Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir Áramótablað 28. desember 2013 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Þ að er auðvitað ekki gaman að vakna við svona á jóla- dagsmorgun,“ segir ná- granni konunnar sem haldið var fanginni ásamt barni sínu í íbúð þeirra í fjölbýlis- húsi í Mosfellsbæ á jóladagsnótt. Barnsfaðir konunnar, Íslendingur búsettur í Noregi, var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra, á jóla- dagsmorgun. Þá hafði sérsveitin setið um íbúðina, og reynt að fá manninn út, síðan snemma um morguninn. Maðurinn er grun- aður um að hafa beitt barnsmóð- ur sína ofbeldi og neitað henni um útgöngu úr íbúðinni. Maðurinn og konan eiga saman rúmlega tveggja ára stúlku sem varð samkvæmt heimildum DV vitni að barsmíðun- um. Hélt þeim föngnum í íbúðinni Maðurinn var gestkomandi í íbúð konunnar á aðfangadagskvöld og jóladagsnótt. Samkvæmt heimild- um kom hann í heimsókn til kon- unnar til þess að hitta dóttur sína en á svo hafa ráðist að konunni. Hann er grunaður um að hafa beitt hana ofbeldi yfir nóttina, haldið henni og barni þeirra föngn- um inni í íbúðinni og neitað að hleypa þeim út. Stóð þetta yfir í töluverðan tíma og er hann talinn hafa ógnað þeim með hnífum auk þess sem hann lagði hendur á barnsmóður sína. Hún náði undir morgun að sleppa út úr íbúðinni og kalla eftir aðstoð. Maðurinn varð eftir í íbúðinni og lokaði sig af með barninu og var með hnífa. Það tók lögreglu tals- verðan tíma, um nokkrar klukku- stundir, að fá manninn út. Lög- reglan kom á staðinn snemma morguns og var þar til hádegis að reyna fá manninn út og tryggja að barnið væri heilt á húfi. Þrír lögreglubílar, sjúkrabílar og sérsveitarbílar Samkvæmt heimildum DV var talsverður viðbúnaður á staðnum eftir að konan náði að kalla eftir aðstoð – þrír lögreglubílar, tveir sérsveitarbílar og þrír sjúkrabílar. Vakti þetta töluverðan ugg með- al nágranna á jóladagsmorgun en þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem lögregla er kölluð að íbúð- inni. Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók svo manninn eftir nokkurra tíma umsátur þar sem maðurinn hótaði lögreglu, barninu og barnsmóður sinni. Þeir sem DV ræddi við sögðu ekki mikil læti hafa fylgt aðgerðum lögreglu en þær hafi staðið frá um 7 um morguninn til hádegis. „Það heyrðust aðeins læti þegar þeir svo brutust inn. Annars heyrð- um við ekki mikið en auðvitað var þetta ekki skemmtilegt að vakna við,“ sagði einn þeirra sem varð vitni að aðgerðum lögreglu. Rannsókn í fullum gangi Samkvæmt upplýsingum frá Frið- riki Björgvinssyni, yfirlögreglu- þjóni hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, þá er málið í rannsókn. „Rannsókn er í fullum gangi,“ segir hann í samtali við DV. Konan er samkvæmt heimild- um komin heim af spítala og mun ekki vera alvarlega slösuð. Barnið slapp ómeitt og mun vera hjá fjöl- skyldu konunnar. n „Rannsókn er í fullum gangi V ið útskrift í Flensborgar- skólanum þann 21. desem- ber sl. voru brautskráðir 58 nemendur frá skólanum. Sá er varð hæstur á stúdentsprófi var með einkunnina 9,77, sem er hæsta einkunn sem reiknuð hefur verið við skólann. Sú óvenjulega staða kom upp við útskriftina að alls hefðu að minnsta kosti fimm nemendur get- að orðið dúxar skólans, en níu nem- endur voru með einkunnina 8,70 eða hærra. Slíkar einkunnir duga nem- endum yfirleitt til þess að verða hæst- ir á stúdentsprófi, en það var Snorri Rafn Theodórsson sem telst Dux Scholae við þessa útskrift. Hann sló því skólametið, sem var áður 9,71. Fast á hæla honum kom Jónas Grét- ar Jónasson með einkunnina 9,68. Hvorki Jónas né Snorri Rafn fengu einkunn undir níu á útskriftarskír- teini sínu. Tæpur helmingur nemendanna lauk námi á þremur og hálfu ári, þar af einn á þremur árum. Þrettán nem- endur voru á íþróttaafrekssviði allan tímann, 16 útskrifast frá félagsfræða- braut, sex af málabraut, tuttugu og þrír af náttúrufræðabraut og sjö af viðskipta- og hagfræðibraut. Þá luku fjórir fjölmiðlatækni, en fjölmiðla- braut skólans verður lögð niður eftir vorönnina. Konur voru 60 prósent út- skriftarhópsins. Veittur var styrkur úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hann hlaut Thelma Björk Árnadóttir fyrir rann- sóknir á sviði hjúkrunarfræða. Al- bert Steingrímsson afhenti styrkinn en hann er formaður skólanefndar. n Útgáfa DV næstu daga Útgáfu DV yfir áramótin verður þannig háttað að næsta tölu- blað, veglegt helgarblað, kemur út föstudaginn 3. janúar. Ekkert vikublað kemur því út á þriðjudag, gamlársdag. Á DV.is verður hins vegar áfram öflug fréttaþjónusta yfir hátíðarnar. Þá er vert að minna á að Völva DV verður á Beinni línu á DV.is mánudaginn 30. desember. Þar spáir hún með lesendum í spil- in fyrir næsta ár og svarar þeim spurningum sem á þeim brenna. Um árlegan viðburð er að ræða sem jafnan Beina línan hefst klukkan tólf á hádegi, stundvís- lega. DV óskar lesendum og öðr- um velunnurum DV gleðilegs árs, með þökk fyrir samfylgdina á ár- inu sem er að líða. Útskriftarhópurinn Snorri Rafn setti skólamet og fékk einkunina 9,77 á stúdentsprófi. Fimm hefðu getað dúxað Snorri Rafn Theodórsson setti einkunnamet í Flensborgarskólanum Mynd LáRuS KaRL Skúrir á gamlársdag Spá Veðurstofu Íslands fyrir gamlársdag boðar ekki gott fyrir flugeldaskot í Reykjavík. Spáð er skúrum og slyddu bróðurpart gamlársdags á höfuðborgarsvæð- inu. Geta þó flestir huggað sig við það að búist er við að á miðnætti stytti upp. Samkvæmt veður- spánni verður um frostmark og skýjað á miðnætti í Reykjavík. Á Akureyri er spáð snjókomu og tveggja stiga frosti. Víðast hvar á Suðurlandi er spáð ágætu veðri á miðnætti. Verst verður veðrið á Vestfjörðum, tólf metrar á sek- úndu og frost. Harmleikur í Mosfellsbæ n Grunaður um að hafa haldið barnsmóður sinni og barni föngnum Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Íbúðin Það var hér fyrir innan sem maðurinn er sagður hafa haldið barnsmóður sinni fanginni og gengið í skrokk á henni. SaMSeTT Mynd dV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.