Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 34
34 Fólk 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað
Finnur enn fyrir kynþokkanum
Þ
ar sem ég sit í litlu fundarher-
bergi á hóteli í Skipholti, inn-
an um skærlita sófa, bóka-
hillur með dönsk-íslenskum
orðabókum í tugavís og fær-
eyska fánann heyrist skyndilega dæg-
urlag. Þetta er síminn sem syngur
þegar hann hringir. Helena Eyjólfs-
dóttir teygir sig í töskuna og símann
og svarar: „Sæll og blessaður.“
Gluggarnir eru litlir og gardínurn-
ar eru gráar og birtan í herberginu
eftir því. En stemningin – hún er góð,
heyri ég hana segja í símann áður en
hún biður manninn á línunni um
að mæta í hljóðprufu á Hótel Sögu
klukkan tvö, nú sé verið að stilla
hljóðfærunum upp. Símtalinu lýkur
og hún leggur símann frá sér.
Helena býr á Akureyri en er kom-
in til Reykjavíkur til að slá upp balli,
71 árs, í tilefni þess að ævisaga henn-
ar kom út á dögunum, og það er ekki
laust við smá taugatitring. Spennan
liggur í loftinu, „ég er hátt uppi núna,“
segir hún og hlær. „Ég var vöknuð
klukkan sjö í morgun,“ segir hún og
bætir því við að þetta sé auðvitað svo-
lítið stressandi. En það er þess virði,
því eins og hún segir sjálf: „Hugsaðu
þér hvað þetta er mikil tilbreyting í
lífið.“
Það er bjart yfir Helenu sem lítur
ljómandi vel út. Aðspurð viðurkenn-
ir hún að menn eigi það nú til að fara
á fjörurnar við hana, „en ég hleypi
þeim ekkert nálægt mér. En ég lendi
stundum í því. Lífið er ekkert búið.
Ég finn alveg minn kynþokka ennþá,“
segir hún hlæjandi. „Ég er bara hepp-
in hvað það varðar. Þú gerir það ekki
nema þér líði vel og þú sért frísk.
Þetta helst allt í hendur.“
Hóf ferilinn tíu ára
Tvö ár eru liðin síðan hún hætti að
vinna og eftir þrjátíu ár við sjúkra-
tryggingar sér hún helst eftir því að
hafa ekki hætt fyrr, til að geta sung-
ið meira. „Ég er svo þakklát fyrir að
geta sungið. Stundum líður langt á
milli og þá fer ég að velta því fyrir mér
hvort röddin sé þarna enn. Svo byrja
ég og finn fyrir létti því ég get enn
sungið.“
Söngurinn er lífið – og þá er það
allt í senn, það að syngja, standa
frammi fyrir sal fullum af áheyrend-
um og finna viðbrögð þeirra og það
að vera með strákunum. „Strákun-
um segi ég alltaf og vinkona mín leið-
réttir mig, „þú meinar köllunum“.
Þeir verða alltaf strákarnir mínir og
þeir eru svo elskulegir að í hvert sinn
sem ég þarf á þeim að halda koma
þeir eins og skot. Vinátta okkar hefur
haldið öll þessi ár og við getum slegið
upp balli eins og ekkert sé. Við þurf-
um bara að hittast og byrja að spila
og syngja.“
Eins og hún hefur gert síðustu
sextíu ár, en ferillinn er orðinn svo
langur „af því að ég byrjaði svo ung,“
segir hún glettin. Enda var hún bara
tíu ára þegar söngnámið hófst undir
leiðsögn Guðrúnar Pálsdóttur, ekkju
Héðins Valdimarssonar alþingis-
manns. Guðrún hafði mikla trú á
Helenu og dró hana með sér á milli
skóla til að sýna hvað hún gæti og
spilaði undir þegar Helena kom fram
opinberlega.
Hætti í skóla fyrir sönginn
Tveimur árum síðar söng Helena inn
á sína fyrstu plötu, aðeins tólf ára að
aldri. „Þetta var 78 snúninga plata.
Ég náði því,“ segir hún hlæjandi.
Það var hér í Holtunum sem
hún ólst upp, í Stórholtinu, þaðan
sem hún gekk daglega til og frá
Laugarnesskóla og síðar í gagnfræða-
skólann á Lindargötu, þótt hún hafi
tekið landsprófið úr gagnfræðaskól-
anum í Vonarstrætinu. Helena var
góður námsmaður og stefndi alltaf á
frekara nám en þegar henni bauðst
starf í Framsóknarhúsinu í Reykjavík,
þar sem áður var íshús og nú er Lista-
safn Íslands, var freistingin of mikil
og hún hætti í skóla til þess að gerast
dægurlagasöngkona með hljómsveit
Gunnars Ormslev. Hún var þá sextán
ára og hefur aldrei séð eftir því.
Vendipunkturinn varð þegar
hún var fimmtán ára. Til stóð að
kynna rokkið fyrir Íslendingum og
hljómsveitin Tony Crombie and his
Rockets var fengin hingað til lands.
Hljómsveit Gunnars Ormslev hitaði
upp og Helena var beðin um að
syngja. „Ég sagði strax já. Það vafð-
ist ekkert fyrir mér að syngja þarna
þótt ég væri svona ung. Tónleikarn-
ir slógu í gegn og það þurfti að halda
fjórtán tónleika á átta dögum.“
Missti föður sinn skyndilega
Við förum fram og fáum okkur te í
matsalnum. Á hótelinu er ilmur af
nýbökuðu og Helena segir að hér sé
boðið upp á bakkelsi fyrir gesti og
gangandi, þeir megi ganga í kræs-
ingarnar að vild. „Þetta er voðalega
heimilislegt,“ segir hún.
Hún átti góðar stundir hér í hverf-
inu. Hún átti góða æsku, tvær systur
og foreldra sem hugsuðu vel um þær.
Föðurmissir setti þó svip á lífið og
varð henni hræðilegt áfall. Hún var
tíu ára þegar faðir hennar, sem var
henni meira en bara faðir því hann
var einn af hennar bestu vinum,
veiktist skyndilega og þremur sólar-
hringum síðar var hann látinn. „Ég
neitaði að trúa þessu. Það helltist
yfir mig afneitun og reiði. Mér fannst
sem fótunum væri kippt undan mér.
Það var sagt að hann hefði dáið úr
lungnabólgu en ég held að það hafi
verið eitthvað allt annað. Af því að
hann varð allur heiðgulur. Það leit
helst út fyrir að hann hefði fengið
einhverja eitrun.“
Helena telur að það hafi líklega
verið blý- eða rafsuðueitrun en faðir
hennar starfaði árum saman við
rafsuðu og handlék hættuleg efni
daglega. Fram að þessu hafði hann
hins vegar verið heilsuhraustur mað-
ur svo Helena telur það næsta víst að
hann hafi fengið bráðaeitrun. Þar
sem móðir hennar leyfði ekki krufn-
ingu á líkinu var dánarorsök aldrei
staðfest.
Sá hann aldrei veikan
Helena fékk ekki að sjá föður sinn
í þessu ástandi og er þakklát fyrir
það. „Hann var svo illa útlítandi að
mamma vildi ekki leyfa okkur systr-
unum að sjá hann. Hún vildi að við
minntumst hans eins og hann hafði
verið. Ég er þakklát fyrir það.“
Í þá daga voru engar bætur fyrir
eftirlifendur og móðir hennar var
skyndilega orðin ung ekkja með þrjú
börn á framfæri. „Hún þurfti bara
að fara að vinna og elsta systir mín
þurfti að hætta í skóla fjórtán ára til
að fara að vinna. Allt gekk þetta samt
vel og seinna kynntist mamma góð-
um manni sem gekk okkur í föður-
stað og eignaðist með honum tvö
börn.
Og það fennir yfir sorgina með
tímanum. Unglingsárin skullu á og
ég gleymdi mér í tónlistinni. Á milli
þess sem ég hlustaði á útvarpið æfði
ég óperíuaríur í kjallaranum.“
Sagði strax já
Sextán ára gömul hitti Helena svo
mann sem átti eftir að hafa mikil áhrif
á líf hennar. Það var Finnur Eydal sem
var að spila með hljómsveit Svavars
Gests í Sjálfstæðishúsinu í Reykja-
vík, þar sem nú er Nasa, sama kvöld
og hún kom þar fram. „Eftir að ég
hafði sungið settist ég á stól baksviðs
til þess að hlusta á hljómsveitina. Þá
kom Finnur til mín og spurði hvort
hann mætti hringja næsta dag.
Ég varð voðalega uppnumin því
mér fannst hann svo sætur og hélt að
hann ætlaði að bjóða mér í bíó. Síðan
hringdi hann og spurði hvort ég væri
tilbúin til að koma norður á Akur-
eyri að syngja með hljómsveit sem
hann var að stofna með bróður sín-
um, Ingimar Eydal, í Alþýðuhúsinu á
Akur eyri. Ég sagði strax já.
Þá er fræg þessi setning sem Finn-
ur sagði þegar þeir bræður voru að
tala saman. Ingimar sagðist vera bú-
inn að finna söngvara, Óðin Valdi-
marsson. Og Finnur sagðist vera
búinn að finna söngkonu. Ingimar
spurði þá hvernig hún væri og þá
segir Finnur þessa frægu setningu:
„Hún er með gleraugu.“ Ingimar var
ekkert að spá í það,“ segir Helena.
Mættust á miðri leið
Það var þó ekki fyrr en seinna sem
þau fóru að rugla saman reytum.
Þetta sumar voru þau upptekin við
að spila fyrir dansi öll kvöld vikunn-
ar og alltaf var fullt út úr dyrum, enda
ekki mikið um að vera annað en að
fara í bíó eða á ball. „Þetta var dá-
samlegt,“ segir Helena. „Í minn-
ingunni finnst mér alltaf vera sól.“
Um haustið sneri hún aftur til
Reykjavíkur og þá um veturinn voru
þau Finnur að spila hvort sínum
megin við Austurvöll. Hún söng með
hljómsveit Björns R. Einarssonar á
Hótel Borg og hann spilaði fyrir balli
með hljómsveit Svavars Gests í Sjálf-
stæðishúsinu. „Við mættumst við
styttuna af Jóni Sigurðssyni. Þá byrj-
uðum við að vera saman.“
Finnur leigði herbergi vestur í bæ
þar sem þau hittust gjarna. Auk þess
átti hann það til að laumast til henn-
ar í kjallaraherbergið í Stórholti, án
þess að móðir hennar hefði nokkurn
grun um það sem væri þar á seyði.
Það kom þó fyrir að Finnur komst
ekki óséður út því nágrannarnir voru
komnir á stjá. Eitt sinn brá hann á
það ráð að læðast bakdyra megin
út og fara fram fyrir hús, dingla og
spyrja eftir Helenu. Fjörutíu árum
síðar sagði Helena móður sinni frá
þessu pukri þeirra Finns en henni
varð ekki skemmt.
Ung ást
En ástin var komin til þess að vera.
Ári síðar trúlofuðu þau sig á þjóð-
hátíðardaginn í slydduhragli og
norðangaddi. Hún var þá sautján
ára og hann nítján. „Við fórum sam-
ferða í gegnum allt lífið. Við unnum
saman, spiluðum saman og gerð-
um allt saman. Við vorum mjög
ólíkar persónur og sumir segja að
það sé gott. Þetta gekk allavega vel.
Ég hugsa að ég hefði aldrei sungið
svona lengi ef ég hefði ekki verð gift
hljóðfæraleikara. Aðrir menn hefðu
eflaust ekkert verið hrifnir af því að
ég væri að þvælast úti allar helgar
með einhverjum strákum að spila.“
Nánast allan sinn feril var Helena
eina konan í karlahópi. Enda hefur
hún alltaf verið strákastelpa sem lék
sér að bílum í æsku, reykti pípu með
manninum sínum og lét það aldrei
trufla sig að vera umkringd körlum
alla daga. Það var ekki fyrr en fyrir
um þrjátíu árum að hún ákvað að
kynnast öðrum konum og skráði sig í
Zontaklúbbinn Þórunni hyrnu gagn-
gert í þeim tilgangi.
Helena Eyjólfsdóttir hefur sungið síðan hún var
tíu ára og er enn að sextíu árum síðar. Frægðarsólin
reis hæst þegar sveitaböllin voru upp á sitt besta
og hún söng með hljómsveit Ingimars Eydal. Eigin-
maðurinn Finnur Eydal lést langt fyrir aldur fram,
eftir langvarandi veikindi en um árabil hjúkraði hún
honum heima og hefur aldrei tekist á við erfiðara
verkefni. Helena segir frá ferlinum, frægðinni, ástinni
sem hún kynntist sextán ára og vináttunni sem tók
yfir í veikindunum, fegurðinni við dánarstundina og
gleðinni sem söngurinn hefur fært henni.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal
„Ekkert hefur
veitt mér
eins mikla gleði
og söngurinn