Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 70
70 Sport Áramótablað 28. desember 2013 Ár íslenskrar knattspyrnu n Knattspyrnulandsliðin léku á als oddi n Ísland hársbreidd frá HM n Aníta Hinriksdóttir sló í gegn n Erfitt ár hjá handboltalandsliðinu Titillinn aftur á Old Trafford M anchester United tryggði sér sinn 20. Englandsmeistaratitil með sigri á Aston Villa á Old Trafford þann 20. maí. Óhætt er að segja að United hafi haft yfirburði í deildinni en þegar upp var stað­ ið munaði 11 stigum á United og Manchester City sem endaði í öðru sæti. United fékk 89 stig og varð Robin van Persie, framherji United, markakóngur deildarinnar með 26 mörk. Kóngurinn kvaddi United S ir Alex Ferguson, knattspyrnu­ stjóri Manchester United, til­ kynnti óvænt þann 8. maí að hann hygðist hætta sem stjóri félagsins eftir 26 ár við stjórnvölinn. Á ferli sínum vann Ferguson alla titla sem hægt var að vinna; ensku úrvalsdeildina 13 sinnum, bikar­ keppnina 5 sinnum og Meistaradeild Evrópu tvisvar svo fátt eitt sé nefnt. David Moyes, stjóri Everton, tók við af Ferguson sem er enn þann dag í dag sárt saknað af stuðningsmönn­ um United. Bayern hirti þrennuna Á rið var ár þýska stórliðsins FC Bayern sem vann alla titla sem í boði voru á árinu. Liðið vann Bundesliguna með yfir burðum og þegar upp var staðið munaði 25 stigum á Bayern og Borussia Dortmund sem endaði í öðru sæti. Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistara­ deildarinnar 25. maí þar sem Bayern vann 2–1. Viku síðar tryggði Bayern sér þrennuna þegar liðið vann Stuttgart, 3–2, í úrslitaleik þýska bikarsins. Annað Evrópumótið í röð Í slenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék á sínu öðru Evrópumóti í röð í sumar. Íslensku stelpurnar lentu í nokk­ uð sterkum riðli og léku gegn Noregi, Þýskalandi og Hollandi. Íslenska liðið náði góðum árangri; gerði jafntefli í fyrsta leik gegn Noregi, tapaði svo 3–0 fyrir firnasterkum Þjóðverjum áður en liðið vann Holland, 1–0, og tryggði sér um leið sæti í 8­liða úrslitum. Þar mætti íslenska liðið heimamönnum í Svíþjóð sem fóru með öruggan 4–0 sigur af hólmi. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar eftir 1–0 sigur á Norðmönnum í úrslitum. Spennu- þrungin NBA-úrslit M iami Heat tryggði sér sinn þriðja NBA­titil þegar liðið lagði San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu. Flestir bjuggust við nokkuð ör­ uggum sigri Heat í einvíginu en Spurs veitti LeBron James og fé­ lögum harða keppni og fór svo að Heat tryggði sér titilinn í sjöunda leiknum. LeBron James var valinn verðmætasti leikmaður úrslita­ keppninnar en hann fór fyrir sín­ um mönnum í oddaleiknum og skoraði 37 stig. Gummi Gumm til Danmerkur Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hand­knattleik, var í október ráðinn næsti landsliðsþjálfari erkifjendanna Dana. Hann tekur við af Ulrik Wilbek næsta sumar. Vonarstjarna Evrópu F rjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir sló rækilega í gegn á árinu. Hún varð heimsmeistari 17 ára og yngri í 800 metra hlaupi í sum­ ar og Evrópumeistari í flokki 19 ára og yngri. Hún bætti Íslandsmet í greininni tvisvar á árinu og státar af næst besta tíma 17 ára og yngri á heimsvísu á þessu ári; fór 800 metrana á 2.49. Árangur hennar leiddi til þess að í október var hún af Frjálsíþróttasambandi Evrópu útnefnd vonar­ stjarna evrópskra frjálsíþrótta í kvennaflokki, eða Rising Star.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.