Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 15.–17. nóvember 2013 Helgarblað „Ekkert án okkar, um okkur“ n Fötluðu fólki ekki boðið að borðinu E kki ætti að fjalla um málefni fatlaðs fólks án aðkomu þess sjálfs að málinu. „Ekkert án okkar, um okkur,“ segir Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar og framkvæmda- stýra NPA-miðstöðvarinnar. Hún lagði á mánudag fram fyrirspurn til félags- og húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, um það með hvaða hætti Eygló ætli sér að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks þegar kem- ur að samráði við hópinn. Freyja vildi fá upplýsingar um það hvernig megi með markvissum aðgerðum auka náið samráð við fatlað fólk sjálft, virka þátttöku þess og aðkomu að allri ákvarðanatöku frá upphafi ferils til enda, á öllum stigum stjórn- sýslunnar, í málum sem það varðar. Freyja fjallar um málið á heima- síðu sinni og bendir á að reynslan sýni að fatlað fólk komi almennt aðeins að stefnumótun eða laga- setningu á lokastigum málsins. Hópurinn sé í miklum minnihluta á mælendaskrá þar sem rætt sé um málefni hans og sjaldnast fái fatl- að fólk sæti í nefndum eða ráðum og stefnumótun og framkvæmd er varðar líf þess. Hér skjóti skökku við, enda séu fáir sem hafi jafn góða innsýn inn í aðstæður hópsins, eins og hann sjálfur. „Fulltrúar heildar- samtaka fatlaðs fólks hafa skil- greinda samráðsstöðu í lögum um málefni fatlaðs fólks, sem er vel, en þeim samtökum er hins vegar oft stýrt af ófötluðu fólki sem sendir ít- rekað ófatlaða fulltrúa að borðinu,“ segir hún. Eygló segist ætla að beita sér fyrir valdeflingu og notendasamráði og huga að því hvernig hægt sé að bæta úr því. „Um er að ræða mjög fjöl- breyttan hóp og því er mikilvægt að huga að því þegar við skipuleggjum verkefni, hugum að starfshópum, nefndum og þingum og öðru sem snertir þetta,“ segir Eygló. Freyja bendir hins vegar á að þetta sé lög- bundin skylda stjórnvalda og vill skýrari svör frá ráðherranum. n astasigrun@dv.is Sunnudaginn 17. nóvember verður safnaramarkaður í Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki Póstkort o.fl. • Sala - Kaup - Skipti MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS www.mynt.is Safnaramarkaður 17. nóvember Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • Skýr svör Freyja vill að fatlað fólk fái aðgang að stefnumótun er varðar líf þess. Mynd Sigtryggur Ari Mætti ekki Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður FL Group, mætti ekki þegar ákæra embættis sér- staks saksóknara á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur á fimmtudag, þrátt fyrir að bera skylda til að mæta. Hannes er ákærður fyrir fjár- drátt, en til vara fyrir umboðs- svik. Er honum gefið að sök að hafa í apríl 2005 millifært tæpa þrjá milljarða króna af reikningi FL Group í Bandaríkjunum yfir á nýstofnaðan reikning FL Group í Lúxemborg. Þremur dögum síð- ar millifærði Hannes upphæðina yfir á reikning Fons, félags Pálma Haraldssonar, í sama banka. Málið tengist svokallaðri Sterling-fléttu. Í ákærunni kemur fram að millifærsla þessi hafi verið án vit- undar annarra stjórnarmanna FL Group og hvorki forstjóri né fjár- málastjóri FL Group hafi vitað af henni eða samþykkt. Gögn ákæruvaldsins sýna að Hannes hélt millifærslunni leyndri fyrir samstarfsfólki sínu hjá fyrirtækinu og enginn hafi haft aðgang að um- ræddum bankareikningi FL Group nema Hannes fyrr en tveimur mánuðum síðar. Fram að þeim tíma var millifærslan upp á 2.875 milljarða króna ekki færð í bók- hald FL Group. Enn fremur kemur fram að það sé Hannesi ekki til bóta að fjár- munirnir hafi skilað sér aftur til félagsins. Ljóst megi vera að það hafi aðeins gerst í kjölfar þess að aðrir stjórnarmenn í FL Group fengu veður af málinu og Hannes því nauðbeygður að krefjast endurgreiðslu frá Fons. Fram kemur að til vara er ákært fyrir umboðssvik. Hannes hafi sem stjórnarformaður misnotað aðstöðu sína og valdið mikilli fjár- tjónshættu fyrir FL Group með gjörðum sínum. Fram kom fyrir dómi að Hann- es búi á Spáni og legið hafi fyrir að hann myndi ekki mæta. Verjandi Hannesar fór fram á frest og fékk. Málið verður tekið fyrir 9. janúar. Fluttu í tíu sinnum stærra húsnæði n Skrifstofa þjóðgarðsvarðar stækkar við sig í miðjum niðurskurði S krifstofa þjóðgarðsvarðarins á Þingvöllum var í september flutt inn í stærra húsnæði, í Austurstræti, en hún hefur verið í. Nýja skrifstofuhús- næðið er tæpir 140 fermetrar og er leigt af fasteignafélaginu Reitum fyrir 300 þúsund krónur á mánuði að sögn þjóðgarðsvarðar, Ólafs Arnar Haralds- sonar. Húsnæðið er í Austurstræti 12. Stífur niðurskurður hefur verið boðaður af nýrri ríkisstjórn og reif- aði hagræðingarhópur ríkisstjórnar- innar tillögur um niðurskurð hjá hinu opinbera í síðustu viku. Tillögurnar ganga meðal annars út á samein- ingu ríkisstofnana og samræmingu í rekstri þeirra og að aðhald verði sýnt í hvítvetna í rekstri þeirra. Ef marka má orð Ólafs Arnar þá var hins vegar nauðsynlegt fyrir skrifstofu þjóð- garðsvarðar að stækka við sig húsa- kynnin. Þrír á tólf fermetrum Áður hafði skrifstofa þjóðgarðsvarð- ar verið í 12 fermetra herbergi í Austur stræti en það húsnæði var á vegum Alþingis. Ólafur Örn segir að þrír starfsmenn hafi deilt þessu 12 fermetra rými. „Já, það er mikill á munur á þessu. Í fyrra húsnæðinu vorum við samtals þrjú í tólf fermetr- um. Við vorum líka inni á þingmönn- um í fyrra húsnæðinu. Þingið þarf á fjögurra ára fresti að færa þingmenn sína til. Þetta var óhagræði fyrir þing- ið og vildi það því allt fyrir okkur gera,“ segir Ólafur Örn en fyrra hús- næði skrifstofu þjóðgarðsvarðar var í sama húsnæði og skrifstofur þing- manna. Ólafur Örn segir að fyrra hús næðið hafi verið svo lítið að starfsmenn þjóðgarðsins hafi ekki getað tekið á móti gestum á fundum og annað slíkt. „Það er eðlilegt að við séum með okkar fundarherbergi og getum sest niður í okkar húsakynnum. Það er ómögulegt að við séum alltaf á ein- hverjum þvælingi. Það er mjög mikill vöxtur í okkar starfsemi og við gátum ekki tekið á móti nokkrum manni, gátum ekki einu sinni tekið viðtöl við fólk sem var að sækja um störf heldur þurftum alltaf að fara út í bæ til þess,“ segir Ólafur Örn. Kostnaður upp á 3,6 milljónir Kostnaðurinn við nýja húsnæðið er um 3,6 milljónir króna á árinu en áður en þjóðgarðsvörður flutti inn í það hýsti skrifstofan ræðismann Færeyja. DV hefur heimildir fyrir því að ræðis- manninum hafi þótt leigan fullhá. Ólafur Örn segir hins vegar að ekki hafi þurft aukafjárveitingu til að standa straum af leigukostnaðinum. „Nei, nei við þurfum þess ekki.“ Aðspurður hvort hann viti til þess að ræðismaður Færeyja hafi farið út úr húsnæðinu vegna verðsins á því segist Ólafur Örn ekki vita það. Hann segist hafa kann- að fermetraverðið á svæðinu áður en gengið var frá leigusamningnum: „Ég veit ekki betur en að þetta sé eðlilegt leiguverð, markaðsverð.“ Flutningurinn á skrifstofunni var tekinn fyrir af Þingvallanefnd eftir kosningarnar í vor en var ekki mikið ræddur. Í Þingvallanefndinni sitja fulltrúar stjórnmálaflokka á Alþingi. „Það er mikilvægt að við séum nálægt þinginu þar sem við heyrum und- ir þessa þingnefnd og undir Alþingi,“ segir Ólafur Örn en skrifstofan heyrir undir forsætisráðuneytið. Ólafur Örn segir að flutningurinn hafi átt sér stað í samvinnu við ráðuneytið. Með flutningi skrifstofunnar í nýtt húsnæði hefur nú verið fund- inn framtíðarstaður fyrir skrifstofu þjóðgarðsvarðar. Skrifstofa þjóð- garðsvarðar stækkar við sig á meðan margir aðrir opinberir aðilar draga saman seglin. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þetta var óhag- ræði fyrir þingið og vildi það því allt fyrir okkur gera. Þrjú í tólf fermetrum Ólafur Örn Haralds son segir að áður hafi þrír starfs- menn skrifstofunnar verið á 12 fermetrum. Í stærra húsnæði Skrifstofa þjóðgarðsvarðar Þingvalla flutti fyrir skömmu í stærra húsnæði í Austurstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.