Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 42
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 42 Umræða Áramótablað 28. desember 2013 Ég er algjör dekurrófa Ekki hægt að knésetja mig Við gefum alltaf hvor annarri jólagjöf Hetjan sem dó Manuela Ósk Harðardóttir sem fékk Iphone 5 frá móður sinni í jólagjöf. – DV.is Svala Björgvinsdóttir og æskuvinkona hennar, Margrét Gauja Magnúsdóttir. – DV.is Í miðju dægurþrasinu getur verið gefandi að líta um öxl til þeirra í samfélagi okkar sem gefa meira en þeir þiggja. Það er í þessum anda sem DV hefur undanfarin ár haldið úti kosningu um hetju ársins. Þarna gefst okkur færi á að þakka þeim sem sumir hverjir hafa gefið allt til í þágu annarra. Hetjur geta verið af ýmsum toga. Á síðasta ári var Hildur Lillendahl valin vegna baráttu hennar í þágu jafnréttis. Valið var umdeilt að því marki að forstokkaðar karlremb­ ur og undirlægjur úr hópi kvenna brugðust illa við. Mikill meirihluti fólks skildi þó að Hildur hafði barist sem ljón til þess að vekja athygli á kynjahallanum. Og hún hafði setið undir ágjöf og árásum vegna skoð­ ana sinna. Aðrar hetjur í gegnum tíð­ ina hafa verið björgunarsveitarmenn sem í sjálfboðavinnu bjarga með­ borgurum sínum að nóttu sem degi. Þá er ekki spurt um aðra umbun en gleðina við að geta komið til hjálpar. Fjöldi fólks um allt land er tilbúinn til þess að bregðast við með litlum sem engum fyrirvara og leggja út í óveður eða á háskaslóðir til að bjarga og hjálpa. DV hefur valið hetju ársins frá því árið 2008 þegar Þráinn Bjarna­ son framkvæmdastjóri hlaut þann heiður fyrir að bjarga manni úr log­ andi bifreið. Árið 2009 voru lögreglu­ mennirnir Sigurður Betúel Andrés­ son og Svava Snæberg staddir í bakaríi þar sem maður fékk hjarta­ áfall. Þau brugðust skjótt við og hnoðuðu í hann lífi. Þórður Guðna­ son var hetja ársins árið 2010 þegar hann og félagar hans í Björgunarfé­ lagi Akraness björguðu sjö ára dreng úr sprungu á Langjökli. Árið 2011 var það litli drengurinn Ólafur Karl Óskarsson. Þessi þriggja ára drengur hafði glímt við veikindi frá fæðingu og tekið örlögum sínum af æðru­ leysi. Hann tók við útnefningunni fyrir hönd allra þeirra barna sem eru langveik með allri þeirri þjáningu sem fylgir. Þetta árið er valið á hetju ársins sérstæðara en áður. Að þessu sinni varð fyrir valinu maður sem fórnaði lífi sínu við að reyna að bjarga félaga sínum. Slysið varð í mars á þessu ári þegar Andri Már Þórðarson nemandi og Örvar Arnarsson voru í æfingaferð í fallhlífarstökki á Flórída. Þeir stukku samtímis en fallhlíf Andra Más opn­ aðist ekki. Örvar reyndi að bjarga fé­ laga sínum við að opna fallhlífina en það tókst ekki. Báðir skullu í jörðina og létust. Kennarinn lagði líf sitt að veði í aðstæðum sem voru vonlitlar. Og þeir fórust báðir. Fólk er sammála um að Örvar hafi sýnt fádæma hetju­ lund í tilraunum sínum til að bjarga Andra Má. Og eins og stundum ger­ ist í lífinu þá fór illa. Þetta er öllum áminning um að stundum eru að­ stæður þannig að bjargvættirnir eru í háska og líf þeirra undir. Örvar glat­ aði lífi sínu við aðstæður sem voru honum ofviða. Hann reyndi fram á hinstu stund að bjarga lífi félaga síns en það fór eins illa og það gat farið. Lesendur DV vilja heiðra minningu þeirra félaga með því að velja Örvar sem hetju ársins. Hann fórnaði lífi sínu í tilraun til þess að bjarga. Stærri getur fórnin ekki orðið. n Valtur forseti Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al­ þýðusambands Íslands, stendur nú yfir klofnu sambandi sínu. Oft hefur blásið á móti honum í embætti en aldrei sem nú. Venjulega hafa aðeins örfá­ ir verkalýðsleiðtogar á borð við Vilhjálm Birgisson á Akranesi og Aðalstein Baldursson á Húsavík risið gegn forsetanum. Nú virð­ ist andstaðan almennari eftir að samið var fyrir jólin. Gylfi er valt­ ari en nokkru sinni fyrr. Steingrímur aktívur Steingrímur J. Sigfússon, alþingis­ maður VG, fer bókstaflega ham­ förum í þinginu og talar allra þingmanna mest líkt og gerðist meðan hann var foringi flokksins. Þetta þykir vera til marks um að hann ætli sér ekki að láta Katrínu Jakobsdóttur formanni eftir stjórntaumana að fullu. Þetta þykir stjórnarliðum slæmt enda er Steingrímur J. ákaflega harð­ skeyttur og óvæginn í garð póli­ tískra andstæðinga. Elliði grimmur Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest­ mannaeyjum, er einstaklega beinskeyttur í málflutningi sínum og hefur undan­ farið hrist upp í mörgum. Skoð­ anir hans um bruðl í kringum sinfóníuhljóm­ sveit og fleira eiga ekki upp á pall­ borðið hjá öllum. Á dögunum sendi hann Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og flokksbróð­ ur sínum, skýr skilaboð um að það myndi taka 5.000 ár að borga skuldir þjóðarinnar miðað við þann afgang sem er af tekjum ríkisins. Auðmenn Fréttablaðsins Fréttablaðið stóð á sínum tíma fyrir könnun um það hver væri besti auðmaður Íslands. Að sjálf­ sögðu var boðið upp á að kjósa eiganda blaðsins, Jón Ásgeir Jóhannesson. Dr. Gunni segir frá því á bloggsíðu sinni að hann hafi fengið leiðbeinandi boð um að gerast álitsgjafi. Tilnefndi hann Jóhannes Jónsson í Bón­ us sem aðal. Í annað sæti setti hann Björgólf Guðmundsson og Bjarna Ármannsson í það þriðja. Fríblaðið hefur hvílt þennan lið um árabil en talið er tímaspurs­ mál hvenær hann verður tekinn upp aftur. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari „Þessi mynd af bakgarði Sjálf- stæðisflokksins má verða okkur öllum nokkurt um- hugsunarefni. „Stærri getur fórnin ekki orðið. Vigdís Hauksdóttir lætur ekki slá sig út af laginu. – DV E ignast lýðveldið Ísland önnur sjötíu ár? Skoðum þrjár mynd­ ir. Fyrst með tilvitnun í eina jólabókina: „Sigga skrifaði greinaflokkinn Hverjir eiga Ísland? Meðan hún stýrði Víkurfréttum, vikublaðinu sem var borið í öll hús á Suðurnesjum og hver stafur lesinn. Í greinaflokknum, sem kostaði hana starfið, henni var sagt upp daginn eftir að hún birti þriðju og síðustu greinina, það var fáeinum mánuðum fyrir hrun, rifj­ aði hún meðal annars upp hvernig Íslendingar græddu stórkostlega á hernum beint og óbeint, og notuðu til þess allar hugsanlegar leiðir. Í lok síðustu greinarinnar sagði hún líka frá þessum sið keflvískra unglinga að ræna vörubílana hlaðna vörum úr Kanaskipum, stundum með því að stökkva á þá þar sem þeir stóðu kyrrstæðir á vigtinni, sem stundum eins og við upplifðum það, sátu þeir fyrir þeim á Hafnargötunni. Oft, átti hún eftir að skrifa „bárum við ráns­ fenginn í öruggt skjól í bakgarð Sjálf­ stæðisflokksins og skiptum honum þar – fjarri því bróðurlega – á milli okkar. Það er óhætt að segja, auð­ vitað án þess að við gerðum okkur grein fyrir því þá, að það hafi verið átakanlega táknrænt að velja þenn­ an stað, bakgarð stjórnmálaflokks­ ins, sem hefur framar öðrum flokk­ um, leynt og ljóst, og því miður ekki af sanngirni og heiðarleika, skipt með sér auðæfum landsins frá því að við hlutum sjálfstæði frá Dönum“.“ (Jón Kalman Stefánsson: Fiskarnir hafa enga fætur, Bjartur, Reykjavík 2013 bls. 163.) Krakkarnir stukku á vörubílana og opnuðu kassa og poka með dúkahnífum og tíndu upp úr þeim verðmætin: Skinkur, síga­ rettur, niðursuðumat, álegg, frosna kjúklinga, bangsa. Nokkrir krakkar hlupu svo á eftir bílunum og tíndu draslið saman og svo var öllu safn­ að saman í bakgarði Sjálfstæðis­ hússins í Keflavík. Þannig var sagan til komin. Átakanlega táknrænt. Táknræn fyrir herinn, græðgina, niðurlæginguna og það sem tíðk­ aðist í Keflavík á þeirri tíð. Bók Jóns Kalmans er stórmerk en margir sem ólust upp í Keflavík munu verða reiðir og mótmæla bókinni. Ég hef þegar hitt einn og er ekkert hissa á því en bók Jóns er göldróttur póli­ tískur aldarspegill sem við þurfum öll að hafa kjark til þess að horfa í. Bókin er listaverk. Hún er sterk, spennandi með flæðandi og hríf­ andi stíl þar sem eru langar, langar málsgreinar, og mikið af því lífi sem við þekkjum öll sem lifðum þessi ár sem sagt er frá í bókinni. Hún er samfelld textaveisla. Þessi grein er ekki bókmenntagagnrýni eða bók­ menntaumsögn. En þessi mynd af bakgarði Sjálfstæðisflokksins má verða okkur öllum nokkurt umhugs­ unarefni. Hún minnir okkur á þessi ár lýðveldisins sjötíu þegar við lifð­ um oft eins konar sníkjulífi á öðrum um leið og við unnum margan sigur­ inn. Það er fyrsta mynd. Ó, helga vík Stríðsgróðinn varð vöggugjöf lýð­ veldisins Íslands. Meðan aðrar þjóð­ ir ráfuðu um hungraðar í brunarúst­ um styrjaldarinnar gátum við byggt upp efnahagslífið af því að við höfð­ um grætt á legu landsins til hernað­ ar. Við eyddum stríðsgróðanum oft í skynsamlega hluti, einn daginn þraut stríðsgróðann og þá vildi svo vel til að Bandaríkjamenn vildu veita fátækum og stríðshrjáðum Marshall­ gróða. Við vorum að vísu hvorugt en fengum samt. Það var nú aldeilis gott og svo kom herinn. Um miðjan sjötta áratuginn störfuðu þrjú þús­ und Íslendingar hjá hernum. Síðustu ár hersins 1990 til 2005 námu tekjur af hernum einu til tveimur prósent­ um af landsframleiðslu á ári. Segjum bara einu og hálfu og þá eru það 400 til 500 milljarðar króna á fimmtán árum. Ef herinn fer þá fer vort eina traust orti Þórarinn Eldjárn og hitti naglann á höfuðið að minnsta kosti á Suðurnesjum því eftir að herinn fór kom í ljós að sjálfbært efnahags­ líf var ekki til og er veikt enn í þeim landshluta. Þeirra helga vík skilar engu nema vonbrigðum. Sem bet­ ur fer eru Suðurnesjamenn margir að segja skilið við þá ofurtrú á blekk­ ingar sem ráðamenn hafa oft haldið á lofti. Og halda sumir enn og hafa í hótunum við Landsvirkjun. Það er önnur mynd. Önnur sjötíu ár Sjötíu ára verður lýðveldið á næsta ári. Lifir lýðveldið önnur sjötíu ár? Já, er það ekki nokkuð víst? Til 2084. Og lengur. Sérstaklega ef við höfum vit á því að hleypa kapítalismanum ekki einum til allra valda Þá er allur til­ verugrunnur okkar í hættu, líka nátt­ úruauðlindir og umhverfi, ávinning­ ur í velferðarmálum í áratugi, sigrar í landhelgisdeilum, allt. Margir fé­ lagar mínir telja að aðild að Evrópu­ sambandinu sé það hættulegasta sem geti komið fyrir sjálfstæði Ís­ lands. En það sem er nú varasamast og við þekkjum og höfðum reynslu af er hins vegar frjálshyggjan, græðgin, eftirlitslaust peningabrjálæðið. Það má aldrei komast aftur til allra valda. Aðild að Evrópusambandinu er ekki yfirvofandi. Þetta er þriðja myndin til að hugsa um þegar við undirbúum sjö­ tíu ára afmæli lýðveldisins. Það að lýðveldið er enn sjálfstætt er því að þakka að við höfum unnið marga sigra á okkur sjálfum, höfum byggt upp sjálfstætt íslenskt atvinnulíf í andstöðu við græðgiskapítalismann, höfum þróað með verkalýðshreyf­ ingunni velferðarkerfi til jafns við aðrar þjóðir, höfum fært út land­ helgina undir forystu vinstri manna og tókst að rétta við eftir hrunið sem frjálshyggja ofsakapítalismans leiddi yfir okkur. Undir forystu vinstri manna. Þeir þrifu upp eftir veisluna sem bara sumir komust í. Það var einn stærsti sigurinn í sjálfstæðisbar­ áttu Íslendinga. En við þolum ekki að lenda í foraði frjálshyggjunnar aftur. Þá er óvíst um þessi sjötíu í viðbót. Gleðilegt ár! n Þrjár myndir við afmæli lýðveldisins Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra Aðsent Á baráttudegi verkalýðsins Það að lýðveldið er enn sjálfstætt er því að þakka að við höfum unnið marga sigra á okkur sjálfum. MynD EyþÓR ÁRnASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.