Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 28
28 Fréttir Áramótablað 28. desember 2013 Mest lesnu fréttir ársins Bílastæðadólgar og andlát vöktu hvað mesta athygli á DV.is á árinu 2013 1 Nauðgað og brenndur í Heiðmörk 124.662 lásu Birtist: 26. ágúst Deilt: 676 sinnum Fjöldi ummæla: Ekki leyfð n 28 ára karlmaður var fluttur á neyðar- móttöku í ágúst vegna gruns um að honum hafi verið nauðgað í Heiðmörk. Hann hafði mælt sér mót við tvo til þrjá íslenska karlmenn í gegnum stefnumótasíðuna Gayromeo. Hann fékk drykk hjá manni sem hann hitti í Heiðmörk og man lítið eftir það. Þegar hann vaknaði blæddi úr endaþarmi hans auk þess sem hann var með ljót bruna- sár á öxlinni. 2 Sjáðu hvað leynist í bita frá KFC 120.390 lásu Birtist: 8. janúar Deilt: 536 sinnum Fjöldi ummæla: 123 n Nítján ára drengur í Colchester í Englandi fylltist viðbjóði þegar hann sá hvað ætlaður kjúklingabiti innihélt. Eins og sést á myndinni var bitinn sérstaklega ógirnilegur. Lýsing drengsins „eins og krumpaður heili“ er ef til vill svolítið nákvæm. „Ég gat ekki einu sinni tekið bitann aftur upp.“ Dreng- urinn kvartaði við KFC, sem bauð í staðinn fleiri máltíðir – ókeypis. Þær þáði hann ekki og kvaðst ekki borða þar framar. 3 Afgreiðslustúlka í Bónus brotnaði saman 113.938 lásu Birtist: 24 október Deilt: 676 sinnum Fjöldi ummæla: 595 n Dónalegir viðskiptavinir verslunarinnar Bónus grættu unga afgreiðslustúlku með framkomu sinni í lok október. Stúlkan vinnur í Holtagörðum þar sem viðskiptavinur talaði niður til hennar. Konan hreytti í hana að leggja vörurnar frá sér almennilega og hún skyldi hætta þessum dónaskap, þegar hún hafði boðið henni poka. „Hún er farin að grenja,“ sagði maðurinn sem var með konunni þegar stúlkan fór frá kassanum. 4 Jón Hilmar bráðkvaddur á heimili sínu 108.987 lásu Birtist: 18. júní Deilt: 182 sinnum Fjöldi ummæla: Ekki leyfð n Jón Hilmar Hallgrímsson, eða Jón stóri, féll frá langt fyrir aldur fram í sumar, þegar hann varð bráðkvaddur, 34 ára að aldri. Jón var þekktur fyrir undirheimastarfsemi og hafði talað opinberlega um fíkniefna- og steranotkun sína. Hann hafði þó að sögn nokkru áður náð tökum á áfengis- og vímuefnaneyslu sinni eftir að hafa dvalið úti á landi um hríð. 5 Skyndilegt fráfall Snæfríðar Baldvinsdóttur 107.540 lásu Birtist: 20. janúar Deilt: 32 sinnum Fjöldi ummæla: Ekki leyfð n Snæfríður Baldvinsdóttir, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu og fyrrverandi lektor við Háskólann á Bifröst, lést í janúar. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu. Snæfríður fæddist í Reykjavík 18. maí 1968. Hún var því á fertugasta og fimmta aldursári. Foreldrar hennar eru Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðu flokksins. 6 Þorvarður Davíð framdi sjálfsvíg 106.397 lásu Birtist: 8 apríl Deilt: 43 sinnum Fjöldi ummæla: Ekki leyfð n Þorvarður Davíð Ólafsson svipti sig lífi í fangaklefa sínum á Litla-Hrauni í apríl. Þorvarður var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps árið 2011, en hann réðst á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlist- armann, í nóvember árið 2010. Ólafur lést tæpu ári eftir árásina á Grensásdeild. Hann komst aldrei til meðvitundar. 7 Erna í Playboy: Myndirnar eru „mjúkar“ 106.150 lásu Birtist: 27. mars Deilt: 39 sinnum Fjöldi ummæla: Ekki leyfð n Myndir af fyrirsætunni Ernu Gunnþórs- dóttur birtust í Playboy Italy í mars. Blaðið einblínir á kynþokkafullar myndir sem mega ekki vera mikið unnar né grófar, að sögn Ernu. „Ég hef ætlað mér þetta í langan tíma og ég geri það sem ég ætla mér.“ Erna sagði við DV að Playboy birti sjaldan myndir af stúlkum sem ekki væru þekktar í því landi. Því væri hún upp með sér. 8 „Mér er bara drullusama hvað fólki finnst“ 103.201 lásu Birtist: 2. september Deilt: 387 sinnum Fjöldi ummæla: 566 n Hann lét ekki að sér hæða, eigandi Range Rover-jeppa, sem gagnrýndur var harðlega fyrir að leggja bifreið sinni ólöglega trekk í trekk. Við Dalveg lagði hann til dæmis í tvö stæði fyrir fatlaða. „Tek alltaf 2 stæði ef ég legg,“ skrifaði maðurinn á spjallvef og bætti við að það væri gert að koma í veg fyrir að hurðir yrðu dældaðar af ónærgætnum bíleigendum. 9 „Hversu heimskir geta Íslendingar verið?“ 102.111 lásu Birtist: 28. apríl Deilt: 1.695 sinnum Fjöldi ummæla: 396 n Næst mest lesna erlenda fréttin á árinu var byggð á ummælum breska þingmanns- ins Barry Sheerman. Hann var gáttaður á vali Íslendinga í alþingiskosningunum, sem leiddu á ný hægriöflin til valda, svo skömmu eftir hrun. „Gamla gengi heldri fjölskyldna aftur við völd á Íslandi. Skammarleg útkoma,“ skrifaði hann á samskiptavefinn Twitter. 10 Lagði í bílastæði fyrir fatlaða 101.389 lásu Birtist: 22. mars Deilt: 369 sinnum Fjöldi ummæla: 308 n Athugull vegfarandi varð vitni að því þegar Bjarni Benediktsson, þá þingmaður, var farþegi í bíl sem lagt var í stæði fyrir fatlaða við aðalbyggingu Keilis. Bjarni sótti þar fund með framkvæmdastjóra skólans, Hjálmari Árnasyni, ásamt öðru sjálfstæðis- fólki. baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.