Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 32
32 Fólk 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Sigfús hugsi. Þetta var í byrjun árs 1998. Hann hafði þá leikið í hálft ár með spænsku liði eftir að hafa leik- ið með Val og Selfossi við góðan orðstír. „Ég var sendur heim til Íslands þar sem var skipulagður fundur með Þorbirni Jenssyni, þáverandi landsliðsþjálfara, foreldrum mínum og Jóhanni Inga sálfræðingi. Þau vissu að ég væri fyllibytta og dópisti. Á endanum samþykkti ég að fara í meðferð. Ég var þó ekki tilbúinn að segjast vera alkóhólisti. Ég sat inni á fundinum og hugsaði með mér að ég ætlaði að sýna þessu pakki að þetta væri ekkert mál. Planið var að vera edrú fram á sumarið og síðan ætlaði ég að panta mér pítsu, drekka bjór og hafa það gott. Einhvers stað- ar á þeirri leið fóru hlutirnir að breytast. Þorbjörn og foreldrar mín- ir studdu óendanlega mikið við bak- ið á mér. Þau ýttu mér áfram, voru jákvæð og studdu mig í því sem ég þurfti að gera.“ Edrú í 15 ár „Öll þessi fjárhagslegu vandræði sem ég kom sjálfum mér í voru út af minni neyslu og drykkju,“ segir Sig- fús með áhersluþunga. Í janúar verða fimmtán ár frá því hann varð edrú. Hann talar um AA-samtökin sem leynifélag vegna nafnleyndar sem þar ríkir. „Ég fæ hjálp úr góðra vina hópi í AA-samtökunum, eða leynifé- laginu eins og þau eru stundum kölluð. Ég hef fengið vopn í hend- urnar til þess að halda geðheils- unni nokkuð góðri. Það sem ég hef lært mest þar inni er að öðlast frelsi gagnvart sjálfum mér og fólk- inu í umhverfinu. Það veitir manni innri ró. Ég hef upplifað tíma sem ég var edrú áður en ég fór að vinna prógrammið þar sem ég var fullur af angist og sálin gargaði á þögn. Ég var búinn að strengja þess heit gagnvart sjálfum mér að gefa þessu jafn langan séns og mögulegt væri. Þannig að það var ekki hægt að fara út í drykkju og fíkniefni aftur til að deyfa sársaukann. Það endaði nán- ast með ósköpum en sem betur fer átti ég góða að innan samtakanna og skilningsríkt fólk í fjölskyldunni minni. Þetta fólk innan samtak- anna gerði það að verkum að lífið fór að verða aðeins bjartara.“ Hefði átt að koma hreint fram Þung óveðursskýin eru horfin á braut og það er bjartara yfir Sigfúsi. Honum líður vel með að létta af sálu sinni. „Þetta er þungur baggi sem er létt af manni,“ segir Sigfús. „Lífið hefur breyst frá því að þessi atburða- rás fór af stað. Ég fór að halda mig meira til hlés og hafði minna sam- band við mína bestu vini. Það voru alltaf einhverjir sem spurðu mig út í medalíuna og mér leið hreinlega illa þegar ég sagðist ekkert vita um málið. Versti óvinur alkóhólistans er óheiðarleiki. Ég er búinn að vera með hnút í maganum. Núna fæ ég að koma minni hlið á framfæri. Fólk getur dæmt mig út frá því og má gera það eins og því þóknast. En þeir sem standa mér næst, fjölskylda mín og bestu vinir, vita hvernig ég er og hver ég er. Það skiptir öllu máli. Það lenda allir í því að fá spurn- ingar sem þeim finnst óþægilegt að svara. Það sem er öðruvísi við alkó- hólistann er að hann svarar ein- hverju sem er ekki satt. Ef þetta hefur komið upp þá hef ég tækin í höndunum til að labba til manneskj- unnar og segja „fyrirgefðu, ég svar- aði vitlaust.“ Það sker kannski úr um hvort maður er á réttri leið eða ekki. Að geta viðurkennt mistök hvort sem það er fyrir sjálfum sér eða öðrum og reyna að gera lífið í kringum þig betra og þægilegra. Frá því að þetta kom í fjölmiðlum hefur þetta legið á mér eins og þungur baggi. Í raun- inni hefði það verið hið eina rétta að koma fram þá og segja hvernig stað- an var orðin hjá mér.“ Vildi hlífa foreldrum sínum Umræðan á veraldarvefnum var mikil. Margir jusu úr skálum reiði sinnar og töldu að um virðingarleysi gagnvart þessum eftirsóttu verð- launum væri að ræða. Fæstir sýndu því skilning að mögulega væri einstaklingurinn að hugsa um hags- muni sína og fjölskyldu sinnar. „Það eru alltaf einhverjir sem fara hamförum á netinu, sama hvað maður segir. Það er bara réttur fólks. Fólk hefur rétt á sínum skoðunum. Ég er ekki að reyna að afsaka það sem ég gerði. Ég er bara að skýra frá því og þeim ástæðum sem lágu að baki. Á svona tímum kemur virki- lega í ljós hverjir eru vinir manns,“ segir Sigfús. Hann hefur marga fjör- una sopið þegar kemur að fjölmiðl- um og er með breitt bak. „Ég er búinn að læra það í sam- tökunum að sama hversu löng leiðin er að það er alltaf ljós við endann á göngunum. Það er bara þitt að velja hvort þú sért tilbúinn að leggja það á þig til að komast þangað eða ekki. Þú lendir ekki í neinum hlutum. Ég labbaði ekki inn í bankann og lenti í því að ræna hann. Þetta var röð af röngum ákvörðunum sem að leiddu til þess að engin önnur leið var út. Ég vildi ekki að foreldrar mínir myndu lenda illa í því.“ Missa tekjur af að leika íþróttir Sigfús telur að betur megi styðja við íþróttamenn hér á landi sem eiga sér drauma um velgengni. Hann segir að margir missi tekjur við að leika íþróttir. Þeir eru að fórna dýrmætum tíma í skóla eða vinnu til þess að láta drauma sína verða að veruleika og fá lítið sem ekkert fyrir vinnufram- lag sitt. „Það fer meiri tími í íþróttir en flestir gera sér grein fyrir,“ útskýr- ir Sigfús. „Forvarnarstefna íþróttafé- laganna er mjög góð. Það er verið að kenna krökkum og unglingum réttu lífsviðhorfin, aga og að virða hvert annað. Þegar er komið upp í meistara- flokk eru flestir með það á bak við eyrað að það gæti verið eitthvað fram undan, en þá er fjárhagslegi stuðn- ingur félaganna lítill sem enginn.“ Sigfús nefnir að stór hluti af þeim sem stunda íþróttir yfir tvítugu á Ís- landi þurfi hreinlega að borga með sér til þess að geta sinnt áhugamál- inu. Of mikið áreiti á ungu fólki „Sumir þurfa kannski að borga yfir hálfa milljón á hverju ári til að geta æft og keppt. Þetta er ekkert eðli- legt. Og við erum í samfélagi sem stærir sig af því út á við að Ísland sé gott land til íþróttaiðkunar. Þau skilaboð sem ég vil senda er að það þarf að styðja betur við unga fólk- ið sem er að koma upp í íþróttum. Stór hluti af framtíðaríþróttamönn- um þjóðarinnar getur flosnað upp úr íþróttum út af litlu fjármagni. Því miður,“ segir Sigfús ákveðinn. „ Betur má ef duga skal.“ Draumur ungra íþróttamanna er jafnan að ná eins langt og hægt er. Fyrirmyndir eru allt umhverfis okk- ur, en það reynir á andlegu hliðina, að tvinna saman íþróttirnar og hið daglega líf. „Þetta er gríðarlegt áreiti á hug- ann hjá ungu fólki. Það er verið að ýta þeim áfram í námi á sama tíma og það er að reyna að bæta sig í sinni íþrótt. Auk þess þarf að sinna félags- legu hliðinni. Það myndast rosaleg togstreita við þetta. Stuðningurinn við íþróttafélögin er lítill. Kostnaður- inn við að reka þau er gríðarlegur og oft og tíðum er ekki neitt eftir af kök- unni fyrir þá sem eru í meistaraflokk- um,“ bætir Sigfús við. Þetta mun ganga upp Sigfús er enn skuldugur, en hyggst gera allt sem í hans valdi stend- ur til að standa í skilum. Síðustu ár hefur hann unnið við þjálfun og fyrir þremur árum fór hann að vinna á Reynisvatni hjá Þjóðverja sem er bú- settur hér á landi. Þeir hafa myndað teymi sem stefnir að fiskeldi og get- ur verkefnið skapað tíu til fimmtán störf. „Það gæti orðið til þess að við gætum haft það alveg ágætt og ég vonandi náð að vinna mig úr fjár- málaerfiðleikum. Við horfum á það að vera traustir og gera hlutina al- mennilega. Eins og flestir þeir sem eru að búa sér til störf og koma sér út úr vandræðum, þá þarf maður að leggja gríðarlega hart að sér. Ef ég legg mig jafn mikið fram og ég gerði til þess að verða góður íþróttamaður og ég lagði á mig til að verða edrú, þá mun þetta ganga upp. Sama hvenær það verður, þá mun það ganga upp,“ segir Sigfús og eldmóðurinn leynir sér ekki. Einbeiting íþróttamannsins skín úr andliti hans. „Lífið er hverfult. Þetta er kannski klisja og allt það. Ef maður er sleginn niður, eða slær sjálfan sig niður eins og í mínu tilfelli, þá er þetta ekki spurning um það að liggja sem lengst heldur hversu hratt þú getur staðið upp og tekist á við vandamálin. Þú átt ekki hlaupa frá þeim,“ segir viðkunnanlega þjóð- hetjan að lokum, reiðubúin í stærstu áskorun lífs síns. n „Þau vissu að ég væri fyllibytta og dópisti Handboltaferill Sigfúsar Landsliðið Leikir: 162 Mörk: 316 Gul spjöld: 73 2 mínútur: 121 Rauð spjöld: 6 n Valur til 1996 n Selfoss 1996–1997 n Valur 1997–1998 n Santander (Spánn) 1998–1999 n Fer í meðferð 1999 n Byrjar aftur í handbolta 2001 n Valur 2001–2002 n Magdeburg (Þýskaland) 2002–2006 n Ademar Leon (Spánn) 2006–2008 n Valur 2008–2010 n Emsdetten (Þýskaland) 2010–2011 n Valur 2011–2013 Tilfinningarússíbani Sigfús fagnar á Ólympíuleik- unum ásamt Arnóri Atlasyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.