Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 29
Þetta er mikill heiður Kviknað á íslenskum fótbolta Guðrún Þórisdóttir var kosin í stjórn Gray Line Worldwide. – DV Kolbeinn Sigþórsson, landsliðshetja í knattspyrnu. – DV Vinnum saman, sköpum sátt 1 Forstjórinn fékk stórfé Tveir af stjórnendum Landspítalans hafa fengið greidd laun umfram rétt þeirra við starfslok. 2 Kjaftshögg Brynjars Brynjar telur loforð Framsóknar um niðurfellingu skulda nánast ófram- kvæmanleg. 3 Spyr hvers vegna Bjarna liggi á að skipta um stjórn Landsvirkjunar Katrín Jakobsdóttir velti þessari spurn- ingu upp á Alþingi á fimmtudag. 4 Bulger sagði syni fórnarlambs síns að hann væri jóla­ sveinninn Margt hefur komið upp úr krafsinu í réttarhöldunum yfir James White Bulger. 5 Stuðningsmaður fékk sér kókaín af verðlaunagrip Dópskandall í austurríska fótbolt- anum. 6 Fjölmargir vilja gefa Franciscu tölvu Starfsmaður Bónuss vekur athygli með hlýlegu viðmóti. Mest lesið á DV.is Rýrt er það í roði Þ egar mér er stundum hugsað til loforða sem hinir svokölluðu ráðamenn gefa, og ef ég reyni í huganum að kryfja til mergjar orðræðu þeirra, þá verður mér hugsað til veiðiferðar sem ég fór eitt sinn með sonum mínum. Ég er að tala um orð- ræðu einsog: -Engar nefndir – heldur niðurfellingu skulda strax eftir kosningar. Eða eitthvað í þessum dúr. Stundum er það þannig að þeir sem lofa og lofa, hafa ekki tíma til að efna loforðin, einfald- lega vegna þess að þeir eru svo upptekn- ir við að lofa. Þeir eru svo uppteknir við að vernda eigin hag, að þeir geta ekki einu sinni leitað nýrra leiða. En svo þegar þeir loksins sjá að betri leiðir eru til, setja þeir upp það sem stundum er kallað stolt og ætlast svo til þess að hin íslenska aumingjagæska, sem reyndar er byggð á aumkunarverðri þjóðrembu, komi þeim til bjargar. En þannig var, að ég og synir mínir tveir fórum eitt sinn að veiða í Þingvalla- vatni. Við komum að vík þar sem digur og hávaxinn karlmaður stóð ásamt þybbnum syni sínum. Þeir voru búnir einsog alvöru sportveiðimenn; voru í vöðlum, höfðu flugnanet og báru vesti að hætti þeirra sem virkilega kunna til verka. Þeir höfðu hvor um sig tvær stangir; eina flugustöng hvor, og svo höfðu þeir kom- ið tveimur stöngum fyrir á bakkanum, þar sem þær teygðu sig í loft upp og svo lá lína frá þeim út í vatnið og hékk þar í flotholti. Ég og synir mínir vorum bara í venju- legum sumarfötum og með veiðistangir sem ég hafði keypt á einhverjum mark- aði fyrir slikk. Og þegar við feðgarnir komum að vatninu og ætluðum að fara að renna fyrir fisk, mætti sá digri og var hinn fyrirmannlegasti. Með þjósti og yfir- gangi hreytti hann því í mig, að hann og sonur hans hefðu þessa vík og að þar væri ekki pláss fyrir einhverja amatöra. Hann benti mér á að láta mig og mína syni hverfa hið snarasta. Vegna þess að ég hef alltaf verið skraf- hreifinn og orðvandur, spurði ég mann- inn að því hvort hann ætti þessa vík. Og að launum fékk ég fúkyrðaflaum og yndisleg ónot. Mér skyldi ljóst vera, að svona fólk einsog ég, ætti ekki að vera að vera að ybba gogg við menn einsog hann. Ég lét flauminn þann arna duga og með de samme, vorum við feðgar komn- ir útá nes sem tók við af víkinni og rennd- um þar fyrir fisk. Við vorum bara með maðk og flotholt og auk þess beittum við gulum baunum. Ég stillti færið vand- lega; þannig að öngullinn með agninu væri í námunda við botninn og þessi ráðstöfun mín var svo einföld, að fyrsti fiskurinn kom á land, sá annar, sá hinn þriðji og svo koll af kolli. En á meðan við feðgar sópuðum fiski á land, rétt einsog við hefðum fengið kvóta í vöggugjöf, þá lömdu þeir feðgar vatnið án árangurs. Þegar ég og synir mínir vorum hætt- ir að telja fiskana, gerðist hið óvænta en þó vænta: digri maðurinn óð að landi í námunda við nesið og sagði: -Nesið til- heyrir víkinni, þannig að það er best fyrir ykkur að snáfa burt. Ég komst ekki hjá því að svara og sagði: Að þinni eymd ég ekki hlæ, ég aldrei vil þig meiða, en kurteis þó ég kannski fæ að kenna þér að veiða. U mræðan í þjóðfélaginu og á Alþingi hefur á undanförnum dögum og vikum nánast ein- göngu snúist um „loforðið stóra“ þ.e.a.s. skuldaleiðréttingu til handa skuldugum heimilum annars vegar og málefni Landspítalans hins vegar. Það er að sjálfsögðu gott og gilt og ekkert óeðlilegt í ljósi þess hversu stór mál og mikilvæg þetta eru í stóra samhenginu. Nánast allir í samfé- laginu bíða í ofvæni eftir niðurstöðum skuldaleiðréttinganefndarinnar sem kunngerðar verða nú í lok nóvember- mánaðar. Mörgum fannst skýrsla for- sætisráðherra um stöðu mála sem hann flutti þinginu í síðustu viku vera frekar rýr í roðinu og í raun ekki segja neitt. Ég átti von á að hún yrði bitastæðari. Við bíðum eftir þessum niðurstöðum sem áður eru nefndar og þá fyrst er hægt að fara að ræða efnis- lega um hvort þær aðgerðir sem boð- aðar eru ganga upp eða ekki. Tillögur Hagræðingarhópurinn sem skipaður var í sumar skilaði sínum tillögum nú í vikunni. Margt er þar gott, annað miður. Ég kýs að líta á björtu hliðarn- ar í þessu máli sem öðrum það er al- veg ljóst og hefur lengi verið vitað að taka þarf ríkisreksturinn til gagngerrar endurskoðunar. Ég tel að við getum og eigum að nota þessar hundrað og ellefu tillögur sem leiðarvísi í þeirri vinnu sem framundan er við að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Eins og flestum er kunnugt þá sendum við þingmenn Bjartrar framtíðar opið bréf til hagræðingarhópsins og ríkis- stjórnar þar sem við hvöttum til rót- tækni í fyrirhugaðri hagræðingu þar sem við teljum að margir sparnaðar- og hagræðingarmöguleikar séu fyrir hendi. Lýðræði Það er ein af skyldum okkar sem í stjórnmálum starfa að gera okkur grein fyrir því hvaða þætti þarf að efla í samfélaginu og hvar má draga úr, hvaða þætti við þurfum að verja fram- ar öðrum. Það gerum við best með víðtækri samvinnu og samráði, við búum í lýðræðisþjóðfélagi og sú skil- greining á lýðræði sem mér hugn- ast best er sú sem að heimspekingur- inn John Dewey ritaði um í bók sinni Democracy and Education. Hún hljóðar svo: „Lýðræði er sú trú að jafnvel þegar þarfir og markmið eða afleiðingar eru ólík frá einni manneskju til annarrar þá feli vinsamleg samvinna í sér ómetan- lega viðbót við lífið – samvinna sem getur, t.d. í íþróttum (stjórnmálum) gert ráð fyrir samkeppni og kappi. Með því að taka sérhvern ásteytingarstein – og þeir hljóta að verða fjölmargir – eftir því sem nokkur kostur er, út úr and- rúmslofti og umhverfi valds og afls- munar sem leið til úrlausnar og inn í umhverfi rökræðu og skynsemi, þá lít- um við á þá sem við eigum í ágreiningi við – jafnvel djúpstæðum ágreiningi – sem einstaklinga sem við getum lært af og að sama marki sem vini.“ Traust, samskipti og samráð Stjórnmál snúast ekki síst um traust, samskipti og samráð sem á að miða að því að efla hag og hamingju þjóðar- innar. Við í Bjartri framtíð viljum að blásið verði til stóraukins sam- ráðs milli ríkisstjórnarinnar, Alþing- is, sveitarfélaga, atvinnulífs, launþega, fjármálageirans, lífeyrissjóða og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um lang- tímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það mundi minnka óvissu sem alls staðar ríkir og gefa öllum von. Oft hefur verið þörf á sátt og sam- stöðu meðal þjóðarinnar. Nú er nauðsyn.n Beðið eftir Hannesi Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður FL Group, mætti ekki þegar ákæra embættis sérstaks saksóknara á hendur honum var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur á fimmtudagsmorgun. Guðjón Marteinsson héraðsdómari og fulltrúar saksóknara slá hér á létta strengi. Mynd SigTryggur AriMyndin Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 29Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Getur breytt lífi fólks Helgi Hrafn ferðalangur. – DV Kjallari Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar „Ég tel að við getum og eigum að nota þessar hundrað og ellefu tillögur sem leiðar­ vísi í þeirri vinnu sem framundan er. „Þessar hörmungar eru aðeins brot af því sem þetta firrta velmegunarkölt er að kalla yfir börnin okkar og komandi kyn­ slóðir eftir því sem fleiri hlusta á þetta óupp­ lýsta fólk sem neitar að læra af fortíðinni.“ Fjalar Sigurðarson skýtur fast á þá sem vilja að fólk geti hafnað bólusetningu. „Ég skal bjóða þeim aðsetur hjá mér þar til þau finna lausn ef þau sætta sig við það ég er í Keflavík.“ davíð Þ. Magnússon bauðst til að hýsa fjölskyldu sem borin var út úr húsi sínu af sýslumanni og starfsmanni Íbúðalánasjóðs á mánudag. „Hvar er samúð ykkar Íslendingar? Í staðinn fyrir að gera grín að manninum ætti fólk að hugsa um hvað það er sem fær mann til að mótmæla á svo sársaukafullan hátt. Á hverjum degi er verið að handtaka fólk í Rússlandi fyrir það eitt að mótmæla stjórn­ völdum.“ ingimar Skúli Sævars­ son við grein um rússneskan listamann sem ákvað að negla punginn við götustein í mótmælaskyni. „Ef þetta væru tveir strákar væri svona mikil samúð með þeim? Bara pæling, en skelfilegt mál engu að síður.“ Segir Jara Sól guðjóns­ dóttir um stúlkurnar tvær sem fengu þungan dóm í Tékklandi í vikunni. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 32 20 28 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.