Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Síða 27
Neytendur 27Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Gæðingur besti jólabjórinn 3–4 Jóla Kaldi Meðaleinkunn: 6,7 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, þétt fylling, meðalbeiskja. Krydd, ávextir, humlar, malt. Styrkleiki: 5,4% Verð: 395 krónur. Hinrik: Skemmtilegur jólakeimur og fangar jólin. Svolítið þunnur á litinn. Auður: Fallegur á litinn. Góð fylling og lyktar eins og jólin. Mandarínur eða appelsínubörkur. Gott sætt eftirbragð. Rakel: Útlitslega minnir hann á malt og appelsínblönduna. Finnst bragðið ekki gott en jólabjöllur klingja á fullu í útlitinu og bragðinu. Unnsteinn: Mandarínur eða appel- sínubörkur. Mjúkur og ljós, frekar jólalegur. Tilraun til að fanga jólin í bjór með meiri fyllingu. Stefán: Freyðir vel. Bragð af negul og mandarínuberki. Meðalþurrt bragð. Umbúðir: Ekki nægilega skemmti- legar umbúðir – Týpískt Kaldaútlit – Tékkneskt jólahús. 3–4 Egils Malt Jólabjór Meðaleinkunn: 6,7 Lýsing: Dökkbrúnn. Sætuvottur, meðalfylling, lítil beiskja. Malt, lakkrís. Styrkleiki: 5,6% Verð: 369 krónur. Hinrik: Mjög sætur og angan af malti. Léttur og góður bjór. Myndi fá mér annan. Auður: Mjög dökkur og bragðið kem- ur á óvart miðað við litinn. Léttur og mjög sætur og maltkenndur. Eftirréttarbjór? Rakel: Hunangsblandað malt kemur upp í hugann. Ágætis desertbjór. Kannski ekki góður í fjöldadrykkju. Sérrítegund bjórfjölskyldunnar. Unnsteinn: Sætur og kemur á óvart. Hunangs-/karamellu- keimur. Ávaxtakeimur. Mun örugglega seljast vel á Hrafnistu. Stefán: Rúgbrauðslykt með sætu malti og sætu eftirbragði en stuttu. Umbúðir: Smart miði – Mér finnst þetta skemmtilegt – Aftur til fortíðar – Vísar í 100 ára afmælið og svona. 5 Jóla Gull Meðaleinkunn: 6,5 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, meðalfylling, meðalbeiskja. Malt, korn, ávaxtatónar. Styrkleiki: 5,2% Verð: 349 krónur. Hinrik: Lítið í bragðið lagt. Lélegur lager. Lítið jólalegt við hann. Auður: Sætur með karamellukeim. Gott eftirbragð. Rakel: Mikið sætubragð og sætt eftir- bragð. Karamellulitaður og keimur af karamellu á bragðið. Rífur svolítið í kol- sýruna en hann er goskenndur. Léttur og góður. Sérstaklega með vinum. Unnsteinn: Karamellukeimur, léttur og sætur, mjúkur, ljós á litinn. Stefán: Sæt lykt með kanil og karamellu. Bragðgott og ferskt en stutt eftirbragð. Umbúðir: Svolítið döll – sjoppu- legt. 6–7 Steðji Meðaleinkunn: 5,5 Lýsing: Rafbrúnn. Meðalfylling, sætuvottur, lítil beiskja. Malt, karamella, lakkrís. Styrkleiki: 5,3% Verð: 379 krónur. Hinrik: Lykt og bragð minnir á hunang. Lifir stutt. Auður: Fallega gylltur. Sætur en ekki mjög jólalegur. Pínulítið flatur og lítið sem ekkert eftirbragð. Rakel: Sætur en pínulítið flatur. Minnir á hunangskex. Án eftir- bragðs. Lítil sérstaða. Fátt sem minnir á jólin en bjór sem flestir gætu fílað. Unnsteinn: Sætur en stoppar ekki lengi við. Finnst ekki mjög afgerandi bragð af honum. Get alveg eins fengið mér lager bara. Stefán: Kanil- og appelsínu- lykt með kex og ristaðbrauð. Gott en stutt eftirbragð. Umbúðir: Krúttlegt – heimagert sem er skemmti- legt. 6–7 Víking Jólabjór Meðaleinkunn: 5,5 Lýsing: Ljósrafgullinn. Ósætur, létt meðalfylling, lítil beiskja. Malt, korn, baunir. Styrkleiki: 5% Verð: 309 krónur. Steinn: „LéttHinrik: Voðalega öruggur og alls ekkert jólalegt við hann. Gæti þambað hann heilt kvöld en ekkert skyldur jólunum. Auður: Frekar sætur og með karamellukeim. Gott eftirbragð. Góður bjór á barinn en ekki með jólamatnum. Rakel: Það eru engin jól í þessum. Smá keimur af tískufyrirbærinu karamellu. Fínasti venjulegur bjór en er ábyggilega í vitlausri árstíð. Unnsteinn: Ljós fínn bjór. Þetta er djammbjórinn. Ekki mjög jólalegur en góður. Stefán: Freyðir vel, gott bragð. Frekar létt og ferskt en ekki alveg jólafílingur. Umbúðir: Þetta er mjög flatt – Alveg eins og hinir rauðu miðarnir – Það vantar jólatréð. 8–9 Thule Jólabjór Meðaleinkunn: 5,2 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, létt fyll- ing, miðlungsbeiskja. Ristað malt, humlar, karamella. Styrkleiki: 5,4% Verð: 379 krónur. Hinrik: Lykt af karamellu. Fer lítið fyrir humlum og eftirbragðið er dauft. Lifir stutt. Auður: Ljósgylltur, léttur, sætur og karamellukenndur. Gott bragð en það lifir allt of stutt. Rakel: Dökkgylltur. Sætur karamellubjór sem er greini- lega tískan í bjórnum í ár. Frískandi og góður en vantar að bragðið endist. Unnsteinn: Karamella. Gott boddí þó hann sé ljós. Staldrar ekki við en góður. Stefán: Freyðir vel. Kara- mella og piparkökur. Smá beiskja en ferskt. Mjög stutt eftirbragð. Umbúðir: Lélegur stuldur – Tuborg eftirlíking – Ljótu hreindýri skipt út fyrir ljóta Grýlu – Fyrir þá sem fara hífaðir í ríkið og ætla að kaupa Tuborg. 8–9 Víking Jóla Bock Meðaleinkunn: 5,2 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, þétt meðalfylling, meðalbeiskja. Ristað malt, humlar. Styrkleiki: 6,2% Verð: 409 krónur. Hinrik: Lítið varið í þennan bjór, langar ekkert í annan. Auður: Ljósgylltur. Bragðlítill, sætur og léttur. Frekar döll, öruggur en vantar x-faktorinn. Rakel: Enn og aftur vantar jólahjól í þennan. Engin sérstaða. Unnsteinn: Sætur og karmella. Bara fínn og gott jafnvægi. Stefán: Mjög létt og þægilegt. Appelsínubragð. Mjög „safe“ bjór. Umbúðir: Alveg eins og í fyrra. 10–12 Giljagaur nr. 14.1 Meðaleinkunn: 5 Lýsing: Rafgullinn, skýjaður. Mjúk fylling, sætur, beiskur, höfugur. Krydd, ávöxtur, ristað malt, humlar. Styrkleiki: 10% Verð: 636 krónur. Hinrik: Anganin er yndisleg og mikið og langt eftirbragð. Myndi taka góðan tíma í að njóta lengi. Auður: Mjög ljós, frekar súr. Afgerandi appelsínubragð og beiskt eftirbragð. Rakel: Þessi er rosalega ljótur og lítur út fyrir að vera ókláraður. Bragðið er yfirgnæfandi og minnir á ilmvatn sem er runnið út. Hef ekki þroska í svona lagað. Unnsteinn: Ósíaður. Malt og appelsínpæling í gangi. Er þungur til að byrja með en breytist í léttari áferð. Stefán: Appelsínulykt. Áfengt með mikla beiskju. Ekki mjög góður. Mjög biturt eftirbragð. Umbúðir: Þetta er leiðinlegt útlit – Skrítið að svona líka miða milli ára, bara smá litablær – Þetta er sama fjölskyldan. 10–12 Einstök Meðaleinkunn: 5 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, þétt meðal fylling, meðalbeiskja. Malt, karamella, ávaxta- tónar, humlar. Styrkleiki: 6,7% Verð: 429 krónur. Hinrik: Lítill og leiðinlegur bjór. Ekkert sem situr eftir. Mjög þurr. Auður: Fallega gylltur með ríkjandi karamellubragði. Ekki sérstaklega bragðmikill, ekkert sem grípur sem sérstaklega spennandi. Rakel: Ágætis miðlungsbjór með hinni sívinsælu karamellu. Rammt og þurrt bragð. Ekkert spes. Ekki svalandi Unnsteinn: Karmella. Sætur. Meiri jól en ekki grípandi kryddaður. Stefán: Lítil lykt. Greni og appelsínubörkur. Mjög þurrt, ekki svalandi. Umbúðir: Allir að reyna að vera lágstemmdir – mér finnst þetta kúl – víkingurinn með rautt nef – það vantar grípandi flösku. 10–12 Carls Jul Meðaleinkunn: 5 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, með- alfylling, meðalbeiskja. Malt, grösugir humlatónar. Styrkleiki: 5,6% Verð: 315 krónur. Hinrik: Mér líkar ekki við hann. Lítið sem tengist jólum í þessu. Auður: Miðlungsdökkur, beiskur, bragðmikill. Ríkj- andi beiskt eftirbragð. Rakel: Fallega rauðbrúnn. Svolítið þungur og beiskur, ekki gott eftirbragð. Rammur. Einn og einn kannski ágætur en vantar allt hátíðarskap í hann. Unnsteinn: Afgerandi eftirbragð en ekki alveg minn stíll. Stefán: Þurr og beiskur. Gott en þungt, rammt eftirbragð með kexi. Umbúðir: Ekki gott útlit. 13 Tuborg Christmas Brew Meðaleinkunn: 4,5 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, meðal- fylling, lítil beiskja. Malt, korn, lakkrís. Styrkleiki: 5,6% Verð: 359 krónur. Hinrik: Lykt og bragð heillar ekki. Smá humlar. Myndi ekki standa í biðröð eftir þessum. Auður: Frekar ljós, bragðlítill. Frekar hlutlaus en ágætur. Vantar samt hátíðarbragðið. Rakel: Rauðgylltur. Dósabragð er svona það sem situr eftir. Engin sérstaða. Unnsteinn: Ágæt sýrni. Ekki mikið jólabragð. Flatur og stamur en fínn bjór. Stefán: Karamellu og appelsínu- bragð. Létt og ferskt en vantar herslumun. Umbúðir: Segjum bara Tuborg. 14 Jólabjór Ölvisholt Meðaleinkunn: 4,2 Lýsing: Rafbrúnn. Ósætur, meðalfylling, lítil beiskja. Malt, humlar, engifer, barkarkrydd, appelsína. Styrkleiki: 5% Verð 439 krónur. Hinrik: Lykt með miklum humlum og smá greni og smá hunangi. Ekki uppáhald. Auður: Afgerandi lykt af honum sem mér finnst pínu gervileg. Frekar bragðlítið og lítið spennandi. Rakel: Hræðileg og yfirgnæfandi lykt. Setur mann ekki í stellingar fyrir að vilja njóta vörunnar. Stamur. Því miður finnst mér þessi bara ferlega vondur á bragðið. Vonbrigði. Unnsteinn: Mjög afgerandi lykt. Humlar. Eftirbragðið stendur eftir. Stefán: Kanil- og grenilykt. Beiskja, greni og þurrt bragð. Umbúðir: Fallegar umbúðir. Laufabrauð og svona. Fal- legt. Stílhreint og fínt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.