Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 88

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 88
Áramótablað 28. desember 201388 Fólk Stjörnublik ársins í Hollywood Miley Cyrus tætir og tryllir Ungstirnið Miley Cyrus gerði hvern skandalinn á fætur öðrum allt árið. Toppnum var líklega náð á tónlistarverðlaunum MTV-sjónvarpsstöðvar- innar þegar hún sýndi á sér nokkuð grófar hliðar í flutningi sínum ásamt Robin Thicke. Hún tjáði sig þó líka opinskátt um eiturlyfjaneyslu og fór nakin í myndatöku hjá ljósmyndaranum Terry Richardson. Tónlistar- myndbandið við lagið Wreckingball, þar sem hún er nær nakin að faðma keðju í nokkrar mínútur, þótti líka gróft. Stóra árið hans Bens Árið 2013 var árið sem Ben Affleck kom sér aftur í hóp þeirra bestu og mestu í Hollywood. Kvikmyndin hans Argo sló heldur betur í gegn og færði Affleck fjöldann allan af verðlaunum; meðal annars ósk- arsverðlaun. Þá var tilkynnt um það á árinu að hann yrði næsti Batman. Val sem kom mörgum á óvart og þótti umdeilt. Amanda missti sjálfræðið Amanda Bynes fetaði í fótspor Britney Spears frá því 2007. Hún byrjaði á því að kalla fólk ljótt á Twitter og að vera hent út úr líkamsræktartíma en var svo handtekin á miðju ári fyrir vörslu fíkniefna, fyrir að reyna að koma und- an sönnunargögnum og fyrir að valda öðrum hættu. Hún var svo lögð inn á spítala gegn sínum vilja eftir að hafa kveikt eld í innkeyrslu nágranna síns. Í kjölfarið missti hún svo sjálfræðið. Ekki meira Robsten Bella og Edward lifðu hamingju- söm til æviloka í bókunum og kvik- myndunum Twilight. Það á hins vegar ekki við um leikarana Kristen Stewart og Robert Pattinson. Þau hættu saman og byrjuðu saman á víxl áður en að samband þeirra end- aði endanlega í maí síðastliðnum eftir fjögurra ára samband. Heyra mátti grátur æstra Twilight-aðdá- enda um allan heim í kjölfarið. Lawrence elskuð og dáð Jennifer Lawrence sló heldur betur í gegn á árinu með hinum ýmsu upp- átækjum og gullkornum. Ekki er hægt að segja annað en að heims- byggðin öll hafi fallið fyrir þessari skeleggu og kraftmiklu leikkonu sem talar tæpitungulaust um allt sem brennur á henni. North West Raunveruleikastjarnan og viðskipta- mógúllinn Kim Kardashian eignað- ist sitt fyrsta barn á árinu með sínum heittelskaða, Kanye West. Barnið fékk hið óhefðbundna nafn North sem er sérstaklega sérkennilegt þegar litið er til þess að eftirnafn þess er West. Skilnaður ársins Ofurparið Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones skildu að borði og sæng á árinu. Parið hafði verið táknmynd hins hamingjusama Hollywood-hjóna- bands um árabil þangað til tilkynnt var um skilnaðinn. Útlit er hins vegar fyrir að ástin muni sigra að lokum en samkvæmt slúðurpressunni eru þau enn að reyna að lappa upp á hjónabandið. Prinsinn er fæddur Nýr erfingi bresku krúnunnar fæddist á árinu. Georg prins fæddist undir vök- ulu auga heimspressunnar í júlí en hann er þegar sá þriðji í röðinni bresku krúnunni, á eftir afa sínum og föður. Foreldrar drengsins eru þau Vilhjálmur og Katrín, hertoginn og hertogaynjan af Cambridge. Glee-stjarna kvaddi Glee-stjarnan Cory Monteith lést á árinu, 31 árs að aldri, eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af lyfjum. Hann lést á hótelherbergi í miðbæ Vancouver eftir að hafa verið edrú í mánuð. Cory skildi eftir sig unnustu, leikkonuna Leu Michele, en þau höfðu verið í sambandi í rúmt ár þegar hann féll frá. Þau voru stjörnu- rnar í sjónvarpsþáttunum Glee. Lést í bílslysi Leikarinn Paul Walker, sem þekkt- astur er fyrir leik sinn í aksturskvik- myndaseríunni Fast and Furious, lést í hræðilegu bílslysi und- ir lok ársins. Bílslysið átti sér stað á sama tíma og hann var kynnir á bílasýningu sem haldin var til styrktar fórnarlömbum fellibylj- arins Haiyan sem fór yfir Filippseyjar með hörmulegum af- leiðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.