Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 52
Áramótablað 28. desember 201352 Völvuspá 2014 Íþróttir Eiður Smári Guðjohnsen fær kveðjuleik n Völvan sér Eið Smára Guðjohn- sen skína eins og stjörnu í sérstökum kveðjuleik sem efnt verður til á Laugardags- velli. Af öðrum íslenskum fót- boltamönnum sér völvan Gylfa Sigurðsson kom- ast enn lengra og hærra meðan Kol- beinn Sigþórsson verður minna í sviðsljósinu en áður. Gylfi mun fljótlega verða orðaður við stærri lið en Tottenham eftir að hafa átt stjörnuleik undir nýjum stjóra. Hermann Hreiðarsson verð- ur talsvert í frétt- um þegar hann tekur að sér þjálfun í neðri deilum í Sví- þjóð og lið hans kemst í sviðsljósið eftir undar- legan sigur snemma undir hans stjórn. Alfreð Finn- bogason, Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guð- mundsson munu einnig eiga góðu gengi að fagna. Alfreð fer frá sínu liði og gengur til liðs við með- alstórt lið í efstu deild ensku knattspyrnunnar. Hvaða strákar eru þetta? n EM í handbolta. Íslenska liðið á væntanlega erfitt verkefni fyrir höndum á EM. Liðið hefur oft ver- ið sterkara enda Ólafur Stefáns- son hættur og mikilvægir leikmenn hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Hvort Aron Kristjánsson nái að kreista fram það besta úr liðinu skal ósagt látið. Völv- an sér niðurlúta menn ganga af velli og þjóðin hristir hausinn og krefst afsagnar þjálfarans. Hvaða landslið? n Dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í knattspyrnu 2016 í febrúar næstkomandi. Ísland er í fimmta styrkleikaflokki sem getur þýtt að mjög sterkir mótherjar bíði strákanna okkar sem stóðu sig svo vel í síðustu undankeppni HM. Sá draumur rætist þegar Íslendingar fá firnasterka mótherja og verða í kjöl- farið rassskelltir eftirminnilega svo að minnir á 14–2 leikinn sem alltaf liggur sem ein mara yfir oss. KR-ingar í skugga veð- málahneykslis n KR-ingar eru núverandi Íslands- meistarar í knattspyrnu og þeim tekst að halda titlinum í Vesturbæn- um? Völvan sér umræðu um veð- mál og hagræðingu leikja skjóta upp kollinum á frekar ólíklegum stað í íslenskri knattspyrnu en KR dregst inn í það mál og varp- ar það skugga á velgengni þeirra þótt skjöldur þeirra sé í rauninni hreinn. Frjálsir íþrótta- menn n Völvan sér íslenskar frjálsíþróttakonur standa sig sérlega vel á erlendum vett- vangi og sérstaklega verður sviðsljósið á hlaupagikkn- um Anítu en á nýju ári verður staðfest að hún er einn efnilegasti hlaupari á sínu sviði í heiminum öllum. Náttúran Eldgos á Reykjanesi n Íslensk náttúra og hennar óheftu öfl munu minna eftirminnilega á sig á nýju ári. Þar verður einn atburð- ur sem skyggir á alla aðra en það er lítið eldgos á Reykjanesi. Það er svo nálægt Reykjavík að bjarminn af því sést með berum augum. Þetta er ekki tilþrifamikið gos heldur hægt og langvinnt flæðigos með lítilli kvikustrókavirkni. Eins og nærri má geta vekur þetta gríðarlega athygli og ferðamenn flykkjast til landsins því hægt verður að ganga nánast al- veg að rennandi hraunstraumi. Hið rennandi hraun er á vatnsverndar- svæði Reykjavíkur því gosið er í svo- nefndum Rjúpnadyngjum ekki langt frá Bláfjöllum. Snemma verður því farið í að ryðja upp varnarvegg og bægja rennsli hraunsins í áttina að Hafnarfirði frekar en niður að Elliða- vatni. Sú ákvörðun veldur talsverð- um deilum milli náttúruverndar- manna og framkvæmdamanna en ekki síður milli Hafnfirðinga og Reykvíkinga þegar straumurinn tek- ur að nálgast Kaldársel og stefnir í vatnsból Hafnfirðinga. Annað gos í Vatnajökli n Grímsvötn láta einnig á sér kræla á árinu en um lítið gos er að ræða. Það sem vekur athygli í því eru um- brot undir jöklinum talsvert vestan við Grímsfjall. Ekki kemur gos þar upp en mikil bráðnun kallar fram hlaup í Skaftá og Hverfisfljóti sem hafa áhrif á náttúrufar og búskap niðri í byggð og vatnafar Hverfis- fljóts breytist varanlega í kjölfarið og verður rennsli í því nánast ekkert en megnið af vatninu virðist fara í Skaftá. Undarlegir hlutir n Völvan sér skriðuföll og grjóthrun á Vestfjörðum sem valda truflunum á samgöngum snemma vors. Í kjöl- farið verða erfiðar samgöngur þessa landshluta í sviðsljósinu og ríkis- stjórnin samþykkir að ráðast í sér- stakt átak. Veðurfar og búskapur n Völvan sér harðan vetur í uppsigl- ingu. Mikið snjóar, sérstaklega fyrir norðan, og munu snjóþyngsli síð- asta vetrar blikna við hlið þess sem í vændum er. Vorið verður afspyrnu kalt, sérstaklega fyrir norðan, og erfitt fyrir bændur. Eft- ir þessum harða vetri kemur svo eitt sólrík- asta sumar sem elstu menn rekur minni til. Völvan sér ís- lenska þjóð sólbrúna og glaða buslandi í Nauthólsvík því sól- skinið verður eink- um á sunnanverðu landinu. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.