Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 33
Fréttir Erlent 33 Öflugur jarðskjálfti 20. apríl 186 manns létust og rúmlega átta þúsund slösuðust þegar jarðskjálfti að stærðinni 7 á Richter reið yfir suðvesturhluta Kína. Aurskriður fylgdu í kjölfar skjálftans og grófust margir undir rústum húsa sinna. Harmleikur í Bangladess 24. apríl Yfir ellefu hundruð manns fórust þegar fataverksmiðja hrundi til grunna í úthverfi höfuðborgarinn- ar Dhaka. Í verksmiðjunni voru framleidd föt fyrir evrópsk og bandarísk tískuhús. Eigandi hússins var síðar handtekinn og ákærður enda var ástand hússins þegar það hrundi afar slæmt. Hvirfilbylur skók Oklahoma 20. maí Fjórða stigs hvirfilbylur reið yfir Oklahoma í Bandaríkjunum og olli mikilli eyðileggingu. Að minnsta kosti 24 létust og fjölmargir slösuðust. Talið er að hvirfilbylurinn hafi verið um einn og hálfur kílómetri í þvermál en sjaldgæft er að hvirfilbyljir nái slíkri stærð. Frægðarsól uppljóstrara 20. maí Uppljóstrarinn Edward Snowden, fyrrverandi starfsmað- ur Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, fór til Hong Kong og skömmu síðar var gögnum sem hann hafði tekið lekið til fjölmiðla. Næstu vikur átti Snowden eftir að verða fyrir- ferðarmikill í umræðunni og einn umtalaðasti maður ársins. Drepinn úti á götu 22. maí Einkennisklæddur breskur hermaður var stunginn til bana úti á götu í London og var árásin að öllu leyti tilefnislaus. Tveir menn nálguðust manninn og réðust á hann fyrirvaralaust. Eftir morðið skaut lögregla að mönnunum áður en þeir voru færðir í handjárn. Mótmælt á Kýpur 24. mars Mótmæli brutust út á Kýpur þegar Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sam- mæltust um að veita Kýpverjum 13 milljarða dala neyðarlán með fyrir- vara um samþykki kýpverska þings- ins. Gerð var sú krafa að skattar yrðu hækkaðir og það lagðist illa í heima- menn. Að lokum fór svo að þingið hafnaði neyðarpakkanum. Hryðjuverk í Boston 15. apríl Nokkrar sprengingar urðu við endamark Boston-maraþonsins með þeim afleiðingum að þrír létust og yfir 260 særðust. Spjótin beindust fljótlega að tveimur bræðrum, Tamerlan og Dzhokar Tsarnaev, sem upprunalegu eru frá Tsjetsjeníu. Annar þeirra, Tamerlan, lést eftir skotbardaga við lögreglu en Dzhokar var handtekinn. Öflug sprenging í Texas 17. apríl Tólf létu lífið og yfir 200 særðust þegar öflug sprenging varð í áburðarverksmiðju í bænum West í Texas. Um 50 heimili í bænum eyðilögðust í sprengingunni sem varð eftir að eldur kviknaði í verksmiðjunni. Ásakanir um efna- vopnanotkun 18. apríl Harðir bardagar héldu áfram í Sýrlandi á árinu og í apríl tilkynntu breskir og franskir erindrekar að vísbendingar væru um að sýrlensk stjórnvöld hefðu beitt efnavopnum í stríðinu. Í kjölfarið lýsti Barack Obama Bandaríkjafor- seti yfir áhyggjum af ásökununum. Chavez kveður 5. mars Hugo Chavez, hinn dáði forseti Venesúela, lést eftir erfiða baráttu við krabbamein. Chavez hafði ráðið ríkjum í landinu í fjórt- án ár. Eftir andlát hans var boðað til kosninga og fór svo að Nicolas Maduro, hægri hönd Chavez, var kjörinn nýr forseti. Norður-Kórea beitt þvingunum 8. mars Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að beita Norður-Kóreumenn frekari efnahagsþvingunum eftir kjarn- orkuvopnatilraunir yfirvalda í Pyongyang í febrúarmánuði. Í kjölfar ákvörðunarinnar hótaði forsetinn, Kim Jong-un, að beita kjarnorkuvopnum gegn Bandaríkja- mönnum og Suður-Kóreumönn- um. Tilkynningin olli þó nokkrum usla og jók enn frekar á spennuna á Kóreuskaga. Nýr páfi kjörinn 13. mars 115 kardinálar í Vatíkaninu komu sér saman um að Argentínu- maðurinn Jorge Mario Bergoglio skyldi verða nýr páfi kaþólsku kirkjunnar. Bergoglio, sem er fyrsti páfinn sem kemur frá Rómönsku- Ameríku, fékk nafnið Frans. Jinping varð forseti Kína 14. mars Xi Jinping var kjörinn forseti Kína með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Af 2.956 kjörmönnum var aðeins einn sem greiddi atkvæði gegn honum en þrír sátu hjá. Í sömu kosningu var Li Yuanchao kjörinn varaforseti. Áramótablað 28. desember 2013 Ísraelar skjóta á Sýrland Yfirvöld í Ísrael skutu tveimur flugskeytum á skotmörk í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Með þessu vildu Ísraelsmenn ekki skipta sér af styrjöldinni sem geisar í landinu heldur koma í veg fyrir að liðsmenn Hezbollah gætu orðið sér út um vopn. 3.–5. maí Samkyn hneigðum leyft að giftast Frakkland varð fjórtánda þjóð heimsins til að heimila hjónabönd samkynhneigðs fólks eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp þess efnis. Efri deildin samþykkti lögin síðar. 23. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.