Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 8
S túlkurnar sem dæmdar voru í sjö og sjö hálfs árs fangelsi fyrir kókaínsmygl í Tékklandi heita Aðalsteina Líf Kjartans- dóttir og Gunnhildur Svava Guðmundsdóttir. Báðar eru þær nítján ára. Þær sitja nú hvor í sínu fangelsinu í Prag, höfuðborg Tékklands, önnur í Pankrác og hin í Ruzyne-fangelsinu. Gunnhildur og Aðalsteina voru handteknar við komuna til Tékklands þann 7. nóvember í fyrra. Þær voru dæmdar á miðvikudag en þá höfðu þær þegar setið rúmt ár í gæsluvarð- haldi. Aðalsteina fékk sjö ára dóm og Gunnhildur sjö og hálft ár. Samtals voru þær með um þrjú kíló af kókaíni vandlega falið í ferðatöskum sínum. „Algjört sjokk“ Búist hafði verið við að dómurinn gæti orðið þungur en ekki jafn þung- ur og raun ber vitni. „Það var al- gjört sjokk má segja. Það var eins og þær sögðu bara þegar þær heyrðu dóminn: Nú get ég dáið,“ sagði Þórir Gunnarsson, fyrrverandi ræðismaður Íslands í Tékklandi, í samtali við DV.is stuttu eftir að dómur var kveðinn upp. Foreldrar Aðalsteinu voru viðstaddir dómuppkvaðninguna ásamt Þóri en enginn úr fjölskyldu Gunnhildar. Faðir hennar hefur þó tvisvar sinnum heimsótt hana meðan á fangelsisdvöl hennar hefur staðið. Lífið í fangelsinu er nokkuð einmanalegt en stúlkurnar eru þó í bréfasambandi við ættingja og vini og munu líklega afplána í sama fangelsi innan skamms. „Þær hafa lítið sem ekkert fengið að hittast vegna rannsóknarhagsmuna og hafa verið hvor í sínu fangelsinu. Þær eru mjög góðar vinkonur og það er kannski viss huggun í því að bráðum verða þær í sama fangelsi og geta þá tekist á við þetta saman,“ segir heim- ildarmaður DV sem vill ekki koma fram undir nafni. Dómurinn kom aðstandendum stúlknanna í opna skjöldu en ekki hafði verið búist við svo löngum dómi. Þórir sem hefur verið þeim Aðal steinu og Gunnhildi innan hand- ar meðan á fangelsisdvölinni stendur, gagnrýnir niðurstöðu dómsins og segir hana afar harða. „Hún er mjög ákveðin og hörð miðað við aðra dóma og aldur stúlknanna. Auðvitað vitum við að þær eru sekar en þetta er miklu verra en við áttum von á,“ segir Þórir. „Það er ótrúlegt hvernig dómarinn tók á málinu.“ Grunaði að eitthvað misjafnt væri í gangi Þær Aðalsteina og Gunnhildur voru góðar vinkonur þegar þær voru litlar stelpur en svo slitnaði upp úr sam- bandinu þegar þær fluttust í sitt- hvort hverfið. Þær kynntust svo aftur á unglingsárum. Þegar Gunnhildur var nokkurra ára gömul flutti móðir hennar frá Íslandi og Gunnhildur varð eftir hjá föður sínum. Hann flutti svo úr landi og hún varð eftir á Íslandi og bjó meðal annars á fósturheimilum. Nokkrum sinnum á unglingsárum þeirra var auglýst eftir þeim í fjölmiðl- um eftir að þær skiluðu sér ekki heim. Þegar stelpurnar fóru út þá sögðu þær vinum og ættingjum að þær væru að fara út að heimsækja föður Gunnhildar sem búsettur er í Svíþjóð. Þær sögðust ætla að fara út í stutt frí en fljótlega kom þó í ljós að svo var ekki. Fréttist af þeim bæði á Spáni og svo í Brasilíu. Ættingjar þeirra höfðu áhyggjur af ferðalaginu og fór að gruna að eitthvað misjafnt væri í gangi. Þær munu þó hafa fullviss- að fjölskyldur sínar um að um ekk- ert slíkt væri að ræða og voru í sam- bandi við fjölskyldumeðlimi og vini nokkrum dögum fyrir handtökuna. Raunin var hins vegar önnur og eins og áður segir voru þær síðan hand- teknar í Prag. Þá höfðu þær flogið frá Sao Paulo í Brasilíu til München í Þýskalandi. Kanna tengsl við þekkta smyglara Þýsku tollvörðunum þótti stúlkurnar grunsamlegar en létu þær sleppa í gegn til að komast að hvert þær væru að fara og voru þær undir eftirliti. Þær voru svo handteknar á flugvellinum en þá beið þeirra bílstjóri fyrir utan. Kókaín fannst vandlega falið í farangri þeirra og þótti fulljóst að þær hefðu ekki staðið einar að því að fela efnin enda komst dómurinn að því á mið- vikudag að þær hefðu verið burðardýr fyrir einhverja aðra. Samkvæmt heimildum DV stóð til að þær færu til Kaupmannahafnar með efnin. Í fréttaflutningi RÚV af málinu kom fram að verið sé að rann- saka hvort smyglið teygi anga sína til Íslands, Danmerkur og Brasilíu. Tékk- neska lögreglan rannsakaði meðal annars hvort stúlkurnar hafi verið á leið til Kaupmannahafnar að hitta tvo menn sem sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn, annar íslenskur ríkisborgari og hinn pólskur búsettur á Íslandi. Þeir voru handteknir í nóv- ember í fyrra með 41 þúsund e-töfl- ur, hálft kíló af kókaíni og 3,3 milljónir íslenskra króna í reiðufé. Einnig er rannsakað hvort málið tengist Sverri Þór Gunnarssyni, eða Svedda tönn eins og hann er gjarnan kallaður, margdæmum fíkniefnasmyglara, sem situr nú í fangelsi í Brasilíu en hann hlaut 22 ára dóm í nóvember í fyrra fyrir að skipuleggja smygl á 50 þús- und e-töflum. Vilja fá þær framseldar heim Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði stuttu eftir handtöku stúlknanna að utanríkis- ráðuneytið myndi gera allt í þess valdi til þess að hjálpa stúlkunum og fá þær framseldar til Íslands til að afplána dóm sinn hér. Það er þó ekki fram- salssamningur í gildi milli landanna. Í samtali við mbl.is á fimmtudag segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra að íslenska ríkið muni beita sér fyrir því að fá þær framseldar heim þegar niðurstaða fáist af næsta dóm- stigi. „Ég get fullyrt það að íslensk stjórnvöld, hvort sem það er utan- ríkisþjónustan eða innanríkisráðu- neytið, munum gera allt sem mögu- lega getum til þess þá að stúlkurnar geti þá verið hér heima til að afplána sinn dóm sem þær kunna að fá,“ sagði Gunnar Bragi í samtali við mbl.is. Eins og áður sagði hefur dómnum verið áfrýjað en það getur tekið allt að tveimur árum frá því að ákæra var birt þeim þangað til málið verður tekið fyrir á ný. Þangað til munu þær dvelj- ast í fangelsi ytra. n 8 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað Rau›arárstíg 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.isGALLERÍ FOLD Gallerí Fold býður þér að koma með listmuni til verðmats, laugardaginn 16. nóvember kl. 11–16 Verðmatsdagur í Gallerí Fold Átt þú verðmæti sem þú vilt selja? Stærsta uppboð ársins fer fram í desember og munu sérfræðingar gallerísins verðmeta listmuni þína með sölu í huga. n Dópsmyglið endaði með ósköpum n Tengist hugsanlega þekktum brotamönnum SorgarSaga í tékklandi Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Það var algjört sjokk má segja. Það var eins og þær sögðu bara þegar þær heyrðu dóminn: Nú get ég dáið. Séð inn í klefa Hefðbundinn fangaklefi í fangelsinu Ruzyne. Fangaklefi Hefðbundinn fangaklefi í gæsluvarðhaldsfangelsinu Ruzyne er með koju, hillu og skrifborði. Heimsóknarherbergið Hér fá fangar heimsóknir í fangelsinu Ruzyne. Pankrác Hér sést inngangurinn inn í fangelsið Pankrác. Pankrác Útisvæðið í fangelsinu Pankrác er afgirt með háum girðingum og gaddavír. Aðalsteina og Gunnhildur Þær Aðalsteina og Gunnhildur hafa setið í fangelsi í Tékklandi í ár. Á miðvikudag voru þær dæmdar í sjö og sjö og hálfs árs fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.