Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 45
Lífsstíll 45Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 Venjulegir líkamar óvenjulegir n Lýtaaðgerðir gerðar að normi n Kynningar á lýtalækningum á gráu svæði dálki virðist helst fjallað um aðgerð- ir sem eru eingöngu hugsaðar í fegr- unarskyni en hafa ekki beinan lækn- isfræðilegan tilgang. Svo virðist sem enginn greinarmunur sé gerður á þessu tvennu í þessum dálki. Þar sem þessar aðgerðir eru oft og tíðum um- fangsmiklar og ekki lausar við áhættu og ávinningurinn fremur óljós hljóta margir að spyrja sig hvort kostnaður- inn og áhættan sé þess virði og hvort eðlilegt þyki að ræða þessar aðgerðir á þessum vettvangi.“ Réttur til að gera það sem það vill Gabríela segist ekki hrifin af því að ver- ið sé að mæla opinberlega með aðgerðum á fólki sem er í raun heilbrigt og þarf ekki á aðgerð að halda. „Ég er samt ekki að mælast til þess að fegr- unaraðgerðir verði bannaðar. Auðvitað hefur fólk rétt til að gera það sem það vill og ég skil líka full- komlega að fólk skuli sækjast í svona lausnir þegar þrýstingurinn frá samfélaginu um að líta út á ákveðinn hátt er svona gríðarlegur. En það verður að hafa í huga að þegar fegrunar- aðgerðir eru gerðar að einhvers konar normi, þá fara venjulegir líkamar að virðast óvenjulegir. Þetta er það sem hefur verið að gerast smátt og smátt í vestrænum samfélögum undanfarna áratugi. Hér áður fyrr þótti ekkert óeðli- legt að vera með lítil eða lafandi brjóst, til dæmis. Í þessum dálki virðist ekk- ert vera eðlilegra en að láta laga allt sem hugs- anlega gæti litið betur út. Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif þessi skilaboð hafa á samfélagið.“ n Skapabarmaaðgerðir 275.000 krónur n Aðgerðin fer þannig fram að hluti af innri skapabörmum er fjarlægður og minnka þá innri skapabarmarnir töluvert og markmið aðgerðarinnar er sá að ytri skapa­ barmar hylji algjörlega þá innri. Eftir aðgerð Fljótlega eftir aðgerð fær sjúklingurinn að fara heim. Hann hittir lækni í eftirskoðun að viku liðinni til að ganga úr skugga að allt sé með felldu. Þvottur á kynfærum er ráðlagður daglega á meðan skurðir gróa sem venjulega tekur 10–14 daga. Konum er ráðlagt að hafa ekki samfarir fyrr en öll sár eru gróin – eftir ca. 2–3 vikur. Saumarnir eyðast af sjálfum sér og er því saumataka óþörf. Áhætta Helstu áhættuþættir við aðgerðir sem slíkar eru blæðingar, en þá getur blætt töluvert úr sárinu eða að það myndist blóðgúll sem stundum þarf að tæma í annarri aðgerð. Verkir eru algengir við samfarir fyrstu vikur eftir að skurðir hafa gróið en slíkir verkir hverfa oftast á skömmum tíma. Andlitslyfting 600.000 krónur n Andlitslyfting getur tekið allt að fimm klukkustundum. Ef aðgerðir á augnlokum er framkvæmd í leiðinni tekur aðgerðin enn lengri tíma. Eftir aðgerðina er fylgst með sjúklingnum á sérstöku vöknunarherbergi í allt að þrjár klukkustundir. Ef allt gengur að óskum fer sjúk­ lingur heim aðeins nokkrum klukkustundum eftir aðgerð. Eftir aðgerðina Yfirleitt fylgja andlitslyftingu litlir verkir – en bólgur og mar geta verið áberandi í viku­ tíma eða svo. Æskilegt er að halda sig að mestu heima fyrstu dagana eftir aðgerð. Saumar eru fjarlægðir í tveimur áföngum. Annars vegar á fimmta til sjötta degi og hins vegar á tíunda til tólfta degi efir aðgerð. Það tekur allt að þremur mánuðum að jafna sig að fullu eftir slíka aðgerð. Svuntuaðgerð 600.000 krónur n Eftir að kona hefur gengið með barn getur húðin verið ansi slöpp á eftir. Í flestum tilfellum gengur húðin til baka í fyrra horf en þó nokkur dæmi eru um að húðin gangi aldrei til baka. Karlmenn gangast einnig undir slíka að­ gerð. Einstaklingur sem hefur til dæmis grennst mikið á skömmum tíma gæti viljað fara í svuntuaðgerð svo dæmi sé tekið af þeim sem sækja í þessar aðgerðir. Hversu langan tíma tekur aðgerðin? Kviðaðgerðir geta verið misumfangsmiklar eftir einstak­ lingum en að öllu jöfnu tekur að­ gerðin um tvo og hálfan til fjóra tíma. Skurður er oftast gerður frá mjaðmabeini að mjaðmabeini og er hann það neðarlega að undir­ föt ættu að hylja skurðinn sem er ansi langur. Eftir aðgerðina er fylgst með sjúklingi í vöknun í eina til þrjár klukkustundir en eftir það er viðkomandi fluttur á sjúkrastofu þar sem hann dvelur í nokkra daga. Batahorfur Eftir jafn umfangsmikla aðgerð og kviðaðgerð er getur tekið marga mánuði að ná fullum bata. Kvið­ aðgerð er ekki megrunaraðgerð og er ráðlagt að sjúklingurinn sé í kjörþyngd þegar hann gengst undir slíka aðgerð. Dofi getur verið á kviðnum um ókomna tíð eftir slíka aðgerð. Væntingar Í nokkra daga eftir aðgerðina verður kviðurinn bólginn og töluverðir verkir og óþægindi eru til staðar. Mikilvægt er að sjúklingurinn byrji að hreyfa sig og ganga eins fljótt og unnt er jafnvel þótt að hann geti ekki verið í alveg uppréttri stellingu fyrstu dagana. Árangur kviðaðgerðar er oftast góður, einkum og sér í lagi ef sjúklingurinn er með slaka kviðvöðva og verulega umframhúð. Fyllingarefni 200.000 krónur n Hægt er að sprauta inn fyllingarefni sem eyðist úr líkamanum á nokkrum mánuðum án deyfingar og er það stundum gert. Lýtalæknirinn sprautar inn efninu sem jafnast í húðina með afar fíngerðri nál undir þær hrukkur sem meðhöndla á. Síðan jafnar hann út efnið með fingrunum. Þar sem viðkom­ andi er vakandi getur hann fylgst með því sem gert er í spegli og tekið þátt í að ákvarða hversu mikið efni er notað á hverjum stað, ekki síst í varir. Varðandi varanlega fyllingarefnið er eins farið að nema efninu er komið fyrir dýpra í húðinni og sýklalyf eru gefin í forvarnarskyni. Væntingar Roði og þroti á hinum meðhöndluðu svæðum er algengur, en hverfur oftast á nokkrum dögum. Árangur Líkaminn eyðir efninu og áhrif meðferðarinnar fjara út á vissum tíma. Endingin er einstaklingsbundin og getur varað frá nokkrum mánuðum upp í rúmt ár. Ef viðkomandi líkar breytingin sem verður við ísetningu fyllingar­ efnis sem eyðist er hægt að láta sprauta með varanlegu fyllingarefni. Varanlega fyllingarefninu er venjulega komið fyrir í tveimur eða jafnvel fleiri áföngum til að komast hjá því að of mikið efni sé sett í varirnar. Þá þarf viðkomandi jafnframt að hafa gert sér vel grein fyrir þeim breytingum hann vill ná fram, því eftir á er erfitt að taka út eða minnka magn fyllingarefnisins nema með skurðaðgerð. Brjóstastækkun 500.000 krónur n Brjóstastækkun er ein algengasta lýtaaðgerð í heiminum. Eins og með skurðaðgerðir almennt, þá fylgir henni ákveðin áhætta og vandamál geta komið upp. Þeir einstaklingar sem hyggja á slíka aðgerð eru hvattir til þess að fara vandlega yfir alla mögulega áhættu og ræða það við lýtalækni sinn. Batahorfur Yfirleitt er hægt að snúa til vinnu fáeinum dögum eftir aðgerð þó að tegund og eðli vinnunnar skipti hér nokkru máli. Brjóstin geta verið viðkvæm fyrstu vikurnar eftir aðgerð og þola illa snertingu. Væntingar Fyrir flestar konur sem taka ígrundaða ákvörðun um að fara í brjóstastækkun getur árangurinn orðið góður. Hafa ber í huga að brjóstin munu virðast stærri og stinnari fyrst eftir aðgerð – en síðan munu þau falla neðar og verða mýkri með tímanum. mynd SHuttERStock
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.