér lausnin við breyttu útliti yfirleitt ekki felast í því að fara í skurðaðgerð, heldur þarf að verða vitundarvakning um að það sé í lagi að bera þess merki að hafa eign­ ast börn. Við þurfum að samþykkja mismunandi líkamsvöxt. Ég hef áður skrifað um bumbur og líkamann eftir barnsburð og hef hvatt konur til að sættast við bumbuna sína. Það þurfa ekki allir að hafa flatan maga og bumbur geta alveg verið fallegar líka.“ Leggja rækt við líkama og sál Gyða myndi segja við konu í þessari stöðu að það sé eðlilegt að líkam­ inn taki breytingum eftir barns­ burð og þær séu alls ekki alltaf til marks um að eitthvað sé skemmt eða að það þarfnist lagfæringar. „ Sömuleiðis myndi ég hvetja konur til að leggja rækt við líkama og sál til að auka hreysti og andlega og líkam­ lega vellíðan. Ég myndi biðja konur í þessar stöðu að íhuga þetta vandlega með kostnað, áhættu og ávinning í huga, og að hafa það hugfast að helst ætti að láta heilbrigða vefi óhreyfða.“ Báðar taka þær fram að þær séu ekki á móti fólki sem fer í fegrunar­ aðgerðir eða hlynntar því að þær verði bannaðar. „Við erum hlynnt­ ar einstaklingsfrelsi en köllum samt eftir upplýstri umræðu um þetta í stað auglýsingastarfsemi af þessu tagi,“ segir Gabríela. Á gráu svæði siðferðislega Þeim finnst efnisliður Smartlands hljóta að teljast á gráu svæði siðferðis­ lega. „Óháð því hvaða lög eða reglu­ gerðir eru nákvæmlega í gildi,“ segir Gyða. „Hvort sem greitt er fyrir þessa umfjöllun eða ekki þá er hún til þess fallin að vekja athygli á störfum lýta­ læknisins, það er að segja, hún þjónar tilgangi auglýsingar. Þetta er varhugavert í ljósi þess að í þessum Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is n Lýtaaðgerðir gerðar að normi n Kynningar á lýtalækningum á gráu svæði „Það þurfa ekki allir að hafa flat- an maga og bumbur geta alveg verið fallegar líka. Gabríela Ernudóttir Gabríela er sálfræðingur og gefur álit sitt á liðnum Spurðu lýtalækninn á Smartlandi, mbl. is. „Hér áður fyrr þótti ekkert óeðlilegt að vera með lítil eða lafandi brjóst, til dæmis. Í þessum dálki virðist ekkert vera eðlilegra en að láta laga allt sem hugsanlega gæti litið betur út. Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif þessi skila- boð hafa á samfélagið.“ mynd SiGtryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.