Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2013, Blaðsíða 37
Fólk 37Helgarblað 15.–17. nóvember 2013 ugt að skoða Rijksmuseum áður en við förum frá Hollandi,“ segir hann hlæjandi. „Ég held að þessi áhugi komi kannski með árunum.“ Lífið á milli leikja Ég spyr hvað færi honum mesta gleði fyrir utan boltann. Eftir mikla um­ hugsun segir hann einfaldlega: „Það er bara boltinn.“ Ég spyr hvort hann eigi sér eitthvert líf utan boltans. „Já, já,“ segir hann. „Ég á kærustu og við erum ekkert alltaf í fótbolta eða að tala um hann. Ég reyni að spá ekki mikið í fótbolta utan vallarins því þá getur það farið of mikið í taugarnar á mér. Þegar ég er ekki á æfingu tek ég því yfirleitt rólega, kíki í kaffi einhvers staðar í hverfinu, fer niður í bæ eða bara heim og upp í sófa að hvíla mig. Þar fer ég í tölvuna eða horfi á ein­ hverja þætti.“ Án þess að hugsa nefnir hann Breaking Bad sem dæmi um þætti sem hann horfir á. „Ég elskaði þessa þætti, en þeir eru því miður búnir. Síðan horfi ég á Homeland og datt inn í Sönn íslensk sakamál um daginn. Það eru helvíti góðir þættir. Ég reyni bara að fylgjast með því sem er að ger­ ast og horfi oftast á það sem er nýtt. Ég eyði tíma í það á milli æfinga svo mér leiðist ekki og sé ekki bara að hangsa eitthvað.“ Þegar ég spyr hvort það sé rétt að hann sé náttúrubarn hváir hann og segir hissa: „náttúrubarn?“ Ég spyr af því að mér skilst að hann komi heim til Íslands og fari þá gjarna í veiði eða annað álíka. „Já, reyndar. Ég fer oft í veiði og hef gaman af því. Eins reyni ég að fara í golf þegar það er gott veður. Ég segi það ekki, ég get tekið á mig smá rigningu en síðasta sumar var ekki upp á marga fiska. Annars er ég mikið uppi í sumar­ bústað og reyni að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni.“ Gæti endað í bakaríinu Kærastan heitir Hildur Ósk Sigurðar­ dóttir og er komin til landsins til þess að fylgjast með leiknum. Hún fær þó ekki að vera hjá honum hér á hótel­ inu, þar sem hann heldur til alla daga og öll kvöld. „Ég næ kannski að borða einu sinni með fjölskyldunni. Annars erum við bara hér.“ Þau kynntust fyrir tæpum þremur árum og hafa verið saman síðan. „Við kynntumst á Facebook, eins og flest­ ir í dag. Hún pókaði mig og ég pókaði til baka og svo vorum við í sambandi þar til ég kom næst til Íslands og hitti hana,“ segir Kolbeinn. Það skiptir hann máli að vera með íslenskri stelpu. „Ég hef verið spurður að því hvort ég myndi vilja vera með erlendri stelpu en ég vil það ekki. Íslenskt er best,“ segir hann og hlær. „Ég stefni á að koma heim eftir ferilinn og búa hér en það er enn langt í það. Á meðan ég á enn nóg inni í boltanum er ég ekkert að velta framtíðaráformum mikið fyrir mér. Ég gæti ímyndað mér að það væri gaman að vinna áfram í tengslum við boltann þegar ferlinum lýkur en ég veit ekki hvað það væri. Svo veit maður aldrei. Ég hef séð menn segja þetta en fara svo að gera eitthvað allt annað. Allir í fjöl­ skyldunni hafa talað um að þeir ætli ekki að fara í bakaríið til pabba en þeir enda alltaf þar. Hver veit, kannski enda ég á því að skúra gólfin í Bakarameistaranum.“ Bölvar oft fótboltanum Sem stendur einbeitir hann sér þó að boltanum. Ástríðan fyrir leiknum drífur hann áfram. „Að komast lengra. Þú ert í þessu af því að þér finnst gam­ an að spila leikinn. Af því að frá því að þú varst lítill polli hefur þetta ver­ ið draumastarfið. Ég hef alltaf verið í fótbolta og það eru forréttindi að fá að lifa þannig. Auðvitað kemur oft fyrir að maður blóti fótboltanum en það er bara eins og gengur og gerist. Það gengur ekki alltaf vel og þá þarft þú að vera sterkur og sýna þrautseigju. Það er svo margt sem fylgir þessu. Þetta snýst ekki bara um að spila fótbolta heldur er þetta erfitt sport sem reynir á andlega og líkamlega. Sumir halda kannski að þetta sé bara gaman en þetta er það ekki alltaf. Og þegar illa gengur þarftu að reyna að styrkja þig og halda hugarró.“ Fann fyrirmynd í Eið Smára Hann segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir. Ekki lengur. En þegar hann var yngri þá var Eiður Smári einn þeirra sem hann leit upp til. „Hann var mér fyrirmynd. Ég fylgd­ ist alltaf með íslenska landsliðinu og Eiður Smári var náttúrulega að­ almaðurinn. Og er það enn. Hann er pabbinn í hópnum – eða afinn,“ segir hann og hlær stríðnislega. „Það er gott að hafa hann í hópnum því hann býr yfir mikilli reynslu sem hann nýtir vel og deilir með okkur. Hann er líka léttur og skemmtilegur. Honum líður greinilega vel í landsliðinu núna. Ég man líka eftir því þegar ég fór til Arsenal tólf ára og fékk að spila á Highbury, sem var aðalvöllurinn. Þá fékk ég líka að hitta átrúnaðargoðin á þeim tíma, Thierry Henry og Dennis Bergkamp, sem er í dag þjálfarinn minn hjá Ajax. Það er mjög gaman að fá að vinna með honum í dag.“ Annar landsliðsmaður gengur að borðinu. Kolbeinn spyr hvort við þekkjumst og kynnir okkur. Þetta er Guðlaugur Victor Pálsson, miðju­ maður í landsliðinu og einn besti leikmaður NEC í Hollandi. Kolbeinn býður honum að setjast hjá okkur en Guðlaugur forðar sér um leið og hann áttar sig á því að Kolbeinn er í viðtali. Kolbeinn skellir upp úr og segir þetta líka orðið gott. „Ég held að ég sé búinn að segja allt sem ég vil segja. Við erum búin að tala svo lengi saman að ég skil ekki hvernig þú ætl­ ar að koma þessu öllu fyrir. Hvern­ ig viðtal verður þetta eiginlega? Það verður örugglega 20 blaðsíður,“ seg­ ir hann hlæjandi og við ákveðum að drífa kappann í myndatöku. Kannski sem betur fer því þegar við höfum náð af honum nokkrum myndum er hann kallaður á æfingu. n Kolbeinn fékk stimpilinn „barnastjarna“ ungur að aldri á Íslandi en glímdi lengi við meiðsli og var oftar utan vallar en innan. Kolbeinn ólst upp í Víkingi, en skipti yfir í HK þar sem hann var til 17 ára aldurs. 17 ára skrifaði hann undir hjá AZ Alkmaar eftir að hafa slegið í gegn með unglingalandsliði Íslands. Tvítugur steig hann sín fyrstu skref í hollensku úrvalsdeildinni og sló í gegn. Sumarið eftir var hann seldur til stór- liðsins Ajax í sama landi þar sem hann hrellir varnarmenn deildarinnar í víðfrægri treyju númer 9. „Ég er ekki mikill pælari, ef ég á að segja eins og er. Hrellir varnarmenn n Var barnastjarna í boltanum Mark Kolbeinn þekkir ekki betri tilfinningu en að skora og þolir illa að tapa. Nýtur lífsins Kolbeinn kynntist kærustunni á Facebook og þau hafa verið saman síðast. Þau búa í Amsterdam þar sem lífið leikur við hann en honum dreymir um að komast í stærstu deildirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.