Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 39
Skrýtið 39Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Freund var enginn vinur n Morðingi Bruni fannst eftir 30 ár n Var með höfuð fórnarlambs í rúminu Í raun hefði 9. janúar, 1979, átt að verða hverjum öðrum degi líkur hjá Entz-fjölskyldunni í borginni Hagen við Ruhr í Þýskalandi. En tilvera hjónanna Dietrichs og Hildegarde og barna þeirra breytt- ist til frambúðar þennan morgun. Klukkan fjögur um nóttina vaknaði Dietrich við gjallandi og ágengan hringitón símans. Svefndrukkinn tók hann upp tólið og ræskti sig áður en hann kynnti sig. Lögreglan var á hinum enda línunnar: „Þú þarft að koma niður á stöð – það varðar Brunhilde dóttur þína.“ Dietrich varð orðlaus – honum hafði verið gengið fram hjá herbergi dóttur sinnar þegar hann fór nið- ur á neðri hæðina til að svara sím- anum. Hún var ekki í herbergi sínu og rúmið var umbúið. „Slys,“ spurði hann hikandi, en fékk ekki svar við þeirri spurningu heldur vinsam- lega ábendingu um að betra væri að koma á stöðina. Misindismaður í myrkri nætur Dietrich og Hildegarde klæddu sig í flýti og á leiðinni á lögreglustöð- ina flugu ótal hugsanir í gegnum huga þeirra. Eftir að hafa heyrt tíð- indin vissu þau að þaðan í frá yrði ekkert sem fyrr – Brunhilde – Bruni –, 17 ára dóttir þeirra, hafði fundist myrt og fátt annað vitað. Í myrkri þessarar frostköldu janúarnætur hafði óþekktur misindismaður ráð- ist á hana þegar hún var á heimleið eftir að hafa eytt kvöldinu með vin- um sínum. Brunhilde hafði verið lamin, henni nauðgað og hún síðan myrt. Meira heyrði Hildegarde ekki því hún féll í ómegin við tíðindin. Óhugnanleg aðkoma Gangandi vegfarendur höfðu séð fætur Brunhilde sem stóðu blóð- ugir út undan bíl. Lík hennar var í hryllilegu ásigkomulagi. Morðinginn hafði rifið stórt gat á kvið hennar og líffærin höfðu verið rifin út með eggvopni. Andlit hennar var svo illa far- ið að ekki var unnt að bera kennsl á hana með góðu móti. Næstu vikurnar og í kjölfar greftrunar Brunhilde varð ljóst að Hildegarde myndi sennilega aldrei komast yfir missinn. Hún ráfaði eirðarlaus um húsið, nefndi nafn dóttur sinnar í tíma og ótíma og grét hljóðlega þegar hún lagaði til í her- bergi hennar. Dietrich var sömuleiðis ekki samur, en hann þurfti að leggja áherslu á að halda fjölskyldunni saman og styðja við tvo bræður Brunhilde. Dietrich fór til vinnu, hélt húsinu við, skipulagði mat- málstíma fjölskyldunnar og studdi við eiginkonu sína sem best hann gat, ásamt því að bera sína eigin sorg. Beið við símann Dietrich lifði í voninni um að lög- reglan fyndi morðingja Brunhilde – að lögreglan myndi hringja líkt og forðum en færandi betri tíðindi. Það gerðist ekki og vikur urðu að mánuðum og mánuðir að árum. Hildegarde fékk pláss á um- önnunarstofnun þar sem hún síð- ar andaðist í svefni. Synirnir urðu að mönnum og fluttu að heiman og Dietrich sat einn við eldhúsborðið og beið eftir símtali. Tíu ár, tuttugu ár, þrjátíu ár liðu. Dietrich var orðinn gráhærður, átt- ræður, veikburða og hokinn og flutti inn á dvalarheimili aldraðra og til- einkaði sér þá rútínu sem þar var tíðkuð. Biðin langa á enda Einn morgun fékk Dietrich símtal – frá lögreglunni í Hagen. Eftir þrjá- tíu ár hafði morðingi Brunhilde loks fundist. Reyndar hafði morðinginn, Diet- er Karl Freund, verið á bak við lás og slá frá árinu 1979, vegna morðs á 22 ára konu, Sabine, í mars sama ár og hann myrti Brunhilde. Eftir að hafa myrt Sabine hafði hann sundurlimað líkið og var grip- inn glóðvolgur þegar hann reyndi að losa sig við líkamshlutana. Við leit í íbúð Freund fann lögreglan höfuð Sabine í rúmi Freund. Á þeim tíma hafði hann ekki minnst einu orði á Brunhilde og ekkert fyrirfannst sem tengdi hann við morðið á henni. Hann fékk aft- ur á móti lífstíðardóm fyrir morðið á Sabine. DNA-tækni Þrjátíu árum eftir morðið á Brun- hilde ákvað staðfastur lögfræðing- ur að kíkja nánar á mál Brunhilde Entz. DNA-tækninni hafði þá fleygt ört fram og lét lögfræðingurinn rannsaka blóðug föt Brunhilde. DNA-sýni sýndi svo ekki varð um villst að morðingi Brunhilde var enginn annar en Dieter Karl Freund. Réttað var yfir Freund vegna morðsins á Brunhilde og fékk hann annan lífstíðardóm. Dietrich Entz entist ekki líf til að upplifa þau tímamót því rétt áður en dómur var kveðinn upp yfir Freund skildi Dietrich við, yfirbug- aður af sorg og þjáningu, en án efa léttari í sinni en hann hafði verið um áratuga skeið. n „Þú þarft að koma niður á stöð – það varð- ar Brunhilde dóttur þína Fórnarlambið Brunhilde Entz var myrt á hryllilegan hátt. Morðingi Brunhilde fannst í fangelsi Dieter Karl Freund fékk lífstíðardóm þrjátíu árum eftir morðið. Í fangelsi fyrir samfarir við kýr David Truscott er kominn í fang- elsi eftir að hafa dvalið á bresku geðsjúkrahúsi. David er 44 ára og hefur þrisvar sinnum þurft að dvelja í fangageymslum vegna einkennilegrar kynlífshegðun- ar. Hann á það til að velta sér upp úr kúadellu og hafa kynmök við kýrnar. David hefur viðurkennt að hafa hótað bónda lífláti vegna þess að hann hleypti honum ekki inn á landareign sína. Rassvél fyrir læknanema Rassvél fyrir læknanema er kom- in á markað. Vélin er notuð sem kennslutæki fyrir læknanema til að æfa sig í að finna ristilkrabba- mein. Dr. Benjamin Lok og dr. Carla Pugh eru framleiðendur vélarinnar, sem þeir nefna Patrick, og segja þau að læknanemum gefist tækifæri til að öðlast góða reynslu í ristilskoðun með því að nota tækið. Hægt er að varpa upp á sjónvarpsskjá mynd af mann- eskju sem er í ristilskoðun til að gera verknaðinn enn þá raunveru- legri. Vélin er notuð í háskólum í Philadelphíu og Flórída. Skírlífsbelti fyrir karlmenn Fyrirtækið CB-X er með skír- lífsbelti fyrir karlmenn til sölu á heimasíðu sinni. Þar segist fyr- irtækið vera framúrskarandi á heimsvísu þegar kemur að karl- mannaskírlífsbeltum. Beltið virkar þannig að það er sett utan um getnaðarliminn og því er síð- an lokað með lyklalás. Tilgangur beltisins er að karlmaðurinn geti ekki snert á sér kynfærin til þess að uppfylla kynferðislegar lang- anir sínar. Sá sem er með lykil- inn stjórnar því hvenær karlmað- urinn getur tekið beltið af sér. Blaðamaðurinn Brian Moylan prófaði að vera með belti í þrjá daga og sagði það vera óhugn- anlega tilfinningu að geta ekki stjórnað því hvort hann snerti kynfæri sín eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.