Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 17
Bjóða sátt: Vilja fiskinn til 2052
Fréttir 17Helgarblað 25.–27. maí 2012
n Ekki bara sáttanefnd, ráðuneytisfundir og umsagnarferli á Alþingi n Stjórnvöld dragi frumvörpin til baka n Telja ekki sérstaka þörf á hærra veiðigjaldi
Hugtakalisti
Uppsjávarafli
Til uppsjávarafla teljast síld, loðna,
kolmunni, makríll og hliðstæðar
tegundir smáfiska. Annar afli telst botn-
sjávarafli.
Auðlindarenta
Arður sem myndast í atvinnustarfsemi
sem byggist á nýtingu náttúruauðlinda
umfram rekstrarkostnað og ávöxtun
þess fjár sem bundið er í starfseminni
sem eðlileg er talin með tilliti til þeirrar
áhættu sem í henni felst.
Fiskveiðiár
Tólf mánaða tímabil, frá 1. september ár
hvert til 31. ágúst næsta árs.
Heildaraflamark
Heildarafli sem úthlutað er úr einstökum
nytjastofnum. Heildarafli er allur ós-
lægður afli upp úr sjó.
Þorskígildi
Árlega reiknaður stuðull sem lýsir
verðmæti 1 kílós af tiltekinni tegund sem
hlutfalli af verðmæti 1 kílós af þorski.
niðurstöðum árið 2010. Nú leggja
útgerðarmenn til að enn ein nefnd-
in verði sett á laggirnar og kvarta yfir
skorti á samráði.
Ítrekaðir ráðuneytisfundir
DV leitaði upplýsinga hjá sjávar-
útvegsráðuneytinu um samráð
stjórnvalda við fulltrúa Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna frá
því að vinna við núverandi frum-
vörp hófst. Þar fengust þær upp-
lýsingar að fulltrúar LÍÚ hefðu fjór-
um til fimm sinnum verið kallaðir
til fundar eftir að smíði núverandi
frumvarpa hófst eftir árámót. Frið-
rik Jón Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, og Adolf Guðmundsson
formaður munu hafa mætt á fund-
ina fyrir hönd útvegsmanna. Þá
mun Ólafur H. Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Ramma og stjórnar-
maður LÍÚ, hafa mætt á allavega
einn fund fulltrúa ráðuneytisins og
fulltrúa útvegsmanna. Frumvörp
sjávarútvegsráðherra um veiðigjald
og fiskveiðistjórnun eru nú í vinnslu
þingsins. Þar gefst hagsmunaaðilum
og almenningi tækifæri til að senda
inn umsögn og athugasemdir enda
er slíkt hefðbundið ferli við úrlausn
löggjafarþings við lagasetningu. n
Í sáttahug Landssamband íslenskra útvegs-
manna er í sáttahug og vill aukna samvinnu
við yfirvöld vegna fyrirhugaðra breytinga á
fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir leggja til enn
aðra nefnd til sátta en krefjast þess að frum-
vörpin verði í staðin dregin til baka.