Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 14
14 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað Einfalt að hætta við n Bjarni Benediktsson fundaði sérstaklega með stækkunarstjóra ESB S tefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, er staddur hér á landi þar sem hann fundar með íslensk- um ráðamönnum og leið- togum stjórnarandstöðunnar. Þetta er önnur heimsókn stækkunarstjór- ans hingað til lands en að þessu sinni má gera ráð fyrir að heimsókn hans snúist í meira mæli um að tala við stjórnarandstöðuna en fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Sú einkennilega staða er uppi að Sjálfstæðisflokkur- inn, stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn og sá flokkur sem líklegastur er til að leiða næstu ríkisstjórn sam- kvæmt skoðanakönnunum, hefur það á stefnuskrá sinni að slíta við- ræðunum. Sjálfstæðisflokkurinn með skýra afstöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, átti fund með Willi- am Hague, utanríkisráðherra Bret- lands, í síðustu viku þar sem hann ræddi meðal annars stöðu Evrópu- sambandsins. Hague er fulltrúi breska Íhaldsflokksins og hefur flokkur hans verið á svipaðri línu og Sjálfstæðisflokkurinn varðandi að- ild að Evrópusambandinu og fram- tíð þess. Ekki er þess þó að vænta að Bretar segi sig úr sambandinu á næstunni þó erfitt sé að lesa í framtíð sambandsins vegna krísunnar sem enn sér ekki fyrir endann á í sumum ríkjum þess. „Ég mun segja nákvæmlega minn hug til þess hvernig málið stendur, hversu illa þetta mál var sett af stað og hvers vegna það er í þeirri stöðu sem það er í í dag,“ segir Bjarni að- spurður hvort hann muni ræða hug- myndir flokksins við Füle. „Ég nota hvert tækifæri þess.“ Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evrópusambandinu 16. júlí árið 2009 og eru því þrjú ár liðin frá umsókninni. Þegar umsóknin var samþykkt höfðu Bjarni og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og þáverandi varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, lagt fram tillögu þess efnis að efnt yrði til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort sækja ætti um að- ild eða ekki. Enginn samningur á borðinu Afstaða þeirra sem sóst hafa eftir því að draga umsóknina til baka hefur fyrst og fremst byggt á andstöðu við Evrópusambandið sem slíkt og þró- unina annars staðar í Evrópu. Enn er langt í að það liggi fyrir hvern- ig samning Íslendingar gætu fengið við sambandið þó að ekki sé vikið frá grundvallarreglum sambands- ins. Það eru þó mörg dæmi þess að samið sé um sérlausnir sem henta hverju aðildarríki fyrir sig. Hvort og þá hvaða sérlausnir bjóðast Íslend- ingum liggur hins vegar ekki fyrir fyrr en aðildarsamningur liggur á borð- inu og búast má við því að það taki enn nokkurn tíma. Alþingi hafnaði á fimmtudag með afgerandi hætti að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort draga ætti umsóknina til baka. Óljóst er hvort, og þá hvernig, stuðningsmönnum þess að hætta aðildarviðræðunum takist að fá kröfu sína samþykkta. Sviss setti umsóknina á ís Verði niðurstaða Alþingis sú að hætta eigi við aðildarviðræður að Evrópusambandinu verður Ísland fyrsta ríkið til að gera það. Ekk- ert ríki hefur beinlínis dregið að- ildarumsókn sína að sambandinu til baka þótt að aðildarviðræður hafi verið settar á ís. Svisslendingar sóttu um aðild að sambandinu fyrir um 20 árum en þeir hættu aðildar- viðræðum við sambandið eftir að aðild að Evrópska efnahagssvæð- inu var hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu. Umsóknin er hins vegar enn í fullu gildi þótt engar viðræð- ur hafi átt sér stað. Einnig eru dæmi um að aðildarferli hafi tekið langan tíma. Þrátt fyrir þetta er ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt sé að slíta viðræðunum og draga umsóknina sjálfa til baka. Einföld tilkynning til sambandsins ætti að duga til þess. Í raun er heldur ekkert sem kemur í veg fyrir að þjóðir sem þegar eru aðilar að sambandinu segi sig úr því. Dæmi um það er þegar Græn- lendingar sögðu sig úr sambandinu árið 1985. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Vill hætta við Bjarni Benediktsson átti fund með Stefan Füle en líkur eru á að sá fyrr- nefndi komist í aðstöðu til að hætta við aðildarviðræðurnar eftir næstu kosningar. Mættur Stefan Füle er stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Hann kom á mið- vikudagskvöld hingað til lands í annað sinn en hann fer í kvöld, föstudag. „Ég mun segja ná- kvæmlega minn hug til þess hvernig málið stendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.