Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir Áramótablað 28. desember 2013 Höfn snuðaði bæinn um milljónir króna Öldrunarheimilið Höfn í Hafnarfirði stofnaði til óeðlilegra skulda og er með neikvæða eiginfjárstöðu Ö ldrunarmiðstöðin Höfn í Hafnarfirði skuldaði fyrr- verandi íbúum sínum, eða ættingjum þeirra, rúmlega 86 milljónir króna í lok árs 2010. Þetta voru skuldir sem öldr- unarmiðstöðin, sem rekin er sem sjálfseignarstofnun, átti útistand- andi við íbúana og hafði ekki getað endurgreitt þeim. Á sama tíma var eiginfjárstaða félagsins neikvæð um tæplega 58 milljónir króna. Þessi skuld Hafnar við íbúana var stærsta einstaka skuld öldr- unarheimilisins en heildarskuld- irnar námu ríflega 240 milljónum króna. DV fjallað um Höfn í síðustu viku en þá var greint frá láni upp á 25 milljónir króna sem einn af íbúum Hafnar, Líneik Gísladóttir, átti útistandandi hjá sjálfseignar- stofnuninni. Það lán var tilkom- ið vegna þess að konan hafði látið framkvæmdastjóranum, Kristjáni Guðmundssyni, í té umrædda fjár- muni til ávöxtunar en svo rötuðu þeir inn í reksturinn sem bókfært lán. Í samtali við DV vill Kristján ekki greina frá því hvernig þetta gerðist; að fjármunir frá Líneik hafi ratað inn í rekstur Hafnar. Sú staðreynd sýnir hins vegar þá rekstrarerfiðleika sem Höfn hefur átt við að etja. „Þetta eru þín orð […] Ég svara ekki þessu. Ég svara því bara þannig að þetta mál var til lykta leitt með samþykki allra hlut- aðeigandi aðila.“ Höfn er sjálfseignarstofnun og ber Ríkisendurskoðun að taka við ársreikningum hennar og fylgjast með rekstrinum, líkt og gildir um aðrar slíkar stofnanir. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendur- skoðun hefur stofnunin ekki gert athugasemdir við rekstur öldr- unarsamtakanna. „Aldrei,“ segir upplýsingafulltrúi stofnunarinnar. Bent á rekstrarerfiðleikana Staða Hafnar var orðin svo slæm að endurskoðandi félagsins, Guð- mundur Óskarsson, benti á það í endurskoðunarbréfi með ársreikn- ingi fyrir 2009 að félagið gæti orðið gjaldþrota. „Ef Öldrunarsamtökin Höfn tapa verulega á rekstri sínum í mörg ár til viðbótar og sala á íbúðarrétti glæðist ekki verulega mun félagið komast í þrot og ekki eiga fyrir skuldum.“ Tap Hafnar á árinu 2010 nam tæplega 16 milj- ónum króna. Vísaði endurskoð- andinn til þess að stjórnendur félagsins teldu að varasjóðir leynd- ust hjá félaginu sem ekki kæmu fram í endurskoðunarbréfi félags- ins. „Stjórnendur félagsins telja að hjá félaginu leynist varasjóðir sem ekki koma fram í efnahagsreikn- ingi en kæmu fram og innleystust ef félagið seldi fasteignir sínar og fengi fyrir þær eðlilegt verð. Dygðu þeir varasjóðir líklega til að rétta við fjárhag félagsins.“ „Ekki alvarlegir erfiðleikar“ Kristján segir aðspurður um rekstur Hafnar að erfiðleikarnir séu „ekki alvarlegir“. Aðspurður hvort Höfn skuldi fyrrverandi íbúum ennþá 90 milljónir segir Kristján að búið sé að gera upp þá skuld. „Við höf- um gert þetta upp gagnvart öllum. Við erum í engum vanskilum þó það hafi stundum verið erfitt hérna. Við erum ekki í vanskilum gagnvart neinum aðila. Við skuldum dálítið en við erum ekki í vanskilum,“ seg- ir Kristján. Vegna þess að Höfn er sjálfs- eignarstofnun en ekki hluta- eða eignarhaldsfélag er öldrunar- miðstöðin ekki ársreikningaskyld gagnvart ríkisskattstjóra. Stofnun- in skilar ársreikningum til Ríkis- endurskoðunar, líkt og aðrar sam- bærilegar stofnanir eins og Eir og Sunnuhlíð. Ársreikningar stofn- unarinnar eru því opinberir líkt og ársreikningar hlutafélaga. Aðspurð- ur um stöðu Hafnar núna segir Kristján að skuldirnar séu „lítillega“ hærri en árið 2010 en að búið sé að borga upp skuldirnar við íbúðar- réttarhafana. „Ef við hættum rekstri í dag þá kæmum við standandi nið- ur,“ segir Kristján og vísar til þess að Höfn gæti selt fasteignir sínar í Hafnarfirði á markaði og gert upp skuldir sínar. Skuldaði Hafnarfjarðarbæ Í öðrum gögnum sem DV hefur undir höndum kemur fram að Höfn hafi tvíselt íbúðarrétt að íbúðum í öldrunarmiðstöðinni. Í báðum til- fellum var um að ræða íbúðir sem Hafnarfjarðarbæ átti íbúðarrétt- inn að. Bréf voru send frá Hafnar- fjarðarbæ til Hafnar vegna málsins árið 2006 þar sem greint var frá því að skuld Hafnar við bæjarfélagið næmi tæplega 17 milljónum króna. Orðrétt segir um annan íbúðar- réttinn: „Með samningi um íbúðar- rétt, dags. 31. 2001 selur Höfn Soffíu Jóhannsdóttur íbúðarréttinn að íbúðinni á kr. 8000000, […], þrátt fyrir að hafa með íbúðarréttar- samningi dags. 31. desember 1994, selt Hafnarfjarðarbæ íbúðarréttinn að þessari sömu íbúð. Báðir þessir samningar eru óuppsegjanlegir af hálfu húseiganda og hefur Hafnar- fjarðarbær ekki sagt upp samn- ingi sínum frá 31. desember 1994. Sala íbúðarréttarins 31. maí 2001 var án nokkurs sjáanlegs samráðs við Hafnarfjarðarbæ og andvirði íbúðarréttarins hefur ekki verið skilað til bæjarsjóðs. Ljóst má vera af gögnum þeim sem fyrir liggja að hér hafa hafa forráðamenn Hafn- ar staðið á ólögmætan ef ekki með refsiverðum hætti að verki.“ Fimm ár voru því liðin frá því Höfn seldi íbúðarrétt Hafnarfjarðarbæjar og þar til umrædd bréfaskipti fóru fram. Kristján Guðmundsson segir að þessi skuld Hafnar við Hafnar- fjarðarbæ hafi verið gerð upp í fyrra. „Þetta var gert upp um þar síðustu áramót.“ Í fundargerð stjórnar Hafn- ar frá maí í fyrra er greint frá þessu samkomulagi. Svo segir: „Bæjarráð Hafnarfjarðar tók málið síðan fyrir á fundi sínum 24. apríl og staðfesti fyrirliggjandi samkomulag skv. bréfi sem Kristján las upp á fundinum.“ Í samtali við DV staðfestir nú- verandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, að gengið hafi verið frá samkomu- laginu við höfn. Alls kyns vandamál Vandamál Hafnar eru því umtals- verð og teygja sig yfir nokkurra ára tímabil. Í raun hafa verið úti- standandi skuldir við þrjá aðila sem ekki áttu að fjármagna starf- semina: Hafnarfjarðarbæ, um- rædda Líneik Gísladóttur og svo íbúðarréttarhafana sem flutt höfðu úr öldrunarmiðstöðinni eða fallið frá. Framkvæmdastjórinn Kristján Guðmundsson segir að allar þess- ar skuldir hafi verið gerðar upp með eðlilegum hætti þó svo hann vilji ekki greina frá því hvernig ná- kvæmlega skuldin við Líneik hafi verið gerð upp, svo dæmi sé tekið. Höfn er enn eitt dæmið um sjálfseignarstofnun, og eða öldr- unarheimili, þar sem rekstur- inn virðist vera í nokkrum ólestri. Áður hefur verið greint frá málefn- um Eirar og Sunnuhlíðar, svo tvö dæmi séu tekin. n Fylgist með Ríkisendurskoðun fylgist með rekstri Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafn- ar. Sveinn Arason er ríkisendurskoðandi. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Segir stöðuna fína Kristján Guðmundsson segir að staða Hafnar sé fín í dag og að búið sé að gera upp skuldir stofnunarinnar. „Ég svara því bara þannig að þetta mál var til lykta leitt með samþykki allra hlutaðeig- andi aðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.