Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 78
Áramótablað 28. desember 201378 Fólk Flott jólaföt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott jólaföt fy ir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur St ir 38-58 Hvað stóð upp úr á árinu 2013? DV fékk nokkra þekkta einstaklinga til þess að segja frá hvað hefði staðið upp úr hjá þeim á árinu sem er að líða „Þegar besti vinur minn bað mín“ n Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona „Það sem stóð upp úr á árinu hjá mér er alveg örugglega þegar besti vinur minn bað mín og við giftumst úti á sjó þremur dögum síðar. Eftir það breyttist flest í mínu lífi. Hilmar Örn Hilmarsson, vinur okkar og allsherjargoði gaf okkur saman rétt fyrir utan Viðey að viðstöddum for- eldrum okkar. Nokkrum dögum síðar gaf hann okkur vel varðveitt leyndarmál sem voru galdrar sem ég get og má ekki greina frá. Ég sá fallegustu stjörnur sem ég hef aug- um litið og norðurljós sem ekki er hægt að lýsa þannig að fólk trúi því. Þetta var viðburðaríkt ár en ég held að þessi stund standi upp úr af öll- um árið 2013.“marsson, vinur okkar og allsherjargoði gaf okkur saman rétt fyrir utan Viðey að viðstöddum foreldrum okkar. Nokkrum dögum síðar gaf hann okkur vel varðveitt leyndarmál sem voru galdrar sem ég get og má ekki greina frá. Ég sá fal- legustu stjörnur sem ég hef augum litið og norðurljós sem ekki er hægt að lýsa þannig að fólk trúi því. Þetta var viðburðaríkt ár en ég held að þessi stund standi upp úr af öllum árið 2013.“ Góð heilsa, gleði, Málmhaus og Óskasteinar n Ragnar Bragason leikstjóri „Góð heilsa og gleði minna nánustu og ánægjulegar sam- verustundir með vinum er það sem ég er þakklátastur fyrir á liðnu ári. Annars var árið sér- staklega viðburðaríkt. Gullregn gekk von úr viti á sviði Borgar- leikhússins alveg fram á sumar og Grímuverðlaunin fyrir bestu leikstjórn komu skemmtilega á óvart. Frumsköpunin er þó alltaf ánægjulegust og það sem kemur blóðinu á hreyfingu. Í sumar hófst vinna við nýtt leik- verk, sem fékk titilinn Óska- steinar, í samvinnu við frábær- an leikhóp og sömu listrænu stjórnendur og voru með mér í Gullregni. Heimsfrumsýn- ing á Málmhaus á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og frábær viðbrögð í framhaldinu glöddu mitt litla hjarta. Ég þvældist heimshorna á milli á kvikmyndahátíðir með- al annars til Suður-Kóreu og Brasilíu og kynntist yndislegu fólki. Hækkun fráfarandi stjórn- ar á framlögum til Kvikmynda- sjóðs eftir mörg mögur ár var einnig mikið gleðiefni. En svo tókst nýrri stjórn að skjóta það í kaf í lok árs þannig að sú gleði var skammvinn. Þegar stór- felldur niðurskurður á RÚV og aflagning Kvikmyndaskóla Ís- lands bætist ofan á fer maður að velta fyrir sér hvað þjóðmenn- ingarklausan í stjórnarsáttmál- anum raunverulega þýði.“ „Frekar viðburðaríkt ár“ n Sigríður María Egilsdóttir hetja Grímur stóð upp úr n Jón Ólafsson tónlistarmaður „Grímur Atla- son. Hann er svo fjári hávaxinn nefnilega.“ „Árið 2013 var alveg frábært þrátt fyrir að sumarið hafi aldrei komið. Venjulega eyði ég miklum tíma í garðinum sem er mín ástríða en ég er að rækta blóm, kál, grænmeti og kryddjurtir. Það þurfti að minnsta kosti ekki að vökva mikið í sumar og ég var lítið úti í garði í rigningunni. Það sem stendur upp úr er þriggja daga hestaferð sem við vinahópur- inn fórum í á Löngufjörur á Snæfellsnesi. Einn hesturinn missti skeifu þannig að það þurfti að járna hann og við urðum því heldur sein til baka og byrjað var að flæða inn fjörðinn sem átti að vera sandfjara. Við enduðum á að sundríða heim sem var frekar ógnvekjandi en sjúklega spennandi. Vatnið óx og óx undir okkur og hestarnir syntu með okkur að landi en við komumst öll heim heilu og höldnu og gemsinn fór ekki í kaf. Flórída ferð í vor bjargaði geðheilsunni í sumar en við fjölskyldan fengum smá lit á kroppinn og sól í hjartað. Við héldum verslunarmanna- helgina heima hjá okkur og allur vinahópurinn kom með börnin í grill og sánu og allir gistu hjá okkur inni og í tjöldum í garðinum. Það var frekar hippalegt og skemmtilegt.“ „Frábært ár“ n Svandís Dóra Einarsdóttir leikkona „Það sem stendur helst upp úr á árinu sem er að líða eru einstak- lega skemmtileg og fjölbreytt verkefni sem ég vann að. Ég frumsýndi fyrsta leikstjóraverk- efnið mitt, starfaði sem sum- arflugfreyja hjá Icelandair og fékk tækifæri til að vinna bæði á sviðinu og á hvíta tjaldinu en þau verkefni verða frumsýnd í kringum páskana. Annars vegar Hraunið, sem er sjálfstætt framhald af sjónvarpsþáttaröð- inni Hamrinum, og hins vegar kvikmyndin um Harrý og Heimi. Ísingin á kökunni var svo lang- þráð sumarfrí í lok október með unnusta mínum, Sigtryggi Magna- syni, þar sem við byrjuðum í New York og flugum svo til Flórída þar sem batteríin voru hlaðin fyrir næstu törn. Sem sagt frábært ár!“ „Það var sennilega velgengnin í Morfís, útskrift mín úr Verzl- unarskóla Íslands, frumsýning á myndinni Hross í oss og að halda ræðu fyrir BBC. Þetta var frekar viðburðaríkt ár og ég get ómögulega valið eitthvert eitt af fyrrnefndum atriðum sem stóð sérstaklega upp úr.“ Þriggja daga hestaferð stendur upp úr n Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.