Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 10
10 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað Þ etta er fáránlegt, að menn skuli ekki fara á kaf þarna og sjást ekki meira. Þetta er ekk- ert annað en kraftaverk,“ seg- ir Grétar Einarsson, úr björg- unarsveitinni Víkverja í Vík, sem kom að björgun ferðafólks sem fór niður með skriðu úr Lágey Dyrhólaeyjar á fimmtudag. Fólkið féll heila fjörutíu metra niður í Kirkjufjöru með hundrað metra breiðri skriðu eftir að brún gaf sig. Grétar segir fólkið hafa verið kom- ið úr skriðunni þegar hann kom að því og búið að koma sér niður í fjöru. Fóru í aðgerð Upp úr skriðurústunum komu karl og kona. Maðurinn reyndist fótbrotinn og var kallað eftir þyrlu Landhelgis- gæslunnar til að flytja fólkið á Land- spítalann í Fossvogi til aðhlynningar og til að gæta fyllsta öryggis. Meiðsl þeirra voru ekki talin lífshættuleg og í raun ótrúlegt hversu vel þau sluppu frá slysinu – þegar myndirnar hér eru skoðaðar. Samkvæmt upplýsing- um sem DV fékk á Landspítalanum gekkst fólkið undir aðgerð sem átti að vera lokið á fimmtudagskvöld. „Ég held að þeim eigi eftir að bregða þeg- ar þau sjá myndirnar frá þessu,“ segir Grétar. Fyrstu fréttir af slysinu gáfu til kynna að fjórir ferðamenn hefðu far- ið niður með skriðunni en þeir reynd- ust vera tveir. Gríðarmikill viðbúnaður var vegna tilkynningarinnar um slysið enda hljómaði hún ekki vel. Björgun- arsveitir af Suðurlandi, björgunarskip frá Vestmannaeyjum, fjallbjörgunar- fólk af höfuðborgarsvæðinu og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til. Á röngum stað á röngum tíma „Það er ósköp einfalt, Dyrhólaey er úr móbergi, sjórinn grefur undan þessu auk þess sem bjargbrúnirnar eru sprungnar svo þetta gefur sig hreinlega,“ segir Halldór G. Pétursson jarðfræðingur um það sem gerðist á fimmtudag. Og svo virðist sem þau hafi bara verið sérlega óheppin til að byrja með. „Ég á frekar von á því að þau hafi bara verið svo óheppin að vera stödd þarna á þeim tímapunkti sem þetta gaf sig. En það getur vel verið að þetta hafi verið orðið laust, verið sprungur þarna, og þetta farið af stað með þau. Það hafi verið kornið sem fyllti mæl- inn. Þó þú hoppir og skoppir á heilu bergi þá fer það ekkert af stað. Þetta hefur bara verið tilbúið til að fara,“ seg- ir Halldór og bætir við að svona hrun úr móbergsklettum sé algengt á þess- um árstíma. „Þau voru fyrst og fremst ótrúlega heppin því þau fljóta ein- hvern veginn ofan á þessu þegar þetta fer niður.“ „EkkErt annað En kraftavErk“ „Ég held að þeim eigi eftir að bregða þegar þau sjá myndirnar frá þessu Mýrdalsjökull Stórgrýti Hér má sjá björgunarsveitarmenn úr Víkverja í rústunum. Sumir hnullung- arnir eru ógnarstórir. Flutt á sjúkrahús Maðurinn og konan sluppu lifandi úr slysinu en voru flutt með þyrlu LHG á Landspítalann. Kraftaverk Eins og sjá má hér er skriðan sem féll engin smásmíði og sluppu ferðamennirnir með ólíkindum vel. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Ferðamenn fóru 40 metra niður með gríðarstórri skriðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.