Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 27
Neytendur 27Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Gæðingur besti jólabjórinn 3–4 Jóla Kaldi Meðaleinkunn: 6,7 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, þétt fylling, meðalbeiskja. Krydd, ávextir, humlar, malt. Styrkleiki: 5,4% Verð: 395 krónur. Hinrik: Skemmtilegur jólakeimur og fangar jólin. Svolítið þunnur á litinn. Auður: Fallegur á litinn. Góð fylling og lyktar eins og jólin. Mandarínur eða appelsínubörkur. Gott sætt eftirbragð. Rakel: Útlitslega minnir hann á malt og appelsínblönduna. Finnst bragðið ekki gott en jólabjöllur klingja á fullu í útlitinu og bragðinu. Unnsteinn: Mandarínur eða appel- sínubörkur. Mjúkur og ljós, frekar jólalegur. Tilraun til að fanga jólin í bjór með meiri fyllingu. Stefán: Freyðir vel. Bragð af negul og mandarínuberki. Meðalþurrt bragð. Umbúðir: Ekki nægilega skemmti- legar umbúðir – Týpískt Kaldaútlit – Tékkneskt jólahús. 3–4 Egils Malt Jólabjór Meðaleinkunn: 6,7 Lýsing: Dökkbrúnn. Sætuvottur, meðalfylling, lítil beiskja. Malt, lakkrís. Styrkleiki: 5,6% Verð: 369 krónur. Hinrik: Mjög sætur og angan af malti. Léttur og góður bjór. Myndi fá mér annan. Auður: Mjög dökkur og bragðið kem- ur á óvart miðað við litinn. Léttur og mjög sætur og maltkenndur. Eftirréttarbjór? Rakel: Hunangsblandað malt kemur upp í hugann. Ágætis desertbjór. Kannski ekki góður í fjöldadrykkju. Sérrítegund bjórfjölskyldunnar. Unnsteinn: Sætur og kemur á óvart. Hunangs-/karamellu- keimur. Ávaxtakeimur. Mun örugglega seljast vel á Hrafnistu. Stefán: Rúgbrauðslykt með sætu malti og sætu eftirbragði en stuttu. Umbúðir: Smart miði – Mér finnst þetta skemmtilegt – Aftur til fortíðar – Vísar í 100 ára afmælið og svona. 5 Jóla Gull Meðaleinkunn: 6,5 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, meðalfylling, meðalbeiskja. Malt, korn, ávaxtatónar. Styrkleiki: 5,2% Verð: 349 krónur. Hinrik: Lítið í bragðið lagt. Lélegur lager. Lítið jólalegt við hann. Auður: Sætur með karamellukeim. Gott eftirbragð. Rakel: Mikið sætubragð og sætt eftir- bragð. Karamellulitaður og keimur af karamellu á bragðið. Rífur svolítið í kol- sýruna en hann er goskenndur. Léttur og góður. Sérstaklega með vinum. Unnsteinn: Karamellukeimur, léttur og sætur, mjúkur, ljós á litinn. Stefán: Sæt lykt með kanil og karamellu. Bragðgott og ferskt en stutt eftirbragð. Umbúðir: Svolítið döll – sjoppu- legt. 6–7 Steðji Meðaleinkunn: 5,5 Lýsing: Rafbrúnn. Meðalfylling, sætuvottur, lítil beiskja. Malt, karamella, lakkrís. Styrkleiki: 5,3% Verð: 379 krónur. Hinrik: Lykt og bragð minnir á hunang. Lifir stutt. Auður: Fallega gylltur. Sætur en ekki mjög jólalegur. Pínulítið flatur og lítið sem ekkert eftirbragð. Rakel: Sætur en pínulítið flatur. Minnir á hunangskex. Án eftir- bragðs. Lítil sérstaða. Fátt sem minnir á jólin en bjór sem flestir gætu fílað. Unnsteinn: Sætur en stoppar ekki lengi við. Finnst ekki mjög afgerandi bragð af honum. Get alveg eins fengið mér lager bara. Stefán: Kanil- og appelsínu- lykt með kex og ristaðbrauð. Gott en stutt eftirbragð. Umbúðir: Krúttlegt – heimagert sem er skemmti- legt. 6–7 Víking Jólabjór Meðaleinkunn: 5,5 Lýsing: Ljósrafgullinn. Ósætur, létt meðalfylling, lítil beiskja. Malt, korn, baunir. Styrkleiki: 5% Verð: 309 krónur. Steinn: „LéttHinrik: Voðalega öruggur og alls ekkert jólalegt við hann. Gæti þambað hann heilt kvöld en ekkert skyldur jólunum. Auður: Frekar sætur og með karamellukeim. Gott eftirbragð. Góður bjór á barinn en ekki með jólamatnum. Rakel: Það eru engin jól í þessum. Smá keimur af tískufyrirbærinu karamellu. Fínasti venjulegur bjór en er ábyggilega í vitlausri árstíð. Unnsteinn: Ljós fínn bjór. Þetta er djammbjórinn. Ekki mjög jólalegur en góður. Stefán: Freyðir vel, gott bragð. Frekar létt og ferskt en ekki alveg jólafílingur. Umbúðir: Þetta er mjög flatt – Alveg eins og hinir rauðu miðarnir – Það vantar jólatréð. 8–9 Thule Jólabjór Meðaleinkunn: 5,2 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, létt fyll- ing, miðlungsbeiskja. Ristað malt, humlar, karamella. Styrkleiki: 5,4% Verð: 379 krónur. Hinrik: Lykt af karamellu. Fer lítið fyrir humlum og eftirbragðið er dauft. Lifir stutt. Auður: Ljósgylltur, léttur, sætur og karamellukenndur. Gott bragð en það lifir allt of stutt. Rakel: Dökkgylltur. Sætur karamellubjór sem er greini- lega tískan í bjórnum í ár. Frískandi og góður en vantar að bragðið endist. Unnsteinn: Karamella. Gott boddí þó hann sé ljós. Staldrar ekki við en góður. Stefán: Freyðir vel. Kara- mella og piparkökur. Smá beiskja en ferskt. Mjög stutt eftirbragð. Umbúðir: Lélegur stuldur – Tuborg eftirlíking – Ljótu hreindýri skipt út fyrir ljóta Grýlu – Fyrir þá sem fara hífaðir í ríkið og ætla að kaupa Tuborg. 8–9 Víking Jóla Bock Meðaleinkunn: 5,2 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, þétt meðalfylling, meðalbeiskja. Ristað malt, humlar. Styrkleiki: 6,2% Verð: 409 krónur. Hinrik: Lítið varið í þennan bjór, langar ekkert í annan. Auður: Ljósgylltur. Bragðlítill, sætur og léttur. Frekar döll, öruggur en vantar x-faktorinn. Rakel: Enn og aftur vantar jólahjól í þennan. Engin sérstaða. Unnsteinn: Sætur og karmella. Bara fínn og gott jafnvægi. Stefán: Mjög létt og þægilegt. Appelsínubragð. Mjög „safe“ bjór. Umbúðir: Alveg eins og í fyrra. 10–12 Giljagaur nr. 14.1 Meðaleinkunn: 5 Lýsing: Rafgullinn, skýjaður. Mjúk fylling, sætur, beiskur, höfugur. Krydd, ávöxtur, ristað malt, humlar. Styrkleiki: 10% Verð: 636 krónur. Hinrik: Anganin er yndisleg og mikið og langt eftirbragð. Myndi taka góðan tíma í að njóta lengi. Auður: Mjög ljós, frekar súr. Afgerandi appelsínubragð og beiskt eftirbragð. Rakel: Þessi er rosalega ljótur og lítur út fyrir að vera ókláraður. Bragðið er yfirgnæfandi og minnir á ilmvatn sem er runnið út. Hef ekki þroska í svona lagað. Unnsteinn: Ósíaður. Malt og appelsínpæling í gangi. Er þungur til að byrja með en breytist í léttari áferð. Stefán: Appelsínulykt. Áfengt með mikla beiskju. Ekki mjög góður. Mjög biturt eftirbragð. Umbúðir: Þetta er leiðinlegt útlit – Skrítið að svona líka miða milli ára, bara smá litablær – Þetta er sama fjölskyldan. 10–12 Einstök Meðaleinkunn: 5 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, þétt meðal fylling, meðalbeiskja. Malt, karamella, ávaxta- tónar, humlar. Styrkleiki: 6,7% Verð: 429 krónur. Hinrik: Lítill og leiðinlegur bjór. Ekkert sem situr eftir. Mjög þurr. Auður: Fallega gylltur með ríkjandi karamellubragði. Ekki sérstaklega bragðmikill, ekkert sem grípur sem sérstaklega spennandi. Rakel: Ágætis miðlungsbjór með hinni sívinsælu karamellu. Rammt og þurrt bragð. Ekkert spes. Ekki svalandi Unnsteinn: Karmella. Sætur. Meiri jól en ekki grípandi kryddaður. Stefán: Lítil lykt. Greni og appelsínubörkur. Mjög þurrt, ekki svalandi. Umbúðir: Allir að reyna að vera lágstemmdir – mér finnst þetta kúl – víkingurinn með rautt nef – það vantar grípandi flösku. 10–12 Carls Jul Meðaleinkunn: 5 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, með- alfylling, meðalbeiskja. Malt, grösugir humlatónar. Styrkleiki: 5,6% Verð: 315 krónur. Hinrik: Mér líkar ekki við hann. Lítið sem tengist jólum í þessu. Auður: Miðlungsdökkur, beiskur, bragðmikill. Ríkj- andi beiskt eftirbragð. Rakel: Fallega rauðbrúnn. Svolítið þungur og beiskur, ekki gott eftirbragð. Rammur. Einn og einn kannski ágætur en vantar allt hátíðarskap í hann. Unnsteinn: Afgerandi eftirbragð en ekki alveg minn stíll. Stefán: Þurr og beiskur. Gott en þungt, rammt eftirbragð með kexi. Umbúðir: Ekki gott útlit. 13 Tuborg Christmas Brew Meðaleinkunn: 4,5 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, meðal- fylling, lítil beiskja. Malt, korn, lakkrís. Styrkleiki: 5,6% Verð: 359 krónur. Hinrik: Lykt og bragð heillar ekki. Smá humlar. Myndi ekki standa í biðröð eftir þessum. Auður: Frekar ljós, bragðlítill. Frekar hlutlaus en ágætur. Vantar samt hátíðarbragðið. Rakel: Rauðgylltur. Dósabragð er svona það sem situr eftir. Engin sérstaða. Unnsteinn: Ágæt sýrni. Ekki mikið jólabragð. Flatur og stamur en fínn bjór. Stefán: Karamellu og appelsínu- bragð. Létt og ferskt en vantar herslumun. Umbúðir: Segjum bara Tuborg. 14 Jólabjór Ölvisholt Meðaleinkunn: 4,2 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, meðalfylling, lítil beiskja. Malt, humlar, engifer, barkarkrydd, appelsína. Styrkleiki: 5% Verð 439 krónur. Hinrik: Lykt með miklum humlum og smá greni og smá hunangi. Ekki uppáhald. Auður: Afgerandi lykt af honum sem mér finnst pínu gervileg. Frekar bragðlítið og lítið spennandi. Rakel: Hræðileg og yfirgnæfandi lykt. Setur mann ekki í stellingar fyrir að vilja njóta vörunnar. Stamur. Því miður finnst mér þessi bara ferlega vondur á bragðið. Vonbrigði. Unnsteinn: Mjög afgerandi lykt. Humlar. Eftirbragðið stendur eftir. Stefán: Kanil- og grenilykt. Beiskja, greni og þurrt bragð. Umbúðir: Fallegar umbúðir. Laufabrauð og svona. Fal- legt. Stílhreint og fínt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.