Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2013, Blaðsíða 31
Fréttir 31Áramótablað 28. desember 2013  Öruggur sigur Íslands Í október sigraði Ísland Kýpur með tveimur mörkum gegn engu á troðfullum Laugardalsvelli. Hélt þá áfram baráttan um umspilssæti fyrir Heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í Brasilíu á komandi ári. Svo fór að Ísland lenti í öðru sæti í riðlinum og lék gegn Króatíu sem gerði draum Íslendinga um að komast á HM að engu.  Ást við fyrstu sýn? Þrátt fyrir leiðindaveður í mest allt sumar var ekkert lát á komu ferðamanna til landsins. Þeir hafa þó ef til vill haldið sig meira í skjóli en annars eins og þessir farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Elizabeth. Hvert metið eftir annað var slegið þetta ár hvað varðar komu ferðamanna til landsins.  Börn Sævars Ciesielski Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmund- ar- og Geirfinnsmálið var kynnt í mars. Hópurinn vill að málið verði tekið upp aftur. Samkvæmt skýrslunni er það „hafið yfir allan skynsamlegan vafa“ að framburðir sakborninga í málinu hafi verið óáreiðanlegir. Fram kemur í skýrslunni að ýmsu hafi verið ábótavant í rannsókn málsins og að lögreglan hafi einblínt um of á sekt sakborninganna.  Hemmi kvaddur Útför Hemma Gunn fór fram í lok júní en hann varð bráðkvaddur í Taílandi fjórða júní. Einvalalið tónlistar manna sá um tónlistina í jarðarförinni og má hér sjá vinstri hönd Ragga Bjarna og Jónas Þóri Þórisson leika á píanó.  „Druslur“ Hin nú árlega Drusluganga fór fram í lok júlí. Gengið var frá Hallgríms- kirkju niður að Austurvelli, þar sem hljómsveitir tróðu upp í góðviðrinu. Markmið göngunnar var að mótmæla því viðhorfi að konur bjóði upp á nauðgun með því að klæða sig „druslulega“.  Gæddi sér á beikoni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra borðaði beikon með bestu lyst sem bandaríska beikonbræðralagið færði honum að gjöf í Stjórnarráðinu í september. Tilefnið var Beikonhátíðin Reykjavík Bacon Festival var haldin í þriðja skipti. Vildu Bandaríkjamennirnir endurgjalda gjöf íslenska beikonbræðra- lagsins sem kom færandi hendi á hátíð í Des Moines í Iowa í fyrra og gáfu fylkisstjóranum lopa, minkaskinn og íslensk matvæli.  Níðingur handtekinn Í janúar var Karl Vignir Þorsteinsson leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem dómari féllst á kröfu lögreglu um tveggja vikna gæsluvarðhald. Karl Vignir var vistaður í fangageymslu í kjölfar yfirheyrslu en hann játaði á sig fjölmörg brot gegn börnum í Kastljósi. Í október var hann svo dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að nauðga þremur mönnum.  Hvalveiðar hefjast á ný Hvalur 8 og 9, skip Hvals hf., sigldu úr höfn í júní. Skipin hafa legið við bryggju síðastliðinn tvö ár en kvótinn sem skipin fengu er allt að 180 langreyðar og munu nær allar afurðir verða fluttar til Japans. Veiðunum var mótmælt víða og þar á meðal af hluthafa Hvals hf. Hér gengur vaskur flensari á planið með hvalskurðarhnífana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.