Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 26
26 Neytendur 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Gæðingur besti jólabjórinn J ólabjórinn frá Gæðingi Öli er besti jólabjórinn í ár sam­ kvæmt bragðprófun DV. Næstur á eftir honum var Stúf­ ur frá Borg brugghúsi en athygli vekur að hann er aðeins 0,01% frá því að flokkast sem léttöl. Jólabjórinn kemur í verslanir í dag föstudag. Dómnefndin Í dómnefndinni sátu Stefán Baldvin Guðjónsson, eigandi Vínsmakkarans og veitingastjóri 101 Hótels, Auður Lilja Erlingsdóttir, framkvæmdastýra VG, Hinrik Carl Ellertsson mat­ reiðslumeistari, Unnsteinn Jóhanns­ son, framkvæmdastjóri og fyrr­ verandi kaffibarþjónn, og Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá Vesturporti og knattspyrnustjóri FC Ógnar. Eldstöðin í Tryggvagötu veitti DV góðfúslega leyfi til að halda bjórsmökkunina hjá sér. Blint próf Bragðprófunin nær til allra íslensku jólabjóranna, utan eins en haft var samband við íslensku bruggverk­ smiðjurnar og sendu allir bjór­ framleiðendur sýnishorn af fram­ leiðslunni, utan Gæðings Öls, en þó var ákveðið að leggja út fyrir Jólabjór frá því fyrirtæki svo íslensku bjórarnir yrðu allir með í smökkuninni. Ýlir er nýr jólabjór frá Gæðingi Öli en hann er ekki enn kominn í sölu. Sam­ kvæmt upplýsingum úr brugghúsinu verða einungis framleiddir örfáir kassar af honum. Hann er því ekki með í bragðkönnuninni. Til viðbótar voru prófað­ ir tveir erlendir bjórar. Allur bjórinn var bor­ inn fram kældur og var bragðprófið blint. Má vera bragðmikill Aðspurð hvað ein­ kenni góðan jóla­ bjór nefna þau hefðbundin jóla­ einkenni, hann er dekkri, þyngri og bragðmeiri en annar bjór. Unnsteinn bendir á að honum finnist líka gott ef jólabjórinn getur verið léttur á móti þunga jólamatnum. „Hann get­ ur verið bragðmikill án þess að vera þungur,“ segir Stefán, og hin sam­ sinna því. Karamella í tísku Eftir að allir 14 bjórarnir höfðu verið smakkaðir var dómnefndin spurð um hvað þeim þætti almennt um jólabjórana í ár. Það var samdóma álit að mjög margir bjór­ anna væri keimlíkir, karamellubragð væri mjög vinsælt og mikið um sæta bjóra. Þá saknaði dómnefndin þess að fleiri tækju áhættu því almennt væru þeir hlutlausir en mætti vera meira um dökkan bjór og bragð­ meiri. Eins var útlit umbúðanna metið eftir að bragðprófuninni var lokið. n n Fleiri mættu taka áhættu n Umbúðirnar ekki nógu jólalegar n Karamella í tísku í ár Auður Alfífa Ketilsdóttir blaðamaður skrifar fifa@dv.is 1 Gæðingur Meðaleinkunn: 8,4 Lýsing: Brúnn, ósíaður. Ósætur, mjúk meðalfylling, meðalbeiskja. Malt, karamella, kaffi, ávaxtatónar. Styrkleiki: 4,6% Verð: 398 krónur. Hinrik: Lykt og bragð alveg til fyrir- myndar. Mikil karamella og minnir helst á góðan klausturbjór. Myndi fá mér annan. Auður: Miðlungsdökkur, bragðmik- ill. Góð fylling. Beiskur en ekki um of. Mjög hátíðarlegur. Rakel: Gott gos. Frábær jólabjór. Dökkur en samt svo léttur með góðu bragði. Nú mega jólin koma. Unnsteinn: Gott jafnvægi. Smá mandarín-/negulfíling- ur. Góður. Stefán: Smá ilmvatnslykt. Beiskjan er til staðar en ekki of mikil. Langt og gott eftirbragð. Umbúðir: Smart útlit og flottar flöskur – Töff mynd af djáknanum á Myrká – Hefði mátt vera með jólatré líka. 2 Stúfur nr. 21 Meðaleinkunn: 7,7 Lýsing: Brúnn. Ósætur, léttur, ferskur, lítil beiskja, létt freyðing. Krydd, lakkrís, sveit. Einiber. Styrkleiki: 2,26% Verð: 393 krónur. Hinrik: Hérna er búið að fanga jólin í einu glasi. Langt og gott eftirbragð. Yndislegur. Auður: Mjög sérstök lykt af honum. Bragðmikill og reyktur. Gott eftirbragð. Rakel: Minnir á blómaengi. Rosalega reyktur. Minnir á hangikjöt. Hentar ekki mínum bragðlaukum gæti orðið vin- sæll bjór fyrir sérstöðuna. Unnsteinn: Skemmtilegur í smakk en ekki fyrir meira en svona eina flösku í einu. Samt ótrúlega áhugaverður Stefán: Mikil kanil- og grenilykt. Reyktur með þungu reyk- og kjötbragði. Matarbjór fyrst og fremst. Umbúðir: Þetta er ekki gott útlit. – Ég er að verða vitlaus á þessari skiptingu milli lína. Dómnefndina skipuðu Auður Lilja, Rakel, Stefán, Hinrik og Unnsteinn. Niðurstöður Bestu jólabjórarnir að mati dómnefndar DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.